Sport

Dag­skráin: Barist um Norður London, NFL-sunnudagur og kvennakarfa

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Bukayo Saka hjá Arsenal sækir að leikmönnum Tottenham.
Bukayo Saka hjá Arsenal sækir að leikmönnum Tottenham. Getty/Yu Chun Christopher Wong

Það eru beinar útsendingar á sportstöðvunum í dag og kvöld eins og vanalega á sunnudögum.

Stórleikur dagsins er nágrannaslagur Arsenal og Tottenham í ensku úrvalsdeildinni en áður en að honum kemur verður leikur Leeds og Aston Villa sýndur beint. Sunnudagsmessan gerir svo upp helgina.

NFL-deildin í sviðsljósinu á sunnudögum eins og vanalega. Tveir leikir verða sýndir beint, fyrst Kansas City Chiefs á móti Indianapolis Colts og svo seinna Dallas Cowboys á móti Philadelpha Eagles. Það verður síðan fylgst með öllum leikjunum á Red Zone-rásinni.

Níunda umferð Bónusdeildar kvenna í körfubolta endar með tveimur leikjum og stórleikur kvöldsins er viðureign Keflavíkur og KR. Í hinum leiknum mætast Haukar og Stjarnan.

Það verður einnig sýnt beint frá nágrannaleik Sheffield-liðanna í ensku B-deildinni og tveimur leikjum úr þýsku Bundesligunni.

Það verður sýnt frá golfmóti á LPGA-mótaröðinni og kvöldi þrjú í Players Championship-mótinu í pílukasti. Kvöldið endar svo með leik úr NHL-deildinni.

Hér fyrir neðan má sjá yfirlit yfir beinar útsendingar á sportstöðvunum í dag.

SÝN Sport Ísland

Klukkan 19.05 hefst bein útsending frá leik Hauka og Stjörnunnar í Bónus-deild kvenna í körfubolta.

SÝN Sport Ísland 2

Klukkan 19.05 hefst bein útsending frá leik Keflavíkur og KR í Bónus-deild kvenna í körfubolta.

SÝN Sport

Klukkan 13.40 hefst bein útsending frá leik Leeds og Aston Villa í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta.

Klukkan 16.05 hefst bein útsending frá leik Arsenal og Tottenham í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta.

Klukkan 18.35 hefst Sunnudagsmessan þar sem farið er yfir leiki helgarinnar í ensku úrvalsdeildinni.

Klukkan 21.20 hefst bein útsending frá leik Dallas Cowboys og Philadelphia Eagles í NFL-deildinni.

SÝN Sport 2

Klukkan 17.55 hefst bein útsending frá leik Kansas City Chiefs og Indianapolis Colts í NFL-deildinni.

SÝN Sport 3

Klukkan 17.55 hefst útsending hjá NFL Red Zone þar sem er fylgst með öllum leikjum dagsins í NFL-deildinni.

SÝN Sport 4

Klukkan 18.00 hefst bein útsending frá CME Group Tour Championship-golfmótinu á LPGA-mótaröðinni.

SÝN Sport 5

Klukkan 16.05 hefst bein tölfræðiútsending frá leik Arsenal og Tottenham í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta.

SÝN Sport Viaplay

Klukkan 11.50 hefst bein útsending frá leik Sheffield Wednesday og Sheffield United í ensku B-deildinni.

Klukkan 14.20 hefst bein útsending frá leik RB Leipzig og Werder Bremen í þýsku bundesligunni.

Klukkan 16.25 hefst bein útsending frá leik St. Pauli og Union Berlin í þýsku bundesligunni.

Klukkan 18.55 hefst bein útsending frá kvöldi þrjú á Players Championship-mótaröðinni í pílu.

Klukkan 21.55 hefst bein útsending frá leik Chicago Blackhawks og Colorodo Avalanche í NHL-deildinni í íshokkí.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×