Skýrsla Ágústs: Svart var það sannarlega og sést vonandi aldrei aftur Ágúst Orri Arnarson skrifar 2. desember 2025 22:00 Landsliðsþjálfarinn átti erfitt með að horfa upp á tapið og aðdáendum Íslands líður eins. Alex Gottschalk/DeFodi Images/DeFodi via Getty Images Stelpurnar okkar steinlágu gegn Svartfjallalandi og kvöddu þar með möguleikann á átta liða úrslitum á HM, með versta hætti. Möguleikinn var nú þegar agnarsmár og raunar bjóst enginn við því að Ísland kæmist áfram, en það hefði verið gaman að halda spennunni á lofti aðeins lengur eða allavega kveðja hann ekki með svona slæmu tapi. Verst var að sjá stemninguna og leikgleðina, sem hefur einkennt íslenska liðið hingað til á mótinu, algjörlega horfna á braut. Liðið mætti illa stemmt til leiks og var ekki sjálfu sér líkt á neinum tímapunkti. Vörnin stóð ágætlega í fyrri hálfleik og Alfa Brá Hagalín Oddsdóttir á hrós skilið fyrir sína innkomu. Hafdís Renötudóttir varði líka mjög vel í nokkur skipti og þannig hélst munurinn í aðeins þremur mörkum þegar flautað var til hálfleiks. Sóknarmenn Íslands sýndu hins vegar sínar slökustu hliðar í kvöld og engan undraði þegar landsliðsþjálfarinn Arnar Pétursson ákvað, í leikhléi eftir aðeins átján mínútur, að skipta öllum sóknarmönnum Íslands út. Elín Klara Þorkelsdóttir, Elín Rósa Magnúsdóttir, Thea Imani Sturludóttir og Katrín Tinna Jensdóttir settust á bekkinn og voru látnar dúsa þar fram að hálfleik. Sandra Erlingsdóttir, Lovísa Thompson, Díana Dögg Magnúsdóttir og Elísa Elíasdóttir komu þá inn á og glæddu leikinn einhverju lífi en gleðin var hvergi sjáanleg þegar Ísland gekk inn í búningsherbergi í hálfleik. Litlu betur gekk í seinni hálfleik og skeifurnar á andlitum stelpnanna okkar urðu bara stærri eftir því sem líða fór á leikinn. Það er allt annað en sést hefur á mótinu hingað til, þar sem baráttugleði og hátt orkustig hefur einkennt íslenska liðið. Hornamennirnir Dana Björg Guðmunsdóttir og Þórey Anna Ásgeirsdóttir reyndu að halda gleðinni á lofti í fyrri hálfleik og voru bjartasta ljósið í annars algjörum svartnættisleik gegn Svartfjallalandi. Íslenskir stuðningsmenn leyfðu sér að vona að endurkoma, eins og gegn Serbíu í síðustu viku, væri í kortunum en liðið var aldrei nálægt því og gaf þess í raun merki strax í upphafi seinni hálfleiks að svo yrði ekki. Alveg eins og í fyrri hálfleik. Stemningin í kringum íslenska liðið var aldrei sjáanleg og erfitt er að segja nákvæmlega hvers vegna það gerðist, en það var allavega ekki gaman að sjá. Nú eru tveir leikir eftir af mótinu, gegn Spáni og Færeyjum, og þó Ísland hafi ekki upp á neitt að spila verður vonandi gaman að horfa á liðið aftur. Leikir tapast og við því var búist, enginn svekkir sig á því að tapa gegn sterku liði Svartfjallalands, en svekkelsið er mikið að sjá svona stemningslausan og leiðinlegan leik. HM kvenna í handbolta 2025 Landslið kvenna í handbolta Mest lesið EM í dag: Fullkominn leikur fyrir Gumma Gumm Handbolti Ótrúleg sigurganga Luke Littler tók loks enda Sport Skýrsla Henrys: Sláturtíð í Kristianstad Handbolti „Ég er bara aumur aðstoðarþjálfari“ Sport Vikor Gísli rændur á tölfræðiblaðinu Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Ítalíu: Her Napóleons gjörsigraður Handbolti Ungverjar ekki í vandræðum með Pólverja Handbolti Færeyingar fengu stig með hádramatískum hætti Handbolti Sjáðu gleðina hjá Íslendingum í Kristianstad Handbolti Tölfræðin á móti Ítalíu: Þrír í íslenska liðinu með yfir 9,55 af tíu í sóknareinkunn Handbolti Fleiri fréttir „Prófsteinninn verður þegar vesenið byrjar“ EM í dag: Fullkominn leikur fyrir Gumma Gumm Skýrsla Henrys: Sláturtíð í Kristianstad Færeyingar fengu stig með hádramatískum hætti Ungverjar ekki í vandræðum með Pólverja Vikor Gísli rændur á tölfræðiblaðinu „Þetta leit kannski þægilega út því við gerðum þetta hrikalega vel“ „Höllin var æðisleg“ „Átti alveg von á því að þetta tæki lengri tíma“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Ítalíu: Her Napóleons gjörsigraður Tölfræðin á móti Ítalíu: Þrír í íslenska liðinu með yfir 9,55 af tíu í sóknareinkunn Slóvenía vann eftir algjöra markaveislu „Við vorum búnir að kortleggja þá“ „Viljum sanna við eigum heima meðal þeirra bestu“ Sjáðu gleðina hjá Íslendingum í Kristianstad Óli Stef greindi frá fjarveru sonarins yfir lambalæri hjá Þrótturum Pallborðið: Rýndu í möguleika Íslands á EM Höfum ekki tapað fyrsta leik á EM á sex síðustu Evrópumótum Uppgjörið: Ísland - Ítalía 39-26 | Afar öruggur sigur gegn óvenjulegu liði KA fær Dag aftur heim Þjálfari Ítalíu smeykur við Gísla og Ómar Svona er leiðin að verðlaunum: Ísland sleppur við allra bestu liðin „Geri mér vonir um að þetta verði mótið þar sem allt smellur“ Ekki innistæða fyrir því að vera kokhraustir Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ „Þetta er ekki flókið“ Haukar sneru aftur á sigurbraut gegn Selfossi Alfreð lét sér einn hornamann nægja og stýrði Þjóðverjum til sigurs Spánverjar lögðu Serba og Frakkar völtuðu yfir Tékka Uppgjörið: ÍR - ÍBV 26-29| Eyjakonur tylltu sér á toppinn Sjá meira
Möguleikinn var nú þegar agnarsmár og raunar bjóst enginn við því að Ísland kæmist áfram, en það hefði verið gaman að halda spennunni á lofti aðeins lengur eða allavega kveðja hann ekki með svona slæmu tapi. Verst var að sjá stemninguna og leikgleðina, sem hefur einkennt íslenska liðið hingað til á mótinu, algjörlega horfna á braut. Liðið mætti illa stemmt til leiks og var ekki sjálfu sér líkt á neinum tímapunkti. Vörnin stóð ágætlega í fyrri hálfleik og Alfa Brá Hagalín Oddsdóttir á hrós skilið fyrir sína innkomu. Hafdís Renötudóttir varði líka mjög vel í nokkur skipti og þannig hélst munurinn í aðeins þremur mörkum þegar flautað var til hálfleiks. Sóknarmenn Íslands sýndu hins vegar sínar slökustu hliðar í kvöld og engan undraði þegar landsliðsþjálfarinn Arnar Pétursson ákvað, í leikhléi eftir aðeins átján mínútur, að skipta öllum sóknarmönnum Íslands út. Elín Klara Þorkelsdóttir, Elín Rósa Magnúsdóttir, Thea Imani Sturludóttir og Katrín Tinna Jensdóttir settust á bekkinn og voru látnar dúsa þar fram að hálfleik. Sandra Erlingsdóttir, Lovísa Thompson, Díana Dögg Magnúsdóttir og Elísa Elíasdóttir komu þá inn á og glæddu leikinn einhverju lífi en gleðin var hvergi sjáanleg þegar Ísland gekk inn í búningsherbergi í hálfleik. Litlu betur gekk í seinni hálfleik og skeifurnar á andlitum stelpnanna okkar urðu bara stærri eftir því sem líða fór á leikinn. Það er allt annað en sést hefur á mótinu hingað til, þar sem baráttugleði og hátt orkustig hefur einkennt íslenska liðið. Hornamennirnir Dana Björg Guðmunsdóttir og Þórey Anna Ásgeirsdóttir reyndu að halda gleðinni á lofti í fyrri hálfleik og voru bjartasta ljósið í annars algjörum svartnættisleik gegn Svartfjallalandi. Íslenskir stuðningsmenn leyfðu sér að vona að endurkoma, eins og gegn Serbíu í síðustu viku, væri í kortunum en liðið var aldrei nálægt því og gaf þess í raun merki strax í upphafi seinni hálfleiks að svo yrði ekki. Alveg eins og í fyrri hálfleik. Stemningin í kringum íslenska liðið var aldrei sjáanleg og erfitt er að segja nákvæmlega hvers vegna það gerðist, en það var allavega ekki gaman að sjá. Nú eru tveir leikir eftir af mótinu, gegn Spáni og Færeyjum, og þó Ísland hafi ekki upp á neitt að spila verður vonandi gaman að horfa á liðið aftur. Leikir tapast og við því var búist, enginn svekkir sig á því að tapa gegn sterku liði Svartfjallalands, en svekkelsið er mikið að sjá svona stemningslausan og leiðinlegan leik.
HM kvenna í handbolta 2025 Landslið kvenna í handbolta Mest lesið EM í dag: Fullkominn leikur fyrir Gumma Gumm Handbolti Ótrúleg sigurganga Luke Littler tók loks enda Sport Skýrsla Henrys: Sláturtíð í Kristianstad Handbolti „Ég er bara aumur aðstoðarþjálfari“ Sport Vikor Gísli rændur á tölfræðiblaðinu Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Ítalíu: Her Napóleons gjörsigraður Handbolti Ungverjar ekki í vandræðum með Pólverja Handbolti Færeyingar fengu stig með hádramatískum hætti Handbolti Sjáðu gleðina hjá Íslendingum í Kristianstad Handbolti Tölfræðin á móti Ítalíu: Þrír í íslenska liðinu með yfir 9,55 af tíu í sóknareinkunn Handbolti Fleiri fréttir „Prófsteinninn verður þegar vesenið byrjar“ EM í dag: Fullkominn leikur fyrir Gumma Gumm Skýrsla Henrys: Sláturtíð í Kristianstad Færeyingar fengu stig með hádramatískum hætti Ungverjar ekki í vandræðum með Pólverja Vikor Gísli rændur á tölfræðiblaðinu „Þetta leit kannski þægilega út því við gerðum þetta hrikalega vel“ „Höllin var æðisleg“ „Átti alveg von á því að þetta tæki lengri tíma“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Ítalíu: Her Napóleons gjörsigraður Tölfræðin á móti Ítalíu: Þrír í íslenska liðinu með yfir 9,55 af tíu í sóknareinkunn Slóvenía vann eftir algjöra markaveislu „Við vorum búnir að kortleggja þá“ „Viljum sanna við eigum heima meðal þeirra bestu“ Sjáðu gleðina hjá Íslendingum í Kristianstad Óli Stef greindi frá fjarveru sonarins yfir lambalæri hjá Þrótturum Pallborðið: Rýndu í möguleika Íslands á EM Höfum ekki tapað fyrsta leik á EM á sex síðustu Evrópumótum Uppgjörið: Ísland - Ítalía 39-26 | Afar öruggur sigur gegn óvenjulegu liði KA fær Dag aftur heim Þjálfari Ítalíu smeykur við Gísla og Ómar Svona er leiðin að verðlaunum: Ísland sleppur við allra bestu liðin „Geri mér vonir um að þetta verði mótið þar sem allt smellur“ Ekki innistæða fyrir því að vera kokhraustir Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ „Þetta er ekki flókið“ Haukar sneru aftur á sigurbraut gegn Selfossi Alfreð lét sér einn hornamann nægja og stýrði Þjóðverjum til sigurs Spánverjar lögðu Serba og Frakkar völtuðu yfir Tékka Uppgjörið: ÍR - ÍBV 26-29| Eyjakonur tylltu sér á toppinn Sjá meira