Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Sindri Sverrisson skrifar 17. nóvember 2025 17:32 Erling Haaland raðaði inn sextán mörkum í undankeppni HM og Noregur vann alla sína leiki. Getty/Andrea Staccioli Skrif sænska fótboltablaðamannsins Olof Lundh um hversu „aumkunarvert“ það sé að Norðmenn ætli að fagna því sérstaklega í Osló í dag, að vera komnir inn á HM í fótbolta í fyrsta sinn frá árinu 1998, hafa vakið viðbrögð í Noregi. Erling Haaland og félagar tryggðu sig endanlega inn á HM í gærkvöld með 4-1 útisigri gegn Ítalíu og sýndu alveg ótrúlega yfirburði í sínum undanriðli. Þeir fengu þar fullt hús stiga, skoruðu heil 37 mörk og fengu aðeins fimm á sig, í átta leikjum. Haaland mun auk þess enda langmarkahæstur í undankeppninni, með 16 mörk, og því óhætt að segja að HM-sæti Noregs sé verðskuldað. Það er jafnframt langþráð því Noregur var síðast á HM karla í fótbolta á síðustu öld, og hefur ekki farið á stórmót síðan á EM árið 2000. View this post on Instagram A post shared by Herrelandslaget (@herrelandslaget) Það er því ekki að ástæðulausu sem boðað hefur verið til hátíðar á Ráðhústorginu í Osló í dag þar sem hetjurnar úr norska liðinu verða hylltar. Búist er við að um 50.000 manns mæti og gleðjist saman. Eigi að bíða þar til þeir vinni verðlaun „Það er ekki skrýtið að menn tryllist,“ skrifaði Lundh í pistli á Fotbollskanalen en bætti svo við: „Samt sem áður er það undarlegt og nánast aumkunarvert að fagna því á mánudaginn í Ósló að liðið sé komið áfram. Geymið fagnaðarlætin þar til þið hafið mögulega afrekað eitthvað á HM næsta sumar og kannski komið heim með verðlaunapening,“ skrifaði Lundh. Segir Svíum að hugsa um sjálfa sig Ståle Solbakken, landsliðsþjálfari Noregs, var spurður út í þessi skrif á blaðamannafundi í dag og svaraði: „Það er í lagi að fagna svolítið þegar maður er kominn á HM í fyrsta sinn síðan 1998. Það er svolítið langt seilst að kalla það aumkunarvert. Við höfum ekki sömu reynslu af úrslitakeppnum og Svíþjóð og Danmörk undanfarin ár, þá verður þetta svolítið svona.“ Solbakken skaut svo aðeins á Svía sem voru heldur betur langt frá því að tryggja sig beint inn á HM í gegnum undanriðilinn: „Núna held ég að Svíar ættu að einbeita sér að sinni umspilskeppni. Olof Lundh ætti líka að gera það. En hann er fær blaðamaður, svo ég ber virðingu fyrir honum. En með því að segja „aumkunarvert“ var gengið aðeins of langt,“ sagði Solbakken. HM 2026 í fótbolta Mest lesið Segir fjórðung í bók Óla ósannan Íslenski boltinn „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Fótbolti „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Enski boltinn Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum Fótbolti „Er því miður kominn í jólafrí“ Handbolti Åge Hareide látinn Fótbolti Besti CrossFit-maður Íslands elskar Búlluna Sport Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Fótbolti Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega að líta í kringum mig“ Körfubolti Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Fótbolti Fleiri fréttir Karólína Lea því miður of snemma í jólafrí Alexander Isak fékk sænska gullboltann Hilmar Árni til starfa hjá KR „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Segir fjórðung í bók Óla ósannan Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Strasbourg - Breiðablik 3-1 | Hetjuleg barátta dugði skammt Napoli í úrslit í Sádi-Arabíu Åge Hareide látinn Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn „Við þurfum bara að keyra á þetta“ Segir Nóel Atla frábært dæmi um það þegar hlutirnir gangi upp Glódís gæti þurft að ryðja Man. Utd og Barcelona úr vegi að úrslitaleiknum Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Liðsfélagi landsliðsmanns missti unga frændur sína í sprengingu Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ Bíður eftir kallinu frá Arnari: „Myndi segja að ég væri klár“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Fótboltamaður skotinn til bana Spilar áfram með Messi í Miami Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Sjá meira
Erling Haaland og félagar tryggðu sig endanlega inn á HM í gærkvöld með 4-1 útisigri gegn Ítalíu og sýndu alveg ótrúlega yfirburði í sínum undanriðli. Þeir fengu þar fullt hús stiga, skoruðu heil 37 mörk og fengu aðeins fimm á sig, í átta leikjum. Haaland mun auk þess enda langmarkahæstur í undankeppninni, með 16 mörk, og því óhætt að segja að HM-sæti Noregs sé verðskuldað. Það er jafnframt langþráð því Noregur var síðast á HM karla í fótbolta á síðustu öld, og hefur ekki farið á stórmót síðan á EM árið 2000. View this post on Instagram A post shared by Herrelandslaget (@herrelandslaget) Það er því ekki að ástæðulausu sem boðað hefur verið til hátíðar á Ráðhústorginu í Osló í dag þar sem hetjurnar úr norska liðinu verða hylltar. Búist er við að um 50.000 manns mæti og gleðjist saman. Eigi að bíða þar til þeir vinni verðlaun „Það er ekki skrýtið að menn tryllist,“ skrifaði Lundh í pistli á Fotbollskanalen en bætti svo við: „Samt sem áður er það undarlegt og nánast aumkunarvert að fagna því á mánudaginn í Ósló að liðið sé komið áfram. Geymið fagnaðarlætin þar til þið hafið mögulega afrekað eitthvað á HM næsta sumar og kannski komið heim með verðlaunapening,“ skrifaði Lundh. Segir Svíum að hugsa um sjálfa sig Ståle Solbakken, landsliðsþjálfari Noregs, var spurður út í þessi skrif á blaðamannafundi í dag og svaraði: „Það er í lagi að fagna svolítið þegar maður er kominn á HM í fyrsta sinn síðan 1998. Það er svolítið langt seilst að kalla það aumkunarvert. Við höfum ekki sömu reynslu af úrslitakeppnum og Svíþjóð og Danmörk undanfarin ár, þá verður þetta svolítið svona.“ Solbakken skaut svo aðeins á Svía sem voru heldur betur langt frá því að tryggja sig beint inn á HM í gegnum undanriðilinn: „Núna held ég að Svíar ættu að einbeita sér að sinni umspilskeppni. Olof Lundh ætti líka að gera það. En hann er fær blaðamaður, svo ég ber virðingu fyrir honum. En með því að segja „aumkunarvert“ var gengið aðeins of langt,“ sagði Solbakken.
HM 2026 í fótbolta Mest lesið Segir fjórðung í bók Óla ósannan Íslenski boltinn „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Fótbolti „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Enski boltinn Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum Fótbolti „Er því miður kominn í jólafrí“ Handbolti Åge Hareide látinn Fótbolti Besti CrossFit-maður Íslands elskar Búlluna Sport Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Fótbolti Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega að líta í kringum mig“ Körfubolti Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Fótbolti Fleiri fréttir Karólína Lea því miður of snemma í jólafrí Alexander Isak fékk sænska gullboltann Hilmar Árni til starfa hjá KR „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Segir fjórðung í bók Óla ósannan Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Strasbourg - Breiðablik 3-1 | Hetjuleg barátta dugði skammt Napoli í úrslit í Sádi-Arabíu Åge Hareide látinn Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn „Við þurfum bara að keyra á þetta“ Segir Nóel Atla frábært dæmi um það þegar hlutirnir gangi upp Glódís gæti þurft að ryðja Man. Utd og Barcelona úr vegi að úrslitaleiknum Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Liðsfélagi landsliðsmanns missti unga frændur sína í sprengingu Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ Bíður eftir kallinu frá Arnari: „Myndi segja að ég væri klár“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Fótboltamaður skotinn til bana Spilar áfram með Messi í Miami Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Sjá meira