Bullur í Brussel Jón Pétur Zimsen skrifar 20. nóvember 2025 06:02 Ísland og Noregur verða ekki undanþegin verndaraðgerðum framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins vegna tolla á járnblendi. Þessi ákvörðun er grafalvarleg og mun hafa verulegar fjárhagslegar afleiðingar fyrir Ísland og Noreg. Það sem meira er, ákvörðunin setur ákveðið fordæmi í EES-samstarfinu. Það er ljóst að ESB brýtur EES-samninginn en það á ekki að koma á óvart, enda hefur sambandið áður sýnt sitt rétta andlit og látið sérhagsmuni einstakra ríkja ráða för fremur en að standa með bandalags- og vinaþjóðum. Við höfum séð þetta áður: ESB frysti lánalínur til Íslands í hruninu til að kúga okkur til að greiða skuldir sem íslenskur almenningur hafði svo sannarlega ekki stofnað til. ESB-ríki hafa brotið stöðuleikareglu ESB mörgum sinnum. Stóru ríkin fá allt aðra meðferð en þau minni, Frakkland fær silkihanska en Finnland járnkrumlu, stórir eru jafnari en aðrir. ESB-ríki lokuðu landamærum, hvert á fætur öðru, í COVID-19 án nokkurs samráðs við bandalags- og vinaþjóða. ESB ríkin Þýskaland, Frakkland og fleiri reyndu að tryggja sér bóluefni á undan öðrum á kostnað bandalags- og vinaþjóða. Við miklar sviptingar og þegar kreppir að er ljóst að hver hugsar um sig, gríman fellur, sérhagsmunir hinna stóru fá forgang og bandalög bresta. Nokkur ríki innan ESB vildu standa við EES-samninginn, m.a. Svíþjóð, Finnland, Þýskaland, Eistland, Lettland og Litháen, en sérhagsmunir stórra ESB-ríkja trompuðu vilja þessara þjóða. Þannig virkar nefnilega hið meinta lýðræðislega fyrirkomulag bandalagsins. Maroš Šefčovič, framkvæmdastjóri utanríkisviðskipta og EES-mála hjá framkvæmdastjórn ESB, og Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnarinnar, beittu sér hart fyrir því að brjóta EES-samninginn gagnvart Íslandi og Noregi. Það er ljóst að þyrluferð Kristrúnar Frostadóttur og Ursulu von der Leyen í sumar hefur greinilega engu öðru skilað en glansmyndum á samfélagsmiðlum með tilheyrandi kostnaði. Kemur fólki ekki til hugar að það veiki stöðu Íslands í hagsmunagæslu þegar vitað er að helsta ósk utanríkisráðherra og fleiri stjórnarliða er að ganga til liðs við ofríkisbandalagið ESB ? Í ,,Vikulokunum“ sl. laugardag, tóku þingmenn Samfylkingarinnar og Flokks fólksins alfarið fyrir það að fresta ætti undirritun samstarfsyfirlýsingar um öryggis- og varnarmál við Evrópusambandið ef Ísland og Noregur fengju á sig tolla. Þrátt fyrir vilja stjórnarliða til að kyssa vöndinn hefur undirrituninni verið frestað. Íslendingar geta ekki unað við að samningar við þá séu ekki virtir, stjórnvöld þurfa að sýna staðfestu og stíga fast til jarðar. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Pétur Zimsen Evrópusambandið Mest lesið Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson skrifar Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun Blessuð jólin, bókhaldið og börnin Kristín Lúðvíksdóttir skrifar Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson skrifar Sjá meira
Ísland og Noregur verða ekki undanþegin verndaraðgerðum framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins vegna tolla á járnblendi. Þessi ákvörðun er grafalvarleg og mun hafa verulegar fjárhagslegar afleiðingar fyrir Ísland og Noreg. Það sem meira er, ákvörðunin setur ákveðið fordæmi í EES-samstarfinu. Það er ljóst að ESB brýtur EES-samninginn en það á ekki að koma á óvart, enda hefur sambandið áður sýnt sitt rétta andlit og látið sérhagsmuni einstakra ríkja ráða för fremur en að standa með bandalags- og vinaþjóðum. Við höfum séð þetta áður: ESB frysti lánalínur til Íslands í hruninu til að kúga okkur til að greiða skuldir sem íslenskur almenningur hafði svo sannarlega ekki stofnað til. ESB-ríki hafa brotið stöðuleikareglu ESB mörgum sinnum. Stóru ríkin fá allt aðra meðferð en þau minni, Frakkland fær silkihanska en Finnland járnkrumlu, stórir eru jafnari en aðrir. ESB-ríki lokuðu landamærum, hvert á fætur öðru, í COVID-19 án nokkurs samráðs við bandalags- og vinaþjóða. ESB ríkin Þýskaland, Frakkland og fleiri reyndu að tryggja sér bóluefni á undan öðrum á kostnað bandalags- og vinaþjóða. Við miklar sviptingar og þegar kreppir að er ljóst að hver hugsar um sig, gríman fellur, sérhagsmunir hinna stóru fá forgang og bandalög bresta. Nokkur ríki innan ESB vildu standa við EES-samninginn, m.a. Svíþjóð, Finnland, Þýskaland, Eistland, Lettland og Litháen, en sérhagsmunir stórra ESB-ríkja trompuðu vilja þessara þjóða. Þannig virkar nefnilega hið meinta lýðræðislega fyrirkomulag bandalagsins. Maroš Šefčovič, framkvæmdastjóri utanríkisviðskipta og EES-mála hjá framkvæmdastjórn ESB, og Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnarinnar, beittu sér hart fyrir því að brjóta EES-samninginn gagnvart Íslandi og Noregi. Það er ljóst að þyrluferð Kristrúnar Frostadóttur og Ursulu von der Leyen í sumar hefur greinilega engu öðru skilað en glansmyndum á samfélagsmiðlum með tilheyrandi kostnaði. Kemur fólki ekki til hugar að það veiki stöðu Íslands í hagsmunagæslu þegar vitað er að helsta ósk utanríkisráðherra og fleiri stjórnarliða er að ganga til liðs við ofríkisbandalagið ESB ? Í ,,Vikulokunum“ sl. laugardag, tóku þingmenn Samfylkingarinnar og Flokks fólksins alfarið fyrir það að fresta ætti undirritun samstarfsyfirlýsingar um öryggis- og varnarmál við Evrópusambandið ef Ísland og Noregur fengju á sig tolla. Þrátt fyrir vilja stjórnarliða til að kyssa vöndinn hefur undirrituninni verið frestað. Íslendingar geta ekki unað við að samningar við þá séu ekki virtir, stjórnvöld þurfa að sýna staðfestu og stíga fast til jarðar. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins
Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar
Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun