„Úkraína er ekki betra fótboltalið en við í dag“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 16. nóvember 2025 19:18 Sverrir Ingi Ingason átti í harðri baráttu við Vladyslav Vanat í leiknum í kvöld. epa/Piotr Nowak Sverrir Ingi Ingason hafði í nógu að snúast í vörn Íslands gegn Úkraínu í úrslitaleiknum um sæti í HM-umspili. Íslendingar töpuðu, 2-0, og Sverrir segir erfitt að kyngja niðurstöðunni. Íslandi dugði jafntefli og staðan var markalaus fram á 83. mínútu þegar Oleksandr Zubkov kom Úkraínu yfir. Oleksiy Gutsulyak skoraði svo annað mark Úkraínumanna í uppbótartíma. „Þetta er ógeðslegt. Þetta er ein helvítis hornspyrna. Við höfum varist hornspyrnur frábærlega alla þessa undankeppni og munurinn er svo lítill. Hann fær frían skalla og skorar á meðan við fáum frían skalla og markvörðurinn þeirra á vörslu. Elías á líka vörslu. Þetta er bara 50-50 leikur og í dag datt þetta ekki með okkur,“ sagði Sverrir við Val Pál Eiríksson eftir leikinn í Varsjá. „Við fengum færi til að komast yfir. Í seinni hálfleik fannst mér við vera með stjórn á þessu. Þeir sköpuðu sér ekki neitt fyrir utan þegar við erum að gefa boltann frá okkur í skyndisóknum. Fyrir utan það var þetta traust. Það er virkilega erfitt að taka þessu því mér fannst liðið eiga miklu meira skilið.“ Sverrir segir að framtíð íslenska liðsins sé björt. „Það eru þessi litlu smáatriði. Við erum með svo ógeðslega ungt lið og ógeðslega gott fótboltalið. En þessir strákar eru komnir svo langt á svo stuttum tíma með landsliðinu. Mér finnst geðveikt að taka þátt í þessu með þeim og ég er hundrað prósent að þetta lið mun á næstu árum fara á stórmót,“ sagði Sverrir. „Við verðum að taka þessi augnablik og þennan leik með okkur af því að liðið þarf að vaxa. Þetta gekk ekki upp í dag en á næstu árum fáum við að sjá þetta lið á stórmóti. Þeir eru það góðir.“ En hver eru skilaboðin til ungu leikmanna íslenska liðsins? „Bara halda áfram. Úkraína er ekki betra fótboltalið en við í dag. Þetta er ákveðin kúnst þegar þú ert að fara í þessa leiki. Þú þarft að stilla tilfinningar. Það þarf allt að smella. Liðið sem við áttum síðast lenti í mótlæti í byrjun,“ sagði Sverrir og vísaði til gullaldarliðs Íslands sem fór á tvö stórmót. „Þetta virðist ekki ætla að vera létt sigling. Við þurfum bara að halda áfram. Þessir gaurar eru flestallir 20-22 ára. Þeir eiga eftir að vera í landsliðinu 10-15 ár í viðbót. Ég vona að ég geti haldið áfram að spila og berja þá áfram þar til þeir komast á stórmót því þeir eiga það skilið.“ Sjá má viðtalið við Sverri í spilaranum hér fyrir ofan. HM 2026 í fótbolta Landslið karla í fótbolta Tengdar fréttir Úkraína - Ísland 2-0 | Krömdu aftur hjörtu Íslendinga Annað árið í röð náðu Úkraínumenn að slökkva vonir Íslands um að komast á stórmót í fótbolta karla, með 2-0 sigri í afar spennandi slag liðanna í Varsjá í dag í lokaumferð undankeppni HM. 16. nóvember 2025 12:15 Mest lesið Segir fjórðung í bók Óla ósannan Íslenski boltinn „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Fótbolti „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Enski boltinn Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum Fótbolti „Er því miður kominn í jólafrí“ Handbolti Åge Hareide látinn Fótbolti Besti CrossFit-maður Íslands elskar Búlluna Sport Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Fótbolti Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega að líta í kringum mig“ Körfubolti Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Fótbolti Fleiri fréttir Karólína Lea því miður of snemma í jólafrí Alexander Isak fékk sænska gullboltann Hilmar Árni til starfa hjá KR „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Segir fjórðung í bók Óla ósannan Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Strasbourg - Breiðablik 3-1 | Hetjuleg barátta dugði skammt Napoli í úrslit í Sádi-Arabíu Åge Hareide látinn Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn „Við þurfum bara að keyra á þetta“ Segir Nóel Atla frábært dæmi um það þegar hlutirnir gangi upp Glódís gæti þurft að ryðja Man. Utd og Barcelona úr vegi að úrslitaleiknum Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Liðsfélagi landsliðsmanns missti unga frændur sína í sprengingu Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ Bíður eftir kallinu frá Arnari: „Myndi segja að ég væri klár“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Fótboltamaður skotinn til bana Spilar áfram með Messi í Miami Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Sjá meira
Íslandi dugði jafntefli og staðan var markalaus fram á 83. mínútu þegar Oleksandr Zubkov kom Úkraínu yfir. Oleksiy Gutsulyak skoraði svo annað mark Úkraínumanna í uppbótartíma. „Þetta er ógeðslegt. Þetta er ein helvítis hornspyrna. Við höfum varist hornspyrnur frábærlega alla þessa undankeppni og munurinn er svo lítill. Hann fær frían skalla og skorar á meðan við fáum frían skalla og markvörðurinn þeirra á vörslu. Elías á líka vörslu. Þetta er bara 50-50 leikur og í dag datt þetta ekki með okkur,“ sagði Sverrir við Val Pál Eiríksson eftir leikinn í Varsjá. „Við fengum færi til að komast yfir. Í seinni hálfleik fannst mér við vera með stjórn á þessu. Þeir sköpuðu sér ekki neitt fyrir utan þegar við erum að gefa boltann frá okkur í skyndisóknum. Fyrir utan það var þetta traust. Það er virkilega erfitt að taka þessu því mér fannst liðið eiga miklu meira skilið.“ Sverrir segir að framtíð íslenska liðsins sé björt. „Það eru þessi litlu smáatriði. Við erum með svo ógeðslega ungt lið og ógeðslega gott fótboltalið. En þessir strákar eru komnir svo langt á svo stuttum tíma með landsliðinu. Mér finnst geðveikt að taka þátt í þessu með þeim og ég er hundrað prósent að þetta lið mun á næstu árum fara á stórmót,“ sagði Sverrir. „Við verðum að taka þessi augnablik og þennan leik með okkur af því að liðið þarf að vaxa. Þetta gekk ekki upp í dag en á næstu árum fáum við að sjá þetta lið á stórmóti. Þeir eru það góðir.“ En hver eru skilaboðin til ungu leikmanna íslenska liðsins? „Bara halda áfram. Úkraína er ekki betra fótboltalið en við í dag. Þetta er ákveðin kúnst þegar þú ert að fara í þessa leiki. Þú þarft að stilla tilfinningar. Það þarf allt að smella. Liðið sem við áttum síðast lenti í mótlæti í byrjun,“ sagði Sverrir og vísaði til gullaldarliðs Íslands sem fór á tvö stórmót. „Þetta virðist ekki ætla að vera létt sigling. Við þurfum bara að halda áfram. Þessir gaurar eru flestallir 20-22 ára. Þeir eiga eftir að vera í landsliðinu 10-15 ár í viðbót. Ég vona að ég geti haldið áfram að spila og berja þá áfram þar til þeir komast á stórmót því þeir eiga það skilið.“ Sjá má viðtalið við Sverri í spilaranum hér fyrir ofan.
HM 2026 í fótbolta Landslið karla í fótbolta Tengdar fréttir Úkraína - Ísland 2-0 | Krömdu aftur hjörtu Íslendinga Annað árið í röð náðu Úkraínumenn að slökkva vonir Íslands um að komast á stórmót í fótbolta karla, með 2-0 sigri í afar spennandi slag liðanna í Varsjá í dag í lokaumferð undankeppni HM. 16. nóvember 2025 12:15 Mest lesið Segir fjórðung í bók Óla ósannan Íslenski boltinn „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Fótbolti „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Enski boltinn Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum Fótbolti „Er því miður kominn í jólafrí“ Handbolti Åge Hareide látinn Fótbolti Besti CrossFit-maður Íslands elskar Búlluna Sport Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Fótbolti Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega að líta í kringum mig“ Körfubolti Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Fótbolti Fleiri fréttir Karólína Lea því miður of snemma í jólafrí Alexander Isak fékk sænska gullboltann Hilmar Árni til starfa hjá KR „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Segir fjórðung í bók Óla ósannan Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Strasbourg - Breiðablik 3-1 | Hetjuleg barátta dugði skammt Napoli í úrslit í Sádi-Arabíu Åge Hareide látinn Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn „Við þurfum bara að keyra á þetta“ Segir Nóel Atla frábært dæmi um það þegar hlutirnir gangi upp Glódís gæti þurft að ryðja Man. Utd og Barcelona úr vegi að úrslitaleiknum Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Liðsfélagi landsliðsmanns missti unga frændur sína í sprengingu Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ Bíður eftir kallinu frá Arnari: „Myndi segja að ég væri klár“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Fótboltamaður skotinn til bana Spilar áfram með Messi í Miami Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Sjá meira
Úkraína - Ísland 2-0 | Krömdu aftur hjörtu Íslendinga Annað árið í röð náðu Úkraínumenn að slökkva vonir Íslands um að komast á stórmót í fótbolta karla, með 2-0 sigri í afar spennandi slag liðanna í Varsjá í dag í lokaumferð undankeppni HM. 16. nóvember 2025 12:15