Gömul hetja Argentínu ekki sammála að Messi-liðið sé besta landslið sögunnar Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 22. nóvember 2025 22:33 Lionel Messi og félagar í Argentínu eru ríkjandi heimsmeistarar eftir sigur á 32 liða HM í Katar 2022. Getty/David Ramos Argentínska landsliðið hefur verið á mikilli sigurgöngu síðustu ár en fær kannski of mikið lof að mati manns sem þekkir það að vera hetja argentínsku þjóðarinnar. Þær gerast ekki stærri knattspyrnuhetjurnar en Mario Kempes var í lok áttunda áratugarins. Kempes var nefnilega í aðalhlutverki og markakóngur heimsmeistarakeppninnar þegar Argentína varð heimsmeistari í fyrsta sinn árið 1978. Hann skoraði tvö af sex mörkum sínum í keppninni í úrslitaleiknum á móti Hollandi. Það virðist núna eitthvað pirra kappann hversu mikið er látið með heimsmeistaralið Argentínu frá því á síðasta HM í Katar 2022. Þar vann Lionel Messi langþráðan heimsmeistaratitil og argentínska þjóðin fór algjörlega á hliðina. „Það var Brasilía árið 1970, Holland, sem vann ekki neitt, en var eitt af bestu liðunum. Fótbolti byrjaði ekki þremur mánuðum fyrir HM í Katar. Hann hefur verið til í langan tíma og fólk þarf að virða söguna,“ sagði Mario Kempes. „Þetta argentínska landslið hefur aðeins unnið einn heimsmeistaratitil, ekki tvo. Liðið okkar frá 1978 vann einn og liðið okkar frá 1986 vann einn. Ef þeir vinna næsta heimsmeistaramót, þá get ég sagt að þeir hafi alveg rétt fyrir sér. En þú verður að vinna tvo heimsmeistaratitla áður en þú ert talinn besta landsliðið,“ sagði Kempes. „Copa América? Já, það er frábært að vera meistarar, en Argentína tapaði tveimur úrslitaleikjum gegn Síle og heimurinn endaði ekki. Bara af því að Argentína vann tvo Copa América-titla í röð gerir þá ekki sjálfkrafa að þeim bestu af þeim bestu. Ef þeir vinna annan heimsmeistaratitil, þá tek ég ofan fyrir þeim,“ sagði Kempes. „Saga argentínsks fótbolta var skrifuð af okkur öllum, ekki bara þeim sem eru í síðasta kaflanum,“ sagði Kempes. View this post on Instagram A post shared by AZR (@azrorganization) Argentína HM 2026 í fótbolta Mest lesið Segir fjórðung í bók Óla ósannan Íslenski boltinn „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Fótbolti „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Enski boltinn Åge Hareide látinn Fótbolti „Er því miður kominn í jólafrí“ Handbolti Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum Fótbolti Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Fótbolti Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega að líta í kringum mig“ Körfubolti Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Fótbolti Setti heimsmet fyrir mömmu sína Sport Fleiri fréttir Karólína Lea því miður of snemma í jólafrí Alexander Isak fékk sænska gullboltann Hilmar Árni til starfa hjá KR „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Segir fjórðung í bók Óla ósannan Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Strasbourg - Breiðablik 3-1 | Hetjuleg barátta dugði skammt Napoli í úrslit í Sádi-Arabíu Åge Hareide látinn Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn „Við þurfum bara að keyra á þetta“ Segir Nóel Atla frábært dæmi um það þegar hlutirnir gangi upp Glódís gæti þurft að ryðja Man. Utd og Barcelona úr vegi að úrslitaleiknum Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Liðsfélagi landsliðsmanns missti unga frændur sína í sprengingu Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ Bíður eftir kallinu frá Arnari: „Myndi segja að ég væri klár“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Fótboltamaður skotinn til bana Spilar áfram með Messi í Miami Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Sjá meira
Þær gerast ekki stærri knattspyrnuhetjurnar en Mario Kempes var í lok áttunda áratugarins. Kempes var nefnilega í aðalhlutverki og markakóngur heimsmeistarakeppninnar þegar Argentína varð heimsmeistari í fyrsta sinn árið 1978. Hann skoraði tvö af sex mörkum sínum í keppninni í úrslitaleiknum á móti Hollandi. Það virðist núna eitthvað pirra kappann hversu mikið er látið með heimsmeistaralið Argentínu frá því á síðasta HM í Katar 2022. Þar vann Lionel Messi langþráðan heimsmeistaratitil og argentínska þjóðin fór algjörlega á hliðina. „Það var Brasilía árið 1970, Holland, sem vann ekki neitt, en var eitt af bestu liðunum. Fótbolti byrjaði ekki þremur mánuðum fyrir HM í Katar. Hann hefur verið til í langan tíma og fólk þarf að virða söguna,“ sagði Mario Kempes. „Þetta argentínska landslið hefur aðeins unnið einn heimsmeistaratitil, ekki tvo. Liðið okkar frá 1978 vann einn og liðið okkar frá 1986 vann einn. Ef þeir vinna næsta heimsmeistaramót, þá get ég sagt að þeir hafi alveg rétt fyrir sér. En þú verður að vinna tvo heimsmeistaratitla áður en þú ert talinn besta landsliðið,“ sagði Kempes. „Copa América? Já, það er frábært að vera meistarar, en Argentína tapaði tveimur úrslitaleikjum gegn Síle og heimurinn endaði ekki. Bara af því að Argentína vann tvo Copa América-titla í röð gerir þá ekki sjálfkrafa að þeim bestu af þeim bestu. Ef þeir vinna annan heimsmeistaratitil, þá tek ég ofan fyrir þeim,“ sagði Kempes. „Saga argentínsks fótbolta var skrifuð af okkur öllum, ekki bara þeim sem eru í síðasta kaflanum,“ sagði Kempes. View this post on Instagram A post shared by AZR (@azrorganization)
Argentína HM 2026 í fótbolta Mest lesið Segir fjórðung í bók Óla ósannan Íslenski boltinn „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Fótbolti „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Enski boltinn Åge Hareide látinn Fótbolti „Er því miður kominn í jólafrí“ Handbolti Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum Fótbolti Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Fótbolti Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega að líta í kringum mig“ Körfubolti Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Fótbolti Setti heimsmet fyrir mömmu sína Sport Fleiri fréttir Karólína Lea því miður of snemma í jólafrí Alexander Isak fékk sænska gullboltann Hilmar Árni til starfa hjá KR „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Segir fjórðung í bók Óla ósannan Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Strasbourg - Breiðablik 3-1 | Hetjuleg barátta dugði skammt Napoli í úrslit í Sádi-Arabíu Åge Hareide látinn Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn „Við þurfum bara að keyra á þetta“ Segir Nóel Atla frábært dæmi um það þegar hlutirnir gangi upp Glódís gæti þurft að ryðja Man. Utd og Barcelona úr vegi að úrslitaleiknum Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Liðsfélagi landsliðsmanns missti unga frændur sína í sprengingu Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ Bíður eftir kallinu frá Arnari: „Myndi segja að ég væri klár“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Fótboltamaður skotinn til bana Spilar áfram með Messi í Miami Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Sjá meira