„Úkraína er ekki betra fótboltalið en við í dag“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 16. nóvember 2025 19:18 Sverrir Ingi Ingason átti í harðri baráttu við Vladyslav Vanat í leiknum í kvöld. epa/Piotr Nowak Sverrir Ingi Ingason hafði í nógu að snúast í vörn Íslands gegn Úkraínu í úrslitaleiknum um sæti í HM-umspili. Íslendingar töpuðu, 2-0, og Sverrir segir erfitt að kyngja niðurstöðunni. Íslandi dugði jafntefli og staðan var markalaus fram á 83. mínútu þegar Oleksandr Zubkov kom Úkraínu yfir. Oleksiy Gutsulyak skoraði svo annað mark Úkraínumanna í uppbótartíma. „Þetta er ógeðslegt. Þetta er ein helvítis hornspyrna. Við höfum varist hornspyrnur frábærlega alla þessa undankeppni og munurinn er svo lítill. Hann fær frían skalla og skorar á meðan við fáum frían skalla og markvörðurinn þeirra á vörslu. Elías á líka vörslu. Þetta er bara 50-50 leikur og í dag datt þetta ekki með okkur,“ sagði Sverrir við Val Pál Eiríksson eftir leikinn í Varsjá. „Við fengum færi til að komast yfir. Í seinni hálfleik fannst mér við vera með stjórn á þessu. Þeir sköpuðu sér ekki neitt fyrir utan þegar við erum að gefa boltann frá okkur í skyndisóknum. Fyrir utan það var þetta traust. Það er virkilega erfitt að taka þessu því mér fannst liðið eiga miklu meira skilið.“ Sverrir segir að framtíð íslenska liðsins sé björt. „Það eru þessi litlu smáatriði. Við erum með svo ógeðslega ungt lið og ógeðslega gott fótboltalið. En þessir strákar eru komnir svo langt á svo stuttum tíma með landsliðinu. Mér finnst geðveikt að taka þátt í þessu með þeim og ég er hundrað prósent að þetta lið mun á næstu árum fara á stórmót,“ sagði Sverrir. „Við verðum að taka þessi augnablik og þennan leik með okkur af því að liðið þarf að vaxa. Þetta gekk ekki upp í dag en á næstu árum fáum við að sjá þetta lið á stórmóti. Þeir eru það góðir.“ En hver eru skilaboðin til ungu leikmanna íslenska liðsins? „Bara halda áfram. Úkraína er ekki betra fótboltalið en við í dag. Þetta er ákveðin kúnst þegar þú ert að fara í þessa leiki. Þú þarft að stilla tilfinningar. Það þarf allt að smella. Liðið sem við áttum síðast lenti í mótlæti í byrjun,“ sagði Sverrir og vísaði til gullaldarliðs Íslands sem fór á tvö stórmót. „Þetta virðist ekki ætla að vera létt sigling. Við þurfum bara að halda áfram. Þessir gaurar eru flestallir 20-22 ára. Þeir eiga eftir að vera í landsliðinu 10-15 ár í viðbót. Ég vona að ég geti haldið áfram að spila og berja þá áfram þar til þeir komast á stórmót því þeir eiga það skilið.“ Sjá má viðtalið við Sverri í spilaranum hér fyrir ofan. HM 2026 í fótbolta Landslið karla í fótbolta Tengdar fréttir Úkraína - Ísland 2-0 | Krömdu aftur hjörtu Íslendinga Annað árið í röð náðu Úkraínumenn að slökkva vonir Íslands um að komast á stórmót í fótbolta karla, með 2-0 sigri í afar spennandi slag liðanna í Varsjá í dag í lokaumferð undankeppni HM. 16. nóvember 2025 12:15 Mest lesið Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Enski boltinn Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Handbolti Hafþór Júlíus keppir á „Steraleikunum“ Sport „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Handbolti Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Enski boltinn Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ Körfubolti Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Handbolti „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Körfubolti Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Íslenski boltinn Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Íslenski boltinn Fleiri fréttir Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Tottenham fær brasilískan bakvörð Everton-maðurinn sendi Senegal í undanúrslit Bikarhetjan til KA Amanda mætt aftur „heim“ Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Saka skrifar undir nýjan langtímasamning við Arsenal Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar TikTok í fyrsta sæti á HM í fótbolta í sumar Settu upp skautavelli inni á einum flottasta fótboltaleikvangi Spánar „Við erum aðhlátursefni,“ segja stuðningsmenn Man Utd Bað Liverpool-leikmanninn afsökunar Semenyo tekur treyjunúmer Yaya Touré Fékk gjöf frá Karólínu Leu um leið og hún kom úr erfiðri geislameðferð Hafa bara rifist á vellinum en ætla að búa saman Svona var stórleikurinn: Átti Liverpool að fá víti? „Algjör karakter og þú lýstir upp hvert sem þú fórst“ „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Mikael krækti í víti og var grátlega nærri sigri á Milan Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Real bjó til El Clásico úrslitaleik PSG bætti við titli eftir vító og hádramatík Sjá meira
Íslandi dugði jafntefli og staðan var markalaus fram á 83. mínútu þegar Oleksandr Zubkov kom Úkraínu yfir. Oleksiy Gutsulyak skoraði svo annað mark Úkraínumanna í uppbótartíma. „Þetta er ógeðslegt. Þetta er ein helvítis hornspyrna. Við höfum varist hornspyrnur frábærlega alla þessa undankeppni og munurinn er svo lítill. Hann fær frían skalla og skorar á meðan við fáum frían skalla og markvörðurinn þeirra á vörslu. Elías á líka vörslu. Þetta er bara 50-50 leikur og í dag datt þetta ekki með okkur,“ sagði Sverrir við Val Pál Eiríksson eftir leikinn í Varsjá. „Við fengum færi til að komast yfir. Í seinni hálfleik fannst mér við vera með stjórn á þessu. Þeir sköpuðu sér ekki neitt fyrir utan þegar við erum að gefa boltann frá okkur í skyndisóknum. Fyrir utan það var þetta traust. Það er virkilega erfitt að taka þessu því mér fannst liðið eiga miklu meira skilið.“ Sverrir segir að framtíð íslenska liðsins sé björt. „Það eru þessi litlu smáatriði. Við erum með svo ógeðslega ungt lið og ógeðslega gott fótboltalið. En þessir strákar eru komnir svo langt á svo stuttum tíma með landsliðinu. Mér finnst geðveikt að taka þátt í þessu með þeim og ég er hundrað prósent að þetta lið mun á næstu árum fara á stórmót,“ sagði Sverrir. „Við verðum að taka þessi augnablik og þennan leik með okkur af því að liðið þarf að vaxa. Þetta gekk ekki upp í dag en á næstu árum fáum við að sjá þetta lið á stórmóti. Þeir eru það góðir.“ En hver eru skilaboðin til ungu leikmanna íslenska liðsins? „Bara halda áfram. Úkraína er ekki betra fótboltalið en við í dag. Þetta er ákveðin kúnst þegar þú ert að fara í þessa leiki. Þú þarft að stilla tilfinningar. Það þarf allt að smella. Liðið sem við áttum síðast lenti í mótlæti í byrjun,“ sagði Sverrir og vísaði til gullaldarliðs Íslands sem fór á tvö stórmót. „Þetta virðist ekki ætla að vera létt sigling. Við þurfum bara að halda áfram. Þessir gaurar eru flestallir 20-22 ára. Þeir eiga eftir að vera í landsliðinu 10-15 ár í viðbót. Ég vona að ég geti haldið áfram að spila og berja þá áfram þar til þeir komast á stórmót því þeir eiga það skilið.“ Sjá má viðtalið við Sverri í spilaranum hér fyrir ofan.
HM 2026 í fótbolta Landslið karla í fótbolta Tengdar fréttir Úkraína - Ísland 2-0 | Krömdu aftur hjörtu Íslendinga Annað árið í röð náðu Úkraínumenn að slökkva vonir Íslands um að komast á stórmót í fótbolta karla, með 2-0 sigri í afar spennandi slag liðanna í Varsjá í dag í lokaumferð undankeppni HM. 16. nóvember 2025 12:15 Mest lesið Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Enski boltinn Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Handbolti Hafþór Júlíus keppir á „Steraleikunum“ Sport „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Handbolti Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Enski boltinn Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ Körfubolti Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Handbolti „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Körfubolti Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Íslenski boltinn Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Íslenski boltinn Fleiri fréttir Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Tottenham fær brasilískan bakvörð Everton-maðurinn sendi Senegal í undanúrslit Bikarhetjan til KA Amanda mætt aftur „heim“ Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Saka skrifar undir nýjan langtímasamning við Arsenal Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar TikTok í fyrsta sæti á HM í fótbolta í sumar Settu upp skautavelli inni á einum flottasta fótboltaleikvangi Spánar „Við erum aðhlátursefni,“ segja stuðningsmenn Man Utd Bað Liverpool-leikmanninn afsökunar Semenyo tekur treyjunúmer Yaya Touré Fékk gjöf frá Karólínu Leu um leið og hún kom úr erfiðri geislameðferð Hafa bara rifist á vellinum en ætla að búa saman Svona var stórleikurinn: Átti Liverpool að fá víti? „Algjör karakter og þú lýstir upp hvert sem þú fórst“ „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Mikael krækti í víti og var grátlega nærri sigri á Milan Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Real bjó til El Clásico úrslitaleik PSG bætti við titli eftir vító og hádramatík Sjá meira
Úkraína - Ísland 2-0 | Krömdu aftur hjörtu Íslendinga Annað árið í röð náðu Úkraínumenn að slökkva vonir Íslands um að komast á stórmót í fótbolta karla, með 2-0 sigri í afar spennandi slag liðanna í Varsjá í dag í lokaumferð undankeppni HM. 16. nóvember 2025 12:15