Sakaði mótherjana um að nota vúdú Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. nóvember 2025 11:30 Malíbúinn Eric Sekou Chelle tók við nígeríska landsliðinu í janúar. Hann skaðaði mótherjana um að nota vúdú eftir að HM-draumurinn dó. EPA/JALAL MORCHIDI/Getty/Giles Clarke Nígeríumenn urðu fyrir miklu áfalli þegar karlalandsliði þjóðarinnar mistókst að tryggja sér sæti á heimsmeistaramótinu næsta sumar. Nígería tapaði á móti Austur-Kongó í vítakeppni í hreinum úrslitaleik um að komast áfram í Álfuumspilið. Éric Chelle, aðalþjálfari Nígeríu, hefur nú sakað lið Austur-Kongó um að nota „vúdú“ í vítaspyrnukeppninni sem batt enda á möguleika liðsins á að komast á HM 2026. Frank Onyeka kom Nígeríu yfir áður en Meschack Elia jafnaði metin og leikurinn fór í vítaspyrnukeppni þar sem Austur-Kongó bar sigur úr býtum, 4-3. Með því héldu Austur-Kongómenn sínum eigin HM-draumum á lífi. View this post on Instagram A post shared by SPORTbible (@sportbible) Nígeríumenn klikkuðu á þremur vítum í vítaspyrnukeppninni þar á meðal þeim tveimur fyrstu. Úrslitin réðust þegar Semi Ajayi lét verja frá sér og Chancel Mbemba skoraði úr sjöttu og síðustu spyrnu Austur-Kongó. Eftir úrslitin kom Chelle með óvenjulega ásökun þegar hann ræddi um vítaspyrnukeppnina sem staðfesti að Nígería myndi missa af öðru heimsmeistaramótinu í röð. „Í öllum vítaspyrnunum notaði gaurinn frá Kongó einhvers konar vúdú. Í hvert einasta skipti. Í hvert einasta skipti. Þess vegna var ég svolítið stressaður,“ sagði Chelle við fréttamenn. Þegar hann var spurður hvað hann hefði séð veifaði Chelle hægri handleggnum en gat ekki staðfest nákvæmlega hvað hann átti við. „Eitthvað svona [veifaði handleggnum]. Þú veist, með ég veit ekki hvort það var vatn eða eitthvað svoleiðis, þú veist,“ sagði Chelle. Tapið, sem kom gegn liði sem er nítján sætum neðar á heimslistanum, þýðir að Nígería missir af þriðja heimsmeistaramótinu síðan 2006. Nígería var síðast með á HM í Rússlandi 2018 þar sem Nígeríumenn mættu meðal annars Íslendingum. Nígería komst í sextán liða úrslit á síðasta heimsmeistaramótinu sem fór fram í Bandaríkjunum árið 1994. Nígería hefur verið eitt af stórveldum Afríku en nú er þegar ljóst að það líða að minnsta kosti tólf ár á milli heimsmeistarakeppna hjá Nígeríumönnum. HM 2026 í fótbolta Nígería Mest lesið Albert svaraði eftir að hafa verið sakaður um hugleysi Fótbolti Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull Íslenski boltinn „Hann er með einhverjar Ibiza-myndir af Slot“ Enski boltinn „Hortugasta klapp sem ég hef séð“ Körfubolti Dæmd í fjögurra ára fangelsi Fótbolti Salah ekki með Liverpool til Ítalíu Enski boltinn „Ég myndi bróka hann inn í klefa“ Körfubolti Búist við að Salah verði hent úr hóp Enski boltinn Þriggja ára strákur setti heimsmet í skák Sport Langhlauparar í meiri hættu að fá krabbamein Sport Fleiri fréttir Barcelona stillti upp yngsta byrjunarliði félagsins í 95 ár Salah ekki með Liverpool til Ítalíu Banna samkynhneigð en mætast samt í „Hinsegin leiknum“ á HM 2026 Þrettán mismunandi leiktímar á HM næsta sumar Krísufundur hjá Real Madrid í nótt Neymar hundsaði læknana og bjargaði Santos frá falli Kom stjórnendum Liverpool á óvart hversu harðorður Salah var Scholes segir félagið eyðileggja Mainoo Búist við að Salah verði hent úr hóp FIFA skipar evrópskum fótboltafélögum að borga Rússum Dæmd í fjögurra ára fangelsi Dómsmál vegna andláts Sala hefst í dag Salah-málið farið að minna mikið á þegar Ronaldo yfirgaf Man Utd Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull Gefur milljarða svo íþróttakonur séu rannsakaðar betur „Hann er með einhverjar Ibiza-myndir af Slot“ Fékk rauða spjaldið fyrir leik og ástæðan voru nærbuxurnar Sjáðu markið sem West Ham-menn sáu tvær ástæður til að dæma af Albert svaraði eftir að hafa verið sakaður um hugleysi Beðið eftir blaðamannafundi Slot í dag: Er einhver leið til baka fyrir Salah? Landsliðsmaður handtekinn í London „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Allt í steik hjá Real og tveir sáu rautt Höjlund afgreiddi Juve og kom Napoli á toppinn Sér bara eina leið fyrir Salah: „Komi og biðjist innilega afsökunar“ Kristall skoraði í sögulegum sigri á FCK Guéhi hetjan og Palace upp í fjórða sæti Glódís og Bayern að stinga af eftir stórsigur Benítez enn með Sverri á bekknum og það borgaði sig ekki Tómas á toppnum eftir sigur á skoska risanum Sjá meira
Nígería tapaði á móti Austur-Kongó í vítakeppni í hreinum úrslitaleik um að komast áfram í Álfuumspilið. Éric Chelle, aðalþjálfari Nígeríu, hefur nú sakað lið Austur-Kongó um að nota „vúdú“ í vítaspyrnukeppninni sem batt enda á möguleika liðsins á að komast á HM 2026. Frank Onyeka kom Nígeríu yfir áður en Meschack Elia jafnaði metin og leikurinn fór í vítaspyrnukeppni þar sem Austur-Kongó bar sigur úr býtum, 4-3. Með því héldu Austur-Kongómenn sínum eigin HM-draumum á lífi. View this post on Instagram A post shared by SPORTbible (@sportbible) Nígeríumenn klikkuðu á þremur vítum í vítaspyrnukeppninni þar á meðal þeim tveimur fyrstu. Úrslitin réðust þegar Semi Ajayi lét verja frá sér og Chancel Mbemba skoraði úr sjöttu og síðustu spyrnu Austur-Kongó. Eftir úrslitin kom Chelle með óvenjulega ásökun þegar hann ræddi um vítaspyrnukeppnina sem staðfesti að Nígería myndi missa af öðru heimsmeistaramótinu í röð. „Í öllum vítaspyrnunum notaði gaurinn frá Kongó einhvers konar vúdú. Í hvert einasta skipti. Í hvert einasta skipti. Þess vegna var ég svolítið stressaður,“ sagði Chelle við fréttamenn. Þegar hann var spurður hvað hann hefði séð veifaði Chelle hægri handleggnum en gat ekki staðfest nákvæmlega hvað hann átti við. „Eitthvað svona [veifaði handleggnum]. Þú veist, með ég veit ekki hvort það var vatn eða eitthvað svoleiðis, þú veist,“ sagði Chelle. Tapið, sem kom gegn liði sem er nítján sætum neðar á heimslistanum, þýðir að Nígería missir af þriðja heimsmeistaramótinu síðan 2006. Nígería var síðast með á HM í Rússlandi 2018 þar sem Nígeríumenn mættu meðal annars Íslendingum. Nígería komst í sextán liða úrslit á síðasta heimsmeistaramótinu sem fór fram í Bandaríkjunum árið 1994. Nígería hefur verið eitt af stórveldum Afríku en nú er þegar ljóst að það líða að minnsta kosti tólf ár á milli heimsmeistarakeppna hjá Nígeríumönnum.
HM 2026 í fótbolta Nígería Mest lesið Albert svaraði eftir að hafa verið sakaður um hugleysi Fótbolti Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull Íslenski boltinn „Hann er með einhverjar Ibiza-myndir af Slot“ Enski boltinn „Hortugasta klapp sem ég hef séð“ Körfubolti Dæmd í fjögurra ára fangelsi Fótbolti Salah ekki með Liverpool til Ítalíu Enski boltinn „Ég myndi bróka hann inn í klefa“ Körfubolti Búist við að Salah verði hent úr hóp Enski boltinn Þriggja ára strákur setti heimsmet í skák Sport Langhlauparar í meiri hættu að fá krabbamein Sport Fleiri fréttir Barcelona stillti upp yngsta byrjunarliði félagsins í 95 ár Salah ekki með Liverpool til Ítalíu Banna samkynhneigð en mætast samt í „Hinsegin leiknum“ á HM 2026 Þrettán mismunandi leiktímar á HM næsta sumar Krísufundur hjá Real Madrid í nótt Neymar hundsaði læknana og bjargaði Santos frá falli Kom stjórnendum Liverpool á óvart hversu harðorður Salah var Scholes segir félagið eyðileggja Mainoo Búist við að Salah verði hent úr hóp FIFA skipar evrópskum fótboltafélögum að borga Rússum Dæmd í fjögurra ára fangelsi Dómsmál vegna andláts Sala hefst í dag Salah-málið farið að minna mikið á þegar Ronaldo yfirgaf Man Utd Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull Gefur milljarða svo íþróttakonur séu rannsakaðar betur „Hann er með einhverjar Ibiza-myndir af Slot“ Fékk rauða spjaldið fyrir leik og ástæðan voru nærbuxurnar Sjáðu markið sem West Ham-menn sáu tvær ástæður til að dæma af Albert svaraði eftir að hafa verið sakaður um hugleysi Beðið eftir blaðamannafundi Slot í dag: Er einhver leið til baka fyrir Salah? Landsliðsmaður handtekinn í London „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Allt í steik hjá Real og tveir sáu rautt Höjlund afgreiddi Juve og kom Napoli á toppinn Sér bara eina leið fyrir Salah: „Komi og biðjist innilega afsökunar“ Kristall skoraði í sögulegum sigri á FCK Guéhi hetjan og Palace upp í fjórða sæti Glódís og Bayern að stinga af eftir stórsigur Benítez enn með Sverri á bekknum og það borgaði sig ekki Tómas á toppnum eftir sigur á skoska risanum Sjá meira