Óskar eftir fundi með Apple Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 12. nóvember 2025 11:27 Logi Einarsson er menningar-, nýsköpunar- og háskólaráðherra. Vísir/Vilhelm Menningar-, nýsköpunar- og háskólaráðherra hefur óskað eftir fundi með tæknirisanum Apple til að ræða stöðu íslenskunnar. Hann vill að unnið sé að fleiri leiðum til að koma íslenskri tungu að hjá tæknirisunum. Logi reifaði mikilvægi íslenskunnar í grein sem birtist á Vísi í morgun auk áskoranna sem Íslendingar standa frammi fyrir þegar kemur að enskri tungu. Greinin var rituð í tilefni af degi íslenskrar tungu sem er á sunnudag. „Ég tek því heilshugar undir þau sjónarmið að hlúa þurfi að tungumálinu okkar, gera það aðgengilegt og leyfa því að þróast án þess að það tapi sérstöðu sinni,“ segir Logi. Ráðuneytið hafi nú þegar sett á laggirnar verkefni líkt og Svakalegu lestrarkeppni grunnskólabarna og Málæði, þar sem ungmenni landsins semja lög og texta í samstarfi við íslenskt tónlistarfólk. „Stór hluti af þessu starfi snýr að því að íslenska sé aðgengileg í nýjustu tækni. Mörg höfum við erlenda valmynd daglega fyrir augum í hinum ýmsu tækjum þar sem hin vinsælu Apple tæki bjóða ekki upp á íslenskt stýrikerfi. Þá fá erlend orð eins og tæmer, rímænder og erpleinmót byr undir báða vængi og síast inn í tungumálið okkar án þess að aðlagast því,“ segir ráðherrann. Með íslensku stýrikerfi í vörum tæknirisanna sé hægt að stuðla að þróun tungumálsins. Vegna þessa hefur Logi óskað eftir fundi með stjórnendum Apple til að ræða stöðu íslenskunnar. Að auki hefur hann unnið að öðrum leiðum til að koma íslenskunni að hjá tæknirisunum. Sjálfgefið að íslenskan sé ekki fremst í flokki Logi nýtir tækifærið einnig til að gagnrýna að ekki sé lengur sjálfgefið að íslenskan sé fremst í flokki í opinberu og daglegu rými. Tekur hann sem dæmi matseðla, leiðbeiningar, vörulýsingar og upplýsingaskilti. „Nýlega uppsett skilti í Leifsstöð setja enskuna ofar íslenskunni þrátt fyrir loforð um annað. Í gær lás ég á íslenskum umbúðum í íslenskri verslun að íslensk vara væri með „hint af jarðarberjabragði. Og nú í vikunni bárust af því fréttir að ákveðin samskipti íslenskra neytenda við íslenskt fyrirtæki skuli vera á ensku, annars verður ekki tekið mark á þeim,“ segir Logi. Þar vísar hann í nýlegar fregnir um að greiðslumiðlunarfyrirtækið Raypyd hyggst innleiða nýtt endurkröfuferli sem felur meðal annars í sér að gögn sem send eru fyrirtækinu vegna endurkrafna verði að vera á ensku eða með enskri þýðingu. Gervigreindin sem talar íslensku Ekki er í fyrsta skipti sem íslenskur ráðherra leitar á náðir bandarískra tæknirisa en árið 2022 fór Guðni Th. Jóhannesson, þáverandi forseti Íslands, og Lilja Alfreðsdóttir, þáverandi menningarmálaráðherra, í heimsókn í höfuðstöðvar OpenAI. Fyrirtækið á vinsæla gervigreindarmállíkanið ChatGPT en í kjölfar heimsóknarinnar varð íslenskan annað tungumálið sem mállíkanið var þjálfað í. Lilja hafði einnig samband við Bob Chapek, forstjóra Disney, og óskaði eftir því að boðið yrði upp á íslenska talsetningu og texta á efni sem birt er á streymisveitunni þeirra, Disney+. Brugðist var við beiðni Lilju og voru yfir hundrað kvikmyndir aðgengilegar á streymisveitunni með íslensku tali. Íslensk tunga Apple Google Disney Gervigreind Máltækni Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent „Íslendingar eru allt of þungir“ Innlent Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Innlent Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Innlent „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Erlent „Öll kosningaloforð eru svikin“ Innlent Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Innlent Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Innlent Ökumaður og farþegi á gjörgæslu Innlent Vita enn ekki hvernig maðurinn lést Innlent Fleiri fréttir Glæný könnun, oddvitar í beinni og óhollstuskattur Lögmaðurinn áfram í varðhaldi „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Ekki fallist á að Haukur Ægir hafi reynt að myrða „skutlarann“ Ökumaður og farþegi á gjörgæslu Um vikutöf á tæmingu djúpgáma vegna bruna sorphirðubíls Mætti til Íslands með tvö kíló af kókaíni í bakpoka Þingmenn mæta í vinnuna á laugardögum í desember Bíða með að skipa lögreglustjóra á Suðurnesjum á meðan nýs ríkislögreglustjóra er leitað Hvetja Seðlabankann til að rýmka lánþegaskilyrði enn frekar Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Vita enn ekki hvernig maðurinn lést Gott sé að draga úr notkun einkabílsins í dag og næstu daga „Íslendingar eru allt of þungir“ „Öll kosningaloforð eru svikin“ Halldór frá ASÍ til ríkisstjórnarinnar Fjárlögin tekið miklum breytingum fyrir aðra umræðu Með kíló af kókaíni í bakpokanum Skipaður forstöðumaður Stafrænnar heilsu Ekkert prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Garðabæ Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Leggja til breytingar um hærri útgjöld og meiri skatttekjur Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Tíu prósent leikskólastarfsmanna hafi ekki meðalhæfni í íslensku Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Sjá meira
Logi reifaði mikilvægi íslenskunnar í grein sem birtist á Vísi í morgun auk áskoranna sem Íslendingar standa frammi fyrir þegar kemur að enskri tungu. Greinin var rituð í tilefni af degi íslenskrar tungu sem er á sunnudag. „Ég tek því heilshugar undir þau sjónarmið að hlúa þurfi að tungumálinu okkar, gera það aðgengilegt og leyfa því að þróast án þess að það tapi sérstöðu sinni,“ segir Logi. Ráðuneytið hafi nú þegar sett á laggirnar verkefni líkt og Svakalegu lestrarkeppni grunnskólabarna og Málæði, þar sem ungmenni landsins semja lög og texta í samstarfi við íslenskt tónlistarfólk. „Stór hluti af þessu starfi snýr að því að íslenska sé aðgengileg í nýjustu tækni. Mörg höfum við erlenda valmynd daglega fyrir augum í hinum ýmsu tækjum þar sem hin vinsælu Apple tæki bjóða ekki upp á íslenskt stýrikerfi. Þá fá erlend orð eins og tæmer, rímænder og erpleinmót byr undir báða vængi og síast inn í tungumálið okkar án þess að aðlagast því,“ segir ráðherrann. Með íslensku stýrikerfi í vörum tæknirisanna sé hægt að stuðla að þróun tungumálsins. Vegna þessa hefur Logi óskað eftir fundi með stjórnendum Apple til að ræða stöðu íslenskunnar. Að auki hefur hann unnið að öðrum leiðum til að koma íslenskunni að hjá tæknirisunum. Sjálfgefið að íslenskan sé ekki fremst í flokki Logi nýtir tækifærið einnig til að gagnrýna að ekki sé lengur sjálfgefið að íslenskan sé fremst í flokki í opinberu og daglegu rými. Tekur hann sem dæmi matseðla, leiðbeiningar, vörulýsingar og upplýsingaskilti. „Nýlega uppsett skilti í Leifsstöð setja enskuna ofar íslenskunni þrátt fyrir loforð um annað. Í gær lás ég á íslenskum umbúðum í íslenskri verslun að íslensk vara væri með „hint af jarðarberjabragði. Og nú í vikunni bárust af því fréttir að ákveðin samskipti íslenskra neytenda við íslenskt fyrirtæki skuli vera á ensku, annars verður ekki tekið mark á þeim,“ segir Logi. Þar vísar hann í nýlegar fregnir um að greiðslumiðlunarfyrirtækið Raypyd hyggst innleiða nýtt endurkröfuferli sem felur meðal annars í sér að gögn sem send eru fyrirtækinu vegna endurkrafna verði að vera á ensku eða með enskri þýðingu. Gervigreindin sem talar íslensku Ekki er í fyrsta skipti sem íslenskur ráðherra leitar á náðir bandarískra tæknirisa en árið 2022 fór Guðni Th. Jóhannesson, þáverandi forseti Íslands, og Lilja Alfreðsdóttir, þáverandi menningarmálaráðherra, í heimsókn í höfuðstöðvar OpenAI. Fyrirtækið á vinsæla gervigreindarmállíkanið ChatGPT en í kjölfar heimsóknarinnar varð íslenskan annað tungumálið sem mállíkanið var þjálfað í. Lilja hafði einnig samband við Bob Chapek, forstjóra Disney, og óskaði eftir því að boðið yrði upp á íslenska talsetningu og texta á efni sem birt er á streymisveitunni þeirra, Disney+. Brugðist var við beiðni Lilju og voru yfir hundrað kvikmyndir aðgengilegar á streymisveitunni með íslensku tali.
Íslensk tunga Apple Google Disney Gervigreind Máltækni Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent „Íslendingar eru allt of þungir“ Innlent Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Innlent Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Innlent „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Erlent „Öll kosningaloforð eru svikin“ Innlent Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Innlent Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Innlent Ökumaður og farþegi á gjörgæslu Innlent Vita enn ekki hvernig maðurinn lést Innlent Fleiri fréttir Glæný könnun, oddvitar í beinni og óhollstuskattur Lögmaðurinn áfram í varðhaldi „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Ekki fallist á að Haukur Ægir hafi reynt að myrða „skutlarann“ Ökumaður og farþegi á gjörgæslu Um vikutöf á tæmingu djúpgáma vegna bruna sorphirðubíls Mætti til Íslands með tvö kíló af kókaíni í bakpoka Þingmenn mæta í vinnuna á laugardögum í desember Bíða með að skipa lögreglustjóra á Suðurnesjum á meðan nýs ríkislögreglustjóra er leitað Hvetja Seðlabankann til að rýmka lánþegaskilyrði enn frekar Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Vita enn ekki hvernig maðurinn lést Gott sé að draga úr notkun einkabílsins í dag og næstu daga „Íslendingar eru allt of þungir“ „Öll kosningaloforð eru svikin“ Halldór frá ASÍ til ríkisstjórnarinnar Fjárlögin tekið miklum breytingum fyrir aðra umræðu Með kíló af kókaíni í bakpokanum Skipaður forstöðumaður Stafrænnar heilsu Ekkert prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Garðabæ Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Leggja til breytingar um hærri útgjöld og meiri skatttekjur Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Tíu prósent leikskólastarfsmanna hafi ekki meðalhæfni í íslensku Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Sjá meira