Tónlist

Bein út­sending: Hver hlýtur viður­kenningu á Degi ís­lenskrar tón­listar?

Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar
Ásdís María Viðarsdóttir kemur fram á hátíðinni á Degi íslenskrar tónlistar.
Ásdís María Viðarsdóttir kemur fram á hátíðinni á Degi íslenskrar tónlistar. Sunna Ben

Í dag 1. desember klukkan 17:00 fer fram formleg dagskrá Dags íslenskrar tónlistar í Hörpu. Þá kemur í ljós hvaða einstaklingar eða hópar munu hljóta viðurkenningar ársins, auk þess sem flutt verða hátíðleg skemmti- og tónlistaratriði í takt við daginn. Hægt er að horfa á hátíðina í beinu streymi hér fyrir neðan.

Hægt er að horfa í spilaranum hér að neðan en hátíðin hefst kl 17:00:

Dagur íslenskrar tónlistar hefur verið haldinn í 1. desember hvers árs eða þar um kring um árabil og þá hafa aðildarfélögin í tónlist notað tækifærið og veitt viðurkenningar þeim einstaklingum og/eða hópum sem þykja hafa lagt lóð á vogarskálar í að efla íslenskt tónlistarlíf á síðustu misserum. 

Meðal fyrrum verðlaunahafa á þessum degi eru Anna Hildur Hildibrandsdóttir og Gísli Þór Guðmundsson, Glatkistan, Stelpur rokka, Iceland Sync, Árni Matthíasson, Andrea Jónsdóttir, Græni hatturinn og fleiri og fleiri.

Í ár koma Páll Óskar og Benni Hemm Hemm, Ásdís María Viðarsdóttir, Kvennakórinn Katla og Lóa Hjálmtýsdóttir öll fram. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.