„Sem fagmaður frábær en ennþá betri vinur“ Aron Guðmundsson skrifar 25. nóvember 2025 12:03 Guðmundur Hreiðarsson og Heimir Hallgrímsson mynda gott teymi og hafa komið víða við saman á sínum ferli. Vísir/Getty Heimir Hallgrímsson, landsliðsþjálfari Íra, segir mikilvægt að umkringja sig góðu fólki sem eru ekki bara til staðar þegar vel gengur, heldur líka þegar að illa gengur. Slíkan mikilvægan vin á hann í Guðmundi Hreiðarssyni, markmannsþjálfara. Írar eru á leið í umspil um sæti fyrir HM næsta ár og mæta Tékklandi á útivelli í undanúrslitum eftir að hafa tryggt sér sæti í umspilinu á ævintýralegan hátt með sigrum á Portúgal og Ungverjalandi. Komist þeir í gegnum Tékkland bíður úrslitaleikur á heimavelli gegn annað hvort Danmörku eða Norður Makedóníu. Eftir að Írar höfðu tryggt sér sæti í umspilinu birti írska knattspyrnusambandið brot úr liðsræðu Heimis eftir sigurinn á Ungverjum þar sem að hann hvatti leikmenn sína til þess að umkringja sig fólki sem gefur þeim orku, bæði á góðum og slæmum tímum, í stað þeirra sem setja hafa aðeins samband þegar velgengni gerir vart um sig. „Það er smá sálfræði í þessu,“ segir Heimir aðspurður í viðtali hjá íþróttadeild Sýnar. „Það er sagt að þú sér meðaltal þeirra fimm manneskja sem þú umgengst mest. Það er því eins gott að umkringja sig góðu fólki og það er til dæmis það sem hefur hjálpað mér í lífinu, hvað ég hef haft gott fólk í kringum mig sem styður mig og rífur mig upp þegar að illa gengur. Þar finnur þú vini þína, ekki í velgengninni, þú finnur vini þína þegar að illa gengur og hart er í ári í lífinu. Það er þá sem þú finnur hverjir eru þínir stuðningsmenn, þínir alvöru vinir. „Einn af þeim sem gerir mig betri“ Heimir er vel meðvitaður um hjálpina sem felst í því að umkringja sig stuðningsaðilum, góðum vinum, og einn slíkan á hann í markmannsþjálfaranum Guðmundi Hreiðarssyni en undanfarin fimmtán ár hafa þeir starfað saman í mörgum mismunandi verkefnum. Klippa: „Minn sálfræðingur og besti vinur“ „Hann er einn af þeim sem að gerir mig betri. Kann að segja mér að hætta þessu væli og ég fæ að gráta í kjöltuna á honum. Hann er minn sálfræðingur og besti vinur. Þess vegna finnst mér svo mikilvægt að umkringja mig góðu fólki. Þú verður alltaf að hafa einhvern sem þú getur talað við og treyst fyrir hlutum sem þjálfari. Því þú veist aldrei, sérstaklega þegar að þú kemur inn í nýtt umhverfi eins og við erum búnir að vera gera og veist ekki hverjum þú getur treyst. Gummi hefur verið minn besti vinur síðustu ár í þessu, þekkir mig bara og veit hvenær á að ýta á þennan takka og hinn hjá mér. Svo er hann bara magnaður fagmaður í sínu starfi. Allir þeir markmenn sem vinna með honum, núna er hann að vinna með heimsklassa markmönnum, eru að springa úr ánægju með hann. Sem fagmaður frábær en sem vinur enn þá betri.“ Heimir Hallgrímsson þjálfar landslið Írlands HM 2026 í fótbolta Mest lesið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Handbolti Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Fótbolti Róbert með þrennu í sigri KR Íslenski boltinn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Fótbolti Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Körfubolti Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Enski boltinn „Maður fann andrúmsloftið breytast“ Sport Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Enski boltinn Fleiri fréttir Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Í beinni: Tottenham - Aston Villa | Úrvalsdeildarslagur í bikarnum Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Tottenham fær brasilískan bakvörð Everton-maðurinn sendi Senegal í undanúrslit Bikarhetjan til KA Amanda mætt aftur „heim“ Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Saka skrifar undir nýjan langtímasamning við Arsenal Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar TikTok í fyrsta sæti á HM í fótbolta í sumar Sjá meira
Írar eru á leið í umspil um sæti fyrir HM næsta ár og mæta Tékklandi á útivelli í undanúrslitum eftir að hafa tryggt sér sæti í umspilinu á ævintýralegan hátt með sigrum á Portúgal og Ungverjalandi. Komist þeir í gegnum Tékkland bíður úrslitaleikur á heimavelli gegn annað hvort Danmörku eða Norður Makedóníu. Eftir að Írar höfðu tryggt sér sæti í umspilinu birti írska knattspyrnusambandið brot úr liðsræðu Heimis eftir sigurinn á Ungverjum þar sem að hann hvatti leikmenn sína til þess að umkringja sig fólki sem gefur þeim orku, bæði á góðum og slæmum tímum, í stað þeirra sem setja hafa aðeins samband þegar velgengni gerir vart um sig. „Það er smá sálfræði í þessu,“ segir Heimir aðspurður í viðtali hjá íþróttadeild Sýnar. „Það er sagt að þú sér meðaltal þeirra fimm manneskja sem þú umgengst mest. Það er því eins gott að umkringja sig góðu fólki og það er til dæmis það sem hefur hjálpað mér í lífinu, hvað ég hef haft gott fólk í kringum mig sem styður mig og rífur mig upp þegar að illa gengur. Þar finnur þú vini þína, ekki í velgengninni, þú finnur vini þína þegar að illa gengur og hart er í ári í lífinu. Það er þá sem þú finnur hverjir eru þínir stuðningsmenn, þínir alvöru vinir. „Einn af þeim sem gerir mig betri“ Heimir er vel meðvitaður um hjálpina sem felst í því að umkringja sig stuðningsaðilum, góðum vinum, og einn slíkan á hann í markmannsþjálfaranum Guðmundi Hreiðarssyni en undanfarin fimmtán ár hafa þeir starfað saman í mörgum mismunandi verkefnum. Klippa: „Minn sálfræðingur og besti vinur“ „Hann er einn af þeim sem að gerir mig betri. Kann að segja mér að hætta þessu væli og ég fæ að gráta í kjöltuna á honum. Hann er minn sálfræðingur og besti vinur. Þess vegna finnst mér svo mikilvægt að umkringja mig góðu fólki. Þú verður alltaf að hafa einhvern sem þú getur talað við og treyst fyrir hlutum sem þjálfari. Því þú veist aldrei, sérstaklega þegar að þú kemur inn í nýtt umhverfi eins og við erum búnir að vera gera og veist ekki hverjum þú getur treyst. Gummi hefur verið minn besti vinur síðustu ár í þessu, þekkir mig bara og veit hvenær á að ýta á þennan takka og hinn hjá mér. Svo er hann bara magnaður fagmaður í sínu starfi. Allir þeir markmenn sem vinna með honum, núna er hann að vinna með heimsklassa markmönnum, eru að springa úr ánægju með hann. Sem fagmaður frábær en sem vinur enn þá betri.“
Heimir Hallgrímsson þjálfar landslið Írlands HM 2026 í fótbolta Mest lesið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Handbolti Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Fótbolti Róbert með þrennu í sigri KR Íslenski boltinn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Fótbolti Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Körfubolti Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Enski boltinn „Maður fann andrúmsloftið breytast“ Sport Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Enski boltinn Fleiri fréttir Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Í beinni: Tottenham - Aston Villa | Úrvalsdeildarslagur í bikarnum Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Tottenham fær brasilískan bakvörð Everton-maðurinn sendi Senegal í undanúrslit Bikarhetjan til KA Amanda mætt aftur „heim“ Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Saka skrifar undir nýjan langtímasamning við Arsenal Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar TikTok í fyrsta sæti á HM í fótbolta í sumar Sjá meira