Skipa stýri- og aðgerðahóp vegna almyrkvans en eiga ekki fyrir verkefnastjóra Lovísa Arnardóttir skrifar 28. nóvember 2025 10:05 Kristrún hefur skipa stýrihóp og Þorbjörg Sigríður mun skipa aðgerðahóp en hefur gefið út að ráðuneytið geti ekki greitt fyrir stöðu verkefnastjóra hjá almannavarnadeild þó það sé þörf á honum. Vísir/Ívar Fannar Forsætisráðherra skipaði í vikunni stýrihóp innan Stjórnarráðsins til að samhæfa og samræma undirbúning fyrir almyrkva 12. ágúst 2026. Með stýrihópnum mun starfa aðgerðahópur undir forystu almannavarnardeildar ríkislögreglustjóra og mun dómsmálaráðherra skipa þann hóp. Fram kemur í svarinu að þörf sé á að tryggja að verkefnastjóri verði til starfa hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra en að ekki sé til fjármagn fyrir því innan dómsmálaráðuneytisins. Í stýrihópnum munu sitja fulltrúar forsætisráðuneytis, atvinnuvegaráðuneytis, dómsmálaráðuneytis, fjármála- og efnahagsráðuneytis, innviðaráðuneytis og umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytis. Í svari frá forsætisráðuneytinu um stýrihópinn segir að hlutverk hans verði, meðal annars, að tryggja yfirsýn vegna allra verkþátta sem tengjast atburðinum ásamt því að tryggja samræmda og samhæfða nálgun ráðuneyta og undirstofnanna þeirra auk sveitarfélaga. Stýrihópurinn mun jafnframt leggja mat á kostnað vegna atburðarins og móta tillögur vegna fjármögnunar og horfir í þeim efnum til kostnaðarskiptingar á milli ríkis og sveitarfélaga. Fulltrúi dómsmálaráðuneytis í stýrihópnum verður tengiliður við aðgerðahópinn sem mun meðal annars hafa það hlutverk að skipuleggja og tryggja öryggi, styðja við gerð viðbragðsáætlana og samhæfa aðgerðir í þeim landshlutum og umdæmum sem verða fyrir mestum áhrifum. Í svarinu kemur fram að aðgerðahópurinn muni enn fremur kortleggja og þolmarkagreina þá staði sem verða líklega vinsælastir til að berja almyrkvann augum og samhæfir aðgerðir lögreglu, viðbragðsaðila, sveitarfélaga, Vegagerðarinnar og ferðaþjónustuaðila. Dómsmálaráðuneyti á ekki fjármagn fyrir verkefnastjóra Aðgerðahópurinn mun starfa náið með stýrihópnum og hrindir samþykktum ákvörðunum í framkvæmd. Þá kemur fram að tryggja þurfi að almannavarnardeild ríkislögreglustjóra hafi yfir að ráða verkefnastjóra sem geti leitt starf aðgerðahópsins en fyrir liggur af hálfu dómsmálaráðuneytisins að ekki er svigrúm innan fjárhagsramma embættisins eða málefnasviðsins hjá ráðuneytinu. Samkvæmt svari forsætisráðuneytisins mun stýrihópurinn, í samvinnu við almannavarnardeild ríkislögreglustjóra, skila skýrslu til forsætisráðherra og dómsmálaráðherra eigi síðar en 15. október 2026 þar sem fjallað verður um hvernig til hafi tekist við að samhæfa og samræma undirbúning vegna almyrkvans ásamt því að dreginn verði lærdómur sem geti nýst við skipulagningu og samhæfingu stærri viðburða. Almyrkvi 12. ágúst 2026 Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Almannavarnir Geimurinn Sólin Ferðaþjónusta Tengdar fréttir Tveir kaflar að Látrabjargi lagfærðir fyrir almyrkvann Almyrkvi á sólu, sem verður á jörðinni þann 12. ágúst á næsta ári, mun vara lengst á Látrabjargi. Þetta er ástæða þess að hótelrými á sunnanverðum Vestfjörðum er fyrir löngu uppselt í kringum þennan dag og þar er búist við umferðaröngþveiti. 11. mars 2025 23:17 Mest lesið Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Innlent Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Erlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Fleiri fréttir Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Sjá meira
Í stýrihópnum munu sitja fulltrúar forsætisráðuneytis, atvinnuvegaráðuneytis, dómsmálaráðuneytis, fjármála- og efnahagsráðuneytis, innviðaráðuneytis og umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytis. Í svari frá forsætisráðuneytinu um stýrihópinn segir að hlutverk hans verði, meðal annars, að tryggja yfirsýn vegna allra verkþátta sem tengjast atburðinum ásamt því að tryggja samræmda og samhæfða nálgun ráðuneyta og undirstofnanna þeirra auk sveitarfélaga. Stýrihópurinn mun jafnframt leggja mat á kostnað vegna atburðarins og móta tillögur vegna fjármögnunar og horfir í þeim efnum til kostnaðarskiptingar á milli ríkis og sveitarfélaga. Fulltrúi dómsmálaráðuneytis í stýrihópnum verður tengiliður við aðgerðahópinn sem mun meðal annars hafa það hlutverk að skipuleggja og tryggja öryggi, styðja við gerð viðbragðsáætlana og samhæfa aðgerðir í þeim landshlutum og umdæmum sem verða fyrir mestum áhrifum. Í svarinu kemur fram að aðgerðahópurinn muni enn fremur kortleggja og þolmarkagreina þá staði sem verða líklega vinsælastir til að berja almyrkvann augum og samhæfir aðgerðir lögreglu, viðbragðsaðila, sveitarfélaga, Vegagerðarinnar og ferðaþjónustuaðila. Dómsmálaráðuneyti á ekki fjármagn fyrir verkefnastjóra Aðgerðahópurinn mun starfa náið með stýrihópnum og hrindir samþykktum ákvörðunum í framkvæmd. Þá kemur fram að tryggja þurfi að almannavarnardeild ríkislögreglustjóra hafi yfir að ráða verkefnastjóra sem geti leitt starf aðgerðahópsins en fyrir liggur af hálfu dómsmálaráðuneytisins að ekki er svigrúm innan fjárhagsramma embættisins eða málefnasviðsins hjá ráðuneytinu. Samkvæmt svari forsætisráðuneytisins mun stýrihópurinn, í samvinnu við almannavarnardeild ríkislögreglustjóra, skila skýrslu til forsætisráðherra og dómsmálaráðherra eigi síðar en 15. október 2026 þar sem fjallað verður um hvernig til hafi tekist við að samhæfa og samræma undirbúning vegna almyrkvans ásamt því að dreginn verði lærdómur sem geti nýst við skipulagningu og samhæfingu stærri viðburða.
Almyrkvi 12. ágúst 2026 Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Almannavarnir Geimurinn Sólin Ferðaþjónusta Tengdar fréttir Tveir kaflar að Látrabjargi lagfærðir fyrir almyrkvann Almyrkvi á sólu, sem verður á jörðinni þann 12. ágúst á næsta ári, mun vara lengst á Látrabjargi. Þetta er ástæða þess að hótelrými á sunnanverðum Vestfjörðum er fyrir löngu uppselt í kringum þennan dag og þar er búist við umferðaröngþveiti. 11. mars 2025 23:17 Mest lesið Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Innlent Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Erlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Fleiri fréttir Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Sjá meira
Tveir kaflar að Látrabjargi lagfærðir fyrir almyrkvann Almyrkvi á sólu, sem verður á jörðinni þann 12. ágúst á næsta ári, mun vara lengst á Látrabjargi. Þetta er ástæða þess að hótelrými á sunnanverðum Vestfjörðum er fyrir löngu uppselt í kringum þennan dag og þar er búist við umferðaröngþveiti. 11. mars 2025 23:17