Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Tómas Arnar Þorláksson skrifar 25. nóvember 2025 19:03 Þórunn Halldóra Þórðardóttir, sérfræðilæknir í lyf- og blóðlækningum. vísir/stefán Sérfræðimenntaður læknir hefur ekki fengið starfsleyfi í sinni starfsgrein eftir fimm mánaða bið. Hún segir engin svör að fá frá Embætti landlæknis þrátt fyrir ítrekaðar fyrirspurnir. Framkvæmdastjóri lækninga segir vandamál í uppsiglingu enda skortur á sérgreinalæknum. Læknar sem hafa lokið sérmenntun í Bandaríkjunum hafa ekki verið að fá starfsleyfi í sinni sérgrein hér á landi undanfarið. Galli í reglugerð frá árinu 2023 veldur því en þar er það gert að skilyrði að íslensk marklýsing sé til staðar fyrir sérgreininni. Það er ekki raunin með ýmsar sérgreinar sem eru kenndar í Bandaríkjunum. Ýmsir læknar leita út fyrir landsteinana til að sækja menntun sem er ekki í boði hér á landi. Þórunn Halldóra Þórðardóttir, sérfræðilæknir í lyf- og blóðlækningum, er ein af þeim sem hafa ekki fengið sérfræðileyfi eftir nám við virtan háskóla í Bandaríkjunum í blóð- og krabbameinslækningum. „Ég hafði sótt um eftir að ég lauk lyflækningum þá sótti ég um sérfræðileyfi á Íslandi þannig ég var komin með það. Það var reyndar mjög þungt í vöfum og tók ellefu mánuði að afgreiða það leyfi. Þegar ég var komin heim var ég ráðin sem blóðlæknir enda mikil vöntun á blóðlæknum á Íslandi. Það að ég sé ekki komin með sérfræðileyfi á Íslandi í blóð- og krabbameinslækningum veldur því að ég er takmörkuð í mínu starfi,“ segir hún og heldur áfram: „Að því leyti að ég er ekki fastráðin við háskólasjúkrahúsið. Ég er í raun titluð lyflæknir þrátt fyrir að ég sé sérfræðingur aukalega í blóð- og krabbameinslækningum. Ég fæ laun samkvæmt því. Það eru ákveðin lyf sem ég get ekki skrifað upp á fyrir mína sjúklinga. Sem þýðir að ég er háð því að banka í kollega til að fá lyf útskrifuð.“ „Ég fæ ekki að vita neitt“ Umsókn hennar um að fá sérfræðimenntun sína viðurkennda hefur verið í ferli hjá Embætti landlæknis í fimm mánuði. Hún segist engin svör fá frá embættinu þrátt fyrir ítrekaðar fyrirspurnir. „Þetta er víst lagalega flókið en þetta er líka spurning um hvernig reglugerðin er túlkuð. Þetta er kannski aðallega skortur á samskiptum. Ég fæ ekki að vita neitt. Þetta er ofboðslega erfitt mál. Ég viðurkenni það, þetta hefur lagst þungt á mig. Maður er bara stoltur af sínu sérnámi eftir allt sem maður hefur lagt á sig.“ Samkvæmt reglugerðarbreytingunni á kennsluráð Landspítalans að fara yfir gögn um menntun þeirra sem vilja starfa við spítalann. Það hefur verið gert hjá Þórunni og gögn hennar vottuð. „Ég er í rauninni með þá staðfestingu að ég hafi lokið sérfræðinámi í Bandaríkjunum en samt sem áður vill embætti landlæknis ekki afgreiða leyfið. Það í rauninni fást engin svör.“ Fleiri læknar eru í sömu sporum og Þórunn. „Þetta á ekki að vera flókið“ Þessi staða skjóti skökku við í ljósi aðgerða stjórnvalda til að fá íslenska lækna sem starfa erlendis aftur heim. „Í reglugerðinni er kveðið mjög skýrt á um það að ef fólk lýkur sérnámi hjá viðurkenndri stofnun og þar er meðal annars að það eigi að hafa sérnám í Bandaríkjunum og Evrópu til hliðsjónar. Þá er þarna mjög skýr farvegur. Þegar við gerum svona hluti svona hratt. Við höfum innleitt sérnám á Íslandi á þennan hátt sem það er veitt í dag. Það er kannski eðlilegt að það séu vaxtaverkir og það taki stjórnsýsluna smá tíma að átta sig á hvernig best er að vinna úr hlutunum.“ Þetta segir Tómas Þór Ágústsson, framkvæmdastjóri lækninga hjá Landspítalanum. Hann segir mikilvægt að einfalda regluverkið. Mikilvægt sé að íslenskir læknar hafi greiða leið að því að vinna hér á landi. Tómas Þór Ágústsson framkvæmdastjóri lækninga hjá Landspítalanum.Vísir/Arnar „Þetta á ekki að vera flókið. Auðvitað getur það verið vandamál fyrir spítalann og fyrir heilbrigðiskerfið í heild sinni ef fólk sækist eftir því að vinna hér sem sérhæft starfsfólk sem við höfum raunverulega þörf á og erum í mjög virkri alþjóðlegri samkeppni um. Auðvitað getur það verið erfitt ef þetta hikstar og gengur ekki mjúklega fyrir sig, og það á ekki að þurfa að gera það. Við erum lítið land með lítið stjórnkerfi og létta stjórnsýslu. Það er mjög auðveldur aðgangur að okkur sem höfum hvað mest vit á málinu. Það á ekki að vera mjög erfitt að koma þessu í gegn.“ Hann segist vongóður um að þetta leysist sem fyrst. Hefði fengið hærri laun í Bandaríkjunum Þórunni var boðin staða sem sérgreinalæknir í Bandaríkjunum. Þar hefði hún fengið hærri laun en hér á landi. Hún ákvað þó að koma heim þar sem mikil þörf er á sérgreinalæknum. „Mig langaði að leggja mitt af mörkum til íslensks samfélags. Ég taldi að þetta yrði ekki svona flókið. Það hefur aldrei verið flókið fyrir íslenska sérfræðilækna að koma heim og fá íslenskt sérfræðileyfi út frá bandarískri sérfræðiþekkingu og menntun. Eins og er er umsóknin mín enn í ferli og þetta er búið að vera ofboðslega langt ferli. Mér líður bara eins og ég sé í lausu lofti með afgreiðsluna á þessari umsókn.“ Nám í Bandaríkjunum sé með því besta í heiminum og með strangar kröfur. Þórunn er ekki fyrsti íslenski læknirinn til að stunda nám við umræddan skóla. „Það er löng hefð fyrir því að fara í sérnám til Bandaríkjanna og hún nær aftur í tímann lengar en hundrað ár. Hún hefur alltaf verið í hávegum höfð á Íslandi.“ Heilbrigðismál Vinnumarkaður Embætti landlæknis Mest lesið Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Innlent „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Erlent Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Erlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Veginum lokað við Skaftafell og fólk leitar í fjöldahjálparstöð Veður Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Innlent Fleiri fréttir Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Sjá meira
Læknar sem hafa lokið sérmenntun í Bandaríkjunum hafa ekki verið að fá starfsleyfi í sinni sérgrein hér á landi undanfarið. Galli í reglugerð frá árinu 2023 veldur því en þar er það gert að skilyrði að íslensk marklýsing sé til staðar fyrir sérgreininni. Það er ekki raunin með ýmsar sérgreinar sem eru kenndar í Bandaríkjunum. Ýmsir læknar leita út fyrir landsteinana til að sækja menntun sem er ekki í boði hér á landi. Þórunn Halldóra Þórðardóttir, sérfræðilæknir í lyf- og blóðlækningum, er ein af þeim sem hafa ekki fengið sérfræðileyfi eftir nám við virtan háskóla í Bandaríkjunum í blóð- og krabbameinslækningum. „Ég hafði sótt um eftir að ég lauk lyflækningum þá sótti ég um sérfræðileyfi á Íslandi þannig ég var komin með það. Það var reyndar mjög þungt í vöfum og tók ellefu mánuði að afgreiða það leyfi. Þegar ég var komin heim var ég ráðin sem blóðlæknir enda mikil vöntun á blóðlæknum á Íslandi. Það að ég sé ekki komin með sérfræðileyfi á Íslandi í blóð- og krabbameinslækningum veldur því að ég er takmörkuð í mínu starfi,“ segir hún og heldur áfram: „Að því leyti að ég er ekki fastráðin við háskólasjúkrahúsið. Ég er í raun titluð lyflæknir þrátt fyrir að ég sé sérfræðingur aukalega í blóð- og krabbameinslækningum. Ég fæ laun samkvæmt því. Það eru ákveðin lyf sem ég get ekki skrifað upp á fyrir mína sjúklinga. Sem þýðir að ég er háð því að banka í kollega til að fá lyf útskrifuð.“ „Ég fæ ekki að vita neitt“ Umsókn hennar um að fá sérfræðimenntun sína viðurkennda hefur verið í ferli hjá Embætti landlæknis í fimm mánuði. Hún segist engin svör fá frá embættinu þrátt fyrir ítrekaðar fyrirspurnir. „Þetta er víst lagalega flókið en þetta er líka spurning um hvernig reglugerðin er túlkuð. Þetta er kannski aðallega skortur á samskiptum. Ég fæ ekki að vita neitt. Þetta er ofboðslega erfitt mál. Ég viðurkenni það, þetta hefur lagst þungt á mig. Maður er bara stoltur af sínu sérnámi eftir allt sem maður hefur lagt á sig.“ Samkvæmt reglugerðarbreytingunni á kennsluráð Landspítalans að fara yfir gögn um menntun þeirra sem vilja starfa við spítalann. Það hefur verið gert hjá Þórunni og gögn hennar vottuð. „Ég er í rauninni með þá staðfestingu að ég hafi lokið sérfræðinámi í Bandaríkjunum en samt sem áður vill embætti landlæknis ekki afgreiða leyfið. Það í rauninni fást engin svör.“ Fleiri læknar eru í sömu sporum og Þórunn. „Þetta á ekki að vera flókið“ Þessi staða skjóti skökku við í ljósi aðgerða stjórnvalda til að fá íslenska lækna sem starfa erlendis aftur heim. „Í reglugerðinni er kveðið mjög skýrt á um það að ef fólk lýkur sérnámi hjá viðurkenndri stofnun og þar er meðal annars að það eigi að hafa sérnám í Bandaríkjunum og Evrópu til hliðsjónar. Þá er þarna mjög skýr farvegur. Þegar við gerum svona hluti svona hratt. Við höfum innleitt sérnám á Íslandi á þennan hátt sem það er veitt í dag. Það er kannski eðlilegt að það séu vaxtaverkir og það taki stjórnsýsluna smá tíma að átta sig á hvernig best er að vinna úr hlutunum.“ Þetta segir Tómas Þór Ágústsson, framkvæmdastjóri lækninga hjá Landspítalanum. Hann segir mikilvægt að einfalda regluverkið. Mikilvægt sé að íslenskir læknar hafi greiða leið að því að vinna hér á landi. Tómas Þór Ágústsson framkvæmdastjóri lækninga hjá Landspítalanum.Vísir/Arnar „Þetta á ekki að vera flókið. Auðvitað getur það verið vandamál fyrir spítalann og fyrir heilbrigðiskerfið í heild sinni ef fólk sækist eftir því að vinna hér sem sérhæft starfsfólk sem við höfum raunverulega þörf á og erum í mjög virkri alþjóðlegri samkeppni um. Auðvitað getur það verið erfitt ef þetta hikstar og gengur ekki mjúklega fyrir sig, og það á ekki að þurfa að gera það. Við erum lítið land með lítið stjórnkerfi og létta stjórnsýslu. Það er mjög auðveldur aðgangur að okkur sem höfum hvað mest vit á málinu. Það á ekki að vera mjög erfitt að koma þessu í gegn.“ Hann segist vongóður um að þetta leysist sem fyrst. Hefði fengið hærri laun í Bandaríkjunum Þórunni var boðin staða sem sérgreinalæknir í Bandaríkjunum. Þar hefði hún fengið hærri laun en hér á landi. Hún ákvað þó að koma heim þar sem mikil þörf er á sérgreinalæknum. „Mig langaði að leggja mitt af mörkum til íslensks samfélags. Ég taldi að þetta yrði ekki svona flókið. Það hefur aldrei verið flókið fyrir íslenska sérfræðilækna að koma heim og fá íslenskt sérfræðileyfi út frá bandarískri sérfræðiþekkingu og menntun. Eins og er er umsóknin mín enn í ferli og þetta er búið að vera ofboðslega langt ferli. Mér líður bara eins og ég sé í lausu lofti með afgreiðsluna á þessari umsókn.“ Nám í Bandaríkjunum sé með því besta í heiminum og með strangar kröfur. Þórunn er ekki fyrsti íslenski læknirinn til að stunda nám við umræddan skóla. „Það er löng hefð fyrir því að fara í sérnám til Bandaríkjanna og hún nær aftur í tímann lengar en hundrað ár. Hún hefur alltaf verið í hávegum höfð á Íslandi.“
Heilbrigðismál Vinnumarkaður Embætti landlæknis Mest lesið Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Innlent „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Erlent Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Erlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Veginum lokað við Skaftafell og fólk leitar í fjöldahjálparstöð Veður Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Innlent Fleiri fréttir Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Sjá meira