Fótbolti

Arna hélt hreinu og lagði upp sigur­markið

Ágúst Orri Arnarson skrifar
Arna átti stoðsendinguna að sigurmarkinu í Róm. 
Arna átti stoðsendinguna að sigurmarkinu í Róm.  Domenico Cippitelli/NurPhoto via Getty Images

Arna Eiríksdóttir stóð vaktina í vörn Valeranga, hélt hreinu og lagði upp mark í 1-0 sigri á útivelli gegn Roma í Meistaradeild Evrópu.

Arna átti sendingu upp úr vörninni á Stine Brekken sem brunaði af stað, skaut við vítateiginn og skoraði eina mark leiksins á 40. mínútu.

Valeranga varði forystuna vel og þrátt fyrir að Roma hafi átt heil 22 skot skapaði liðið sér engin dauðafæri.

Þetta var fyrsti sigur Valeranga í Meistaradeildinni á þessu tímabili, eftir töp gegn Wolfsburg og Manchester United.

Sædís Rún Heiðarsdóttir var á varamannabekk Valeranga og kom ekki við sögu í leiknum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×