„Ætla ekki að horfa oft á seinni hálfleikinn til að skemmta mér“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 13. nóvember 2025 19:51 Arnar Gunnlaugsson var ánægðari með fyrri hálfleikinn gegn Aserbaísjan en þann seinni. vísir/anton Arnar Gunnlaugsson, þjálfari íslenska karlalandsliðsins, var sáttur eftir sigurinn á Aserbaísjan í Bakú í undankeppni HM 2026 í kvöld. Íslendingar mæta Úkraínumönnum í úrslitaleik um sæti í umspili á heimsmeistaramótinu á sunnudaginn. „Mér líður mjög vel. Þetta var mjög erfiður leikur. Fyrri hálfleikur var fagmannlegur og vel spilaður af okkar hálfu en í seinni hálfleik hafði ég það á tilfinningunni að menn vildu ekki meiðast,“ sagði Arnar við Val Pál Eiríksson eftir leikinn í kvöld. Klippa: Viðtal við Arnar Gunnlaugsson „Við vorum á svona 95 prósent ákefð og í alþjóðlegum fótbolta er það munur sem skiptir máli. Mér fannst Aserbaísjan ekki fá neitt dauðafæri en það var meiri orka í þeim í seinni hálfleik. Það var eins og þeir hefðu tekið sig saman í andlitinu í seinni hálfleik og ákveðið að gefa allt í þetta. Við vorum svolítið sljóir en við héldum hreinum, unnum 2-0 sigur og við hljótum að vera sáttir með það.“ En fannst Arnari leikáætlunin ganga vel upp í kvöld? „Mér fannst fyrri hálfleikur mjög flottur. Við vorum með góða stjórn, það var flottur hreyfanleiki á liðinu, við vorum fljótir að þreyta þá og nýttum okkar sóknir vel. Þótt við hefðum ekki skapað mikið létum við boltann vinna vel fyrir okkur, fundum góð svæði og mér fannst bara tímaspursmál hvenær við myndum skora,“ svaraði Arnar. Væri dauðadómur á sunnudaginn „Þessi 2-0 forysta er alltaf snúin. Það er alltaf spurning um þriðja markið og halda einbeitingunni. Mér fannst við aðeins of værukærir í seinni hálfleik sem væri dauðadómur á sunnudaginn. Það er alltaf eitthvað til að tala um eftir svona leiki en ég vil ekki kvarta. Þetta er erfiður útivöllur, Úkraína náði bara jafntefli hérna þannig að við hljótum að vera sáttir eftir þennan leik.“ Ekkert fullkominn leikur Arnar hafði það á tilfinningunni að leikmenn Íslands hefðu sparað sig aðeins í seinni hálfleik. „Mér fannst þeir stíga aðeins upp hvað varðar ákefðina og okkar strákar voru bara: Við erum búnir að vinna þennan og ætlum að spara okkur aðeins fyrir leikinn á sunnudaginn. Það var tilfinningin þótt það sé kannski ekki alveg heilagur sannleikur. Við fórum ekki eins hart í návígin og í fyrri hálfleik og þeir gengu aðeins á lagið án þess þó að ógna mikið. Varnarlínan okkar var svolítið flatfóta og seinir að bregðast við. Þetta var ekkert fullkominn leikur. Ég ætla ekki að horfa oft á seinni hálfleikinn til að skemmta mér yfir honum en tökum það góða úr fyrri hálfleik,“ sagði Arnar og benti á að íslenska liðið væri það markahæsta í sínum riðli í undankeppni. Gat ekki beðið um meira Jóhann Berg Guðmundsson lék sinn fyrsta leik undir stjórn Arnars í kvöld en það var jafnframt hans hundraðasti landsleikur. Jóhann Berg lagði seinna mark Íslands upp fyrir Sverri Inga Ingason. „Hann var virkilega öflugur í fyrri hálfleik. Það dró aðeins af honum í seinni en hann var flottur í varnarleiknum og gerði sitt í sóknarleiknum og leyfði liðinu að halda boltanum vel. Ég gat ekki ætlast til meira af honum og óska honum hjartanlega til hamingju með hundraðasta landsleikinn. Fyrir hann og hans fjölskyldu er þetta mjög stór stund,“ sagði Arnar. Grunar að Úkraína spili upp á jafntefli Þótt það sé orðið áliðið í Aserbaísjan ætlar Arnar að fylgjast með leik Frakklands og Úkraínu. Svo lengi sem Úkraínumenn vinna ekki dugir Íslendingum jafntefli í úrslitaleiknum í Varsjá á sunnudaginn. „Ég held að við gerum það allir. Það er ekki hægt að sofna eftir svona leik. Adrenalínið er á fullu og þetta verður spennandi á eftir. Mig grunar að Úkraína ætli bara að ná í stigið og pakka í vörn. Frakkarnir eru með hörkulið í kvöld og vonandi ná þeir að klára verkefnið vel fyrir okkur. Við náðum að klára okkar og meira getum við ekki beðið um,“ sagði Arnar að endingu. Horfa má á viðtalið við Arnar í spilaranum hér fyrir ofan. HM 2026 í fótbolta Landslið karla í fótbolta Tengdar fréttir „Það var kominn tími til að ég myndi skora eitt mark“ Íslenska landsliðið sigraði Aserbaísjan í Bakú í kvöld 0-2. Sverrir Ingi Ingason skoraði seinna mark Íslands og það var ekki af verri gerðinni. 13. nóvember 2025 19:48 Einkunnir Íslands: Albert og Sverrir Ingi með mörkin Íslenska landsliðið vann öruggan 0-2 sigur á Aserbaísjan í Bakú í kvöld. Albert Guðmundsson og Sverrir Ingi Ingason skoruðu mörk Íslands í leiknum. 13. nóvember 2025 19:23 Mætti á völlinn með jólamynd af Stefáni Teiti og frú Ungur áhorfandi í Bakú, þar sem Asebaísjan og Ísland áttust við í undankeppni HM í fótbolta, mætti með innrammaða jólamynd af einum leikmanna íslenska liðsins í stúkuna. 13. nóvember 2025 19:54 „Mikill heiður fyrir mig og mína fjölskyldu“ Jóhann Berg Guðmundsson var auðvitað ánægður í kvöld eftir stoðsendingu og sigur í sínum hundraðasta A-landsleik. Hann kveðst aldrei hafa verið í vafa um að hann næði að spila sinn hundraðasta leik. 13. nóvember 2025 19:29 Sjáðu mörk Íslands í Bakú Ísland vann í kvöld ákaflega mikilvægan sigur gegn Aserbaísjan í Bakú, í undankeppni HM í fótbolta. Mörkin úr leiknum má sjá á Vísi. 13. nóvember 2025 17:53 „Sagði við Albert að ég ætlaði að reyna að finna hann eins mikið og ég gat“ Ísak Bergmann Jóhannesson var sáttur eftir sigur Íslands á Aserbaísjan, 0-2, í undankeppni HM 2026 í kvöld. Á sunnudaginn mæta Íslendingar Úkraínumönnum í hreinum úrslitaleik um sæti í umspili um sæti á heimsmeistaramótinu. 13. nóvember 2025 19:17 Mest lesið Segir fjórðung í bók Óla ósannan Íslenski boltinn „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Fótbolti „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Enski boltinn Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum Fótbolti „Er því miður kominn í jólafrí“ Handbolti Åge Hareide látinn Fótbolti Besti CrossFit-maður Íslands elskar Búlluna Sport Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Fótbolti Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega að líta í kringum mig“ Körfubolti Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Fótbolti Fleiri fréttir Karólína Lea því miður of snemma í jólafrí Alexander Isak fékk sænska gullboltann Hilmar Árni til starfa hjá KR „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Segir fjórðung í bók Óla ósannan Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Strasbourg - Breiðablik 3-1 | Hetjuleg barátta dugði skammt Napoli í úrslit í Sádi-Arabíu Åge Hareide látinn Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn „Við þurfum bara að keyra á þetta“ Segir Nóel Atla frábært dæmi um það þegar hlutirnir gangi upp Glódís gæti þurft að ryðja Man. Utd og Barcelona úr vegi að úrslitaleiknum Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Liðsfélagi landsliðsmanns missti unga frændur sína í sprengingu Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ Bíður eftir kallinu frá Arnari: „Myndi segja að ég væri klár“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Fótboltamaður skotinn til bana Spilar áfram með Messi í Miami Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Sjá meira
„Mér líður mjög vel. Þetta var mjög erfiður leikur. Fyrri hálfleikur var fagmannlegur og vel spilaður af okkar hálfu en í seinni hálfleik hafði ég það á tilfinningunni að menn vildu ekki meiðast,“ sagði Arnar við Val Pál Eiríksson eftir leikinn í kvöld. Klippa: Viðtal við Arnar Gunnlaugsson „Við vorum á svona 95 prósent ákefð og í alþjóðlegum fótbolta er það munur sem skiptir máli. Mér fannst Aserbaísjan ekki fá neitt dauðafæri en það var meiri orka í þeim í seinni hálfleik. Það var eins og þeir hefðu tekið sig saman í andlitinu í seinni hálfleik og ákveðið að gefa allt í þetta. Við vorum svolítið sljóir en við héldum hreinum, unnum 2-0 sigur og við hljótum að vera sáttir með það.“ En fannst Arnari leikáætlunin ganga vel upp í kvöld? „Mér fannst fyrri hálfleikur mjög flottur. Við vorum með góða stjórn, það var flottur hreyfanleiki á liðinu, við vorum fljótir að þreyta þá og nýttum okkar sóknir vel. Þótt við hefðum ekki skapað mikið létum við boltann vinna vel fyrir okkur, fundum góð svæði og mér fannst bara tímaspursmál hvenær við myndum skora,“ svaraði Arnar. Væri dauðadómur á sunnudaginn „Þessi 2-0 forysta er alltaf snúin. Það er alltaf spurning um þriðja markið og halda einbeitingunni. Mér fannst við aðeins of værukærir í seinni hálfleik sem væri dauðadómur á sunnudaginn. Það er alltaf eitthvað til að tala um eftir svona leiki en ég vil ekki kvarta. Þetta er erfiður útivöllur, Úkraína náði bara jafntefli hérna þannig að við hljótum að vera sáttir eftir þennan leik.“ Ekkert fullkominn leikur Arnar hafði það á tilfinningunni að leikmenn Íslands hefðu sparað sig aðeins í seinni hálfleik. „Mér fannst þeir stíga aðeins upp hvað varðar ákefðina og okkar strákar voru bara: Við erum búnir að vinna þennan og ætlum að spara okkur aðeins fyrir leikinn á sunnudaginn. Það var tilfinningin þótt það sé kannski ekki alveg heilagur sannleikur. Við fórum ekki eins hart í návígin og í fyrri hálfleik og þeir gengu aðeins á lagið án þess þó að ógna mikið. Varnarlínan okkar var svolítið flatfóta og seinir að bregðast við. Þetta var ekkert fullkominn leikur. Ég ætla ekki að horfa oft á seinni hálfleikinn til að skemmta mér yfir honum en tökum það góða úr fyrri hálfleik,“ sagði Arnar og benti á að íslenska liðið væri það markahæsta í sínum riðli í undankeppni. Gat ekki beðið um meira Jóhann Berg Guðmundsson lék sinn fyrsta leik undir stjórn Arnars í kvöld en það var jafnframt hans hundraðasti landsleikur. Jóhann Berg lagði seinna mark Íslands upp fyrir Sverri Inga Ingason. „Hann var virkilega öflugur í fyrri hálfleik. Það dró aðeins af honum í seinni en hann var flottur í varnarleiknum og gerði sitt í sóknarleiknum og leyfði liðinu að halda boltanum vel. Ég gat ekki ætlast til meira af honum og óska honum hjartanlega til hamingju með hundraðasta landsleikinn. Fyrir hann og hans fjölskyldu er þetta mjög stór stund,“ sagði Arnar. Grunar að Úkraína spili upp á jafntefli Þótt það sé orðið áliðið í Aserbaísjan ætlar Arnar að fylgjast með leik Frakklands og Úkraínu. Svo lengi sem Úkraínumenn vinna ekki dugir Íslendingum jafntefli í úrslitaleiknum í Varsjá á sunnudaginn. „Ég held að við gerum það allir. Það er ekki hægt að sofna eftir svona leik. Adrenalínið er á fullu og þetta verður spennandi á eftir. Mig grunar að Úkraína ætli bara að ná í stigið og pakka í vörn. Frakkarnir eru með hörkulið í kvöld og vonandi ná þeir að klára verkefnið vel fyrir okkur. Við náðum að klára okkar og meira getum við ekki beðið um,“ sagði Arnar að endingu. Horfa má á viðtalið við Arnar í spilaranum hér fyrir ofan.
HM 2026 í fótbolta Landslið karla í fótbolta Tengdar fréttir „Það var kominn tími til að ég myndi skora eitt mark“ Íslenska landsliðið sigraði Aserbaísjan í Bakú í kvöld 0-2. Sverrir Ingi Ingason skoraði seinna mark Íslands og það var ekki af verri gerðinni. 13. nóvember 2025 19:48 Einkunnir Íslands: Albert og Sverrir Ingi með mörkin Íslenska landsliðið vann öruggan 0-2 sigur á Aserbaísjan í Bakú í kvöld. Albert Guðmundsson og Sverrir Ingi Ingason skoruðu mörk Íslands í leiknum. 13. nóvember 2025 19:23 Mætti á völlinn með jólamynd af Stefáni Teiti og frú Ungur áhorfandi í Bakú, þar sem Asebaísjan og Ísland áttust við í undankeppni HM í fótbolta, mætti með innrammaða jólamynd af einum leikmanna íslenska liðsins í stúkuna. 13. nóvember 2025 19:54 „Mikill heiður fyrir mig og mína fjölskyldu“ Jóhann Berg Guðmundsson var auðvitað ánægður í kvöld eftir stoðsendingu og sigur í sínum hundraðasta A-landsleik. Hann kveðst aldrei hafa verið í vafa um að hann næði að spila sinn hundraðasta leik. 13. nóvember 2025 19:29 Sjáðu mörk Íslands í Bakú Ísland vann í kvöld ákaflega mikilvægan sigur gegn Aserbaísjan í Bakú, í undankeppni HM í fótbolta. Mörkin úr leiknum má sjá á Vísi. 13. nóvember 2025 17:53 „Sagði við Albert að ég ætlaði að reyna að finna hann eins mikið og ég gat“ Ísak Bergmann Jóhannesson var sáttur eftir sigur Íslands á Aserbaísjan, 0-2, í undankeppni HM 2026 í kvöld. Á sunnudaginn mæta Íslendingar Úkraínumönnum í hreinum úrslitaleik um sæti í umspili um sæti á heimsmeistaramótinu. 13. nóvember 2025 19:17 Mest lesið Segir fjórðung í bók Óla ósannan Íslenski boltinn „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Fótbolti „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Enski boltinn Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum Fótbolti „Er því miður kominn í jólafrí“ Handbolti Åge Hareide látinn Fótbolti Besti CrossFit-maður Íslands elskar Búlluna Sport Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Fótbolti Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega að líta í kringum mig“ Körfubolti Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Fótbolti Fleiri fréttir Karólína Lea því miður of snemma í jólafrí Alexander Isak fékk sænska gullboltann Hilmar Árni til starfa hjá KR „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Segir fjórðung í bók Óla ósannan Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Strasbourg - Breiðablik 3-1 | Hetjuleg barátta dugði skammt Napoli í úrslit í Sádi-Arabíu Åge Hareide látinn Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn „Við þurfum bara að keyra á þetta“ Segir Nóel Atla frábært dæmi um það þegar hlutirnir gangi upp Glódís gæti þurft að ryðja Man. Utd og Barcelona úr vegi að úrslitaleiknum Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Liðsfélagi landsliðsmanns missti unga frændur sína í sprengingu Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ Bíður eftir kallinu frá Arnari: „Myndi segja að ég væri klár“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Fótboltamaður skotinn til bana Spilar áfram með Messi í Miami Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Sjá meira
„Það var kominn tími til að ég myndi skora eitt mark“ Íslenska landsliðið sigraði Aserbaísjan í Bakú í kvöld 0-2. Sverrir Ingi Ingason skoraði seinna mark Íslands og það var ekki af verri gerðinni. 13. nóvember 2025 19:48
Einkunnir Íslands: Albert og Sverrir Ingi með mörkin Íslenska landsliðið vann öruggan 0-2 sigur á Aserbaísjan í Bakú í kvöld. Albert Guðmundsson og Sverrir Ingi Ingason skoruðu mörk Íslands í leiknum. 13. nóvember 2025 19:23
Mætti á völlinn með jólamynd af Stefáni Teiti og frú Ungur áhorfandi í Bakú, þar sem Asebaísjan og Ísland áttust við í undankeppni HM í fótbolta, mætti með innrammaða jólamynd af einum leikmanna íslenska liðsins í stúkuna. 13. nóvember 2025 19:54
„Mikill heiður fyrir mig og mína fjölskyldu“ Jóhann Berg Guðmundsson var auðvitað ánægður í kvöld eftir stoðsendingu og sigur í sínum hundraðasta A-landsleik. Hann kveðst aldrei hafa verið í vafa um að hann næði að spila sinn hundraðasta leik. 13. nóvember 2025 19:29
Sjáðu mörk Íslands í Bakú Ísland vann í kvöld ákaflega mikilvægan sigur gegn Aserbaísjan í Bakú, í undankeppni HM í fótbolta. Mörkin úr leiknum má sjá á Vísi. 13. nóvember 2025 17:53
„Sagði við Albert að ég ætlaði að reyna að finna hann eins mikið og ég gat“ Ísak Bergmann Jóhannesson var sáttur eftir sigur Íslands á Aserbaísjan, 0-2, í undankeppni HM 2026 í kvöld. Á sunnudaginn mæta Íslendingar Úkraínumönnum í hreinum úrslitaleik um sæti í umspili um sæti á heimsmeistaramótinu. 13. nóvember 2025 19:17