Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Tómas Arnar Þorláksson skrifar 18. nóvember 2025 19:09 Unnar Már Ástþórsson er aðalvarðstjóri hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. vísir/lýður Valberg Þrír menn undir og yfir tvítugt voru handteknir um helgina eftir að myndskeið af ungum manni með tvö skotvopn fór í dreifingu á netinu. Aðalvarðstjóri hjá lögreglunni segir þetta ekki í fyrsta skipti sem lögreglan ræðst í aðgerðir vegna efnis á samfélagsmiðlum. Hér fyrir neðan má sjá myndbandið sem ungur maður birti á TikTok-reikningi sínum sem varð til þess að lögreglan réðst í húsleit og lagði hald á það sem virtist vera hríðskotariffill og skammbyssa. Það reyndust vera eftirlíkingar. Unnar Már Ástþórsson, aðalvarðstjóri hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, segir lögregluna líta málið alvarlegum augum en þrír karlmenn á tvítugs- og þrítugsaldri voru handteknir í aðgerðum lögreglu. „Það var farið í húsleit þarna á laugardaginn og fram eftir nóttu. Mennirnir sem við handtókum voru mjög samvinnufúsir að aðstoða okkur í gegnum þetta og koma okkur í gegnum þetta,“ segir Unnar og bætir við: „Við höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum að menn séu með eftirlíkingar af vopnum undir höndum og við höfum bara farið inn í þetta. Við höfum bara ekkert þol fyrir þessu. Förum strax í þetta og reynum að finna út hver á vopnið. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem lögreglan ræðst í aðgerðir vegna einhvers sem við sjáum á samfélagsmiðlum.“ Málið er rannsakað sem brot gegn vopnalögum og mun að öllum líkindum enda með sekt. „Þetta eru mjög sannfærandi eftirlíkingar af því að það er ekkert sem gefur til kynna að þetta séu eftirlíkingar. Þær bera engar merkingar þess efnis eða litur eða eitthvað svoleiðis. Við þurfum að vera í miklu návígi til að átta okkur á því að um leikfang sé að ræða.“ Unnar gat ekki sagt til um hvaðan eftirlíkingarnar komu eða hvort þær höfðu verið þrívíddarprentaðar. Það sé áhyggjumál að svona munir séu úti í samfélaginu. „Það gæti gert það í einhverjum tilvikum, valdið ótta. Það er það sem við höfum fyrst og fremst hug á, að reyna koma í veg fyrir að þetta valdi skelfingu ef þetta er dregið upp einhvers staðar þar sem þetta á ekki að vera.“ Fleiri myndbönd af sama TikTok-reikningi hafa verið í dreifingu á samfélagsmiðlum og þar á meðal myndband sem virðist sýna umræddan Land Rover keyra á rúmlega tvöföldum hámarkshraða á Reykjanesbrautinni. Skjáskot úr myndskeiði frá sama notenda á TikTok.skjáskot Þá hefur myndband þar sem bílalest veldur umferðarteppu og keyrir á móti umferð í miðbæ Reykjavíkur einnig vakið athygli. Sömu bifreið með blómakrans bregður fyrir í umræddu myndskeiði. @sveppatripp #reykjavik #iceland #engihjalli #kopavogur #party ♬ original sound - sveppatripp „Við höfum séð þetta öðru hvoru hjá okkur. Við höfum ekki áttað okkur á því hvaða fyrirbrigði þetta er sem er á ferðinni þarna en þetta hefur yfirleitt staðið stutt yfir. Mögulega er þetta hefð, við bara þekkjum það ekki. Því miður.“ Unnar gat ekki sagt til um hvort mennirnir hafi áður komist í kast við lögin. Lögreglumál Mest lesið Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Jói Fel málar með puttunum Innlent Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Innlent Fleiri fréttir „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Sjá meira
Hér fyrir neðan má sjá myndbandið sem ungur maður birti á TikTok-reikningi sínum sem varð til þess að lögreglan réðst í húsleit og lagði hald á það sem virtist vera hríðskotariffill og skammbyssa. Það reyndust vera eftirlíkingar. Unnar Már Ástþórsson, aðalvarðstjóri hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, segir lögregluna líta málið alvarlegum augum en þrír karlmenn á tvítugs- og þrítugsaldri voru handteknir í aðgerðum lögreglu. „Það var farið í húsleit þarna á laugardaginn og fram eftir nóttu. Mennirnir sem við handtókum voru mjög samvinnufúsir að aðstoða okkur í gegnum þetta og koma okkur í gegnum þetta,“ segir Unnar og bætir við: „Við höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum að menn séu með eftirlíkingar af vopnum undir höndum og við höfum bara farið inn í þetta. Við höfum bara ekkert þol fyrir þessu. Förum strax í þetta og reynum að finna út hver á vopnið. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem lögreglan ræðst í aðgerðir vegna einhvers sem við sjáum á samfélagsmiðlum.“ Málið er rannsakað sem brot gegn vopnalögum og mun að öllum líkindum enda með sekt. „Þetta eru mjög sannfærandi eftirlíkingar af því að það er ekkert sem gefur til kynna að þetta séu eftirlíkingar. Þær bera engar merkingar þess efnis eða litur eða eitthvað svoleiðis. Við þurfum að vera í miklu návígi til að átta okkur á því að um leikfang sé að ræða.“ Unnar gat ekki sagt til um hvaðan eftirlíkingarnar komu eða hvort þær höfðu verið þrívíddarprentaðar. Það sé áhyggjumál að svona munir séu úti í samfélaginu. „Það gæti gert það í einhverjum tilvikum, valdið ótta. Það er það sem við höfum fyrst og fremst hug á, að reyna koma í veg fyrir að þetta valdi skelfingu ef þetta er dregið upp einhvers staðar þar sem þetta á ekki að vera.“ Fleiri myndbönd af sama TikTok-reikningi hafa verið í dreifingu á samfélagsmiðlum og þar á meðal myndband sem virðist sýna umræddan Land Rover keyra á rúmlega tvöföldum hámarkshraða á Reykjanesbrautinni. Skjáskot úr myndskeiði frá sama notenda á TikTok.skjáskot Þá hefur myndband þar sem bílalest veldur umferðarteppu og keyrir á móti umferð í miðbæ Reykjavíkur einnig vakið athygli. Sömu bifreið með blómakrans bregður fyrir í umræddu myndskeiði. @sveppatripp #reykjavik #iceland #engihjalli #kopavogur #party ♬ original sound - sveppatripp „Við höfum séð þetta öðru hvoru hjá okkur. Við höfum ekki áttað okkur á því hvaða fyrirbrigði þetta er sem er á ferðinni þarna en þetta hefur yfirleitt staðið stutt yfir. Mögulega er þetta hefð, við bara þekkjum það ekki. Því miður.“ Unnar gat ekki sagt til um hvort mennirnir hafi áður komist í kast við lögin.
Lögreglumál Mest lesið Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Jói Fel málar með puttunum Innlent Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Innlent Fleiri fréttir „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Sjá meira