Felldu háttsettan Hezbollah-liða í sprengjuárás á Beirút Agnar Már Másson skrifar 23. nóvember 2025 23:35 Fimm Hezbollah-liðar eru sagðir fallnir eftir árásina. AP Fimm létust í loftárás Ísraels á líbönsku höfuðborgina Beirút í dag, þar á meðal starfsmannastjóri hernaðarvægs Hezbollah. Tveimur dögum áður hafði forseti Líbanon lýst því yfir að hann væri tilbúinn í samningsviðræður við Ísraelsmenn. Nú íhuga Hezbollah-liðar að svara árásinni. Hezbollah staðfesti andlát Haytham Ali Tabatabai starfsmannastjóra í yfirlýsingu og hampaði honum þar sem frábærum hershöfðingja, að því er katarski miðillinn Al Jazeera greinir frá. Ísraelsmenn sögðu að hann væri skotmark árásarinnar. Times of Israel lýsa honum sem næstæðsta leiðtoga hreyfingarinnar, á eftir Naim Qassem. Hryðjuverkasamtökin, sem hafa notið stuðnings frá klerkastjórninni í Íran frá því þau voru stofnuð á níunda áratug síðustu aldar, segja enn fremur að Ísraelsmenn hafi með þessari árás sinni opnað gáttirnar fyrir frekari stigmögnun. Tabatabai, sem var starfsmannastjóri hernaðarvængs Hezbollah, var meðal þeirra fimm Hezbollah-liða sem létust í árás Ísralsmanna á fjölbýlishús í hverfinu Dahiyeh í suður Beirút en hverfið er undir stjórn Hezbollah. Tabatabai er háttsettasti Hezbollah-hershöfðinginn sem Ísraelsmenn hafa fellt frá því að vopnahlé hófst í nóvember í fyrra 2024. Vopnahléð átti að vera til þess fallið að binda enda á átök Hezbollah og Ísraels sem höfðu þá staðið yfir í ár. Ráðamenn í Ísrael hafa varað við því að hryðjuverkasamtökin reyni nú aftur að vopnast en Ísraelar drógu þó verulega úr hernaðargetu samtakanna í fyrra. Ríkisstjórn Líbanon samþykkti nýverið aðgerðaáætlun, sem studd er af yfirvöldum í Bandaríkjunum, um að afvopna Hezbollah fyrir lok þessa árs. Aðeins tveimur dögum fyrir árásina hafði forseti Líbanon, Joseph Aoun, sagt að líbönsk stjórnvöld væru reiðubúin að ganga að samningaborðinu til að afvopna Hezbollah og binda enda á árásir Ísraelsmanna á landið. Mahmoud Qamati, háttsettur fulltrúi Hezbollah, segir við Al Jazeera að Ísrael hafi farið yfir strikið með árás sinni og samtökin íhugi nú hvort þau eigi að bregðast við. Heilbrigðisyfirvöld í Líbanon segja að 28 manns hafi særst í árásinni. Ríkisútvarp Líbanon greindi frá því að tveimur eldflaugum hefði verið skotið á bygginguna og valdið umtalsverðu tjóni á byggingum og bílum í nágrenninu. Í lok árs 2023 hófust átök milli Ísraels og Hezbollah, eftir að vígamenn samtakanna hófu umfangsmiklar eldflaugaárásir á Ísrael þann 8. október 2023, eftir árás Hamas-samtakanna á suðurhluta Ísrael. Rúmlega fjögur þúsund manns létu lífið í átökunum og árásunum í Líbanon og þúsundir eru örkumla. Í nóvember í fyrra samþykktu Ísraelsmenn og Hezbollah um vopnahlé sín á milli. Haytham Ali Tabatabai fæddist árið 1968 í Beirút, Líbanon, og gekk til liðs við Hezbollah á níunda áratugnum. Hann varð síðan foringi Radwan-sveitarinnar, sem er sérsveit innan Hezbollah. Hann starfaði einnig sem háttsettur foringi í hinni svokölluðu Deid 3800 innan Hezbollah, sem þjálfaði vígamenn í Sýrlandi, Jemen og Írak. Líbanon Ísrael Mest lesið Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Innlent Fleiri fréttir Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Sjá meira
Hezbollah staðfesti andlát Haytham Ali Tabatabai starfsmannastjóra í yfirlýsingu og hampaði honum þar sem frábærum hershöfðingja, að því er katarski miðillinn Al Jazeera greinir frá. Ísraelsmenn sögðu að hann væri skotmark árásarinnar. Times of Israel lýsa honum sem næstæðsta leiðtoga hreyfingarinnar, á eftir Naim Qassem. Hryðjuverkasamtökin, sem hafa notið stuðnings frá klerkastjórninni í Íran frá því þau voru stofnuð á níunda áratug síðustu aldar, segja enn fremur að Ísraelsmenn hafi með þessari árás sinni opnað gáttirnar fyrir frekari stigmögnun. Tabatabai, sem var starfsmannastjóri hernaðarvængs Hezbollah, var meðal þeirra fimm Hezbollah-liða sem létust í árás Ísralsmanna á fjölbýlishús í hverfinu Dahiyeh í suður Beirút en hverfið er undir stjórn Hezbollah. Tabatabai er háttsettasti Hezbollah-hershöfðinginn sem Ísraelsmenn hafa fellt frá því að vopnahlé hófst í nóvember í fyrra 2024. Vopnahléð átti að vera til þess fallið að binda enda á átök Hezbollah og Ísraels sem höfðu þá staðið yfir í ár. Ráðamenn í Ísrael hafa varað við því að hryðjuverkasamtökin reyni nú aftur að vopnast en Ísraelar drógu þó verulega úr hernaðargetu samtakanna í fyrra. Ríkisstjórn Líbanon samþykkti nýverið aðgerðaáætlun, sem studd er af yfirvöldum í Bandaríkjunum, um að afvopna Hezbollah fyrir lok þessa árs. Aðeins tveimur dögum fyrir árásina hafði forseti Líbanon, Joseph Aoun, sagt að líbönsk stjórnvöld væru reiðubúin að ganga að samningaborðinu til að afvopna Hezbollah og binda enda á árásir Ísraelsmanna á landið. Mahmoud Qamati, háttsettur fulltrúi Hezbollah, segir við Al Jazeera að Ísrael hafi farið yfir strikið með árás sinni og samtökin íhugi nú hvort þau eigi að bregðast við. Heilbrigðisyfirvöld í Líbanon segja að 28 manns hafi særst í árásinni. Ríkisútvarp Líbanon greindi frá því að tveimur eldflaugum hefði verið skotið á bygginguna og valdið umtalsverðu tjóni á byggingum og bílum í nágrenninu. Í lok árs 2023 hófust átök milli Ísraels og Hezbollah, eftir að vígamenn samtakanna hófu umfangsmiklar eldflaugaárásir á Ísrael þann 8. október 2023, eftir árás Hamas-samtakanna á suðurhluta Ísrael. Rúmlega fjögur þúsund manns létu lífið í átökunum og árásunum í Líbanon og þúsundir eru örkumla. Í nóvember í fyrra samþykktu Ísraelsmenn og Hezbollah um vopnahlé sín á milli. Haytham Ali Tabatabai fæddist árið 1968 í Beirút, Líbanon, og gekk til liðs við Hezbollah á níunda áratugnum. Hann varð síðan foringi Radwan-sveitarinnar, sem er sérsveit innan Hezbollah. Hann starfaði einnig sem háttsettur foringi í hinni svokölluðu Deid 3800 innan Hezbollah, sem þjálfaði vígamenn í Sýrlandi, Jemen og Írak.
Líbanon Ísrael Mest lesið Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Innlent Fleiri fréttir Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Sjá meira