Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Agnar Már Másson og Oddur Ævar Gunnarsson skrifa 22. nóvember 2025 20:11 Pawel Bartoszek Vísir/Viktor Freyr Úkraínumenn gætu alveg eins gefist upp ef þeir samþykkja þá friðaráætlun sem Bandaríkjamenn og Rússar hafa samið, að mati formanns utanríkismálanefndar Alþingis. Evrópskir leiðtogar ætla ásamt Úkraínumönnum að leggja til gagntillögur. „Við munum halda áfram að vopna Úkraínumenn,“ segja þjóðarleiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsríkja í yfirlýsingu. Bandarískir erindrekar kynntu 28 liða friðaráætlunina fyrir ráðamönnum í Kænugarði í gær. Áætlunin felur meðal annars í sér að Úkraínumenn gefi eftir landsvæði, gangi ekki í NATO og takmarki herafla sinn. Bandaríkjastjórn hefur gert Úkraínumönnum það ljóst að samþykki þeir ekki áætlunina verði þeir að sætta sig við verri samning í framtíðinni. „Tillögurnar virðast í fljótu bragði vera mjög óhagfelldar fyrir Úkraínu, í rauninni má tala um þetta sem tillögur að uppgjöf, kannski ekki skilyrðislausri uppgjöf en tillögur að uppgjöf Úkraínu,“ sagði Pawel Bartoszek, formaður utanríkismálanefndar Alþingis, í kvöldfréttum Sýnar. Leggja til gagntillögur Evrópskir leiðtogar hafa rætt áætlunina sín á milli á fundi G20 ríkja í Suður-Afríku í dag og ætla ásamt Úkraínumönnum að leggja til gagntillögur. Pawel segist binda vonir við að þær tillögur fái framgang. „Kosturinn er í stöðunni er að Donald Trump er mjög umhugað um að koma á frið og það er í sjálfu sér gott þannig ég ætla ekki að segja að ég sé alveg úrkula vonar um það að það geti komist á friður á næstu mánuðum en ef þetta er uppleggið þá er erfitt að sjá af hverju Úkraína ætti að fallast á það að í rauninni gefast upp og draga varanlega úr varnarmætti sínum.“ Ísland styðji rétt Úkraínu til sjálfsákvörðunar um framtíð sína, mikilvægt sé að móttillögur verði unnar hratt. „Vegna þess að við viljum heldur ekki búa til það andrúmsloft, að við einhvern veginn, og þá segi ég við af því við erum auðvitað hluti af Evrópu og hluti af NATO, göngum einhvern veginn frá borði og rekum fleyg í samstarf okkar við Bandaríkin, því það væri að einhverju leyti óskastaða fyrir Rússland og Vladimír Pútín.“ „Við munum halda áfram að færa Úkraínumönnum vopn“ Í morgun sat Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra fjarfund með Volodimír Selenskí Úkraínuforseta auk leiðtoga Norðurlandanna og Eystrasaltsríkjanna. Úkraínuforsetinn sagðist hafa útskýrt fyrir þeim næstu skref Úkraínumanna. „Við munum halda áfram að vopna Úkraínumenn og styrkja varnir Evrópu enn frekar til þess að fæla burt árás Rússa,“ segir í yfirlýsingu Norðurlanda og Eystrasalstríkja.Forsetaembætti Úkraínu Norðurlöndin og Eystrasaltsríkin sendu síðan frá sér yfirlýsingu í kvöld þess efnis að þau studdu enn við bakið á Úkraínumönnum enda snerist málið „ekki aðeins um öryggi Úkráinumanna, heldur enn fremur um öryggi Evrópu.“ Í stuðningsyfirlýsingunni, sem birt er á ensku á vef stjórnarráðsins, segir að ríkin styðji þær lausnir sem virði fullveldi og landhelgi Úkraínu. „Við munum halda áfram að vopna Úkraínumenn og styrkja varnir Evrópu enn frekar til þess að fæla burt árás Rússa,“ segir í yfirlýsingunni. „Svo lengi sem Rússar halda áfram stríði sínu við Úkraínu munum við einnig styðja hertar refsiaðgerðir og frekari efnahagsúrræði. “ Úkraína Alþingi Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Innlent Fleiri fréttir Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Sjá meira
Bandarískir erindrekar kynntu 28 liða friðaráætlunina fyrir ráðamönnum í Kænugarði í gær. Áætlunin felur meðal annars í sér að Úkraínumenn gefi eftir landsvæði, gangi ekki í NATO og takmarki herafla sinn. Bandaríkjastjórn hefur gert Úkraínumönnum það ljóst að samþykki þeir ekki áætlunina verði þeir að sætta sig við verri samning í framtíðinni. „Tillögurnar virðast í fljótu bragði vera mjög óhagfelldar fyrir Úkraínu, í rauninni má tala um þetta sem tillögur að uppgjöf, kannski ekki skilyrðislausri uppgjöf en tillögur að uppgjöf Úkraínu,“ sagði Pawel Bartoszek, formaður utanríkismálanefndar Alþingis, í kvöldfréttum Sýnar. Leggja til gagntillögur Evrópskir leiðtogar hafa rætt áætlunina sín á milli á fundi G20 ríkja í Suður-Afríku í dag og ætla ásamt Úkraínumönnum að leggja til gagntillögur. Pawel segist binda vonir við að þær tillögur fái framgang. „Kosturinn er í stöðunni er að Donald Trump er mjög umhugað um að koma á frið og það er í sjálfu sér gott þannig ég ætla ekki að segja að ég sé alveg úrkula vonar um það að það geti komist á friður á næstu mánuðum en ef þetta er uppleggið þá er erfitt að sjá af hverju Úkraína ætti að fallast á það að í rauninni gefast upp og draga varanlega úr varnarmætti sínum.“ Ísland styðji rétt Úkraínu til sjálfsákvörðunar um framtíð sína, mikilvægt sé að móttillögur verði unnar hratt. „Vegna þess að við viljum heldur ekki búa til það andrúmsloft, að við einhvern veginn, og þá segi ég við af því við erum auðvitað hluti af Evrópu og hluti af NATO, göngum einhvern veginn frá borði og rekum fleyg í samstarf okkar við Bandaríkin, því það væri að einhverju leyti óskastaða fyrir Rússland og Vladimír Pútín.“ „Við munum halda áfram að færa Úkraínumönnum vopn“ Í morgun sat Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra fjarfund með Volodimír Selenskí Úkraínuforseta auk leiðtoga Norðurlandanna og Eystrasaltsríkjanna. Úkraínuforsetinn sagðist hafa útskýrt fyrir þeim næstu skref Úkraínumanna. „Við munum halda áfram að vopna Úkraínumenn og styrkja varnir Evrópu enn frekar til þess að fæla burt árás Rússa,“ segir í yfirlýsingu Norðurlanda og Eystrasalstríkja.Forsetaembætti Úkraínu Norðurlöndin og Eystrasaltsríkin sendu síðan frá sér yfirlýsingu í kvöld þess efnis að þau studdu enn við bakið á Úkraínumönnum enda snerist málið „ekki aðeins um öryggi Úkráinumanna, heldur enn fremur um öryggi Evrópu.“ Í stuðningsyfirlýsingunni, sem birt er á ensku á vef stjórnarráðsins, segir að ríkin styðji þær lausnir sem virði fullveldi og landhelgi Úkraínu. „Við munum halda áfram að vopna Úkraínumenn og styrkja varnir Evrópu enn frekar til þess að fæla burt árás Rússa,“ segir í yfirlýsingunni. „Svo lengi sem Rússar halda áfram stríði sínu við Úkraínu munum við einnig styðja hertar refsiaðgerðir og frekari efnahagsúrræði. “
Úkraína Alþingi Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Innlent Fleiri fréttir Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Sjá meira