Innlent

Ekkert próf­kjör hjá Sjálf­stæðis­mönnum í Garða­bæ

Árni Sæberg skrifar
Almar Guðmundsson er bæjarstjóri Garðabæjar og leiddi lista flokksins í síðustu kosningum. Hann hefur sagst munu sækjast eftir umboði flokksmanna til að endurtaka leikinn.
Almar Guðmundsson er bæjarstjóri Garðabæjar og leiddi lista flokksins í síðustu kosningum. Hann hefur sagst munu sækjast eftir umboði flokksmanna til að endurtaka leikinn. Vísir/Vilhelm

Fulltrúaráð Sjálfstæðisfélaganna í Garðabæ samþykkti á fundi sínum í gærkvöld tillögu stjórnar fulltrúaráðsins um að viðhafa uppstillingu við val á framboðslista Sjálfstæðisflokksins í Garðabæ fyrir sveitastjórnarkosningarnar sem fara fram 16. maí 2026.

Í tilkynningu þess efnis á vef Garðars Grásteins, Sjálfstæðisfélags Garðabæjar, segir að á fundinum hafi uppstillingarnefnd verið skipuð, sem muni nú hefjast handa við það verkefni að stilla upp framboðslista, sem borinn verði undir fulltrúaráðið til umræðu og samþykktar í febrúar næstkomandi.

Uppstillinganefndina skipi eftirfarandi:

  • Jóhann Steinar Ingimundarson, formaður
  • Agla Eir Vilhjálmsdóttir
  • Kristjana Fjóla Sigursteinsdóttir
  • Skapti Örn Ólafsson
  • Vordís Eiríksdóttir

Framboð og ábendingar megi senda uppstillingarnefndinni í gegnum tölvupóst á kosningar@gardar.is.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×