Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 22. nóvember 2025 07:00 Daníel Magnússon seldi Landsvirkjun land sitt að Akbraut við Þjórsá undir þeim formerkjum að þar yrði haldið áfram búi. Landsvirkjun segir slíkt ekki standa undir sér. Kúabóndi sem sestur er í helgan stein kveðst sár og svekktur að horfa upp á Landsvirkjun selja alla hjörðina hans eftir að hann seldi henni land sitt undir virkjun. Eftir 46 ára búskap stefnir í að bú hans að Akbraut í Holtum í Rangárþingi ytra verði að eyðibýli. Landsvirkjun segir að farið hafi verið af stað í góðri trú en komið hafi í ljós að rekstur búsins stæði ekki undir sér. Vísir greindi frá því á dögunum að heil kúahjörð væri nú til sölu. Fasteignasalinn sagði að þetta væri í fyrsta sinn sem hann seldi heila hjörð en ekki jörð. Um er að ræða kýr frá býlinu að Akbraut við Hellu í Rangárþingi ytra. Býlið var auglýst til sölu í fyrra á 300 milljónir króna og fylgdi allur bústofn og véla- og tækjakostur. Jörðinni er lýst sem fallegum útsýnisstað á bökkum Þjórsár. Eftir að Vísir greindi frá sölunni á kúnum rigndi inn ábendingum um að upphaflegur eigandi bústofnsins hefði verið enginn annar en Daníel Magnússon kenndur við Akbraut. Landsvirkjun hefur um árabil fyrirhugað að reisa Holtavirkjun við land hans að Þjórsá, líkt og fréttastofa greindi fyrst frá árið 2006. Landsvirkjun eignaðist gömlu Akbraut árið 2010 og flutti Daníel þá í nýjan bæ sunnar í landinu. Landsvirkjun eignaðist þann bæ líka með kaupum í fyrra. Vakti það mikla athygli þegar Daníel og Landsvirkjun fengu prest til að kveða niður meintan húsdraug í gamla bænum fyrir fimm árum. Hafi auglýst búið til leigu Daníel seldi Landsvirkjun nýju Akbraut í vor og var að hans sögn gerður við hann samningur um að búskap yrði haldið áfram á jörðinni og hann leigður út. Landsvirkjun auglýsti í kjölfarið búið til leigu í fullum rekstri og voru ung hjón valin til að taka við jörðinni. Hjónin fluttu á Akbraut með ungt barn sitt í byrjun júlí, stunduðu búskap um stund og lærðu af Daníel áður en hann settist í helgan stein eftir sumarið. Í kafla um kvaðir og önnur eignarbönd í kaupsamningi segir: „Kaupandi hyggst finna þar til bæran aðila til að taka Akbraut á leigu og taka við búskap af núverandi ábúanda og halda honum áfram.“ Íbúahús að Akbraut, Þjórsá í bakgrunni. Vísir/Vilhelm Í bréfi Landsvirkjunar frá 30. júní sem sérfræðingur skrifar undir og fréttastofa hefur undir höndum segir að í framhaldi af fundi og símtali sé staðfest að Landsvirkjun sé tilbúin í að gera samning um leigu á jörðinni. Landsvirkjun muni vegna leigunnar styrkja hjónin í því að gera lagfæringar á fjósi og auka möguleika á meiri framleiðslu, fyrst í smáum skrefum en stefna að því að þeim breytingum verði lokið á tveimur til þremur árum. Segir orðrétt í bréfi Landsvirkjunar til hjónanna: „Mig grunar að það taki nokkurn tíma að útfæra leigusamninginn og því vil ég biðja þig um að sinna rekstri jarðarinnar í verktöku fyrir okkur á meðan við ljúkum við samninginn. Ég geri ráð fyrir að þetta verktaka fyrirkomulag verði í júlí og ágúst og jafnvel september.“ Aldrei var skrifað undir leigusamning við hjónin líkt og væntingar voru um. Skrifað var undir afsal að sölunni á landi Daníels til Landsvirkjunar 24. október. Viku síðar var hjónunum tilkynnt að búfénaðurinn yrði seldur og býlið lagt niður. Sjá fyrir sér mikið fjárhagslegt tjón Þann 2. nóvember sendu hjónin, sem báðust undan viðtali vegna málsins, bréf til Landsvirkjunar þar sem þau mótmæltu ákvörðuninni. Þau lýsa forsögu málsins í bréfinu. Þau hafi í apríl haft samband við Hús fasteignasölu og síðar Landsvirkjun vegna mögulegrar leigu á jörðinni. Í lok júní hafi borist bréf frá Landsvirkjun með fyrirsögninni „Staðfesting á leigu jarðarinnar Akbrautar í Holtum.“ „Í ljósi forsögu málsins teljum við að samkomulag hafi náðst um leigu okkar á jörðinni. Tölvupósturinn frá 30. júní 2025, þar sem Landsvirkjun staðfesti að við fengjum að taka við jörðinni sýnir það glögglega. Við höfum staðið við allt sem að okkur snýr skv. framangreindu samkomulagi - flutt, hafið störf og lagt í kostnað í trausti framangreinds samkomulags og því ljóst að vanefndir á því myndu leiða til mikils fjárhagslegs tjóns fyrir okkur.“ Þessar eru í eigu Landsvirkjunar, enn sem komið er. Vísir/Vilhelm Benda þau á að Landsvirkjun áformi að reisa stöðvarhús á jörðinni og hafi þegar mætt andstöðu í nágrenninu vegna Hvammsvirkjunar. Hjónin segjast trúa því að sé í þágu beggja aðila leysa málið á sanngjarnan hátt. Þau hafi unnið og búið á jörðinni í trausti þess að samkomulagið væri í gildi og telji ljóst að samningur hafi komist á. Landsvirkjun svarar bréfi hjónanna með eigin bréfi tíu dögum síðar, þann 13. nóvember. Þar segir að eftir ítarlegt mat á málavöxtum og öllum fyrirliggjandi gögnum telji Landsvirkjun ljóst að enginn formlegur eða bindandi leigusamningur hafi komist á milli aðila. Af hálfu Landsvirkjunar hafi aldrei verið um formlegt tilboð eða skuldbindandi samþykki að ræða, heldur bráðabirgðafyrirkomulag. „Í kaupsamningi Landsvirkjunar um jörðina Akbraut kemur fram að fyrirtækið „hyggist hagnýta þar íbúðarhúsin til áframhaldandi búskapar“. Þetta ákvæði lýsir því að Landsvirkjun hafi hug á að skoða þann möguleika að viðhalda rekstri á jörðinni, en felur ekki í sér loforð og er ekki skuldbindandi.“ Vísað er til minnisbréfs frá 28. ágúst þar sem kemur fram að komið hafi í ljós að núverandi tekjustreymi búsins sé ófullnægjandi til tekjuöflunar þannig að aðkoma leigutaka geti orðið með eðlilegum hætti eða afkoma hans orðið ásættanleg. Þá vísar Landsvirkjun auk þess til nýlegs mats VGS verkfræðistofu frá 17. október þar sem komið hafi í ljós að ástand mannvirkja beri merki aldurs. Landsvirkjun segir kominn tíma á endurbætur í fjósinu. Vísir/Vilhelm „Til þess að rekstur kúabúsins standi undir sér þyrfti að ráðast í endurbætur og viðgerðir sem myndu kosta að lágmarki 171 milljón króna. Af þeirri ástæðu hefur Landsvirkjun tekið ákvörðun um að hætta búrekstri á Akbraut og ráðast í sölu á bústofni og framleiðslurétti,“ segir í bréfi Landsvirkjunar. Staðið vaktina í tæp fimmtíu ár Daníel Magnússon fyrrverandi eigandi Akbrautar og bóndi segir málið varða trúverðugleika Landsvirkjunar, framkomu við fólk, réttmætar væntingar og möguleg áhrif á nýliðun í landbúnaði og byggð í sveitum. „Það er nú mesta furða hvað það liggur á að selja hjörðina. Ég held að þeir hafi aldrei ætlað sér neitt annað. Þú getur rétt ímyndað þér það. Þeir hafa í gegnum árin margsagt mér að fara en ég hafði alltaf sagt þeim að á meðan búið væri á minni kennitölu þá færi ég hvergi,“ segir Daníel sem skrifaði undir söluna til Landsvirkjunar þann 25. mars síðastliðinn. Daníel í fjósinu að Akbraut fyrir tíu árum síðan, árið 2015. Magnús Hlynur „Þú getur rétt ímyndað þér áfallið fyrir þessa fjölskyldu að vera flutt alfarið hingað og fá það svo framan í sig að það verði allt selt og búfénaðurinn sendur í sláturhúsið. Ég hef nú ekki spurt hann nákvæmlega hvernig honum líði en þegar hann hringdi í mig að segja mér þetta heyrði ég á honum að hann var klökkur.“ Hvernig líður þér að heyra að búið muni brátt heyra sögunni til? „Mér finnst þetta rosalega sárt því ég er búinn að vera í nautgriparækt í 46 ár og byggði hérna nýtt íbúðarhús og fjós 2010 og þarf svo að horfa upp á alla ræktunina hverfa, þetta eru tæpir hundrað hektarar í ræktuðum túnum og ég þarf að horfa upp á þetta verða að eyðibýli. Þetta er niðurlæging og ekkert annað fyrir það að maður hálf drap sig og ofgerði sér við að rækta túnin til að geta mögulega ræktað og stækkað búið í framtíðinni. Svo þegar maður hættir koma einhverjir bjánar sem þykjast ætla að gera eitthvað og rústa öllu,“ segir Daníel. Hann bætir því við að það sé mikil óánægja meðal kúabænda vegna málsins. Þá hafi nágrannarnir í sveitinni sömuleiðis sent honum stuðningskveðjur. „Ég heyri ekki annað í sveitinni en að þau séu fúl og svekkt út í þetta því það eru ekki eftir nema fjögur kúabú í sveitinni, hérna í gamla Holtahreppi. Ég held það sé svo bara eitt sauðfjárbú eftir sem við gætum kallað, annars bara nokkrir hobbíbændur með fáar kindur.“ Daníel vildi ekki sjá búskap leggjast af á Akbraut. Vísir/Vilhelm Hafi farið af stað í góðri trú Í skriflegu svari Þóru Arnórsdóttur sem gegnir stöðu forstöðumanns samskipta hjá Landsvirkjun segir að farið hafi verið af stað í góðri trú um að hægt væri að halda áfram búrekstri að Akbraut þar til framkvæmdir hæfust við Holtavirkjun. Í svari hennar er forsaga málsins reifuð og kaup Landsvirkjunar á jörðinni. „Landsvirkjun gerði tilboð í jörðina og var það samþykkt af landeiganda. Þar sem ekki var unnt að skilja að jörðina og búreksturinn keypti Landsvirkjun bæði jörðina og allan búreksturinn — þ.e. húsakost, bústofn, tæki og búnað. Þar með þurfti fyrirtækið að tryggja umsjón með búinu þar til endanlegt mat á ástandi og rekstrarhæfi lægi fyrir. Það dróst að ganga frá afsali og því var gerður tímabundinn verktakasamningur við hjónin sem þú vísar til og hefur Landsvirkjun greitt þeim mjög sanngjörn laun fyrir umsjónina og allan kostnað við reksturinn. Engar kvaðir um búrekstur fylgdu kaupsamningnum þótt vilji til þess væri látinn í ljós.“ Þóra Arnórsdóttir forstöðumaður samskipta og upplýsingamiðlunar Landsvirkjunar segir að farið hafi verið af stað í góðri trú. Vísir/Vilhelm Í útttekt VGS verkfræðistofu á jörðinni og búrekstri og kostnaðarmati fyrir endurbætur hafi komið í ljós svo ekki verði um villst að jörðin sé ekki búrekstrarhæf í því ástandi sem hún er. Reksturinn ósjálfbær og endurbætur sem þyrfti að ráðast í til að færa búreksturinn til nútímahorfs í samræmi við kröfur í nútíma íslenskum landbúnaði kosta á bilinu 170 til 350 milljónir króna eftir því hve langt yrði gengið í umbótunum. „Landsvirkjun er orkufyrirtæki í eigu íslensku þjóðarinnar og getur ekki varið slíkri upphæð í uppbyggingu búrekstrar. Fyrirtækið getur heldur ekki leigt út jörð í sinni eigu endurgjaldslaust og greitt verulegar upphæðir með rekstrinum eða ætlast til að leigjendur beri tapið.“ Endurbætur við fjósið myndu kosta of mikið svo forsvaranlegt sé að Landsvirkjun standi í því að mati Landsvirkjunar. Vísir/Vilhelm Hafi flutt án samráðs Þá segir í svari Landsvirkjunar að þó að samskipti í upphafi kunni að hafa vakið ákveðnar væntingar þá hafi komið fram skýrir fyrirvarar um möguleg næstu skref þegar skilyrði og forsendur lægju fyrir. Af hálfu Landsvirkjunar hafi þannig hvorki legið fyrir formlegt tilboð né skuldbindandi samþykki, eingöngu bráðabirgðafyrirkomulag um verktöku til að tryggja rekstur búsins þar til ákvörðun yrði tekin um framtíðarnýtingu jarðarinnar. „Enginn leigusamningur hafði verið gerður við hjónin og ekkert samráð var haft við Landsvirkjun um búferlaflutninga þeirra að Akbraut. Verkefni þeirra fól aðeins í sér að sinna bústofninum í verktöku. Til þess að rekstur kúabúsins standi undir sér þyrfti að ráðast í endurbætur og viðgerðir sem myndu kosta að lágmarki 170 milljónir króna. Af þeirri ástæðu hefur Landsvirkjun tekið ákvörðun um að hætta búrekstri á Akbraut og ráðast í sölu á bústofni og framleiðslurétti. Samið hefur verið við þau um að sjá um búið þar til því ferli er lokið. Í framhaldinu verður íbúðarhúsi og túnum væntanlega komið í það horf að hægt sé að leigja húsið út og nytja túnin.“ Kynningarmyndband sem Landsvirkjun birti um Holtavirkjun árið 2016: Rangárþing ytra Orkumál Landbúnaður Mest lesið Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Innlent Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Innlent Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Innlent Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Sjá meira
Vísir greindi frá því á dögunum að heil kúahjörð væri nú til sölu. Fasteignasalinn sagði að þetta væri í fyrsta sinn sem hann seldi heila hjörð en ekki jörð. Um er að ræða kýr frá býlinu að Akbraut við Hellu í Rangárþingi ytra. Býlið var auglýst til sölu í fyrra á 300 milljónir króna og fylgdi allur bústofn og véla- og tækjakostur. Jörðinni er lýst sem fallegum útsýnisstað á bökkum Þjórsár. Eftir að Vísir greindi frá sölunni á kúnum rigndi inn ábendingum um að upphaflegur eigandi bústofnsins hefði verið enginn annar en Daníel Magnússon kenndur við Akbraut. Landsvirkjun hefur um árabil fyrirhugað að reisa Holtavirkjun við land hans að Þjórsá, líkt og fréttastofa greindi fyrst frá árið 2006. Landsvirkjun eignaðist gömlu Akbraut árið 2010 og flutti Daníel þá í nýjan bæ sunnar í landinu. Landsvirkjun eignaðist þann bæ líka með kaupum í fyrra. Vakti það mikla athygli þegar Daníel og Landsvirkjun fengu prest til að kveða niður meintan húsdraug í gamla bænum fyrir fimm árum. Hafi auglýst búið til leigu Daníel seldi Landsvirkjun nýju Akbraut í vor og var að hans sögn gerður við hann samningur um að búskap yrði haldið áfram á jörðinni og hann leigður út. Landsvirkjun auglýsti í kjölfarið búið til leigu í fullum rekstri og voru ung hjón valin til að taka við jörðinni. Hjónin fluttu á Akbraut með ungt barn sitt í byrjun júlí, stunduðu búskap um stund og lærðu af Daníel áður en hann settist í helgan stein eftir sumarið. Í kafla um kvaðir og önnur eignarbönd í kaupsamningi segir: „Kaupandi hyggst finna þar til bæran aðila til að taka Akbraut á leigu og taka við búskap af núverandi ábúanda og halda honum áfram.“ Íbúahús að Akbraut, Þjórsá í bakgrunni. Vísir/Vilhelm Í bréfi Landsvirkjunar frá 30. júní sem sérfræðingur skrifar undir og fréttastofa hefur undir höndum segir að í framhaldi af fundi og símtali sé staðfest að Landsvirkjun sé tilbúin í að gera samning um leigu á jörðinni. Landsvirkjun muni vegna leigunnar styrkja hjónin í því að gera lagfæringar á fjósi og auka möguleika á meiri framleiðslu, fyrst í smáum skrefum en stefna að því að þeim breytingum verði lokið á tveimur til þremur árum. Segir orðrétt í bréfi Landsvirkjunar til hjónanna: „Mig grunar að það taki nokkurn tíma að útfæra leigusamninginn og því vil ég biðja þig um að sinna rekstri jarðarinnar í verktöku fyrir okkur á meðan við ljúkum við samninginn. Ég geri ráð fyrir að þetta verktaka fyrirkomulag verði í júlí og ágúst og jafnvel september.“ Aldrei var skrifað undir leigusamning við hjónin líkt og væntingar voru um. Skrifað var undir afsal að sölunni á landi Daníels til Landsvirkjunar 24. október. Viku síðar var hjónunum tilkynnt að búfénaðurinn yrði seldur og býlið lagt niður. Sjá fyrir sér mikið fjárhagslegt tjón Þann 2. nóvember sendu hjónin, sem báðust undan viðtali vegna málsins, bréf til Landsvirkjunar þar sem þau mótmæltu ákvörðuninni. Þau lýsa forsögu málsins í bréfinu. Þau hafi í apríl haft samband við Hús fasteignasölu og síðar Landsvirkjun vegna mögulegrar leigu á jörðinni. Í lok júní hafi borist bréf frá Landsvirkjun með fyrirsögninni „Staðfesting á leigu jarðarinnar Akbrautar í Holtum.“ „Í ljósi forsögu málsins teljum við að samkomulag hafi náðst um leigu okkar á jörðinni. Tölvupósturinn frá 30. júní 2025, þar sem Landsvirkjun staðfesti að við fengjum að taka við jörðinni sýnir það glögglega. Við höfum staðið við allt sem að okkur snýr skv. framangreindu samkomulagi - flutt, hafið störf og lagt í kostnað í trausti framangreinds samkomulags og því ljóst að vanefndir á því myndu leiða til mikils fjárhagslegs tjóns fyrir okkur.“ Þessar eru í eigu Landsvirkjunar, enn sem komið er. Vísir/Vilhelm Benda þau á að Landsvirkjun áformi að reisa stöðvarhús á jörðinni og hafi þegar mætt andstöðu í nágrenninu vegna Hvammsvirkjunar. Hjónin segjast trúa því að sé í þágu beggja aðila leysa málið á sanngjarnan hátt. Þau hafi unnið og búið á jörðinni í trausti þess að samkomulagið væri í gildi og telji ljóst að samningur hafi komist á. Landsvirkjun svarar bréfi hjónanna með eigin bréfi tíu dögum síðar, þann 13. nóvember. Þar segir að eftir ítarlegt mat á málavöxtum og öllum fyrirliggjandi gögnum telji Landsvirkjun ljóst að enginn formlegur eða bindandi leigusamningur hafi komist á milli aðila. Af hálfu Landsvirkjunar hafi aldrei verið um formlegt tilboð eða skuldbindandi samþykki að ræða, heldur bráðabirgðafyrirkomulag. „Í kaupsamningi Landsvirkjunar um jörðina Akbraut kemur fram að fyrirtækið „hyggist hagnýta þar íbúðarhúsin til áframhaldandi búskapar“. Þetta ákvæði lýsir því að Landsvirkjun hafi hug á að skoða þann möguleika að viðhalda rekstri á jörðinni, en felur ekki í sér loforð og er ekki skuldbindandi.“ Vísað er til minnisbréfs frá 28. ágúst þar sem kemur fram að komið hafi í ljós að núverandi tekjustreymi búsins sé ófullnægjandi til tekjuöflunar þannig að aðkoma leigutaka geti orðið með eðlilegum hætti eða afkoma hans orðið ásættanleg. Þá vísar Landsvirkjun auk þess til nýlegs mats VGS verkfræðistofu frá 17. október þar sem komið hafi í ljós að ástand mannvirkja beri merki aldurs. Landsvirkjun segir kominn tíma á endurbætur í fjósinu. Vísir/Vilhelm „Til þess að rekstur kúabúsins standi undir sér þyrfti að ráðast í endurbætur og viðgerðir sem myndu kosta að lágmarki 171 milljón króna. Af þeirri ástæðu hefur Landsvirkjun tekið ákvörðun um að hætta búrekstri á Akbraut og ráðast í sölu á bústofni og framleiðslurétti,“ segir í bréfi Landsvirkjunar. Staðið vaktina í tæp fimmtíu ár Daníel Magnússon fyrrverandi eigandi Akbrautar og bóndi segir málið varða trúverðugleika Landsvirkjunar, framkomu við fólk, réttmætar væntingar og möguleg áhrif á nýliðun í landbúnaði og byggð í sveitum. „Það er nú mesta furða hvað það liggur á að selja hjörðina. Ég held að þeir hafi aldrei ætlað sér neitt annað. Þú getur rétt ímyndað þér það. Þeir hafa í gegnum árin margsagt mér að fara en ég hafði alltaf sagt þeim að á meðan búið væri á minni kennitölu þá færi ég hvergi,“ segir Daníel sem skrifaði undir söluna til Landsvirkjunar þann 25. mars síðastliðinn. Daníel í fjósinu að Akbraut fyrir tíu árum síðan, árið 2015. Magnús Hlynur „Þú getur rétt ímyndað þér áfallið fyrir þessa fjölskyldu að vera flutt alfarið hingað og fá það svo framan í sig að það verði allt selt og búfénaðurinn sendur í sláturhúsið. Ég hef nú ekki spurt hann nákvæmlega hvernig honum líði en þegar hann hringdi í mig að segja mér þetta heyrði ég á honum að hann var klökkur.“ Hvernig líður þér að heyra að búið muni brátt heyra sögunni til? „Mér finnst þetta rosalega sárt því ég er búinn að vera í nautgriparækt í 46 ár og byggði hérna nýtt íbúðarhús og fjós 2010 og þarf svo að horfa upp á alla ræktunina hverfa, þetta eru tæpir hundrað hektarar í ræktuðum túnum og ég þarf að horfa upp á þetta verða að eyðibýli. Þetta er niðurlæging og ekkert annað fyrir það að maður hálf drap sig og ofgerði sér við að rækta túnin til að geta mögulega ræktað og stækkað búið í framtíðinni. Svo þegar maður hættir koma einhverjir bjánar sem þykjast ætla að gera eitthvað og rústa öllu,“ segir Daníel. Hann bætir því við að það sé mikil óánægja meðal kúabænda vegna málsins. Þá hafi nágrannarnir í sveitinni sömuleiðis sent honum stuðningskveðjur. „Ég heyri ekki annað í sveitinni en að þau séu fúl og svekkt út í þetta því það eru ekki eftir nema fjögur kúabú í sveitinni, hérna í gamla Holtahreppi. Ég held það sé svo bara eitt sauðfjárbú eftir sem við gætum kallað, annars bara nokkrir hobbíbændur með fáar kindur.“ Daníel vildi ekki sjá búskap leggjast af á Akbraut. Vísir/Vilhelm Hafi farið af stað í góðri trú Í skriflegu svari Þóru Arnórsdóttur sem gegnir stöðu forstöðumanns samskipta hjá Landsvirkjun segir að farið hafi verið af stað í góðri trú um að hægt væri að halda áfram búrekstri að Akbraut þar til framkvæmdir hæfust við Holtavirkjun. Í svari hennar er forsaga málsins reifuð og kaup Landsvirkjunar á jörðinni. „Landsvirkjun gerði tilboð í jörðina og var það samþykkt af landeiganda. Þar sem ekki var unnt að skilja að jörðina og búreksturinn keypti Landsvirkjun bæði jörðina og allan búreksturinn — þ.e. húsakost, bústofn, tæki og búnað. Þar með þurfti fyrirtækið að tryggja umsjón með búinu þar til endanlegt mat á ástandi og rekstrarhæfi lægi fyrir. Það dróst að ganga frá afsali og því var gerður tímabundinn verktakasamningur við hjónin sem þú vísar til og hefur Landsvirkjun greitt þeim mjög sanngjörn laun fyrir umsjónina og allan kostnað við reksturinn. Engar kvaðir um búrekstur fylgdu kaupsamningnum þótt vilji til þess væri látinn í ljós.“ Þóra Arnórsdóttir forstöðumaður samskipta og upplýsingamiðlunar Landsvirkjunar segir að farið hafi verið af stað í góðri trú. Vísir/Vilhelm Í útttekt VGS verkfræðistofu á jörðinni og búrekstri og kostnaðarmati fyrir endurbætur hafi komið í ljós svo ekki verði um villst að jörðin sé ekki búrekstrarhæf í því ástandi sem hún er. Reksturinn ósjálfbær og endurbætur sem þyrfti að ráðast í til að færa búreksturinn til nútímahorfs í samræmi við kröfur í nútíma íslenskum landbúnaði kosta á bilinu 170 til 350 milljónir króna eftir því hve langt yrði gengið í umbótunum. „Landsvirkjun er orkufyrirtæki í eigu íslensku þjóðarinnar og getur ekki varið slíkri upphæð í uppbyggingu búrekstrar. Fyrirtækið getur heldur ekki leigt út jörð í sinni eigu endurgjaldslaust og greitt verulegar upphæðir með rekstrinum eða ætlast til að leigjendur beri tapið.“ Endurbætur við fjósið myndu kosta of mikið svo forsvaranlegt sé að Landsvirkjun standi í því að mati Landsvirkjunar. Vísir/Vilhelm Hafi flutt án samráðs Þá segir í svari Landsvirkjunar að þó að samskipti í upphafi kunni að hafa vakið ákveðnar væntingar þá hafi komið fram skýrir fyrirvarar um möguleg næstu skref þegar skilyrði og forsendur lægju fyrir. Af hálfu Landsvirkjunar hafi þannig hvorki legið fyrir formlegt tilboð né skuldbindandi samþykki, eingöngu bráðabirgðafyrirkomulag um verktöku til að tryggja rekstur búsins þar til ákvörðun yrði tekin um framtíðarnýtingu jarðarinnar. „Enginn leigusamningur hafði verið gerður við hjónin og ekkert samráð var haft við Landsvirkjun um búferlaflutninga þeirra að Akbraut. Verkefni þeirra fól aðeins í sér að sinna bústofninum í verktöku. Til þess að rekstur kúabúsins standi undir sér þyrfti að ráðast í endurbætur og viðgerðir sem myndu kosta að lágmarki 170 milljónir króna. Af þeirri ástæðu hefur Landsvirkjun tekið ákvörðun um að hætta búrekstri á Akbraut og ráðast í sölu á bústofni og framleiðslurétti. Samið hefur verið við þau um að sjá um búið þar til því ferli er lokið. Í framhaldinu verður íbúðarhúsi og túnum væntanlega komið í það horf að hægt sé að leigja húsið út og nytja túnin.“ Kynningarmyndband sem Landsvirkjun birti um Holtavirkjun árið 2016:
Rangárþing ytra Orkumál Landbúnaður Mest lesið Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Innlent Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Innlent Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Innlent Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Sjá meira