Þegar rykið sest: Verndartollar ESB og áhrifin á EES Hallgrímur Oddsson skrifar 25. nóvember 2025 08:32 Það reynir á EES-samninginn. Ákvörðun Evrópusambandsins um verndaraðgerðir vegna innflutnings á kísiljárni og öðrum tilteknum málmblöndum liggur fyrir. Niðurstaðan er betri fyrir framleiðendur á Íslandi og í Noregi en óttast var. Eftir stendur sú staðreynd að ESB beitti ákvæðum EES-samningsins Íslandi og Noregi í óhag. Þótt forseti framkvæmdastjórnar ESB og framkvæmdastjóri efnahagsmála hafi fullvissað íslenska og norska ráðherra um að aðgerðirnar séu sértækar og ekki fordæmisgefandi, þá dugar það aðeins svo lengi sem engin ný atvik komi upp. Til skamms tíma hjálpa yfirlýsingarnar við að draga úr pólitískri spennu og viðskiptalegri óvissu. Þær geta hins vegar ekki einar og sér tryggt fullan aðgang Íslands að innri markaði Evrópu um alla framtíð. Alþjóðaviðskipti byggja á skuldbindingum en ekki munnlegum yfirlýsingum. Hvað vakir fyrir ESB? Markmið ESB er skýrt. Það vill vernda framleiðslu innan sambandsins og styrkja stöðu evrópskra framleiðenda með því að verja þá fyrir ódýrari innflutningi járnblendis. Hagsmunir Evrópuríkjanna eru hins vegar heldur litlir í stærra samhengi, en einungis um 1.800 manns starfa í geiranum innan ESB, samanborið við um 350 á Íslandi og um 2.400 í Noregi. Norðurlöndin tvö framleiddu nærri helming þess járnblendis sem ESB-ríkin fluttu inn árið 2024. Þessir „litlu“ hagsmunir vekja upp spurningar um réttmæti virkjunar þess EES-ákvæðis sem ESB ber fyrir sig, sem heimilar aðgerðir til verndar innlendum hagsmunum að uppfylltum ákveðnum skilyrðum. Verndarráðstafanir ESB eru kröftug áminning um tollastríð Trumps og hvernig dómínó-áhrifin geta valdið óvissu fyrir sértækan iðnað í fámennu landi í Norður-Atlantshafi sem reiðir sig á alþjóðaviðskipti. Aðgerðirnar minna EES-löndin einnig á að aðgangur að innri markaðnum er í gegnum EES-samninginn en ekki beina aðild að ESB og tollabandalaginu, þrátt fyrir að EES-löndin uppfylli sömu skuldbindingar og ríki ESB. Í frétt RÚV um málið var haft eftir Jens Stoltenberg, fjármálaráðherra Noregs, þar sem hann sagði um stöðu EES-samningsins og auknar verndaraðgerðir ESB: „Á meðan tollamúrar voru rifnir niður þá var þetta ekki vandamál, en nú þegar verið er að byggja þá upp aftur, þá er munurinn á því að vera á innri markaðinum og í tollabandalaginu orðinn að stærri áskorun. Þess vegna komum við því skýrt og greinilega á framfæri að Evrópusambandið verður að virða samþættingu innri markaðarins.“ Hagsmunir Íslands Ísland á mikið undir frjálsu og ótakmörkuðu aðgengi að innri markaði Evrópu. Um það ríkir raunar nokkuð breið pólitísk sátt, þótt ýmis orð hafi verið látin falla undanfarna daga. Vöruviðskipti Íslands árið 2024. Myndin sýnir heildarverðmæti útflutnings eftir landsvæðum/löndum (fob). Heimild: Hagstofa Íslands Myndræna framsetningu á mikilvægi EES-samningsins má sjá hér að ofan. Af nærri 959 milljarða króna vöruútflutningi Íslands í fyrra fór ríflega 60% til landa ESB. Það eru útflutningsverðmæti fyrir um 599 milljarða króna. Þá er ótalinn útflutningur þjónustu sem nam um 368 milljörðum króna til ESB-ríkjanna árið 2024. Verndaraðgerðirnar hafa vakið upp spurningar um fordæmisgildi ákvörðunar ESB og einkum hvað varðar eina verðmætustu útflutningsvöru Íslands, álið. Útflutningur á áli og álafurðum nam þriðjungi af heildarvöruútflutningi árið 2024, eða um 313 milljörðum króna. Um 99,2% var selt til Evrópu. Til samanburðar voru útflutningstekjur kísiliðnaðar (af starfsemi bæði Elkem og PCC) alls um 40,2 milljarðar króna. Ísland stendur undir um 7% af öllum innfluttningi áls í ESB (samanborið við 15% frá Noregi). Í þessu samhengi skipta loforð framkvæmdastjórnar ESB um að verndaraðgerðirnar séu ekki fordæmisgefandi máli fyrir íslenskan iðnað. En það þarf líka að tryggja virkni EES-samningsins til framtíðar. Fleira undir en bein viðskipti EES-samstarfið er víðtækt og á grundvelli EES nýtur Ísland til dæmis aðgangs að fjölmörgum rannsóknar- og nýsköpunarsjóðum ESB, sem hafa skipt íslenskt atvinnulíf og háskólasamfélag miklu. Nýleg dæmi um úthlutanir eru 3,5 milljarða króna styrkur til Umhverfisstofnunar og samstarfsaðila í fyrra, 16 milljarða króna styrkur sem Carbfix hlaut úr Nýsköpunarsjóði Evrópu árið 2022, og fyrr á þessu ári fékk Miðstöð stafrænnar nýsköpunar á Íslandi (EDIH-iS) styrk upp á 250 milljónir króna frá framkvæmdastjórn ESB. Styrkjakerfið er reglulega endurskoðað og stendur sú vinna nú yfir í tengslum við fjárhagsáætlun ESB fyrir árin 2828-2034. Í gegnum EFTA hafa Ísland, Noregur og Lichtenstein séð ástæðu til að minna framkvæmdastjórnina opinberlega á að EES-ríkin eigi aðnjóta sama aðgangs að styrkjakerfunum og Evrópusambandslönd. EES-ríkin eigi ekki að skilgreina sem „þriðju ríki“ eins og önnur samstarfslönd ESB, heldur skuli þau njóta sama aðgangs að verkefnum í krafti EES-samningsins. Ljósi punkturinn, ef einhver Ef leita á að björtu hliðinni í þessu deilumáli um járnblendi, þá má telja öruggt að það hafi reynst ágætis áminning um tilvist EES-samningsins. Ísland, Noregur og Liechtenstein hafa lengi haft áhyggjur af þekkingarleysi á EES innan ESB. Í skýrslu Evrópunefndar Alþingis frá árinu 2007 segir t.d.: „Þá telja sumir að minnkandi áhugi og þekking sé innan ESB á EES-samningnum og dæmi sé um að starfsmenn framkvæmdastjórnarinnar gleymi að hafa samráð við EES-ríkin við undirbúning nýrrar löggjafar, sem og við stofnun nefnda og sérfræðingahópa, eins og skylt sé samkvæmt samningnum.“ Tvö dæmi eru tiltekin þar sem EFTA/EES ríkin komu seint að málum vegna vanþekkingar innan ESB. Þessar áhyggjur eiga jafn vel við í dag og þá. Það er verkefni EES-ríkjanna á öllum tímum að minna ESB á samninginn, aðgengið sem hann veitir með frjálsum viðskiptum og styrkjum, og einnig það regluverk sem EES-ríkin hafa innleitt til að fá aðgang að innri markaðnum. Fimmtíu leiðir til að yfirgefa elskhugann Á 8. áratugnum söng Paul Simon um fimmtíu leiðir til að yfirgefa maka sinn. Í laginu eru lagðar fram ýmsar tillögur til að slíta ástarsambandi og að í raun sé þetta ekki mjög flókið. Það er hægt að læðast út um bakdyrnar eða hoppa upp í strætó og það er engin ástæða til að ræða hlutina í þaula. Sé rýnt í textann má þó skilja sögumanninn þannig að hann er í raun ekki að leita leiða heldur leyfis til að ljúka sambandinu, og fá þannig staðfestingu á þankagangi sínum. Á Alþingi og í fjölmiðlum hafa viðbrögð við verndaraðgerðum ESB verið með ýmsu móti. En hugmyndir um að svara ESB með mótvægistollum, hætta innleiðingu EES-gerða, eða jafnvel segja sig úr EES-samstarfinu eru vanreifaðar. Nær væri að efla hagsmunagæsluna og leita leiða til að styrkja stoðir EES, enda hangir margt á spýtunni líkt og vöruviðskiptin og styrkjasjóðirnir eru til marks um. Keep calm and carry on stóð á plaggötum sem Bretar bjuggu til í seinni heimsstyrjöldinni og má það til sanns vegar færa á tímum tollastríðs. Það er fullt tilefni til að halda ró sinni, spara digurbarkalegt tal bæði innan lands sem utan, en halda samt áfram að gæta hagsmuna Íslands. Í þessu tiltekna máli hafa viðbrögðin verið rólegri á hlutabréfamarkaði en á pólitíska sviðinu, enda eru það hvorki fyrirtæki á Íslandi né í Noregi sem hafa staðið að undirboðum á evrópskum markaði með kísilafurðir. Það eru fimmtíu leiðir færar til að slíta sambúð og auðvelt að tína til ástæður ef maður leitar. Öll sambönd þarf að rækta og þau sem tala fyrir skilnaði í dag líta markvisst framhjá ávinningi EES síðastliðin þrjátíu ár fyrir íslenskt atvinnulíf og almenning. Höfundur er stofnandi Evrópustrauma. Evrópustraumar er hugveita um Evrópumál og mögulega aðild Íslands að ESB. Hugveitan hóf formlega göngu sína í nóvember 2025 og leitast við að greina áhrif aðildar, kosti & galla, tækifæri & skuldbindingar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hallgrímur Oddsson Mest lesið Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson skrifar Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun Blessuð jólin, bókhaldið og börnin Kristín Lúðvíksdóttir skrifar Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Sjá meira
Það reynir á EES-samninginn. Ákvörðun Evrópusambandsins um verndaraðgerðir vegna innflutnings á kísiljárni og öðrum tilteknum málmblöndum liggur fyrir. Niðurstaðan er betri fyrir framleiðendur á Íslandi og í Noregi en óttast var. Eftir stendur sú staðreynd að ESB beitti ákvæðum EES-samningsins Íslandi og Noregi í óhag. Þótt forseti framkvæmdastjórnar ESB og framkvæmdastjóri efnahagsmála hafi fullvissað íslenska og norska ráðherra um að aðgerðirnar séu sértækar og ekki fordæmisgefandi, þá dugar það aðeins svo lengi sem engin ný atvik komi upp. Til skamms tíma hjálpa yfirlýsingarnar við að draga úr pólitískri spennu og viðskiptalegri óvissu. Þær geta hins vegar ekki einar og sér tryggt fullan aðgang Íslands að innri markaði Evrópu um alla framtíð. Alþjóðaviðskipti byggja á skuldbindingum en ekki munnlegum yfirlýsingum. Hvað vakir fyrir ESB? Markmið ESB er skýrt. Það vill vernda framleiðslu innan sambandsins og styrkja stöðu evrópskra framleiðenda með því að verja þá fyrir ódýrari innflutningi járnblendis. Hagsmunir Evrópuríkjanna eru hins vegar heldur litlir í stærra samhengi, en einungis um 1.800 manns starfa í geiranum innan ESB, samanborið við um 350 á Íslandi og um 2.400 í Noregi. Norðurlöndin tvö framleiddu nærri helming þess járnblendis sem ESB-ríkin fluttu inn árið 2024. Þessir „litlu“ hagsmunir vekja upp spurningar um réttmæti virkjunar þess EES-ákvæðis sem ESB ber fyrir sig, sem heimilar aðgerðir til verndar innlendum hagsmunum að uppfylltum ákveðnum skilyrðum. Verndarráðstafanir ESB eru kröftug áminning um tollastríð Trumps og hvernig dómínó-áhrifin geta valdið óvissu fyrir sértækan iðnað í fámennu landi í Norður-Atlantshafi sem reiðir sig á alþjóðaviðskipti. Aðgerðirnar minna EES-löndin einnig á að aðgangur að innri markaðnum er í gegnum EES-samninginn en ekki beina aðild að ESB og tollabandalaginu, þrátt fyrir að EES-löndin uppfylli sömu skuldbindingar og ríki ESB. Í frétt RÚV um málið var haft eftir Jens Stoltenberg, fjármálaráðherra Noregs, þar sem hann sagði um stöðu EES-samningsins og auknar verndaraðgerðir ESB: „Á meðan tollamúrar voru rifnir niður þá var þetta ekki vandamál, en nú þegar verið er að byggja þá upp aftur, þá er munurinn á því að vera á innri markaðinum og í tollabandalaginu orðinn að stærri áskorun. Þess vegna komum við því skýrt og greinilega á framfæri að Evrópusambandið verður að virða samþættingu innri markaðarins.“ Hagsmunir Íslands Ísland á mikið undir frjálsu og ótakmörkuðu aðgengi að innri markaði Evrópu. Um það ríkir raunar nokkuð breið pólitísk sátt, þótt ýmis orð hafi verið látin falla undanfarna daga. Vöruviðskipti Íslands árið 2024. Myndin sýnir heildarverðmæti útflutnings eftir landsvæðum/löndum (fob). Heimild: Hagstofa Íslands Myndræna framsetningu á mikilvægi EES-samningsins má sjá hér að ofan. Af nærri 959 milljarða króna vöruútflutningi Íslands í fyrra fór ríflega 60% til landa ESB. Það eru útflutningsverðmæti fyrir um 599 milljarða króna. Þá er ótalinn útflutningur þjónustu sem nam um 368 milljörðum króna til ESB-ríkjanna árið 2024. Verndaraðgerðirnar hafa vakið upp spurningar um fordæmisgildi ákvörðunar ESB og einkum hvað varðar eina verðmætustu útflutningsvöru Íslands, álið. Útflutningur á áli og álafurðum nam þriðjungi af heildarvöruútflutningi árið 2024, eða um 313 milljörðum króna. Um 99,2% var selt til Evrópu. Til samanburðar voru útflutningstekjur kísiliðnaðar (af starfsemi bæði Elkem og PCC) alls um 40,2 milljarðar króna. Ísland stendur undir um 7% af öllum innfluttningi áls í ESB (samanborið við 15% frá Noregi). Í þessu samhengi skipta loforð framkvæmdastjórnar ESB um að verndaraðgerðirnar séu ekki fordæmisgefandi máli fyrir íslenskan iðnað. En það þarf líka að tryggja virkni EES-samningsins til framtíðar. Fleira undir en bein viðskipti EES-samstarfið er víðtækt og á grundvelli EES nýtur Ísland til dæmis aðgangs að fjölmörgum rannsóknar- og nýsköpunarsjóðum ESB, sem hafa skipt íslenskt atvinnulíf og háskólasamfélag miklu. Nýleg dæmi um úthlutanir eru 3,5 milljarða króna styrkur til Umhverfisstofnunar og samstarfsaðila í fyrra, 16 milljarða króna styrkur sem Carbfix hlaut úr Nýsköpunarsjóði Evrópu árið 2022, og fyrr á þessu ári fékk Miðstöð stafrænnar nýsköpunar á Íslandi (EDIH-iS) styrk upp á 250 milljónir króna frá framkvæmdastjórn ESB. Styrkjakerfið er reglulega endurskoðað og stendur sú vinna nú yfir í tengslum við fjárhagsáætlun ESB fyrir árin 2828-2034. Í gegnum EFTA hafa Ísland, Noregur og Lichtenstein séð ástæðu til að minna framkvæmdastjórnina opinberlega á að EES-ríkin eigi aðnjóta sama aðgangs að styrkjakerfunum og Evrópusambandslönd. EES-ríkin eigi ekki að skilgreina sem „þriðju ríki“ eins og önnur samstarfslönd ESB, heldur skuli þau njóta sama aðgangs að verkefnum í krafti EES-samningsins. Ljósi punkturinn, ef einhver Ef leita á að björtu hliðinni í þessu deilumáli um járnblendi, þá má telja öruggt að það hafi reynst ágætis áminning um tilvist EES-samningsins. Ísland, Noregur og Liechtenstein hafa lengi haft áhyggjur af þekkingarleysi á EES innan ESB. Í skýrslu Evrópunefndar Alþingis frá árinu 2007 segir t.d.: „Þá telja sumir að minnkandi áhugi og þekking sé innan ESB á EES-samningnum og dæmi sé um að starfsmenn framkvæmdastjórnarinnar gleymi að hafa samráð við EES-ríkin við undirbúning nýrrar löggjafar, sem og við stofnun nefnda og sérfræðingahópa, eins og skylt sé samkvæmt samningnum.“ Tvö dæmi eru tiltekin þar sem EFTA/EES ríkin komu seint að málum vegna vanþekkingar innan ESB. Þessar áhyggjur eiga jafn vel við í dag og þá. Það er verkefni EES-ríkjanna á öllum tímum að minna ESB á samninginn, aðgengið sem hann veitir með frjálsum viðskiptum og styrkjum, og einnig það regluverk sem EES-ríkin hafa innleitt til að fá aðgang að innri markaðnum. Fimmtíu leiðir til að yfirgefa elskhugann Á 8. áratugnum söng Paul Simon um fimmtíu leiðir til að yfirgefa maka sinn. Í laginu eru lagðar fram ýmsar tillögur til að slíta ástarsambandi og að í raun sé þetta ekki mjög flókið. Það er hægt að læðast út um bakdyrnar eða hoppa upp í strætó og það er engin ástæða til að ræða hlutina í þaula. Sé rýnt í textann má þó skilja sögumanninn þannig að hann er í raun ekki að leita leiða heldur leyfis til að ljúka sambandinu, og fá þannig staðfestingu á þankagangi sínum. Á Alþingi og í fjölmiðlum hafa viðbrögð við verndaraðgerðum ESB verið með ýmsu móti. En hugmyndir um að svara ESB með mótvægistollum, hætta innleiðingu EES-gerða, eða jafnvel segja sig úr EES-samstarfinu eru vanreifaðar. Nær væri að efla hagsmunagæsluna og leita leiða til að styrkja stoðir EES, enda hangir margt á spýtunni líkt og vöruviðskiptin og styrkjasjóðirnir eru til marks um. Keep calm and carry on stóð á plaggötum sem Bretar bjuggu til í seinni heimsstyrjöldinni og má það til sanns vegar færa á tímum tollastríðs. Það er fullt tilefni til að halda ró sinni, spara digurbarkalegt tal bæði innan lands sem utan, en halda samt áfram að gæta hagsmuna Íslands. Í þessu tiltekna máli hafa viðbrögðin verið rólegri á hlutabréfamarkaði en á pólitíska sviðinu, enda eru það hvorki fyrirtæki á Íslandi né í Noregi sem hafa staðið að undirboðum á evrópskum markaði með kísilafurðir. Það eru fimmtíu leiðir færar til að slíta sambúð og auðvelt að tína til ástæður ef maður leitar. Öll sambönd þarf að rækta og þau sem tala fyrir skilnaði í dag líta markvisst framhjá ávinningi EES síðastliðin þrjátíu ár fyrir íslenskt atvinnulíf og almenning. Höfundur er stofnandi Evrópustrauma. Evrópustraumar er hugveita um Evrópumál og mögulega aðild Íslands að ESB. Hugveitan hóf formlega göngu sína í nóvember 2025 og leitast við að greina áhrif aðildar, kosti & galla, tækifæri & skuldbindingar.
Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar
Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun