Viðskipti innlent

Frá Sýn til Fastus

Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar
Elín Edda er nýr fjármálastjóri Fastus.
Elín Edda er nýr fjármálastjóri Fastus. Aðsend

Elín Edda Angantýsdóttir hefur tekið við stöðu fjármálastjóra sölu- og þjónustufyrirtækisins Fastus. Hún starfaði áður hjá Sýn.

Elín Edda er löggiltur endurskoðandi með meistaragráðu í reikniskilum og endurskoðun. Hún lauk BS-gráðu í viðskiptafræði. Hún fer frá Sýn þar sem hún gegndi stöðu forstöðumanns uppgjörs og reikningsskila en þar áður starfaði hún hjá KPMG á endurskoðunarsviði.

„Við erum afar ánægð með að hafa ráðið Elínu Eddu sem fjármálastjóra hjá félaginu og bjóðum hana hjartanlega velkomna. Elín Edda er með mikla reynslu og hæfni á sviði fjármála og mun verða öflug viðbót við það sterka teymi starfsfólks sem fyrir er hjá félaginu,“ er haft eftir Guðrúnu Gunnarsdóttur, forstjóra Fastus, í tilkynningu frá félaginu.

Þar kemur fram að fyrirtækið skiptist annars vegar í Fastus heilsu og hins vegar Fastus lausnir, sem sér um þjónustu og ráðgjöf fyrir veitingastaði, hótel og fyrirtæki.

Vísir er í eigu Sýnar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×