Yfir milljón dagskrárliðir sóttir vikulega Alþjóðadagur sjónvarps 21. nóvember 2025 11:02 Alþjóðadagur sjónvarps 21. nóvember Í dag er alþjóðadagur sjónvarps en dagurinn hefur verið haldinn 21. nóvember undanfarna áratugi. Nú þegar snjalltæki draga til sín athyglina í meira mæli en áður hefur það hvernig við horfum og upplifum sjónvarp breyst en staða miðilsins er enn gríðarsterk. Neytendur sjónvarpsefnis hafa mun meira val en áður hvar þeir horfa, á hvað þeir horfa og hvenær þeir horfa. Sjónvarpið hefur þróast frá því að vera bundið við stofuvegginn í að við tökum það með okkur í vasanum og flest erum við sítengd okkar veitum. Sjónvarpið er ríkur þáttur í okkar daglegu tilveru, það fræðir okkur og upplýsir og þrátt fyrir ítrekaðar vangaveltur um hvað muni ganga af sjónvarpinu dauðu er fátt sem bendir þess að sá ótti raungerist á næstunni. Tölurnar tala sínu máli. Klippa: Alþjóðadagur sjónvarps er 21. nóvember Dagleg notkun á sjónvarpsefni hefur sjaldan verið meiri hérlendis. Sem dæmi má nefna að á hverju kvöldi horfa rúmlega 100 þúsund manns á sjónvarpsfréttir Sýnar og RÚV og rúmlega 75% þjóðarinnar horfir í hverri viku á innlendar sjónvarpsstöðvar í línulegri samkvæmt mælingum Gallup. Til viðbótar línulega áhorfinu bætast við rúmlega milljón spilanir af hliðrænu efni (VOD, tímaflakk o.s.frv.) á efnisveitum Sýnar og Símans. Sjónvarpið hefur þannig þróast mikið frá tímum dagskrárþulanna yfir í að áhorfandinn stjórnar mikið til ferðinni en eitt hefur þó haldist tiltölulega óbreytt. Sjónvarpið er enn einn öflugasti miðillinn til að segja sögur, það fræðir og upplýsir, brúar bil kynslóða yfir samtíma viðburðum og sameinar okkur á tímum þar sem aldrei hefur verið jafn mikil samkeppni um athyglina. Því þrátt fyrir alla þróunina sýna mælingar enn að sjónvarp er sá miðill sem fólk treystir einna best, stólar á og þangað snúum við okkur fyrir upplýsingar um náttúruvá og heimviðburði, til að styðja okkar lið hvar sem er í heiminum eða bara til að ergja okkur enn eina ferðina á 16. sætinu. Sjónvarpið skrásetur samtímann fyrir framtíðina og sýnir okkur fortíðina til að við skiljum hvaðan við komum og hvert við erum að fara. Það er ágætis áminning á alþjóðadegi sjónvarps. Mest lesið Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma Viðskipti innlent Afsláttardagar skýri skyndilega hækkun bensínverðs Neytendur Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Viðskipti innlent Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Viðskipti erlent Strætómiðinn mun kosta 690 krónur eftir áramót Neytendur Vesturbæingar sólgnir í ís en Hafnfirðingar fara oftast í bíó Neytendur Trendin 2026: Gervigreindin mikilvæg og laun mögulega auglýst Atvinnulíf „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Viðskipti innlent Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sýn tilnefnt sem Besta íslenska vörumerkið 2025 Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Ný þjónustu- og aðkomubygging við Varmá boðin út Skipta dekkin máli? Einn áhrifamestu markaðsfræðimanna heims með erindi á ÍMARk Gatnamótin opin á ný við Fjarðarkaup Yfir milljón dagskrárliðir sóttir vikulega Greiðsluáskorun Jólagjöf ársins 2025 veltir sigurvegara síðustu tveggja ára úr sessi Ertu þremur mínútum frá draumastarfinu? Kerfi sem virka eins og lungu landeldisstöðva Sjá meira
Nú þegar snjalltæki draga til sín athyglina í meira mæli en áður hefur það hvernig við horfum og upplifum sjónvarp breyst en staða miðilsins er enn gríðarsterk. Neytendur sjónvarpsefnis hafa mun meira val en áður hvar þeir horfa, á hvað þeir horfa og hvenær þeir horfa. Sjónvarpið hefur þróast frá því að vera bundið við stofuvegginn í að við tökum það með okkur í vasanum og flest erum við sítengd okkar veitum. Sjónvarpið er ríkur þáttur í okkar daglegu tilveru, það fræðir okkur og upplýsir og þrátt fyrir ítrekaðar vangaveltur um hvað muni ganga af sjónvarpinu dauðu er fátt sem bendir þess að sá ótti raungerist á næstunni. Tölurnar tala sínu máli. Klippa: Alþjóðadagur sjónvarps er 21. nóvember Dagleg notkun á sjónvarpsefni hefur sjaldan verið meiri hérlendis. Sem dæmi má nefna að á hverju kvöldi horfa rúmlega 100 þúsund manns á sjónvarpsfréttir Sýnar og RÚV og rúmlega 75% þjóðarinnar horfir í hverri viku á innlendar sjónvarpsstöðvar í línulegri samkvæmt mælingum Gallup. Til viðbótar línulega áhorfinu bætast við rúmlega milljón spilanir af hliðrænu efni (VOD, tímaflakk o.s.frv.) á efnisveitum Sýnar og Símans. Sjónvarpið hefur þannig þróast mikið frá tímum dagskrárþulanna yfir í að áhorfandinn stjórnar mikið til ferðinni en eitt hefur þó haldist tiltölulega óbreytt. Sjónvarpið er enn einn öflugasti miðillinn til að segja sögur, það fræðir og upplýsir, brúar bil kynslóða yfir samtíma viðburðum og sameinar okkur á tímum þar sem aldrei hefur verið jafn mikil samkeppni um athyglina. Því þrátt fyrir alla þróunina sýna mælingar enn að sjónvarp er sá miðill sem fólk treystir einna best, stólar á og þangað snúum við okkur fyrir upplýsingar um náttúruvá og heimviðburði, til að styðja okkar lið hvar sem er í heiminum eða bara til að ergja okkur enn eina ferðina á 16. sætinu. Sjónvarpið skrásetur samtímann fyrir framtíðina og sýnir okkur fortíðina til að við skiljum hvaðan við komum og hvert við erum að fara. Það er ágætis áminning á alþjóðadegi sjónvarps.
Mest lesið Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma Viðskipti innlent Afsláttardagar skýri skyndilega hækkun bensínverðs Neytendur Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Viðskipti innlent Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Viðskipti erlent Strætómiðinn mun kosta 690 krónur eftir áramót Neytendur Vesturbæingar sólgnir í ís en Hafnfirðingar fara oftast í bíó Neytendur Trendin 2026: Gervigreindin mikilvæg og laun mögulega auglýst Atvinnulíf „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Viðskipti innlent Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sýn tilnefnt sem Besta íslenska vörumerkið 2025 Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Ný þjónustu- og aðkomubygging við Varmá boðin út Skipta dekkin máli? Einn áhrifamestu markaðsfræðimanna heims með erindi á ÍMARk Gatnamótin opin á ný við Fjarðarkaup Yfir milljón dagskrárliðir sóttir vikulega Greiðsluáskorun Jólagjöf ársins 2025 veltir sigurvegara síðustu tveggja ára úr sessi Ertu þremur mínútum frá draumastarfinu? Kerfi sem virka eins og lungu landeldisstöðva Sjá meira
Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent
Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent