Réðust á sína eigin leikmenn Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 1. desember 2025 21:27 Terem Moffi er kominn í veikindaleyfi í viku en hann var kýldur, sparkað í hann, togað í hár hans. Getty/ Jonathan Moscrop Sóknarmennirnir Terem Moffi og Jérémie Boga hjá franska fótboltafélaginu Nice hafa báðir fengið leyfi frá liðinu eftir að þeir urðu fyrir meintri líkamsárás af hendi eigin stuðningsmanna á sunnudagskvöldið. Árásin varð þegar þeir sneru aftur eftir 3-1 tap gegn Lorient. Um 400 harðlínumenn (svokallaðir Ultras) biðu eftir leikmönnunum á æfingasvæði félagsins eftir að liðið kom til baka úr leiknum. Tveir stuðningsmenn fóru um borð í liðsrútuna til að láta í ljós reiði sína áður en ofbeldið braust út þegar leikmennirnir stigu út úr rútunni. Après avoir été ciblés par une partie des 400 supporters niçois présents devant le centre d'entraînement de Nice, dimanche soir, Terem Moffi et Jeremie Boga sont en arrêt maladie. Le premier pour une semaine, le second pour cinq jours.➡️ https://t.co/WyYK9YTbSN pic.twitter.com/dpxTNf9Tmw— L'Équipe (@lequipe) December 1, 2025 Moffi er kominn í veikindaleyfi í viku og Boga í fimm daga. Þeir voru báðir kýldir, hrækt á þá, sparkað í þá og móðgaðir af harðlínumönnunum, að sögn fólks sem var á staðnum á Boulevard Jean-Luciano þar sem liðsrútan hafði flutt leikmenn og starfsfólk frá flugvellinum eftir heimkomuna frá Lorient. Leikmennirnir tveir fóru til lögreglunnar á mánudag til að leggja fram kæru á hendur meintum árásarmönnum. Í dag gaf Nice út eftirfarandi yfirlýsingu: „Á sunnudag, við heimkomuna frá Lorient, var „Örnunum“ tekið á æfingasvæðinu af stórum hóp fólks. Félagið skilur vonbrigðin sem skapast hafa vegna fjölda slakrar frammistöðu og leikja sem eru langt frá gildum þess.“ „Hins vegar eru þær öfgar sem við sáum í þessum mannsöfnuði óásættanlegar. Nokkrir meðlimir félagsins urðu fyrir árás. OGC Nice veitir þeim fullan stuðning og fordæmir þessa gjörninga af fyllstu hörku.“ Tapið í Brittany var það sjötta í röð hjá Nice í öllum keppnum. Moffi og Boga voru helstu skotmörkin og sökuðu stuðningsmenn þá um slæmt hugarfar undanfarnar vikur. Moffi var kýldur, sparkað í hann, togað í hár hans og þurfti hann hjálp frá markverðinum Yéhvann Diouf til að komast úr mannþrönginni og örugglega inn í byggingu félagsins, að því er heimildir herma. Restinni af hópnum tókst að lokum að komast inn í byggingu liðsins, að sögn heimildarmanna, og voru margir leikmenn í áfalli og með áfallastreituröskun og kenndu félaginu um skort á öryggi og vernd. „Hvernig geta þeir ekki verndað okkur betur? Þetta var ótrúlegt og ógnvekjandi,“ sagði einn leikmaður Nice við ESPN. Nice er í tíunda sæti frönsku deildarinnar og mætir Angers um helgina. Communiqué officiel de l'OGC Nice ⤵︎— OGC Nice (@ogcnice) December 1, 2025 Franski boltinn Mest lesið „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands Handbolti Áhugamaður vann meistarann og milljón dollara Sport „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Handbolti Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Fótbolti „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Enski boltinn Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Enski boltinn Metár í hlaupum á Íslandi 2025 og unga fólkinu að þakka Sport Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn Fleiri fréttir Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Tómas Bent gulltryggði sigurinn Blysin slógu Bæjara ekki út af laginu Hörður skoraði og Sverrir hélt hreinu Mané skaut Senegal í úrslit en Salah sást varla Viktor Bjarki með tvennu í undirbúningi fyrir Meistaradeildina Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Ásdís Karen fagnaði sigri gegn stórliðinu Blikar farnir að fylla í skörðin María í eitt besta lið Svíþjóðar en tekur íslenska landsliðið fram yfir það sænska Ajax fær son Zlatans að láni frá AC Milan Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Klopp: Brottför Xabi Alonso frá Real Madrid kemur mér ekkert við Kallar stjörnur Real Madrid „dekraða krakka“ Leita að þeim sem truflaði Mo Salah með græna ljósinu Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Breiðablik leitar að leikmönnum en reglur UEFA flækja málin Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Benoný kom inn á og breytti leiknum Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Carrick tekinn við Manchester United Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Sjá meira
Árásin varð þegar þeir sneru aftur eftir 3-1 tap gegn Lorient. Um 400 harðlínumenn (svokallaðir Ultras) biðu eftir leikmönnunum á æfingasvæði félagsins eftir að liðið kom til baka úr leiknum. Tveir stuðningsmenn fóru um borð í liðsrútuna til að láta í ljós reiði sína áður en ofbeldið braust út þegar leikmennirnir stigu út úr rútunni. Après avoir été ciblés par une partie des 400 supporters niçois présents devant le centre d'entraînement de Nice, dimanche soir, Terem Moffi et Jeremie Boga sont en arrêt maladie. Le premier pour une semaine, le second pour cinq jours.➡️ https://t.co/WyYK9YTbSN pic.twitter.com/dpxTNf9Tmw— L'Équipe (@lequipe) December 1, 2025 Moffi er kominn í veikindaleyfi í viku og Boga í fimm daga. Þeir voru báðir kýldir, hrækt á þá, sparkað í þá og móðgaðir af harðlínumönnunum, að sögn fólks sem var á staðnum á Boulevard Jean-Luciano þar sem liðsrútan hafði flutt leikmenn og starfsfólk frá flugvellinum eftir heimkomuna frá Lorient. Leikmennirnir tveir fóru til lögreglunnar á mánudag til að leggja fram kæru á hendur meintum árásarmönnum. Í dag gaf Nice út eftirfarandi yfirlýsingu: „Á sunnudag, við heimkomuna frá Lorient, var „Örnunum“ tekið á æfingasvæðinu af stórum hóp fólks. Félagið skilur vonbrigðin sem skapast hafa vegna fjölda slakrar frammistöðu og leikja sem eru langt frá gildum þess.“ „Hins vegar eru þær öfgar sem við sáum í þessum mannsöfnuði óásættanlegar. Nokkrir meðlimir félagsins urðu fyrir árás. OGC Nice veitir þeim fullan stuðning og fordæmir þessa gjörninga af fyllstu hörku.“ Tapið í Brittany var það sjötta í röð hjá Nice í öllum keppnum. Moffi og Boga voru helstu skotmörkin og sökuðu stuðningsmenn þá um slæmt hugarfar undanfarnar vikur. Moffi var kýldur, sparkað í hann, togað í hár hans og þurfti hann hjálp frá markverðinum Yéhvann Diouf til að komast úr mannþrönginni og örugglega inn í byggingu félagsins, að því er heimildir herma. Restinni af hópnum tókst að lokum að komast inn í byggingu liðsins, að sögn heimildarmanna, og voru margir leikmenn í áfalli og með áfallastreituröskun og kenndu félaginu um skort á öryggi og vernd. „Hvernig geta þeir ekki verndað okkur betur? Þetta var ótrúlegt og ógnvekjandi,“ sagði einn leikmaður Nice við ESPN. Nice er í tíunda sæti frönsku deildarinnar og mætir Angers um helgina. Communiqué officiel de l'OGC Nice ⤵︎— OGC Nice (@ogcnice) December 1, 2025
Franski boltinn Mest lesið „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands Handbolti Áhugamaður vann meistarann og milljón dollara Sport „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Handbolti Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Fótbolti „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Enski boltinn Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Enski boltinn Metár í hlaupum á Íslandi 2025 og unga fólkinu að þakka Sport Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn Fleiri fréttir Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Tómas Bent gulltryggði sigurinn Blysin slógu Bæjara ekki út af laginu Hörður skoraði og Sverrir hélt hreinu Mané skaut Senegal í úrslit en Salah sást varla Viktor Bjarki með tvennu í undirbúningi fyrir Meistaradeildina Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Ásdís Karen fagnaði sigri gegn stórliðinu Blikar farnir að fylla í skörðin María í eitt besta lið Svíþjóðar en tekur íslenska landsliðið fram yfir það sænska Ajax fær son Zlatans að láni frá AC Milan Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Klopp: Brottför Xabi Alonso frá Real Madrid kemur mér ekkert við Kallar stjörnur Real Madrid „dekraða krakka“ Leita að þeim sem truflaði Mo Salah með græna ljósinu Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Breiðablik leitar að leikmönnum en reglur UEFA flækja málin Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Benoný kom inn á og breytti leiknum Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Carrick tekinn við Manchester United Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Sjá meira