Körfubolti

Styrmir sterkur í sigri á Spáni

Sindri Sverrisson skrifar
Styrmir Snær Þrastarson var öflugur í kvöld.
Styrmir Snær Þrastarson var öflugur í kvöld. Vísir/Ívar

Landsliðsmaðurinn Styrmir Snær Þrastarson stóð vel fyrir sínu á Spáni í kvöld þegar lið hans Zamora vann 86-82 útisigur gegn Gipuzkoa, í næstefstu deild spænska körfuboltans.

Styrmir var þriðji stigahæstur í liði Zamora með sextán stig en hann hitti úr fimm af níu skotum sínum í opnum leik og úr sex vítaskotum af sjö. Hann tók auk þess þrjú fráköst og gaf tvær stoðsendingar.

Zamora kom sér í fína stöðu fyrir lokaleikhlutann og var þá ellefu stigum yfir, 70-59, en spennan var mikil í lokin. Þegar rúm mínúta var eftir minnkuðu heimamenn muninn í tvö stig, 84-82, en skoruðu ekki meira eftir það.

Zamora er nú í 7. sæti með átta stig úr átta leikjum, sex stigum fyrir ofan Giupzkoa sem er í 15. sæti.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×