Stóð uppi sem sigurvegari á krefjandi ári: „Var búið að vera svo erfitt“ Aron Guðmundsson skrifar 4. desember 2025 12:33 Ingeborg Eide Garðarsdóttir, íþróttakona ársins 2025 í vali ÍF Vísir/Lýður Á krefjandi ári tókst kúluvarparanum Ingeborg Eide Garðarsdóttur að setja nýtt Íslandsmet í sínum flokki. Hún var í gær kjörin íþróttakona ársins 2025 í vali Íþróttasambands Fatlaðra. Kúluvarparinn Ingeborg Eide Garðarsdóttir og sundkappinn Snævar Örn Kristmannsson eru íþróttafólk fatlaðra árið 2025 en verðlaunin voru veitt við hátíðlega athöfn á Grand Hótel í gær. Ingeborg setti nýtt Íslandsmet á árinu 2025 í flokki F37 í frjálsum íþróttum. Metið setti hún á stóra sviðinu þegar hún keppti á Heimsmeistaramóti IPC í frjálsum íþróttum sem haldið var í Nýju Delí á Indlandi undir lok september. Þar kastaði Ingeborg í fyrsta sinn yfir tíu metra, nánar tiltekið 10,08 metra sem er nýtt Íslandsmet í hennar flokki. „Ég er stolt og mjög þakklát fyrir að fá þennan titil. Þetta er stærsta viðurkenning sem maður getur fengið fyrir þá vinnu sem maður hefur sett í íþróttina sína í ár,“ segir Ingeborg í samtali við íþróttadeild. Klippa: Stolt og þakklát eftir krefjandi ár Árið sem nú er að renna sitt skeið reyndist henni krefjandi andlega þar sem að hún glímdi við Olympics blues, andlega niðursveiflu sem íþróttamenn geta fundið fyrir eftir að hafa keyrt sig í botn líkamlega og andlega á stórum mótum á borð við Ólympíuleikana eða paralympics. „Í samvinnu með mínum íþróttasálfræðingi ákváðum við að ég kæmi rólega inn í heimsmeistaramótið í Nýju Delí þar sem að ég myndi bara fá að njóta mín. Það greinilega skilaði sér því þar set ég þetta Íslandsmet í síðasta kasti. Það var bara geggjað að enda árið svona. Þetta var búið að vera svo erfitt, bara eins og afreksíþróttir eru, það koma þessar bylgjur.“ Loksins rauf hún tíu metra múrinn með kasti sínu. „Ég er búinn að stefna svolítið lengi á þennan stað, sennilega tvö ár núna. Fólk skilur ekki alveg hvernig kúluvarp virkar, þú ert ekki bara að bæta þig um einn sentímeter í einu. Heldur geturðu lent í því að vera stopp í sömu tölunni í nokkur ár svo allt í einu kemur risa bæting. Það var smá þannig núna. Það sem hefur skilað mér á þennan stað er þessi stöðugleiki í því að halda alltaf áfram, vinnusemi, mæta alltaf þrátt fyrir að eiga erfiða tíma.“ Frjálsar íþróttir Mest lesið Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Enski boltinn „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Handbolti Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ Körfubolti „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Körfubolti Hafa bara rifist á vellinum en ætla að búa saman Fótbolti Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Körfubolti Ísland - Slóvenía | Strákarnir okkar undirbúa sig fyrir stórmót Handbolti Skilur stress þjóðarinnar betur Handbolti Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Handbolti Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar Körfubolti Fleiri fréttir Bikarhetjan til KA Amanda mætt aftur „heim“ Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Ísland - Slóvenía | Strákarnir okkar undirbúa sig fyrir stórmót Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Saka skrifar undir nýjan langtímasamning við Arsenal Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Engum hefur enn tekist að skora hjá syni Zidane á Afríkumótinu TikTok í fyrsta sæti á HM í fótbolta í sumar Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ Settu upp skautavelli inni á einum flottasta fótboltaleikvangi Spánar „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar NBA félag með mínútuþögn til minningar um „ólýsanlegan harmleik“ „Gerði mér ekki einu sinni grein fyrir því hversu sérstakir þeir voru“ „Ég hata það að þurfa að gera þetta myndband“ „Við erum aðhlátursefni,“ segja stuðningsmenn Man Utd Bað Liverpool-leikmanninn afsökunar Semenyo tekur treyjunúmer Yaya Touré Skilur stress þjóðarinnar betur Fékk gjöf frá Karólínu Leu um leið og hún kom úr erfiðri geislameðferð Hafa bara rifist á vellinum en ætla að búa saman „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Svona var stórleikurinn: Átti Liverpool að fá víti? Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins „Algjör karakter og þú lýstir upp hvert sem þú fórst“ Dagskráin í dag: Körfuboltakvöld og enski bikarinn „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Sjá meira
Kúluvarparinn Ingeborg Eide Garðarsdóttir og sundkappinn Snævar Örn Kristmannsson eru íþróttafólk fatlaðra árið 2025 en verðlaunin voru veitt við hátíðlega athöfn á Grand Hótel í gær. Ingeborg setti nýtt Íslandsmet á árinu 2025 í flokki F37 í frjálsum íþróttum. Metið setti hún á stóra sviðinu þegar hún keppti á Heimsmeistaramóti IPC í frjálsum íþróttum sem haldið var í Nýju Delí á Indlandi undir lok september. Þar kastaði Ingeborg í fyrsta sinn yfir tíu metra, nánar tiltekið 10,08 metra sem er nýtt Íslandsmet í hennar flokki. „Ég er stolt og mjög þakklát fyrir að fá þennan titil. Þetta er stærsta viðurkenning sem maður getur fengið fyrir þá vinnu sem maður hefur sett í íþróttina sína í ár,“ segir Ingeborg í samtali við íþróttadeild. Klippa: Stolt og þakklát eftir krefjandi ár Árið sem nú er að renna sitt skeið reyndist henni krefjandi andlega þar sem að hún glímdi við Olympics blues, andlega niðursveiflu sem íþróttamenn geta fundið fyrir eftir að hafa keyrt sig í botn líkamlega og andlega á stórum mótum á borð við Ólympíuleikana eða paralympics. „Í samvinnu með mínum íþróttasálfræðingi ákváðum við að ég kæmi rólega inn í heimsmeistaramótið í Nýju Delí þar sem að ég myndi bara fá að njóta mín. Það greinilega skilaði sér því þar set ég þetta Íslandsmet í síðasta kasti. Það var bara geggjað að enda árið svona. Þetta var búið að vera svo erfitt, bara eins og afreksíþróttir eru, það koma þessar bylgjur.“ Loksins rauf hún tíu metra múrinn með kasti sínu. „Ég er búinn að stefna svolítið lengi á þennan stað, sennilega tvö ár núna. Fólk skilur ekki alveg hvernig kúluvarp virkar, þú ert ekki bara að bæta þig um einn sentímeter í einu. Heldur geturðu lent í því að vera stopp í sömu tölunni í nokkur ár svo allt í einu kemur risa bæting. Það var smá þannig núna. Það sem hefur skilað mér á þennan stað er þessi stöðugleiki í því að halda alltaf áfram, vinnusemi, mæta alltaf þrátt fyrir að eiga erfiða tíma.“
Frjálsar íþróttir Mest lesið Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Enski boltinn „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Handbolti Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ Körfubolti „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Körfubolti Hafa bara rifist á vellinum en ætla að búa saman Fótbolti Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Körfubolti Ísland - Slóvenía | Strákarnir okkar undirbúa sig fyrir stórmót Handbolti Skilur stress þjóðarinnar betur Handbolti Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Handbolti Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar Körfubolti Fleiri fréttir Bikarhetjan til KA Amanda mætt aftur „heim“ Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Ísland - Slóvenía | Strákarnir okkar undirbúa sig fyrir stórmót Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Saka skrifar undir nýjan langtímasamning við Arsenal Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Engum hefur enn tekist að skora hjá syni Zidane á Afríkumótinu TikTok í fyrsta sæti á HM í fótbolta í sumar Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ Settu upp skautavelli inni á einum flottasta fótboltaleikvangi Spánar „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar NBA félag með mínútuþögn til minningar um „ólýsanlegan harmleik“ „Gerði mér ekki einu sinni grein fyrir því hversu sérstakir þeir voru“ „Ég hata það að þurfa að gera þetta myndband“ „Við erum aðhlátursefni,“ segja stuðningsmenn Man Utd Bað Liverpool-leikmanninn afsökunar Semenyo tekur treyjunúmer Yaya Touré Skilur stress þjóðarinnar betur Fékk gjöf frá Karólínu Leu um leið og hún kom úr erfiðri geislameðferð Hafa bara rifist á vellinum en ætla að búa saman „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Svona var stórleikurinn: Átti Liverpool að fá víti? Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins „Algjör karakter og þú lýstir upp hvert sem þú fórst“ Dagskráin í dag: Körfuboltakvöld og enski bikarinn „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Sjá meira