Móta stefnu um notkun gervigreindar Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 12. nóvember 2025 13:51 Háskólinn á Akureyri Vísir/Viktor Freyr Háskólinn á Akureyri hefur mótað stefnu um ábyrga notkun gervigreindar við skólann. Með stefnunni er viðurkennt að gervigreindin komi til með að vera stór hluti af starfsemi háskólasamfélagsins og vilja þau að hún muni efla starfsemina. Meginregla stefnunnar er að nemendum og starfsfólki sé heimil notkun gervigreindarverkfæra í námi, kennslu, rannsóknum og stjórnsýslu, þar með talin notkun gervigreindarmállíkana líkt og ChatGPT. Þó verði að gæta að meðal annars höfundarrétti, ábyrgri heimildanotkun, siðferðisviðmiðum og akademísku frelsi. Til dæmis má ekki vísa í gervigreind sem heimild og þarf að sannreyna allar upplýsingar sem fást frá henni. Gervigreindin á ekki að koma í stað mannlegrar sköpunar heldur styðja við hana og því er ekki leyfilegt að afrita og skila hráu, lítið breyttu eða óyfirförnu úttaki gervigreindarinnar og kynna það sem eigið verk. Með stefnunni er háskólinn að viðurkenna að gervigreind sé og verði órjúfanlegur þáttur í námi, kennslu, rannsóknum og stjórnsýslu til framtíðar. Þau hyggjast því nota gervigreindina til að efla gæði háskólastarfsins án þess að ganga gegn grundvallargildum þess, svo sem siðareglum skólans. „Þessi þróun er afar hröð og það er rökrétt skref að við rýnum í hlutverk gervigreindar, þau tækifæri sem hún færir okkur, hvernig við getum aukið gæði náms við Háskólann á Akureyri og hvað við þurfum að varast. Við erum afar stolt af því að hafa sett okkur stefnu sem styður við markmið skólans og vera fyrsti íslenski háskóli sem gerir slíkt,“ er haft eftir Áslaugu Ásgeirsdóttur, rektor Háskólans á Akureyri, í tilkynningu frá skólanum. Stefnan, sem háskólaráð HA samþykkti í lok október, samræmist stefnu skólans til ársins 2030 þar sem kveðið er á um að nýta framfarir í tækni og gervigreind til að vera leiðandi í háskólastarfi. Skólinn ætlar sér að vera miðpunktur þekkingar, nýsköpunar og framfara. Fréttin hefur verið leiðrétt. Áður stóð að HA væri fyrsti skólinn á Íslandi til að samþykkja slíka stefnu en rétt er að Háskólinn á Bifröst samþykkti gervigreindarstefnu í loks ársins 2023. Háskólar Gervigreind Akureyri Skóla- og menntamál Mest lesið Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Innlent Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Innlent Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Innlent Ekki á leið í framboð í borginni og hugsi yfir „óskalista“ ríkisstjórnarinnar Innlent Ekki brotið á matráði sem var sagt upp störfum í fæðingarorlofi Innlent Koma Ársæli til varnar og telja ráðherra refsa honum fyrir skoðanir sínar Innlent Hættir sem ritstjóri Kastljóss Innlent Banaslys á Fjarðarheiði Innlent Stefna á að opna Gunnarsholt um áramót og styttist í svör um Garðabæ Innlent Fleiri fréttir Koma Ársæli til varnar og telja ráðherra refsa honum fyrir skoðanir sínar Ekki á leið í framboð í borginni og hugsi yfir „óskalista“ ríkisstjórnarinnar Ekki brotið á matráði sem var sagt upp störfum í fæðingarorlofi Stefna á að opna Gunnarsholt um áramót og styttist í svör um Garðabæ Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Földu stórfellt magn fíkniefna í alls konar leynihólfum Banaslys á Fjarðarheiði Hættir sem ritstjóri Kastljóss Yngri börn með vímuefnavanda og „þöggun“ skólameistara Maðurinn er fundinn Sneypuför í Teslubrunamáli kostar ríkið ellefu milljónir Ekkert verður af áttafréttum Einn slasaðist alvarlega í bílslysinu Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Fór yfir fangaklefa á Vesturlandi: Hálf hurð á baðherberginu og klefinn of lítill Fjarðarheiði lokuð vegna umferðarslyss Eldur í bíl á Reykjanesbraut Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Samgönguáætlun „gífurleg vonbrigði“ fyrir Múlaþing Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Fljótagöng í forgang og Seðlabanki endurmetur greiðslubyrði Fangar fái von eftir afplánun Breytingar á Kristnesi: Þyngir róðurinn sem sé nú þegar verulega þungur Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Sjá meira
Meginregla stefnunnar er að nemendum og starfsfólki sé heimil notkun gervigreindarverkfæra í námi, kennslu, rannsóknum og stjórnsýslu, þar með talin notkun gervigreindarmállíkana líkt og ChatGPT. Þó verði að gæta að meðal annars höfundarrétti, ábyrgri heimildanotkun, siðferðisviðmiðum og akademísku frelsi. Til dæmis má ekki vísa í gervigreind sem heimild og þarf að sannreyna allar upplýsingar sem fást frá henni. Gervigreindin á ekki að koma í stað mannlegrar sköpunar heldur styðja við hana og því er ekki leyfilegt að afrita og skila hráu, lítið breyttu eða óyfirförnu úttaki gervigreindarinnar og kynna það sem eigið verk. Með stefnunni er háskólinn að viðurkenna að gervigreind sé og verði órjúfanlegur þáttur í námi, kennslu, rannsóknum og stjórnsýslu til framtíðar. Þau hyggjast því nota gervigreindina til að efla gæði háskólastarfsins án þess að ganga gegn grundvallargildum þess, svo sem siðareglum skólans. „Þessi þróun er afar hröð og það er rökrétt skref að við rýnum í hlutverk gervigreindar, þau tækifæri sem hún færir okkur, hvernig við getum aukið gæði náms við Háskólann á Akureyri og hvað við þurfum að varast. Við erum afar stolt af því að hafa sett okkur stefnu sem styður við markmið skólans og vera fyrsti íslenski háskóli sem gerir slíkt,“ er haft eftir Áslaugu Ásgeirsdóttur, rektor Háskólans á Akureyri, í tilkynningu frá skólanum. Stefnan, sem háskólaráð HA samþykkti í lok október, samræmist stefnu skólans til ársins 2030 þar sem kveðið er á um að nýta framfarir í tækni og gervigreind til að vera leiðandi í háskólastarfi. Skólinn ætlar sér að vera miðpunktur þekkingar, nýsköpunar og framfara. Fréttin hefur verið leiðrétt. Áður stóð að HA væri fyrsti skólinn á Íslandi til að samþykkja slíka stefnu en rétt er að Háskólinn á Bifröst samþykkti gervigreindarstefnu í loks ársins 2023.
Háskólar Gervigreind Akureyri Skóla- og menntamál Mest lesið Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Innlent Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Innlent Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Innlent Ekki á leið í framboð í borginni og hugsi yfir „óskalista“ ríkisstjórnarinnar Innlent Ekki brotið á matráði sem var sagt upp störfum í fæðingarorlofi Innlent Koma Ársæli til varnar og telja ráðherra refsa honum fyrir skoðanir sínar Innlent Hættir sem ritstjóri Kastljóss Innlent Banaslys á Fjarðarheiði Innlent Stefna á að opna Gunnarsholt um áramót og styttist í svör um Garðabæ Innlent Fleiri fréttir Koma Ársæli til varnar og telja ráðherra refsa honum fyrir skoðanir sínar Ekki á leið í framboð í borginni og hugsi yfir „óskalista“ ríkisstjórnarinnar Ekki brotið á matráði sem var sagt upp störfum í fæðingarorlofi Stefna á að opna Gunnarsholt um áramót og styttist í svör um Garðabæ Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Földu stórfellt magn fíkniefna í alls konar leynihólfum Banaslys á Fjarðarheiði Hættir sem ritstjóri Kastljóss Yngri börn með vímuefnavanda og „þöggun“ skólameistara Maðurinn er fundinn Sneypuför í Teslubrunamáli kostar ríkið ellefu milljónir Ekkert verður af áttafréttum Einn slasaðist alvarlega í bílslysinu Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Fór yfir fangaklefa á Vesturlandi: Hálf hurð á baðherberginu og klefinn of lítill Fjarðarheiði lokuð vegna umferðarslyss Eldur í bíl á Reykjanesbraut Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Samgönguáætlun „gífurleg vonbrigði“ fyrir Múlaþing Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Fljótagöng í forgang og Seðlabanki endurmetur greiðslubyrði Fangar fái von eftir afplánun Breytingar á Kristnesi: Þyngir róðurinn sem sé nú þegar verulega þungur Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Sjá meira