Kjánaleg skot bíta ekki á Heimi: „Verða að eiga það við sig“ Aron Guðmundsson skrifar 20. nóvember 2025 07:30 Heimir Hallgrímsson er að gera frábæra hluti með írska landsliðið í fótbolta. Eftir erfiða byrjun og harða gagnrýni er Írland nú aðeins tveimur sigurleikjum frá sæti á HM Vísir Heimir Hallgrímsson hefur á skömmum tíma í starfi sem landsliðsþjálfari Írlands upplifað bæði strembna og sigursæla tíma. Þegar illa gekk flugu fúkyrði um hann í fjölmiðlum og kaldhæðin skot er beindust að menntun hans grasseruðu, væntanlega í þeim tilgangi að gera lítið úr honum sem landsliðsþjálfara. Dagarnir, eftir að Írar tryggðu sér sæti í umspili fyrir HM með frábærum sigrum á Portúgal og Ungverjalandi, hafa verið ein gleðisprengja fyrir leikmenn írska landsliðsins og landsliðsþjálfarann Heimi Hallgrímsson. „Þetta hefur bara verið töfrum líkast. Einhvern veginn þegar allt gengur upp þá gleymir maður öllu því sem á áður hefur gengið á. Það hefur bara verið svo gaman að upplifa þetta með Írum. Það hefur ekki verið árangur í svolítinn tíma hjá írska landsliðinu. Að fá þetta þakklæti og þessa gleði sem hefur einhvern veginn sprungið út núna. Það er bara svo gaman að sjá það því þessir leikmenn eiga það bara skilið að fá jákvæða strauma frá umhverfinu. Írar kunna að skemmta sér, kunna að gleðjast. Þetta hefur bara verið ein gleðisprengja eftir þetta.“ Frábær árangur en Heimir, sem tók við írska landsliðinu fyrir tæpu einu og hálfu ári síðan, var snemma í starfi sínu harðlega gagnrýndur og kallað eftir því að hann yrði rekinn. Spjótum beint að því að hann væri menntaður tannlæknir. Heimir ræðir við hetju Íra innan vallar í leiknum gegn Ungverjum á dögunum. Framherjinn Troy Parrott skoraði þrennu í leiknum og hafði nokkrum dögum áður skorað bæði mörk Íra í 2-0 sigri gegn PortúgalVísir/Getty Eftir fyrstu leikina í undankeppni HM, sem fóru ekki vel fyrir Íra, fékk Heimir sem er í grunninn menntaður tannlæknir á sig mikla gagnrýni. Meðal annars höfðu fyrrverandi landsliðsmenn Íra hátt og kölluðu eftir því að hann yrði rekinn eftir slæm úrslit, kölluðu hann ítrekað tannlækninn Heimi en ekki landsliðsþjálfarann Heimi í niðrandi tilgangi. Ekki margir tannlæknar sem eru þjálfarar „Ég átti nú góðan mann í Lars Lagerback sem kenndi manni nú ýmislegt. Eitt af því sem ég lærði af honum var að vera ekki að velta mér upp úr því hvað aðrir eru að segja, sérstaklega ekki á samfélagsmiðlum eða öðru slíku, Ég hef aldrei velt mér upp úr því hvað aðrir eru að segja,“ segir Heimir í viðtali við íþróttadeild hvernig hann tekst á við gagnrýnina og hvort hún hafi á hann áhrif. „Ég reyni bara að standa með sjálfum mér og því sem við sem þjálfarateymi ákveðum. En auðvitað er það svolítið sérstakt og það eru auðvitað ekkert margir tannlæknar sem eru þjálfarar í fótbolta. Þetta er svolítið íslenskt kannski. Ég held það skaði engan að vera með háskólamenntun, eigi nú frekar í flestum tilfellum að bæta fólk að vera langskólagengið. Þetta er bara óvanalegt í þessu umhverfi. Yfirleitt eru flestir þjálfarar einhverjir frægir leikmenn sem hættu á sínum tíma að spila og fóru að þjálfa. Ég hef bara farið aðra leið, er með nákvæmlega sömu og ábyggilega ekki minni þjálfaramenntun en allir þeir. Ég er bara með aðra menntun líka og ég held að menntun geri aldrei neinn verri. Ef ég hlusta bara á þetta þá finnst mér þetta svolítið kjánalegt. Að vera nýta háskólamenntun sem eitthvað neikvætt. En af því að þetta er óvanalegt þá fyrirgefur maður það. En það er bara gaman að hafa snúið almenningsálitinu því álitið snýst á svo margan hátt út frá því hvað fjölmiðlar eru að segja eða sérfræðingar. Auðvitað er þetta sagt í kaldhæðni tannlæknirinn en ekki þjálfarinn. Þeir verða bara að eiga það við sig.“ Heimir Hallgrímsson þjálfar landslið Írlands HM 2026 í fótbolta Mest lesið Segir fjórðung í bók Óla ósannan Íslenski boltinn „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Fótbolti „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Enski boltinn Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum Fótbolti „Er því miður kominn í jólafrí“ Handbolti Åge Hareide látinn Fótbolti Besti CrossFit-maður Íslands elskar Búlluna Sport Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Fótbolti Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega að líta í kringum mig“ Körfubolti Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Fótbolti Fleiri fréttir Karólína Lea því miður of snemma í jólafrí Alexander Isak fékk sænska gullboltann Hilmar Árni til starfa hjá KR „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Segir fjórðung í bók Óla ósannan Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Strasbourg - Breiðablik 3-1 | Hetjuleg barátta dugði skammt Napoli í úrslit í Sádi-Arabíu Åge Hareide látinn Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn „Við þurfum bara að keyra á þetta“ Segir Nóel Atla frábært dæmi um það þegar hlutirnir gangi upp Glódís gæti þurft að ryðja Man. Utd og Barcelona úr vegi að úrslitaleiknum Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Liðsfélagi landsliðsmanns missti unga frændur sína í sprengingu Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ Bíður eftir kallinu frá Arnari: „Myndi segja að ég væri klár“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Fótboltamaður skotinn til bana Spilar áfram með Messi í Miami Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Sjá meira
Dagarnir, eftir að Írar tryggðu sér sæti í umspili fyrir HM með frábærum sigrum á Portúgal og Ungverjalandi, hafa verið ein gleðisprengja fyrir leikmenn írska landsliðsins og landsliðsþjálfarann Heimi Hallgrímsson. „Þetta hefur bara verið töfrum líkast. Einhvern veginn þegar allt gengur upp þá gleymir maður öllu því sem á áður hefur gengið á. Það hefur bara verið svo gaman að upplifa þetta með Írum. Það hefur ekki verið árangur í svolítinn tíma hjá írska landsliðinu. Að fá þetta þakklæti og þessa gleði sem hefur einhvern veginn sprungið út núna. Það er bara svo gaman að sjá það því þessir leikmenn eiga það bara skilið að fá jákvæða strauma frá umhverfinu. Írar kunna að skemmta sér, kunna að gleðjast. Þetta hefur bara verið ein gleðisprengja eftir þetta.“ Frábær árangur en Heimir, sem tók við írska landsliðinu fyrir tæpu einu og hálfu ári síðan, var snemma í starfi sínu harðlega gagnrýndur og kallað eftir því að hann yrði rekinn. Spjótum beint að því að hann væri menntaður tannlæknir. Heimir ræðir við hetju Íra innan vallar í leiknum gegn Ungverjum á dögunum. Framherjinn Troy Parrott skoraði þrennu í leiknum og hafði nokkrum dögum áður skorað bæði mörk Íra í 2-0 sigri gegn PortúgalVísir/Getty Eftir fyrstu leikina í undankeppni HM, sem fóru ekki vel fyrir Íra, fékk Heimir sem er í grunninn menntaður tannlæknir á sig mikla gagnrýni. Meðal annars höfðu fyrrverandi landsliðsmenn Íra hátt og kölluðu eftir því að hann yrði rekinn eftir slæm úrslit, kölluðu hann ítrekað tannlækninn Heimi en ekki landsliðsþjálfarann Heimi í niðrandi tilgangi. Ekki margir tannlæknar sem eru þjálfarar „Ég átti nú góðan mann í Lars Lagerback sem kenndi manni nú ýmislegt. Eitt af því sem ég lærði af honum var að vera ekki að velta mér upp úr því hvað aðrir eru að segja, sérstaklega ekki á samfélagsmiðlum eða öðru slíku, Ég hef aldrei velt mér upp úr því hvað aðrir eru að segja,“ segir Heimir í viðtali við íþróttadeild hvernig hann tekst á við gagnrýnina og hvort hún hafi á hann áhrif. „Ég reyni bara að standa með sjálfum mér og því sem við sem þjálfarateymi ákveðum. En auðvitað er það svolítið sérstakt og það eru auðvitað ekkert margir tannlæknar sem eru þjálfarar í fótbolta. Þetta er svolítið íslenskt kannski. Ég held það skaði engan að vera með háskólamenntun, eigi nú frekar í flestum tilfellum að bæta fólk að vera langskólagengið. Þetta er bara óvanalegt í þessu umhverfi. Yfirleitt eru flestir þjálfarar einhverjir frægir leikmenn sem hættu á sínum tíma að spila og fóru að þjálfa. Ég hef bara farið aðra leið, er með nákvæmlega sömu og ábyggilega ekki minni þjálfaramenntun en allir þeir. Ég er bara með aðra menntun líka og ég held að menntun geri aldrei neinn verri. Ef ég hlusta bara á þetta þá finnst mér þetta svolítið kjánalegt. Að vera nýta háskólamenntun sem eitthvað neikvætt. En af því að þetta er óvanalegt þá fyrirgefur maður það. En það er bara gaman að hafa snúið almenningsálitinu því álitið snýst á svo margan hátt út frá því hvað fjölmiðlar eru að segja eða sérfræðingar. Auðvitað er þetta sagt í kaldhæðni tannlæknirinn en ekki þjálfarinn. Þeir verða bara að eiga það við sig.“
Heimir Hallgrímsson þjálfar landslið Írlands HM 2026 í fótbolta Mest lesið Segir fjórðung í bók Óla ósannan Íslenski boltinn „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Fótbolti „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Enski boltinn Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum Fótbolti „Er því miður kominn í jólafrí“ Handbolti Åge Hareide látinn Fótbolti Besti CrossFit-maður Íslands elskar Búlluna Sport Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Fótbolti Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega að líta í kringum mig“ Körfubolti Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Fótbolti Fleiri fréttir Karólína Lea því miður of snemma í jólafrí Alexander Isak fékk sænska gullboltann Hilmar Árni til starfa hjá KR „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Segir fjórðung í bók Óla ósannan Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Strasbourg - Breiðablik 3-1 | Hetjuleg barátta dugði skammt Napoli í úrslit í Sádi-Arabíu Åge Hareide látinn Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn „Við þurfum bara að keyra á þetta“ Segir Nóel Atla frábært dæmi um það þegar hlutirnir gangi upp Glódís gæti þurft að ryðja Man. Utd og Barcelona úr vegi að úrslitaleiknum Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Liðsfélagi landsliðsmanns missti unga frændur sína í sprengingu Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ Bíður eftir kallinu frá Arnari: „Myndi segja að ég væri klár“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Fótboltamaður skotinn til bana Spilar áfram með Messi í Miami Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Sjá meira