Á öllum tímum í sögunni hafa verið til Pönkarar Martha Árnadóttir skrifar 21. nóvember 2025 14:01 Í lok 20. aldar, áður en Reykjavík varð sú litríka borg sem hún er í dag, birtust tveir hópar á götum borgarinnar og í fjölmiðlum, sem á ólíkan hátt rufu kyrrðina í litlu, rótgrónu samfélagi; pönkarar með ögrandi tónlist, hanakamba og spreyjað hár, og samkynhneigðir sem fóru að taka sér pláss eftir áratuga þögn og ósýnileika. Þótt hóparnir væru ólíkir að uppruna og markmiðum mótaðist umræðan um þá af sömu tilfinningum: Óvissu, ótta, andúð og dramatík. Sýnileika þeirra fylgdi mikill óróleiki í samfélaginu. Pönkarar birtust skyndilega í íslenskri menningu um 1980 og voru taldir uppreisnarseggir sem hefðu slæm áhrif á æskuna, voru auðnuleysingjar sem stofnuðu hljómsveitir - en kunnu hvorki að spila né syngja - öskruðu bara. Voru á móti öllu, sérstaklega Kerfinu. Samkynhneigðir urðu sífellt sýnilegri á 9. áratugnum, sem ýtti undir spurningar um hefðbundin fjölskyldugildi og siðferði sem hópurinn var talinn ógna - átti bara að henda þessu öllu á haugana? Samkynhneigð myndi bara breiðast út - jafnvel verða faraldur, verðum að vernda börnin! Í báðum tilvikum var samfélagið ekki að bregðast við raunverulegri ógn heldur óvissu um það sem var framandi og ögrandi. Þegar óvissan jókst fylgdi henni pólitísk dramatík. Umræða um pönk rataði inn í nefndir og ráð borgarinnar, þar sem rætt var um vandamálið og úrræði til að taka á menningarbylgju sem fáir skildu. Samkynhneigðir urðu miðpunktur mikilla pólitískra átaka, sérstaklega þegar rætt var um réttindi á borð við staðfesta samvist og síðar hjónabönd - hvað átti þetta að ganga langt? Orðræða þess tíma var oft tilfinningaþrungin og dramatísk; bæði pönkarar og samkynhneigðir voru settir fram sem möguleg ógn við hefðbundin gildi og samfélagsgerð. Hvað varð um uppreisn pönkarana og yfirtöku samkynhneigðra? En tíminn átti eftir að afhjúpa hversu lítil þörf var á þessum ótta. Pönkarar reyndust einfaldlega ungmenni í uppreisn - ekkert nýtt við það - sem sköpuðu nýja menningu sem varð hluti af íslenskri menningarsögu. Bara venjulegar manneskjur. Samkynhneigðir unnu sér lagaleg réttindi, rými og virðingu og urðu sýnilegir í stjórnmálum, fjölmiðlum og menningarlífi. Bara venjulegar manneskjur. Báðir hópar, sem eitt sinn voru taldir ögrandi eða ógnandi, urðu með tímanum hluti af venjulegu samfélagi. Saga pönkara og samkynhneigðra á Íslandi sýnir ágætlega hvernig samfélög takast á við nýjungar. Þegar nýir hópar verða sýnilegir vekur það óöryggi, óöryggið verður að pólitískri dramatík, sem fer að snúast um grundvallar tilvist samfélagsins, gildi og menningu. En dramatíkin líður hjá og að lokum samlagast hóparnir samfélaginu á eðlilegan hátt. Það sem eitt sinn var talið vandamál verður síðar einfaldlega hluti af margbreytilegu og venjulegu menningarlífi. Á öllum tímum í sögunni hafa verið til “pönkarar” - sýnilegur hópur með séreinkenni, sem talin eru ógna samfélaginu. Bítlanir, hipparnir, pönkararnir, samkynhneigðir, utanbæjarfólkið - allt saman stórhættulegt - sérstaklega ungu fólki og börnum. Orðatiltækið, að pönkast á einhverjum, sem þýðir að stríða, ögra eða rífa kjaft við einhvern, oftast á kaldhæðnum nótum - segir ákveðna sögu um áhrif pönkarana. Ekkert hættulegt við það. Höfundur er framkvæmdastjóri Dokkunnar og stjórnmálafræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Martha Árnadóttir Mest lesið Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson skrifar Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun Blessuð jólin, bókhaldið og börnin Kristín Lúðvíksdóttir skrifar Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Sjá meira
Í lok 20. aldar, áður en Reykjavík varð sú litríka borg sem hún er í dag, birtust tveir hópar á götum borgarinnar og í fjölmiðlum, sem á ólíkan hátt rufu kyrrðina í litlu, rótgrónu samfélagi; pönkarar með ögrandi tónlist, hanakamba og spreyjað hár, og samkynhneigðir sem fóru að taka sér pláss eftir áratuga þögn og ósýnileika. Þótt hóparnir væru ólíkir að uppruna og markmiðum mótaðist umræðan um þá af sömu tilfinningum: Óvissu, ótta, andúð og dramatík. Sýnileika þeirra fylgdi mikill óróleiki í samfélaginu. Pönkarar birtust skyndilega í íslenskri menningu um 1980 og voru taldir uppreisnarseggir sem hefðu slæm áhrif á æskuna, voru auðnuleysingjar sem stofnuðu hljómsveitir - en kunnu hvorki að spila né syngja - öskruðu bara. Voru á móti öllu, sérstaklega Kerfinu. Samkynhneigðir urðu sífellt sýnilegri á 9. áratugnum, sem ýtti undir spurningar um hefðbundin fjölskyldugildi og siðferði sem hópurinn var talinn ógna - átti bara að henda þessu öllu á haugana? Samkynhneigð myndi bara breiðast út - jafnvel verða faraldur, verðum að vernda börnin! Í báðum tilvikum var samfélagið ekki að bregðast við raunverulegri ógn heldur óvissu um það sem var framandi og ögrandi. Þegar óvissan jókst fylgdi henni pólitísk dramatík. Umræða um pönk rataði inn í nefndir og ráð borgarinnar, þar sem rætt var um vandamálið og úrræði til að taka á menningarbylgju sem fáir skildu. Samkynhneigðir urðu miðpunktur mikilla pólitískra átaka, sérstaklega þegar rætt var um réttindi á borð við staðfesta samvist og síðar hjónabönd - hvað átti þetta að ganga langt? Orðræða þess tíma var oft tilfinningaþrungin og dramatísk; bæði pönkarar og samkynhneigðir voru settir fram sem möguleg ógn við hefðbundin gildi og samfélagsgerð. Hvað varð um uppreisn pönkarana og yfirtöku samkynhneigðra? En tíminn átti eftir að afhjúpa hversu lítil þörf var á þessum ótta. Pönkarar reyndust einfaldlega ungmenni í uppreisn - ekkert nýtt við það - sem sköpuðu nýja menningu sem varð hluti af íslenskri menningarsögu. Bara venjulegar manneskjur. Samkynhneigðir unnu sér lagaleg réttindi, rými og virðingu og urðu sýnilegir í stjórnmálum, fjölmiðlum og menningarlífi. Bara venjulegar manneskjur. Báðir hópar, sem eitt sinn voru taldir ögrandi eða ógnandi, urðu með tímanum hluti af venjulegu samfélagi. Saga pönkara og samkynhneigðra á Íslandi sýnir ágætlega hvernig samfélög takast á við nýjungar. Þegar nýir hópar verða sýnilegir vekur það óöryggi, óöryggið verður að pólitískri dramatík, sem fer að snúast um grundvallar tilvist samfélagsins, gildi og menningu. En dramatíkin líður hjá og að lokum samlagast hóparnir samfélaginu á eðlilegan hátt. Það sem eitt sinn var talið vandamál verður síðar einfaldlega hluti af margbreytilegu og venjulegu menningarlífi. Á öllum tímum í sögunni hafa verið til “pönkarar” - sýnilegur hópur með séreinkenni, sem talin eru ógna samfélaginu. Bítlanir, hipparnir, pönkararnir, samkynhneigðir, utanbæjarfólkið - allt saman stórhættulegt - sérstaklega ungu fólki og börnum. Orðatiltækið, að pönkast á einhverjum, sem þýðir að stríða, ögra eða rífa kjaft við einhvern, oftast á kaldhæðnum nótum - segir ákveðna sögu um áhrif pönkarana. Ekkert hættulegt við það. Höfundur er framkvæmdastjóri Dokkunnar og stjórnmálafræðingur.
Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar
Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun