Norðmenn rífast um hvort kynferðisafbrotamaður eigi að spila með landsliðinu Ágúst Orri Arnarson skrifar 12. nóvember 2025 07:01 Norski landsliðsmaðurinn Andreas Schjelderup viðurkenndi brotið og býst við því að vera dæmdur fyrir að dreifa kynferðislegu myndefni af ólögráða einstaklingi. Noregur er aðeins einum sigri frá því að komast á HM í fótbolta í fyrsta sinn síðan 1998 en umræðan í norskum fjölmiðlum snýst um allt annað en velgengni liðsins innan vallar. Andreas Schjelderup var valinn í landsliðið þrátt fyrir að eiga yfir höfði sér dóm fyrir að dreifa barnaklámi. Schjelderup er hluti af norska landsliðshópnum sem mætir Eistlandi á fimmtudag og Ítalíu á mánudag, á þriðjudag þarf hann svo að mæta fyrir dómstól í Kaupmannahöfn þar sem hann er ákærður. Búist er við því að Schjelderup muni játa brot sitt, eins og hann gerði á Instagram síðastliðinn laugardag. Hann er ákærður fyrir að hafa dreift myndbandi af einstaklingi undir lögaldri í kynferðislegri athöfn. Áframsendi myndband á Snapchat Í langri færslu á Instagram útskýrði hinn 21 árs gamli Schjelderup sína hlið af atvikinu, sem átti sér stað þegar hann var 19 ára gamall leikmaður Nordsjælland í Danmörku. Samkvæmt honum fékk hann myndbandið sent á Snapchat og áframsendi það svo eftir að hafa aðeins horft á nokkrar sekúndur, hann hafi því ekki gert sér fyllilega grein fyrir því hvers kyns myndefni þetta væri, en áttaði sig á mistökunum og iðraðist. „Hann mun leggjast flatur og biðjast fyrirgefningar“ Landsliðsþjálfari Noregs, Stale Solbakken, greindi frá því á blaðamannafundi í gær, sem snerist nánast allur um Schjelderup, að leikmaðurinn yrði áfram hluti af hópnum. „Ég er nokkuð viss um að það sé rétti hluturinn til að gera. Hann getur ekki borið fyrir sig neinar afsakanir en hann mun leggjast flatur og biðjast fyrirgefningar. Ég er viss um að þetta muni ekki endurtaka sig og hann mun eflaust hugsa sig tvisvar um áður en hann áframsendir eitthvað á Snapchat aftur“ sagði Solbakken við norska ríkisútvarpið. Liðsfélagar Schjelderup í landsliðinu hafa einnig komið honum til varnar, sem og norsku samtökin gegn kynferðisofbeldi, sem hrósuðu honum fyrir að stíga fram og viðurkenna mistök. Ætti að draga sig úr landsliðshópnum Síðan Schjelderup játaði sekt sína á Instagram á laugardaginn hefur hávær umræða átt sér stað í Noregi um hvort hann eigi að draga sig úr landsliðshópnum. Sumir ganga svo langt að segja hann eiga alfarið að hætta með landsliðinu. „Besta niðurstaðan fyrir báða aðila væri ef Schjelderup áttaði sig á afleiðingum sem það hefur að hann sé í landsliðinu“ sagði knattspyrnusérfræðingur TV 2, Mina Finstad Berg. Samkvæmt VG á Schjelderup yfir höfði sér sjö daga skilorðsbundinn fangelsisdóm auk sektar. KSÍ gæti kannski hjálpað Ekki ósvipað mál vofir yfir landsliði Íslands sem mætir Aserbaísjan og Frakklandi í vikunni. Albert Guðmundsson var ákærður fyrir kynferðisbrot á síðasta ári en sýknaður af Héraðsdómi Reykjavíkur. Málinu hefur verið áfrýjað til Landsréttar og Albert sat aðalmeðferð málsins í síðustu viku en niðurstöðu er að vænta í byrjun næsta mánaðar. Ólíkt norska knattspyrnusambandinu er KSÍ hins vegar með viðbragðsáætlun, sem var uppfærð í fyrra og segir nú til um að Albert megi spila, vegna þess að síðasta niðurstaða í dómsmáli gildir og þá var hann sýknaður. Norska sambandið myndi eflaust græða á því að setja sig í samband við kollega sína á Íslandi, sem hafa þurft að glíma við nokkur svona mál síðustu ár og gætu miðlað reynslu sinni. HM 2026 í fótbolta Mest lesið „Endanlegt ippon fyrir Slot“ Enski boltinn Komst ekki í landsleik af því að konan treysti sér ekki til að halda afmæli ein Fótbolti Aðeins of mikið af því góða fyrir Gumma Ben og félaga Fótbolti Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Enski boltinn Ofsótt af milljarðamæringi Enski boltinn Þrír sem Jökull þolir ekki: „Hann er algjört gerpi“ Enski boltinn Ráðleggur leikmanni United að hætta sóa tíma sínum þar Enski boltinn Sjáðu vítadóminn sem bjargaði Liverpool og mörk úr Meistaradeildinni Fótbolti Dagur til Kanada „aðeins eldri með barn, hund og vini fyrir lífstíð“ Fótbolti Fanndís leggur skóna á hilluna Fótbolti Fleiri fréttir Villarreal - FCK | Hvað gerir Viktor á Spáni? Yfirlýsing Brann: Aðgerð á Eggerti heppnaðist vel Mjög hættulegur vítahringur að mati Arteta Dagur til Kanada „aðeins eldri með barn, hund og vini fyrir lífstíð“ Mbappé með í kvöld og gæti bjargað starfi Alonso Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina Komið á óvart með glæsilegu mömmuherbergi Henry ekki hrifinn af hegðun Arsenal-manna í leikslok Fanndís leggur skóna á hilluna Sádi-arabísk félög sögð vilja kaupa Mo Salah Svona var fundur Blika fyrir slaginn mikilvæga „Ekki gleyma mér“ Aðeins of mikið af því góða fyrir Gumma Ben og félaga Þrír sem Jökull þolir ekki: „Hann er algjört gerpi“ Sjáðu fullkomna þrennu Söndru Maríu „Hvað getur Slot gert?“ Komst ekki í landsleik af því að konan treysti sér ekki til að halda afmæli ein „Endanlegt ippon fyrir Slot“ Sjáðu vítadóminn sem bjargaði Liverpool og mörk úr Meistaradeildinni „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Lögregla með rassíu hjá argentínska sambandinu Ráðleggur leikmanni United að hætta sóa tíma sínum þar Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Stefán Teitur spilaði í jafntefli gegn toppliðinu Öruggur sigur Tottenham og markaveisla í Hollandi Chelsea glutraði niður forystu og tapaði Kounde kveikti í endurkomu Börsunga Dramatískur sigur Liverpool án Salah Bæjarar lentu undir en komu til baka Saka forseta FIFA um ítrekuð brot og fara fram á rannsókn Sjá meira
Schjelderup er hluti af norska landsliðshópnum sem mætir Eistlandi á fimmtudag og Ítalíu á mánudag, á þriðjudag þarf hann svo að mæta fyrir dómstól í Kaupmannahöfn þar sem hann er ákærður. Búist er við því að Schjelderup muni játa brot sitt, eins og hann gerði á Instagram síðastliðinn laugardag. Hann er ákærður fyrir að hafa dreift myndbandi af einstaklingi undir lögaldri í kynferðislegri athöfn. Áframsendi myndband á Snapchat Í langri færslu á Instagram útskýrði hinn 21 árs gamli Schjelderup sína hlið af atvikinu, sem átti sér stað þegar hann var 19 ára gamall leikmaður Nordsjælland í Danmörku. Samkvæmt honum fékk hann myndbandið sent á Snapchat og áframsendi það svo eftir að hafa aðeins horft á nokkrar sekúndur, hann hafi því ekki gert sér fyllilega grein fyrir því hvers kyns myndefni þetta væri, en áttaði sig á mistökunum og iðraðist. „Hann mun leggjast flatur og biðjast fyrirgefningar“ Landsliðsþjálfari Noregs, Stale Solbakken, greindi frá því á blaðamannafundi í gær, sem snerist nánast allur um Schjelderup, að leikmaðurinn yrði áfram hluti af hópnum. „Ég er nokkuð viss um að það sé rétti hluturinn til að gera. Hann getur ekki borið fyrir sig neinar afsakanir en hann mun leggjast flatur og biðjast fyrirgefningar. Ég er viss um að þetta muni ekki endurtaka sig og hann mun eflaust hugsa sig tvisvar um áður en hann áframsendir eitthvað á Snapchat aftur“ sagði Solbakken við norska ríkisútvarpið. Liðsfélagar Schjelderup í landsliðinu hafa einnig komið honum til varnar, sem og norsku samtökin gegn kynferðisofbeldi, sem hrósuðu honum fyrir að stíga fram og viðurkenna mistök. Ætti að draga sig úr landsliðshópnum Síðan Schjelderup játaði sekt sína á Instagram á laugardaginn hefur hávær umræða átt sér stað í Noregi um hvort hann eigi að draga sig úr landsliðshópnum. Sumir ganga svo langt að segja hann eiga alfarið að hætta með landsliðinu. „Besta niðurstaðan fyrir báða aðila væri ef Schjelderup áttaði sig á afleiðingum sem það hefur að hann sé í landsliðinu“ sagði knattspyrnusérfræðingur TV 2, Mina Finstad Berg. Samkvæmt VG á Schjelderup yfir höfði sér sjö daga skilorðsbundinn fangelsisdóm auk sektar. KSÍ gæti kannski hjálpað Ekki ósvipað mál vofir yfir landsliði Íslands sem mætir Aserbaísjan og Frakklandi í vikunni. Albert Guðmundsson var ákærður fyrir kynferðisbrot á síðasta ári en sýknaður af Héraðsdómi Reykjavíkur. Málinu hefur verið áfrýjað til Landsréttar og Albert sat aðalmeðferð málsins í síðustu viku en niðurstöðu er að vænta í byrjun næsta mánaðar. Ólíkt norska knattspyrnusambandinu er KSÍ hins vegar með viðbragðsáætlun, sem var uppfærð í fyrra og segir nú til um að Albert megi spila, vegna þess að síðasta niðurstaða í dómsmáli gildir og þá var hann sýknaður. Norska sambandið myndi eflaust græða á því að setja sig í samband við kollega sína á Íslandi, sem hafa þurft að glíma við nokkur svona mál síðustu ár og gætu miðlað reynslu sinni.
HM 2026 í fótbolta Mest lesið „Endanlegt ippon fyrir Slot“ Enski boltinn Komst ekki í landsleik af því að konan treysti sér ekki til að halda afmæli ein Fótbolti Aðeins of mikið af því góða fyrir Gumma Ben og félaga Fótbolti Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Enski boltinn Ofsótt af milljarðamæringi Enski boltinn Þrír sem Jökull þolir ekki: „Hann er algjört gerpi“ Enski boltinn Ráðleggur leikmanni United að hætta sóa tíma sínum þar Enski boltinn Sjáðu vítadóminn sem bjargaði Liverpool og mörk úr Meistaradeildinni Fótbolti Dagur til Kanada „aðeins eldri með barn, hund og vini fyrir lífstíð“ Fótbolti Fanndís leggur skóna á hilluna Fótbolti Fleiri fréttir Villarreal - FCK | Hvað gerir Viktor á Spáni? Yfirlýsing Brann: Aðgerð á Eggerti heppnaðist vel Mjög hættulegur vítahringur að mati Arteta Dagur til Kanada „aðeins eldri með barn, hund og vini fyrir lífstíð“ Mbappé með í kvöld og gæti bjargað starfi Alonso Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina Komið á óvart með glæsilegu mömmuherbergi Henry ekki hrifinn af hegðun Arsenal-manna í leikslok Fanndís leggur skóna á hilluna Sádi-arabísk félög sögð vilja kaupa Mo Salah Svona var fundur Blika fyrir slaginn mikilvæga „Ekki gleyma mér“ Aðeins of mikið af því góða fyrir Gumma Ben og félaga Þrír sem Jökull þolir ekki: „Hann er algjört gerpi“ Sjáðu fullkomna þrennu Söndru Maríu „Hvað getur Slot gert?“ Komst ekki í landsleik af því að konan treysti sér ekki til að halda afmæli ein „Endanlegt ippon fyrir Slot“ Sjáðu vítadóminn sem bjargaði Liverpool og mörk úr Meistaradeildinni „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Lögregla með rassíu hjá argentínska sambandinu Ráðleggur leikmanni United að hætta sóa tíma sínum þar Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Stefán Teitur spilaði í jafntefli gegn toppliðinu Öruggur sigur Tottenham og markaveisla í Hollandi Chelsea glutraði niður forystu og tapaði Kounde kveikti í endurkomu Börsunga Dramatískur sigur Liverpool án Salah Bæjarar lentu undir en komu til baka Saka forseta FIFA um ítrekuð brot og fara fram á rannsókn Sjá meira