Enski boltinn

Sjáðu bestu mörkin: Klókur Kanu og eitraður Essien

Valur Páll Eiríksson skrifar
Michael Essien skoraði stórglæsilegt mark með þrumuskoti gegn Arsenal.
Michael Essien skoraði stórglæsilegt mark með þrumuskoti gegn Arsenal. Mynd/AFP

Fjölmörg falleg mörk hafa verið skoruð í viðureignum Chelsea og Arsenal í gegnum tíðina. Liðin eigast við í stórleik helgarinnar í enska boltanum.

Þau eru ófá fallegu mörkin sem Lundúnaliðin hafa skorað í viðeignum þeirra í ensku úrvalsdeildinni. Nwankwo Kanu skoraði ótrúlegt mark úr vonlausu færi fyrir Arsenal og fáir gleyma ótrúlegri pílu Michaels Essien á Stamford Bridge.

Didier Drogba var þá iðulega bestur fyrir Chelsea í stóru leikjunum og fengu Arsenal-menn líkt og aðrir að finna fyrir fílbeinska framherjanum.

Klippa: Fimm bestu mörkin milli Chelsea og Arsenal

Fimm bestu mörkin úr leikjum Arsenal og Chelsea má sjá í spilaranum.

Chelsea og Arsenal mætast á Stamford Bridge á sunnudaginn kemur klukkan 16:30. Leikurinn verður sýndur beint á Sýn Sport líkt og allir leikir helgarinnar á Englandi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×