Milljarðar úr landi í þágu tæknirisa Silja Rún Sigurbjörnsdóttir og Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifa 29. nóvember 2025 15:32 Sigríður Dögg Auðunsdóttir, formaður BÍ, segir lýðræðið í húfi. Vísir/Arnar Formaður Blaðamannafélags Íslands segir lýðræðið í húfi ef staða einkarekinna fjölmiðla á Íslandi verði ekki styrkt. Menntamálaráðherra hyggst kynna aðgerðapakka í þágu fjölmiðla í næstu viku og sammælast þau um að ekki þurfi einungis breytingar á rekstri heldur einnig hugarfarsbreytingu hjá almenningi. Í gær var greint frá ákvörðun stjórnar Sýnar um að kvöldfréttir á sjónvarpsstöðinni Sýn verði ekki lengur um helgar. Í tilkynningunni var haft eftir Herdísi Dröfn Fjeldsted, forstjóra Sýnar, að einkareknir miðlar búi við verulega skakka samkeppnisstöðu gagnvart Ríkisútvarpinu, erlendum efnisveitum og samfélagsmiðlum. Sigríður Dögg Auðunsdóttir, formaður Blaðamannafélags Íslands, sagði í kvöldfréttum Sýnar í gærkvöldi að breytingin væri birtingarmynd alvarlegrar stöðu fjölmiðla. Hún tekur undir að lýðræðið sé í húfi. „Lýðræðisleg umræða byggir á því að almenningur sé upplýstur. Við fáum ekki sannar réttar upplýsingar frá valdafólki í gegnum Facebook-statusana þeirra. Við fjölmiðlar þurfum að vera til staðar til að geta spurt erfiðra spurninga og krafist svara.“ Milljarðar sem fara beint til tæknirisa „Rekstrarumhverfið hefur gjörbreyst með tilkomu tæknirisanna. Helmingur af öllu auglýsingafé, örugglega meira í dag, fer úr landi og við erum að tala um tíu til fimmtán milljarða á ári. Þetta eru gríðarlegar fjárhæðir,“ segir Sigríður Dögg. Blaðamannafélagið hafi lagt mikla áherslu á skattlagningu tæknirisanna og að nýta þann skatt til að styrkja einkarekna miðla. Hún bendir á að á Norðurlöndum, sem Íslendingar bera sig ítrekað saman við, ríki þverpólitísk og þversamfélagsleg sátt um styrki til einkarekinna miðla. „Þar er talað um að þetta séu ekki rekstrarstyrkir til einkafyrirtækja, þetta eru lýðræðisstyrkir í þágu borgaranna,“ segir hún og bendir á að ekki þurfi einungis breytingar á kerfinu heldur einnig hugarfarsbreytingar. Þurfi hugarfarsbreytingu Logi Einarsson menningarmálaráðherra tók einnig fram að ráðast þyrfti í hugarfarsbreytingu samhliða aðgerðapakka sem hann hyggst kynna fyrir ríkisstjórninni í næstu viku. „Við erum búin að vera að horfa á þróun í rúman áratug sem hefur bara verið á einn veg, það er þessi alþjóðlega samkeppni og innlend tækni sem hefur gert erlendum fjölmiðlum erfitt fyrir. Við höfum frá því að ég tók við í ráðuneytinu fyrir ellefu mánuðum unnið sleitulaust að því að koma með mótvægisaðgerðir. Þetta mun enn frekar hvetja okkur til dáða, ég mun koma með stóran pakka af möguleikum og kynna fyrir ríkisstjórn í næstu viku,“ segir Logi. „Fimmtíu prósent af öllu auglýsingafé hverfur úr landi, sjötíu prósent landsmanna er áskrifandi að Netflix á meðan einungis fimmtán prósent landsmanna lýsa því yfir að þeir séu tilbúnir að kaupa aðgang að fréttum. Þannig að það þarf tvennt að koma til, öflugur aðgerðapakki hjá stjórnvöldum og hugarfarsbreyting hjá almenningi.“ Sigríður Dögg segir aðgerðapakkann koma á ögurstundi og vonar að hann innihaldi raunverulegar fjármagnaðar aðgerðir en ekki orð á blaði. „Það er ekki bara sótt að fjölmiðlum rekstrarlega séð heldur höfum við séð að það er ráðist að fjölmiðlum og blaðamönnum úr öllum áttum, bæði af innlendum valdamönnum og fyrirtækjum þannig að þetta er ekki bara spurning um fjármagn heldur líka viðhorf,“ segir hún. Íslensk fyrirtæki líti í eigin barm Sigríður Dögg segir málið ekki einungis varða stjórnvöld heldur þurfi íslensk fyrirtæki einnig að líta í eigin barm. „Við erum líka að tala um að fyrirtæki þurfi að auglýsa hjá íslenskum fjölmiðlum í miklu meira mæli og jafnvel líta á það sem einhverja samfélagslega skyldu sína,“ segir hún. „Við þurfum líka að biðla til fyrirtækja að kaupa áskriftir að fréttamiðlum fyrir sitt starfsfólk til að styðja fjölmiðla og almenningur þarf líka að gerast áskrifandi að miðlum. Þetta eru grunnatriðin til viðbótar við beina styrki frá stjórnvöldum.“ Vísir er í eigu Sýnar. Fjölmiðlar Sýn Kvöldfréttir Samfélagsmiðlar Meta Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Erlent Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Innlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Innlent Fleiri fréttir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Sjá meira
Í gær var greint frá ákvörðun stjórnar Sýnar um að kvöldfréttir á sjónvarpsstöðinni Sýn verði ekki lengur um helgar. Í tilkynningunni var haft eftir Herdísi Dröfn Fjeldsted, forstjóra Sýnar, að einkareknir miðlar búi við verulega skakka samkeppnisstöðu gagnvart Ríkisútvarpinu, erlendum efnisveitum og samfélagsmiðlum. Sigríður Dögg Auðunsdóttir, formaður Blaðamannafélags Íslands, sagði í kvöldfréttum Sýnar í gærkvöldi að breytingin væri birtingarmynd alvarlegrar stöðu fjölmiðla. Hún tekur undir að lýðræðið sé í húfi. „Lýðræðisleg umræða byggir á því að almenningur sé upplýstur. Við fáum ekki sannar réttar upplýsingar frá valdafólki í gegnum Facebook-statusana þeirra. Við fjölmiðlar þurfum að vera til staðar til að geta spurt erfiðra spurninga og krafist svara.“ Milljarðar sem fara beint til tæknirisa „Rekstrarumhverfið hefur gjörbreyst með tilkomu tæknirisanna. Helmingur af öllu auglýsingafé, örugglega meira í dag, fer úr landi og við erum að tala um tíu til fimmtán milljarða á ári. Þetta eru gríðarlegar fjárhæðir,“ segir Sigríður Dögg. Blaðamannafélagið hafi lagt mikla áherslu á skattlagningu tæknirisanna og að nýta þann skatt til að styrkja einkarekna miðla. Hún bendir á að á Norðurlöndum, sem Íslendingar bera sig ítrekað saman við, ríki þverpólitísk og þversamfélagsleg sátt um styrki til einkarekinna miðla. „Þar er talað um að þetta séu ekki rekstrarstyrkir til einkafyrirtækja, þetta eru lýðræðisstyrkir í þágu borgaranna,“ segir hún og bendir á að ekki þurfi einungis breytingar á kerfinu heldur einnig hugarfarsbreytingar. Þurfi hugarfarsbreytingu Logi Einarsson menningarmálaráðherra tók einnig fram að ráðast þyrfti í hugarfarsbreytingu samhliða aðgerðapakka sem hann hyggst kynna fyrir ríkisstjórninni í næstu viku. „Við erum búin að vera að horfa á þróun í rúman áratug sem hefur bara verið á einn veg, það er þessi alþjóðlega samkeppni og innlend tækni sem hefur gert erlendum fjölmiðlum erfitt fyrir. Við höfum frá því að ég tók við í ráðuneytinu fyrir ellefu mánuðum unnið sleitulaust að því að koma með mótvægisaðgerðir. Þetta mun enn frekar hvetja okkur til dáða, ég mun koma með stóran pakka af möguleikum og kynna fyrir ríkisstjórn í næstu viku,“ segir Logi. „Fimmtíu prósent af öllu auglýsingafé hverfur úr landi, sjötíu prósent landsmanna er áskrifandi að Netflix á meðan einungis fimmtán prósent landsmanna lýsa því yfir að þeir séu tilbúnir að kaupa aðgang að fréttum. Þannig að það þarf tvennt að koma til, öflugur aðgerðapakki hjá stjórnvöldum og hugarfarsbreyting hjá almenningi.“ Sigríður Dögg segir aðgerðapakkann koma á ögurstundi og vonar að hann innihaldi raunverulegar fjármagnaðar aðgerðir en ekki orð á blaði. „Það er ekki bara sótt að fjölmiðlum rekstrarlega séð heldur höfum við séð að það er ráðist að fjölmiðlum og blaðamönnum úr öllum áttum, bæði af innlendum valdamönnum og fyrirtækjum þannig að þetta er ekki bara spurning um fjármagn heldur líka viðhorf,“ segir hún. Íslensk fyrirtæki líti í eigin barm Sigríður Dögg segir málið ekki einungis varða stjórnvöld heldur þurfi íslensk fyrirtæki einnig að líta í eigin barm. „Við erum líka að tala um að fyrirtæki þurfi að auglýsa hjá íslenskum fjölmiðlum í miklu meira mæli og jafnvel líta á það sem einhverja samfélagslega skyldu sína,“ segir hún. „Við þurfum líka að biðla til fyrirtækja að kaupa áskriftir að fréttamiðlum fyrir sitt starfsfólk til að styðja fjölmiðla og almenningur þarf líka að gerast áskrifandi að miðlum. Þetta eru grunnatriðin til viðbótar við beina styrki frá stjórnvöldum.“ Vísir er í eigu Sýnar.
Fjölmiðlar Sýn Kvöldfréttir Samfélagsmiðlar Meta Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Erlent Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Innlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Innlent Fleiri fréttir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Sjá meira