„Ég var mjög svekkt og reið yfir því sem hún gerði“ Sindri Sverrisson skrifar 27. nóvember 2025 08:00 Andrea Thompson er sterkasta kona heims, í annað sinn á ferlinum. Instagram/@andreathompson_strongwoman Breska aflraunakonan Andrea Thompson segist hafa verið rænd sigurstund, eftir að í ljós kom að sigurvegarinn í keppninni um sterkustu konu heims, Jammie Booker, reyndist trans kona. Það er brot á reglum keppninnar og var Booker svipt titlinum. Thompson hafði endað í 2. sæti í keppninni í Arlington í Texas um helgina og þessi tveggja barna móðir frá Suffolk á Englandi segir engan hafa grunað hvernig í pottinn væri búið. Hún sé reið yfir þeim óheiðarleika sem Booker hafi sýnt með því að keppa í opnum flokki kvenna, þvert gegn reglum sem segja til um að fólk sem fæðist karlkyns megi ekki keppa í kvennaflokki. „Ég var mjög svekkt og reið yfir því sem hún gerði. Hún laug og var mjög óheiðarleg, og svipti margar konur ýmsu. Sú sem lenti í 11. sæti fékk til að mynda ekki tækifæri til að keppa á þriðja degi mótsins… til að vera á topp tíu í heiminum,“ sagði hin 43 ára gamla Thompson, sem nú er sterkasta kona heims í annað sinn á ferlinum, við BBC. View this post on Instagram A post shared by Andrea Thompson (@andreathompson_strongwoman) BBC hefur ekki tekist að ná sambandi við Booker og í tilkynningu frá Official Strongman, aðstandendum keppninnar, segir að reynt hafi verið að ná tali af henni en án árangurs. Segir engan hafa grunað nokkuð Booker hefur keppt á að minnsta kosti tveimur mótum til viðbótar á þessu ári því hún vann mót í júní og varð í 2. sæti á móti í júlí. Thompson segir að það hafi ekki komið í ljós fyrr en eftir keppnina um síðustu helgi að Booker mætti ekki keppa. „Það var ekkert í gangi í keppninni. Það hafði enginn ástæðu til að gruna nokkuð. Það var svo sex tímum seinna sem að fyrst fór að heyrast orðrómur og þá höfðu skipuleggjendur samband við mig,“ sagði Thompson leið yfir því að hafa ekki fengið að vera efst á verðlaunapallinum. „Þetta er rosalegt afrek sem hefur fallið í skuggann af ákveðnum óheiðarleika,“ sagði Thompson. Aflraunir Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Stjarnan - Grindavík | Hilmar Smári snýr aftur í átta liða úrslitum Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Fleiri fréttir Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Pavel hjálpar Grindvíkingum Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Stjarnan - Grindavík | Hilmar Smári snýr aftur í átta liða úrslitum Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Stólarnir fyrstir í undanúrslit Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Martin öflugur í öruggum sigri Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Grátlegt tap Jóns Axels Fékk að heyra það frá Lil Wayne og skaut til baka Miðvarðaæði Liverpool Baldvin stórbætti eigið Íslandsmet Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fá nýjan Kana í harða baráttu Spenna og stórskemmtun „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Sjá meira
Thompson hafði endað í 2. sæti í keppninni í Arlington í Texas um helgina og þessi tveggja barna móðir frá Suffolk á Englandi segir engan hafa grunað hvernig í pottinn væri búið. Hún sé reið yfir þeim óheiðarleika sem Booker hafi sýnt með því að keppa í opnum flokki kvenna, þvert gegn reglum sem segja til um að fólk sem fæðist karlkyns megi ekki keppa í kvennaflokki. „Ég var mjög svekkt og reið yfir því sem hún gerði. Hún laug og var mjög óheiðarleg, og svipti margar konur ýmsu. Sú sem lenti í 11. sæti fékk til að mynda ekki tækifæri til að keppa á þriðja degi mótsins… til að vera á topp tíu í heiminum,“ sagði hin 43 ára gamla Thompson, sem nú er sterkasta kona heims í annað sinn á ferlinum, við BBC. View this post on Instagram A post shared by Andrea Thompson (@andreathompson_strongwoman) BBC hefur ekki tekist að ná sambandi við Booker og í tilkynningu frá Official Strongman, aðstandendum keppninnar, segir að reynt hafi verið að ná tali af henni en án árangurs. Segir engan hafa grunað nokkuð Booker hefur keppt á að minnsta kosti tveimur mótum til viðbótar á þessu ári því hún vann mót í júní og varð í 2. sæti á móti í júlí. Thompson segir að það hafi ekki komið í ljós fyrr en eftir keppnina um síðustu helgi að Booker mætti ekki keppa. „Það var ekkert í gangi í keppninni. Það hafði enginn ástæðu til að gruna nokkuð. Það var svo sex tímum seinna sem að fyrst fór að heyrast orðrómur og þá höfðu skipuleggjendur samband við mig,“ sagði Thompson leið yfir því að hafa ekki fengið að vera efst á verðlaunapallinum. „Þetta er rosalegt afrek sem hefur fallið í skuggann af ákveðnum óheiðarleika,“ sagði Thompson.
Aflraunir Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Stjarnan - Grindavík | Hilmar Smári snýr aftur í átta liða úrslitum Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Fleiri fréttir Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Pavel hjálpar Grindvíkingum Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Stjarnan - Grindavík | Hilmar Smári snýr aftur í átta liða úrslitum Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Stólarnir fyrstir í undanúrslit Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Martin öflugur í öruggum sigri Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Grátlegt tap Jóns Axels Fékk að heyra það frá Lil Wayne og skaut til baka Miðvarðaæði Liverpool Baldvin stórbætti eigið Íslandsmet Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fá nýjan Kana í harða baráttu Spenna og stórskemmtun „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Sjá meira