Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Atli Ísleifsson skrifar 26. nóvember 2025 08:00 Hverfadagar Heiðu Bjargar Hilmisdóttur borgarstjóra í Grafarvogi og Kjalarnesi hófust í gær. Vísir/Ívar Fannar Kaffispjall borgarstjórans Heiðu Bjargar Hilmisdóttur á Kjalarnesi í gær var aldrei auglýst sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes þó að borgarstjóri heimsæki bæði hverfin þessa vikuna og viðburðurinn hafi verið öllum opinn. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá Reykjavíkurborg vegna yfirlýsingar íbúasamtaka Grafarvogs í gær og fréttar Vísis en búasamtökin gagnrýndu í gær borgarstjóra og sögðu hann halda hverfafund í öðru hverfi til að forðast beint samtal við Grafarvogsbúa. Í yfirlýsingunni frá Reykjavíkur segir að borgin vilji gjarnan koma því á framfæri að kaffispjall borgarstjóra í Klébergsskóla hafi verið auglýst sem hluti af hverfaheimsókn til Kjalarness í gær, þriðjudaginn 25. nóvember. „Þessi viðburður var aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes þó vissulega sé borgarstjóri að heimsækja bæði hverfin þessa viku og viðburðurinn öllum opinn. Í dag, miðvikudaginn 26. nóvember mun borgarstjóri heimsækja fjölmarga staði í Grafarvogi og verður hún meðal annars á opnum félagsfundi Korpúlfa í Borgum klukkan 14. Viðburðir á Hverfadögum Heiðu Bjargar borgarstjóra eru með ólíku sniði í hverju hverfi en hún tekur vel í allar óskir um fundi og segir sjálfssagt að skipuleggja opinn fund með Grafarvogsbúum og mun hann að sjálfssögðu verða auglýstur með góðum fyrirvara,“ segir í yfirlýsingunni. Sögðu að um tvö aðskilin hverfi væri að ræða Íbúasamtök Grafarvogs sendu frá sér yfirlýsingu vegna kaffispjalls borgarstjóra á Kjalarness þar sem sagði að Kjalarnes og Grafarvogur væru tvö aðskilin hverfi sem deili hvorki innviðum, samgöngum né samfélagslegri nálægð. „Að halda íbúafund fyrir Grafarvogsbúa á Kjalarnesi er í reynd útilokandi fyrir stóran hluta íbúa, sérstaklega barnafólk, eldra fólk og þá sem treysta á almenningssamgöngur,“ sagði í yfirlýsingu íbúasamtakanna. Þá sagði að íbúarnir hafi ekki verið hræddir við að láta rödd sína heyrast, til að mynda í skipulagsmálum en þarsíðasta sumar mótmæltu íbúar Grafarvogs harðlega áformum borgarinnar um nýtingu lóða í helstu úthverfum borgarinnar og kölluðu þau „ofurþéttingu“. „Það er því óhjákvæmilegt að spyrja sig hvort þessi tilhögun að halda fund fjarri Grafarvogi og án nægilegs aðdraganda sé meðvitað til að forðast beint samtal við íbúa hverfisins,“ sagði í yfirlýsingunni. Reykjavík Borgarstjórn Tengdar fréttir Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Íbúasamtök Grafarvogs saka borgarstjóra um að halda hverfafund þeirra í öðru hverfi til að meðvitað forðast beint samtal við Grafarvogsbúa. Borgarstjóri heldur opið kaffispjall á Kjalarnesi í í kvöld, en hverfadagar borgarstjóra í Grafarvogi og Kjalarnesi hófust í gær. 25. nóvember 2025 21:39 Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent Grín sendiherrans ógni Íslandi Innlent Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Erlent Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Innlent Fleiri fréttir Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Sjá meira
Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá Reykjavíkurborg vegna yfirlýsingar íbúasamtaka Grafarvogs í gær og fréttar Vísis en búasamtökin gagnrýndu í gær borgarstjóra og sögðu hann halda hverfafund í öðru hverfi til að forðast beint samtal við Grafarvogsbúa. Í yfirlýsingunni frá Reykjavíkur segir að borgin vilji gjarnan koma því á framfæri að kaffispjall borgarstjóra í Klébergsskóla hafi verið auglýst sem hluti af hverfaheimsókn til Kjalarness í gær, þriðjudaginn 25. nóvember. „Þessi viðburður var aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes þó vissulega sé borgarstjóri að heimsækja bæði hverfin þessa viku og viðburðurinn öllum opinn. Í dag, miðvikudaginn 26. nóvember mun borgarstjóri heimsækja fjölmarga staði í Grafarvogi og verður hún meðal annars á opnum félagsfundi Korpúlfa í Borgum klukkan 14. Viðburðir á Hverfadögum Heiðu Bjargar borgarstjóra eru með ólíku sniði í hverju hverfi en hún tekur vel í allar óskir um fundi og segir sjálfssagt að skipuleggja opinn fund með Grafarvogsbúum og mun hann að sjálfssögðu verða auglýstur með góðum fyrirvara,“ segir í yfirlýsingunni. Sögðu að um tvö aðskilin hverfi væri að ræða Íbúasamtök Grafarvogs sendu frá sér yfirlýsingu vegna kaffispjalls borgarstjóra á Kjalarness þar sem sagði að Kjalarnes og Grafarvogur væru tvö aðskilin hverfi sem deili hvorki innviðum, samgöngum né samfélagslegri nálægð. „Að halda íbúafund fyrir Grafarvogsbúa á Kjalarnesi er í reynd útilokandi fyrir stóran hluta íbúa, sérstaklega barnafólk, eldra fólk og þá sem treysta á almenningssamgöngur,“ sagði í yfirlýsingu íbúasamtakanna. Þá sagði að íbúarnir hafi ekki verið hræddir við að láta rödd sína heyrast, til að mynda í skipulagsmálum en þarsíðasta sumar mótmæltu íbúar Grafarvogs harðlega áformum borgarinnar um nýtingu lóða í helstu úthverfum borgarinnar og kölluðu þau „ofurþéttingu“. „Það er því óhjákvæmilegt að spyrja sig hvort þessi tilhögun að halda fund fjarri Grafarvogi og án nægilegs aðdraganda sé meðvitað til að forðast beint samtal við íbúa hverfisins,“ sagði í yfirlýsingunni.
Reykjavík Borgarstjórn Tengdar fréttir Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Íbúasamtök Grafarvogs saka borgarstjóra um að halda hverfafund þeirra í öðru hverfi til að meðvitað forðast beint samtal við Grafarvogsbúa. Borgarstjóri heldur opið kaffispjall á Kjalarnesi í í kvöld, en hverfadagar borgarstjóra í Grafarvogi og Kjalarnesi hófust í gær. 25. nóvember 2025 21:39 Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent Grín sendiherrans ógni Íslandi Innlent Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Erlent Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Innlent Fleiri fréttir Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Sjá meira
Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Íbúasamtök Grafarvogs saka borgarstjóra um að halda hverfafund þeirra í öðru hverfi til að meðvitað forðast beint samtal við Grafarvogsbúa. Borgarstjóri heldur opið kaffispjall á Kjalarnesi í í kvöld, en hverfadagar borgarstjóra í Grafarvogi og Kjalarnesi hófust í gær. 25. nóvember 2025 21:39
Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent
Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent