Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Samúel Karl Ólason skrifar 2. desember 2025 18:38 Juan Orlando Hernández, fyrrverandi forseti Hondúras. AP/Andy Buchanan Juan Orlando Hernández, fyrrverandi forseti Hondúras, er laus úr fangelsi í Bandaríkjunum. Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, náðaði hann á dögunum en Hernández var í fyrra dæmdur í 45 ára fangelsi fyrir aðkomu að smygli á hundruðum tonna af kókaíni til Bandaríkjanna. Hernández var sleppt úr alríkisfangelsi í Vestur-Virginíu í dag. Ekki liggur fyrir hvert hann fór í kjölfarið. Ekki þykir líklegt að hann fari aftur til Hondúras eftir að ríkissaksóknari landsins sagði að hann yrði lögsóttur þar. Trump var spurður að því í gær af hverju hann hefði náðað forsetann fyrrverandi og þá sagðist hann hafa verið beðinn um að gera það, af fjölmörgum íbúum Hondúras. „Íbúum Hondúras fannst eins og sök hefði verið komið á hann og það var hræðilegt,“ sagði Trump samkvæmt AP fréttaveitunni. Trump sagði Hernández hefði einungis verið sakaður um fíkniefnasmygl vegna þess að hann hefði verið forseti Hondúras og að ríkisstjórn Joes Biden, forvera Trumps, hefði komið sök á hann. Forsetinn eða starfsmenn hans hafa engar sannanir sýnt sem styðja þann málflutning. Hér að neðan má sjá frétt NBC News um Hernández frá því í gær. Þar má sjá ummæli Trumps um að ríkisstjórn Bidens hafi komið sök á Hernández. Hernández var handtekinn í febrúar 2022, að beiðni yfirvalda í Bandaríkjunum og eftir að Xiomara Castro tók við embætti forseta Hondúras af honum. Tveimur árum síðar var hann dæmdur í 45 ára fangelsi fyrir að taka við mútum frá glæpasamtökum til að gera þeim kleift að flytja hundruð tonn af kókaíni í gegnum Hondúras og til Bandaríkjanna um árabil. Hann hélt fram sakleysi sínu og sagði að glæpasamtök hefðu komið höggi á hann í hefndarskyni vegna aðgerða hans gegn smygli fíkniefna. Í gegnum árin teiknaði Hernández mynd af sjálfum sér sem miklum baráttumanni gegn útbreiðslu fíkniefna og stærði sig af því að hafa unnið með þremur ríkisstjórnum Bandaríkjanna í að draga úr smygli. Þóttist berjast gegn fíkniefnum Þegar hann var dæmdur sagði dómarinn að sönnunargögn sýndu að Hernándes hefði mikla leiklistarhæfileika. Hann hefði látið líta út fyrir að hann væri að berjast gegn fíkniefnum á sama tíma og hann beitti lögreglu og her Hondúras til að vernda smyglara. Meðal þess sem fram kom í réttarhöldunum var að Hernández stærði sig eitt sinn af því að troða fíkniefnum í nef Bandaríkjamanna. Hann tók einnig við milljón dala greiðslu frá hinum víðfræga El Chapo, til að leyfa Sinaloa-samtökunum að smygla fíkniefnum gegnum Hondúras og þar að auki kom fram að maður hafði verið myrtur til að vernda forsetann fyrrverandi. Saksóknarar sögðu Hernández hafa aðstoðað smyglara í rúmlega tuttugu ár og að á þeim tíma hefði að minnsta kosti fimm hundruð tonnum af kókaíni verið smyglað til Bandaríkjanna, með viðkomu í Hondúras, samkvæmt grein New York Times þar sem farið er yfir feril Hernández sem forseti Hondúras. Náðun Trumps hefur verið gagnrýnd af þingmönnum bæði Demókrata- og Repúblikanaflokksins. Sérstaklega hvað varðar samhengið við Venesúela og árásir á Karíbahafinu, þar sem Trump segist í stríði við fíkniefnahryðjuverkamenn. Bandaríkin Donald Trump Hondúras Mest lesið Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Erlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Líkamsárás í miðbænum Innlent Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Erlent Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Erlent Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Innlent Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Fleiri fréttir Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Sjá meira
Hernández var sleppt úr alríkisfangelsi í Vestur-Virginíu í dag. Ekki liggur fyrir hvert hann fór í kjölfarið. Ekki þykir líklegt að hann fari aftur til Hondúras eftir að ríkissaksóknari landsins sagði að hann yrði lögsóttur þar. Trump var spurður að því í gær af hverju hann hefði náðað forsetann fyrrverandi og þá sagðist hann hafa verið beðinn um að gera það, af fjölmörgum íbúum Hondúras. „Íbúum Hondúras fannst eins og sök hefði verið komið á hann og það var hræðilegt,“ sagði Trump samkvæmt AP fréttaveitunni. Trump sagði Hernández hefði einungis verið sakaður um fíkniefnasmygl vegna þess að hann hefði verið forseti Hondúras og að ríkisstjórn Joes Biden, forvera Trumps, hefði komið sök á hann. Forsetinn eða starfsmenn hans hafa engar sannanir sýnt sem styðja þann málflutning. Hér að neðan má sjá frétt NBC News um Hernández frá því í gær. Þar má sjá ummæli Trumps um að ríkisstjórn Bidens hafi komið sök á Hernández. Hernández var handtekinn í febrúar 2022, að beiðni yfirvalda í Bandaríkjunum og eftir að Xiomara Castro tók við embætti forseta Hondúras af honum. Tveimur árum síðar var hann dæmdur í 45 ára fangelsi fyrir að taka við mútum frá glæpasamtökum til að gera þeim kleift að flytja hundruð tonn af kókaíni í gegnum Hondúras og til Bandaríkjanna um árabil. Hann hélt fram sakleysi sínu og sagði að glæpasamtök hefðu komið höggi á hann í hefndarskyni vegna aðgerða hans gegn smygli fíkniefna. Í gegnum árin teiknaði Hernández mynd af sjálfum sér sem miklum baráttumanni gegn útbreiðslu fíkniefna og stærði sig af því að hafa unnið með þremur ríkisstjórnum Bandaríkjanna í að draga úr smygli. Þóttist berjast gegn fíkniefnum Þegar hann var dæmdur sagði dómarinn að sönnunargögn sýndu að Hernándes hefði mikla leiklistarhæfileika. Hann hefði látið líta út fyrir að hann væri að berjast gegn fíkniefnum á sama tíma og hann beitti lögreglu og her Hondúras til að vernda smyglara. Meðal þess sem fram kom í réttarhöldunum var að Hernández stærði sig eitt sinn af því að troða fíkniefnum í nef Bandaríkjamanna. Hann tók einnig við milljón dala greiðslu frá hinum víðfræga El Chapo, til að leyfa Sinaloa-samtökunum að smygla fíkniefnum gegnum Hondúras og þar að auki kom fram að maður hafði verið myrtur til að vernda forsetann fyrrverandi. Saksóknarar sögðu Hernández hafa aðstoðað smyglara í rúmlega tuttugu ár og að á þeim tíma hefði að minnsta kosti fimm hundruð tonnum af kókaíni verið smyglað til Bandaríkjanna, með viðkomu í Hondúras, samkvæmt grein New York Times þar sem farið er yfir feril Hernández sem forseti Hondúras. Náðun Trumps hefur verið gagnrýnd af þingmönnum bæði Demókrata- og Repúblikanaflokksins. Sérstaklega hvað varðar samhengið við Venesúela og árásir á Karíbahafinu, þar sem Trump segist í stríði við fíkniefnahryðjuverkamenn.
Bandaríkin Donald Trump Hondúras Mest lesið Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Erlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Líkamsárás í miðbænum Innlent Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Erlent Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Erlent Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Innlent Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Fleiri fréttir Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Sjá meira