Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 12. nóvember 2025 13:31 Erlendur segir meirihluta fólks nýta sér birtuna síðdegis frekar en á morgnana. Stærðfræðingur hefur stofnað undirskriftalista til verndar síðdegisbirtunni í tilefni af umræðum um mögulegar breytingar á klukkunni hér á landi. Hann segir að skoða þurfi málið til hlítar og taka mið af öllum rökum í málinu, ekki einungis svefnrökum. Það hafi verið grandskoðað af sérfræðingum fyrir nokkrum árum og niðurstaðan sú að halda klukkunni óbreyttri. „Það voru miklar umræður um að breyta klukkunni hér í kringum árið 2015. Síðan var farið í mjög stórt samráð um þetta mál, starfshópur skipaður um þetta og og málið skoðað frá öllum hliðum frá 2018 til 2020. Svo var ákveðið að gera ekki neitt og ég get ekki séð að það hafi verið af einhverji þrjósku, að illa athuguðu máli, því að þarna voru allar hliðar málsins skoðaðar,“ segir Erlendur S. Þorsteinsson stærðfræðingur í samtali við Vísi. Hann hefur nú hafið undirskriftarsöfnun til varnar síðdegisbirtunni. Tilefnið er önnur söfnun undirskrifta og miklar umræður um að breyta klukkunni í takti við gang sólar, þannig að það birti fyrr að degi. Erla Björnsdóttir sálfræðingur og sérfræðingur er fremst í stafni þeirra sem vilja að klukkunni verði breytt á þennan hátt. Hefur hún vísað til þess að Grænlendingar hafi nú tekið fyrir leiðréttingu á þingi á sínum tíma eftir að hafa breytt klukkunni með sambærilegum hætti og Íslendingar árið 2022. Það hafi farið illa í grænlensk börn og foreldrar óánægðir. Segir nauðsynlegt að horfa á allar hliðar Erlendur segir að svefnrökin sem Erla vísi til séu ekki ný af nálinni. Þau hafi verið skoðuð í samráðinu fyrir nokkrum árum síðan en séu einungis ein rök. Síðdegisbirtan hafi verið metin mikilvægari en morgunbirtan. Öll rökin hafi verið þekkt og síðdegisbirtan varð ofan á. „Þetta er ekkert nýtt sem kemur fram þar. Þetta er eitt af því sem var skoðað á sínum tíma og það var líka fullt af öðrum hlutum skoðaðir í flóknu samspili lífsins. Þar með talin sú staðreynd að ef við breytum klukkunni þá missum við síðdegisbirtuna og það er hún sem við notum mest til útivistar. Ég veit ekki hvað hefur gerst á fimm árum en niðurstaðan var sú að menn óttuðust að það yrðu meiri neikvæð áhrif af breytingum heldur en jákvæð áhrif vegna svefnsins.“ Erlendur segir að þannig hefði það mikil og neikvæð áhrif á lýðheilsu. Hann komi fyrst og fremst að málinu sem stærðfræðingur og líti til þeirra klukkustunda sem fólk sé vakandi og geti þá nýtt birtuna. Væri klukkunni breytt myndi heildarbirtustundir fólks fækka um þrettán prósent á ársgrundvelli að sögn Erlends. Stuðningsfólk þess að klukkunni verði breytt hafa sagt að það myndi hafa í för með sér jákvæð áhrif á lýðheilsu barna. Börnin myndu þá fá aukna dagsbirtu á morgnana. „Ég er ekki líffræðingur og get ekki tjáð mig um það. Ég verð bara að gefa mér það að þau rök séu rétt. Hinsvegar bendi ég á að þetta sé miklu flóknara en þessi einu rök um svefninn. Við gefum okkur að þetta sé rétt, enda eru þetta sérfræðingar, en það hefur líka áhrif á börn ef þau geta ekki stundað íþróttir í birtu seinni partinn,“ segir Erlendur. „Það sem vantar til að umræðan um þetta mál verði almennileg er að menn fari og skoði hvaða áhrif þetta hefur í heild. Menn voru hræddir við að breyta þessu og það þarf að skoða hvaða máli síðdegisbirtan skiptir fyrir börn og fullorðna. Við þurfum að skoða allt samhengið en ekki endurtaka einu og sömu rökin aftur og aftur.“ Myndi þýða enga birtu að morgni og enga síðdegis Erlendur tekur sem dæmi um mann í vinnu frá 08:00 til 16:00 sem þurfi að leggja af stað 7:40 og sé kominn heim 16:20, einmitt núna í nóvember miðað við núverandi sólarstöðu. „Sólarupprás þessa dagana er klukkan 9:42 og sólarlag klukkan 16:40. Þú ferð í vinnuna í myrkri en þú rétt nærð tuttugu mínútna göngutúr áður en sólin sest. Ef klukkunni verður breytt að þá væri sólarupprás 8:42 og sólarlag klukkan 15:40, meiri birta að morgni, minni birta síðdegis. En þú ferð í vinnuna í myrkri og þú ferð aftur heim í myrkri. Allri birtunni væri eytt á skrifstofunni. Í raun engin morgunbirta en heldur engin síðdegisbirta fyrir útivist.“ Svefn Klukkan á Íslandi Heilbrigðismál Mest lesið Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent „Íslendingar eru allt of þungir“ Innlent Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Innlent Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Innlent „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Erlent „Öll kosningaloforð eru svikin“ Innlent Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Innlent Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Innlent Ökumaður og farþegi á gjörgæslu Innlent Vita enn ekki hvernig maðurinn lést Innlent Fleiri fréttir Menningarráð vill lundabyggð í gömlu selalaugina Sjálfstæðisflokkurinn á uppleið í borginni Glæný könnun, oddvitar í beinni og óhollstuskattur Lögmaðurinn áfram í varðhaldi „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Ekki fallist á að Haukur Ægir hafi reynt að myrða „skutlarann“ Ökumaður og farþegi á gjörgæslu Um vikutöf á tæmingu djúpgáma vegna bruna sorphirðubíls Mætti til Íslands með tvö kíló af kókaíni í bakpoka Þingmenn mæta í vinnuna á laugardögum í desember Bíða með að skipa lögreglustjóra á Suðurnesjum á meðan nýs ríkislögreglustjóra er leitað Hvetja Seðlabankann til að rýmka lánþegaskilyrði enn frekar Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Vita enn ekki hvernig maðurinn lést Gott sé að draga úr notkun einkabílsins í dag og næstu daga „Íslendingar eru allt of þungir“ „Öll kosningaloforð eru svikin“ Halldór frá ASÍ til ríkisstjórnarinnar Fjárlögin tekið miklum breytingum fyrir aðra umræðu Með kíló af kókaíni í bakpokanum Skipaður forstöðumaður Stafrænnar heilsu Ekkert prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Garðabæ Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Leggja til breytingar um hærri útgjöld og meiri skatttekjur Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Sjá meira
„Það voru miklar umræður um að breyta klukkunni hér í kringum árið 2015. Síðan var farið í mjög stórt samráð um þetta mál, starfshópur skipaður um þetta og og málið skoðað frá öllum hliðum frá 2018 til 2020. Svo var ákveðið að gera ekki neitt og ég get ekki séð að það hafi verið af einhverji þrjósku, að illa athuguðu máli, því að þarna voru allar hliðar málsins skoðaðar,“ segir Erlendur S. Þorsteinsson stærðfræðingur í samtali við Vísi. Hann hefur nú hafið undirskriftarsöfnun til varnar síðdegisbirtunni. Tilefnið er önnur söfnun undirskrifta og miklar umræður um að breyta klukkunni í takti við gang sólar, þannig að það birti fyrr að degi. Erla Björnsdóttir sálfræðingur og sérfræðingur er fremst í stafni þeirra sem vilja að klukkunni verði breytt á þennan hátt. Hefur hún vísað til þess að Grænlendingar hafi nú tekið fyrir leiðréttingu á þingi á sínum tíma eftir að hafa breytt klukkunni með sambærilegum hætti og Íslendingar árið 2022. Það hafi farið illa í grænlensk börn og foreldrar óánægðir. Segir nauðsynlegt að horfa á allar hliðar Erlendur segir að svefnrökin sem Erla vísi til séu ekki ný af nálinni. Þau hafi verið skoðuð í samráðinu fyrir nokkrum árum síðan en séu einungis ein rök. Síðdegisbirtan hafi verið metin mikilvægari en morgunbirtan. Öll rökin hafi verið þekkt og síðdegisbirtan varð ofan á. „Þetta er ekkert nýtt sem kemur fram þar. Þetta er eitt af því sem var skoðað á sínum tíma og það var líka fullt af öðrum hlutum skoðaðir í flóknu samspili lífsins. Þar með talin sú staðreynd að ef við breytum klukkunni þá missum við síðdegisbirtuna og það er hún sem við notum mest til útivistar. Ég veit ekki hvað hefur gerst á fimm árum en niðurstaðan var sú að menn óttuðust að það yrðu meiri neikvæð áhrif af breytingum heldur en jákvæð áhrif vegna svefnsins.“ Erlendur segir að þannig hefði það mikil og neikvæð áhrif á lýðheilsu. Hann komi fyrst og fremst að málinu sem stærðfræðingur og líti til þeirra klukkustunda sem fólk sé vakandi og geti þá nýtt birtuna. Væri klukkunni breytt myndi heildarbirtustundir fólks fækka um þrettán prósent á ársgrundvelli að sögn Erlends. Stuðningsfólk þess að klukkunni verði breytt hafa sagt að það myndi hafa í för með sér jákvæð áhrif á lýðheilsu barna. Börnin myndu þá fá aukna dagsbirtu á morgnana. „Ég er ekki líffræðingur og get ekki tjáð mig um það. Ég verð bara að gefa mér það að þau rök séu rétt. Hinsvegar bendi ég á að þetta sé miklu flóknara en þessi einu rök um svefninn. Við gefum okkur að þetta sé rétt, enda eru þetta sérfræðingar, en það hefur líka áhrif á börn ef þau geta ekki stundað íþróttir í birtu seinni partinn,“ segir Erlendur. „Það sem vantar til að umræðan um þetta mál verði almennileg er að menn fari og skoði hvaða áhrif þetta hefur í heild. Menn voru hræddir við að breyta þessu og það þarf að skoða hvaða máli síðdegisbirtan skiptir fyrir börn og fullorðna. Við þurfum að skoða allt samhengið en ekki endurtaka einu og sömu rökin aftur og aftur.“ Myndi þýða enga birtu að morgni og enga síðdegis Erlendur tekur sem dæmi um mann í vinnu frá 08:00 til 16:00 sem þurfi að leggja af stað 7:40 og sé kominn heim 16:20, einmitt núna í nóvember miðað við núverandi sólarstöðu. „Sólarupprás þessa dagana er klukkan 9:42 og sólarlag klukkan 16:40. Þú ferð í vinnuna í myrkri en þú rétt nærð tuttugu mínútna göngutúr áður en sólin sest. Ef klukkunni verður breytt að þá væri sólarupprás 8:42 og sólarlag klukkan 15:40, meiri birta að morgni, minni birta síðdegis. En þú ferð í vinnuna í myrkri og þú ferð aftur heim í myrkri. Allri birtunni væri eytt á skrifstofunni. Í raun engin morgunbirta en heldur engin síðdegisbirta fyrir útivist.“
Svefn Klukkan á Íslandi Heilbrigðismál Mest lesið Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent „Íslendingar eru allt of þungir“ Innlent Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Innlent Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Innlent „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Erlent „Öll kosningaloforð eru svikin“ Innlent Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Innlent Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Innlent Ökumaður og farþegi á gjörgæslu Innlent Vita enn ekki hvernig maðurinn lést Innlent Fleiri fréttir Menningarráð vill lundabyggð í gömlu selalaugina Sjálfstæðisflokkurinn á uppleið í borginni Glæný könnun, oddvitar í beinni og óhollstuskattur Lögmaðurinn áfram í varðhaldi „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Ekki fallist á að Haukur Ægir hafi reynt að myrða „skutlarann“ Ökumaður og farþegi á gjörgæslu Um vikutöf á tæmingu djúpgáma vegna bruna sorphirðubíls Mætti til Íslands með tvö kíló af kókaíni í bakpoka Þingmenn mæta í vinnuna á laugardögum í desember Bíða með að skipa lögreglustjóra á Suðurnesjum á meðan nýs ríkislögreglustjóra er leitað Hvetja Seðlabankann til að rýmka lánþegaskilyrði enn frekar Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Vita enn ekki hvernig maðurinn lést Gott sé að draga úr notkun einkabílsins í dag og næstu daga „Íslendingar eru allt of þungir“ „Öll kosningaloforð eru svikin“ Halldór frá ASÍ til ríkisstjórnarinnar Fjárlögin tekið miklum breytingum fyrir aðra umræðu Með kíló af kókaíni í bakpokanum Skipaður forstöðumaður Stafrænnar heilsu Ekkert prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Garðabæ Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Leggja til breytingar um hærri útgjöld og meiri skatttekjur Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Sjá meira