Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 3. desember 2025 10:47 Mark Rutte, Marco Rubio og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir voru meðal viðstaddra þegar utanríkisráðherrar NATO hittust síðast í Brussel í apríl. NATO Utanríkisráðherrar aðildarríkja Atlantshafsbandalagsins hittast á fundi í höfuðstöðvum bandalagsins í Brussel í dag. Athygli hefur vakið að Marco Rubio, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, hyggst ekki mæta á fundinn. Það er sögulega afar sjaldgæft að ráðherra Bandaríkjanna sjái sér ekki fært að mæta þegar ráðamenn NATO-ríkja hittast, en framkvæmdastjóri bandalagsins kveðst sýna fjarveru Rubio fullan skilning. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra sækir fundinn fyrir Íslands hönd en hún hitti Rubio í Brussel síðast þegar utanríkisráðherrar bandalagsins hittust þar í vor. Í umfjöllun Financial Times um helgina kom fram að Rubio „ætti að vera á staðnum“ og líklegt sé að kollegar hans frá hinum bandalagsríkjunum vilji að hann gefi skýrslu um viðræður Trump-stjórnarinnar við Rússa vegna stríðsins í Úkraínu. Varautanríkisráðherrann staðgengill Rubio Í aðdraganda fundarins greindi Reuters frá „afar óvenjulegri og sjaldgæfri“ fjarveru æðsta diplómata Bandaríkjanna og að hans í stað myndi varautanríkisráðherrann Christopher Landau sækja fundinn fyrir hönd Bandaríkjanna. Varautanríkisráðherrann Christopher Landau sækir fundinn í stað Marco Rubio, en hér er Landau á spjalli við Mark Rutte og Radmilu Shekerinska, framkvæmdastjóra og varaframkvæmdastjóra NATO.AP/Geert Vanden Wijngaert Í umfjönnun AP er tímasetning fjarveru Rubio sett í samhengi við 28 skrefa áætlun Bandaríkjaforseta sem féll í grýttan jarðveg meðal evrópskra bandamanna Úkraínu, en ákveðin atriði sem þar voru listuð þóttu óþægilega hagkvæm Rússum og bera þess merki að hafa verið skrifuð í Kreml. Á sama tíma hafa sérstakur erindreki Trump Bandaríkjaforseta, Steve Witkoff, og tengdasonurinn Jared Kushner, fundað tvíhliða með Pútín í Moskvu um mögulega friðaráætlun, án þátttöku Úkraínumanna eða annarra Evrópuríkja. Í samtali við fjölmiðla í morgun, fyrir fund utanríkisráðherranna, vildi Mark Rutte, framkvæmdastjóri NATO, lítið tjá sig um þær viðræður Bandaríkjanna og Rússa né heldur um nýleg ummæli Pútíns um átök við Evrópu. „Ég ætla ekki að tjá mig um öll skrefin í þessu ferli. Það er mikilvægt að það séu friðarumleitanir í gangi. Vonandi leiðir það til niðurstöðu. Og ef það tekur of langan tíma og það skilar ekki árangri, þá er besta leiðin að beita Rússa þrýstingi með tvennum hætti. Annars vega að tryggja að Rússar skilji að vopn verði áfram send til Úkraínu,“ sagði Rutte. „Í öðru lagi að tryggja að viðskiptaþvinganir bíti og séu árangursríkar.“ Mark Rutte ræddi við fjölmiðla áður en fundur utanríkisráðherra hófst í höfuðstöðvum NATO í morgun.AP/Virginia Mayo Gerir lítið úr fjarveru Rubio Þrátt fyrir sögulega fjarveru bandaríska utanríkisráðherrans sagði Rutte í samtali við fjölmiðla í gær að hann hefði ekki miklar áhyggjur af mætingu Rutte. Það sé skiljanlegt að utanríkisráðherra Bandaríkjanna sé upptekinn. „Hann er að vinna hörðum höndum að því að leysa ekki bara ástandið í Úkraínu, heldur einnig mörg önnur mál sem hann er með á sínu borði,“ sagði Rutte. „Þannig ég sætti mig fullkomlega við að hann verði ekki hér á morgun, ég myndi ekki lesa nokkuð í það.“ AP hefur eftir ónafngreindum heimildarmanni að Rubio hafi ekki í hyggju að mæta á NATO fundinn í dag þar sem hann hafi þegar átt tugi funda með bandamönnum innan NATO og það væri „algjörlega óframkvæmanlegt að búast við því að hann mæti á alla fundi.“ NATO Utanríkismál Bandaríkin Innrás Rússa í Úkraínu Belgía Mest lesið Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Erlent „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Erlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent „Gamla góða Ísland, bara betra“ Innlent Fleiri fréttir Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Sjá meira
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra sækir fundinn fyrir Íslands hönd en hún hitti Rubio í Brussel síðast þegar utanríkisráðherrar bandalagsins hittust þar í vor. Í umfjöllun Financial Times um helgina kom fram að Rubio „ætti að vera á staðnum“ og líklegt sé að kollegar hans frá hinum bandalagsríkjunum vilji að hann gefi skýrslu um viðræður Trump-stjórnarinnar við Rússa vegna stríðsins í Úkraínu. Varautanríkisráðherrann staðgengill Rubio Í aðdraganda fundarins greindi Reuters frá „afar óvenjulegri og sjaldgæfri“ fjarveru æðsta diplómata Bandaríkjanna og að hans í stað myndi varautanríkisráðherrann Christopher Landau sækja fundinn fyrir hönd Bandaríkjanna. Varautanríkisráðherrann Christopher Landau sækir fundinn í stað Marco Rubio, en hér er Landau á spjalli við Mark Rutte og Radmilu Shekerinska, framkvæmdastjóra og varaframkvæmdastjóra NATO.AP/Geert Vanden Wijngaert Í umfjönnun AP er tímasetning fjarveru Rubio sett í samhengi við 28 skrefa áætlun Bandaríkjaforseta sem féll í grýttan jarðveg meðal evrópskra bandamanna Úkraínu, en ákveðin atriði sem þar voru listuð þóttu óþægilega hagkvæm Rússum og bera þess merki að hafa verið skrifuð í Kreml. Á sama tíma hafa sérstakur erindreki Trump Bandaríkjaforseta, Steve Witkoff, og tengdasonurinn Jared Kushner, fundað tvíhliða með Pútín í Moskvu um mögulega friðaráætlun, án þátttöku Úkraínumanna eða annarra Evrópuríkja. Í samtali við fjölmiðla í morgun, fyrir fund utanríkisráðherranna, vildi Mark Rutte, framkvæmdastjóri NATO, lítið tjá sig um þær viðræður Bandaríkjanna og Rússa né heldur um nýleg ummæli Pútíns um átök við Evrópu. „Ég ætla ekki að tjá mig um öll skrefin í þessu ferli. Það er mikilvægt að það séu friðarumleitanir í gangi. Vonandi leiðir það til niðurstöðu. Og ef það tekur of langan tíma og það skilar ekki árangri, þá er besta leiðin að beita Rússa þrýstingi með tvennum hætti. Annars vega að tryggja að Rússar skilji að vopn verði áfram send til Úkraínu,“ sagði Rutte. „Í öðru lagi að tryggja að viðskiptaþvinganir bíti og séu árangursríkar.“ Mark Rutte ræddi við fjölmiðla áður en fundur utanríkisráðherra hófst í höfuðstöðvum NATO í morgun.AP/Virginia Mayo Gerir lítið úr fjarveru Rubio Þrátt fyrir sögulega fjarveru bandaríska utanríkisráðherrans sagði Rutte í samtali við fjölmiðla í gær að hann hefði ekki miklar áhyggjur af mætingu Rutte. Það sé skiljanlegt að utanríkisráðherra Bandaríkjanna sé upptekinn. „Hann er að vinna hörðum höndum að því að leysa ekki bara ástandið í Úkraínu, heldur einnig mörg önnur mál sem hann er með á sínu borði,“ sagði Rutte. „Þannig ég sætti mig fullkomlega við að hann verði ekki hér á morgun, ég myndi ekki lesa nokkuð í það.“ AP hefur eftir ónafngreindum heimildarmanni að Rubio hafi ekki í hyggju að mæta á NATO fundinn í dag þar sem hann hafi þegar átt tugi funda með bandamönnum innan NATO og það væri „algjörlega óframkvæmanlegt að búast við því að hann mæti á alla fundi.“
NATO Utanríkismál Bandaríkin Innrás Rússa í Úkraínu Belgía Mest lesið Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Erlent „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Erlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent „Gamla góða Ísland, bara betra“ Innlent Fleiri fréttir Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Sjá meira