Ekki líta undan Reyn Alpha Magnúsdóttir og Bjarndís Helga Tómasdóttir skrifa 4. desember 2025 08:03 Gervigreind, nafnleysi á internetinu, skeytingarleysi samfélagsmiðlafyrirtækja og skortur á umsjón með kommentakerfum fjölmiðla eiga óumdeilanlega þátt í aukningu kynbundins stafræns ofbeldis síðustu misseri. Líkt og allt ofbeldi bitnar stafrænt ofbeldi verst á þeim hópum sem eru jaðarsettastir. Um ein af hverjum þremur konum verður fyrir ofbeldi á lífsleiðinni og trans konur eru umtalsvert líklegri til þess en sís konur. Það ætti ekki að dyljast neinum sem skoðar athugasemdir vefmiðla hversu mikið og rætið hatrið sem beinist að trans fólki í stafræna rýminu er. Hatursfullar athugasemdir á samfélagsmiðlum eru þó ekki til í tómarúmi heldur ýta undir ofbeldi í raunheimum. Stafrænt ofbeldi hefur alvarlegar afleiðingar Við verðum háðari tækni með hverju ári sem líður og það hefur aldrei verið auðveldara að fylgjast með fólki og beita það stafrænu ofbeldi, jafnvel komast inn í persónuleg rými þess. Allar þær nýju samskiptaleiðir sem geta gert svo mikið til að tengja okkur eru líka ný tækifæri til að ógna öryggi fólks, áreita og beita ofbeldi. Rannsóknir hafa ítrekað sýnt fram á að geðheilsa trans fólks er að jafnaði verri en geðheilsa annars fólks vegna þess mótlætis sem það mætir í samfélaginu. Trans fólk upplifir oft að reynsla þess sé ekki tekin alvarlega, orð þess dregin í efa og að því sé sjálfu kennt um ofbeldi sem það er beitt. Allt þetta eykur líkurnar á félagslegri einangrun, sem er vitað að hefur afar slæm áhrif á geðheilsu fólks. Ábyrgðin liggur hjá okkur öllum Okkur ber öllum skylda, ef ekki lagaleg þá siðferðisleg, til þess að veita hatri og útskúfun einstakra hópa viðnám. Okkur ber skylda til þess að vernda trans fólk svo að það megi lifa lífi sínu án ótta. Verndina er ekki að finna hjá eigendum samfélagsmiðlanna. Þeir hafa þvert á móti dregið úr viðbrögðum sínum við hatursorðræðu, sem þó voru veik fyrir, og hafa í sumum tilfellum gert hatursorðræðu beinlínis leyfilega. Enga vernd má heldur finna hjá umsjónaraðilum kommentakerfa fjölmiðla þar sem hatursfullum athugasemdum er síendurtekið leyft að standa óáreittum. Fyrir vikið hefur rýmum þar sem trans fólk hefur frið til að vera til og tjá sig fækkað. Sitjum ekki þögul hjá Við tökum öll þátt í að semja samfélagssáttmálann og ákveða hvaða reglum við fylgjum í samskiptum og nú verðum við að sammælast um stafrænar samskiptareglur. Við megum ekki horfa þegjandi og hljóðalaust upp á háværan minnihluta taka stjórn á umræðunni og sá efasemdum um tilvistarrétt trans fólks og rétt þess til að lifa með sæmd eins og allt annað fólk. Leyfum hatri ekki að viðgangast án mótstöðu. Sitjum ekki þögul hjá þegar hatursorðræða er viðhöfð. Segjum eitthvað. Aðeins þannig getum við stöðvað hatursorðræðu og ofbeldi gagnvart trans fólki. Bjarndís Helga er formaður Samtakanna ’78. Reyn Alpha er forseti Trans Íslands. Greinin er skrifuð í tilefni 16 daga átaks gegn kynbundnu ofbeldi sem stendur frá 25. nóvember til 10. desember. Áhersla alþjóðlega átaksins í ár er á stafrænt ofbeldi undir yfirskriftinni “Ending Digital Violence Against All Women and Girls”. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bjarndís Helga Tómasdóttir Mest lesið Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson Skoðun Kæra heilbrigðisráðherra, Alma Möller Arnar Helgi Lárusson Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir Skoðun Ef þetta er ekki þrælahald – hvað er það þá? Ágústa Árnadóttir Skoðun Maðurinn sem ég kynntist í löggunni Þuríður B. Ægisdóttir Skoðun 3,7 milljarða skattalækkun í Hafnarfirði Orri Björnsson Skoðun Stúka við Kórinn mun skera niður framtíð HK í fótbolta! Ómar Stefánsson Skoðun U-beygja framundan Eyjólfur Ármannsson Skoðun Flóttamannavegurinn er loksins fundinn Árni Rúnar Þorvaldsson Skoðun Breytum viðhorfi til veikindaréttar Bjarni Kristjánsson Skoðun Skoðun Skoðun Stúka við Kórinn mun skera niður framtíð HK í fótbolta! Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Hlúum að hjarta skólans skrifar Skoðun Ef þetta er ekki þrælahald – hvað er það þá? Ágústa Árnadóttir skrifar Skoðun Af hverju þurfa börn að borga í strætó? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flóttamannavegurinn er loksins fundinn Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hafnarfjörður fyrir fólk á öllum æviskeiðum Helga Björg Loftsdóttir skrifar Skoðun 3,7 milljarða skattalækkun í Hafnarfirði Orri Björnsson skrifar Skoðun Nokkur orð um rekstrarkostnað Arnar Már Jóhannesson,Ásgerður Ágústsdóttir skrifar Skoðun ESB er (enn) ekki varnarbandalag Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Suðurlandsbraut á skilið umhverfismat Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Loforðin ein vinna ekki á verðbólgunni Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Ástæða góðs árangurs í handbolta Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Skaðlegt stafrænt umhverfi barna Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun U-beygja framundan Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræður ekki við verkefnið Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Kæra heilbrigðisráðherra, Alma Möller Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Súkkulaðisnúðurinn segir sannleikann Björn Ólafsson skrifar Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar Skoðun Setjum ekki skátastarf á varamannabekkinn Óskar Eiríksson skrifar Skoðun Björg fyrir Reykvíkinga Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir,Þórey Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Enn má Daði leiðrétta Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ég sá Jesú í fréttunum Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Ógnarstjórn talmafíunnar Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Leiðtogi með reynslu, kjark og mannlega nálgun Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Hundrað–múrinn rofinn! Anna Björg Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert stefnum við? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun Hrunamannahreppur 5 - Kópavogur 0 Gunnar Gylfason skrifar Sjá meira
Gervigreind, nafnleysi á internetinu, skeytingarleysi samfélagsmiðlafyrirtækja og skortur á umsjón með kommentakerfum fjölmiðla eiga óumdeilanlega þátt í aukningu kynbundins stafræns ofbeldis síðustu misseri. Líkt og allt ofbeldi bitnar stafrænt ofbeldi verst á þeim hópum sem eru jaðarsettastir. Um ein af hverjum þremur konum verður fyrir ofbeldi á lífsleiðinni og trans konur eru umtalsvert líklegri til þess en sís konur. Það ætti ekki að dyljast neinum sem skoðar athugasemdir vefmiðla hversu mikið og rætið hatrið sem beinist að trans fólki í stafræna rýminu er. Hatursfullar athugasemdir á samfélagsmiðlum eru þó ekki til í tómarúmi heldur ýta undir ofbeldi í raunheimum. Stafrænt ofbeldi hefur alvarlegar afleiðingar Við verðum háðari tækni með hverju ári sem líður og það hefur aldrei verið auðveldara að fylgjast með fólki og beita það stafrænu ofbeldi, jafnvel komast inn í persónuleg rými þess. Allar þær nýju samskiptaleiðir sem geta gert svo mikið til að tengja okkur eru líka ný tækifæri til að ógna öryggi fólks, áreita og beita ofbeldi. Rannsóknir hafa ítrekað sýnt fram á að geðheilsa trans fólks er að jafnaði verri en geðheilsa annars fólks vegna þess mótlætis sem það mætir í samfélaginu. Trans fólk upplifir oft að reynsla þess sé ekki tekin alvarlega, orð þess dregin í efa og að því sé sjálfu kennt um ofbeldi sem það er beitt. Allt þetta eykur líkurnar á félagslegri einangrun, sem er vitað að hefur afar slæm áhrif á geðheilsu fólks. Ábyrgðin liggur hjá okkur öllum Okkur ber öllum skylda, ef ekki lagaleg þá siðferðisleg, til þess að veita hatri og útskúfun einstakra hópa viðnám. Okkur ber skylda til þess að vernda trans fólk svo að það megi lifa lífi sínu án ótta. Verndina er ekki að finna hjá eigendum samfélagsmiðlanna. Þeir hafa þvert á móti dregið úr viðbrögðum sínum við hatursorðræðu, sem þó voru veik fyrir, og hafa í sumum tilfellum gert hatursorðræðu beinlínis leyfilega. Enga vernd má heldur finna hjá umsjónaraðilum kommentakerfa fjölmiðla þar sem hatursfullum athugasemdum er síendurtekið leyft að standa óáreittum. Fyrir vikið hefur rýmum þar sem trans fólk hefur frið til að vera til og tjá sig fækkað. Sitjum ekki þögul hjá Við tökum öll þátt í að semja samfélagssáttmálann og ákveða hvaða reglum við fylgjum í samskiptum og nú verðum við að sammælast um stafrænar samskiptareglur. Við megum ekki horfa þegjandi og hljóðalaust upp á háværan minnihluta taka stjórn á umræðunni og sá efasemdum um tilvistarrétt trans fólks og rétt þess til að lifa með sæmd eins og allt annað fólk. Leyfum hatri ekki að viðgangast án mótstöðu. Sitjum ekki þögul hjá þegar hatursorðræða er viðhöfð. Segjum eitthvað. Aðeins þannig getum við stöðvað hatursorðræðu og ofbeldi gagnvart trans fólki. Bjarndís Helga er formaður Samtakanna ’78. Reyn Alpha er forseti Trans Íslands. Greinin er skrifuð í tilefni 16 daga átaks gegn kynbundnu ofbeldi sem stendur frá 25. nóvember til 10. desember. Áhersla alþjóðlega átaksins í ár er á stafrænt ofbeldi undir yfirskriftinni “Ending Digital Violence Against All Women and Girls”.
Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar
Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar
Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar