Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 11. nóvember 2025 14:35 Arnar Hjálmsson er formaður Félags flugumferðarstjóra. Vísir/Vilhelm Arnar Hjálmsson, formaður Félags flugumferðarstjóra, segir félagsmenn orðna langþreytta eftir samningum. Það sé mikið undir á næsta fundi sáttasemjara, sem hann telur að verði í vikunni, því ef ekkert markvert verður lagt fram þá sé ekki hægt að útiloka aðgerðir. Aðgerðir séu ekki markmið í sjálfu sér - markmiðið sé að ná samningum. Um síðustu áramót losnuðu samningarnir og hafa flugumferðarstjórar því verið samningslausir í um ellefu mánuði en kjaraviðræður hafa staðið yfir mun lengur. Í síðasta mánuði boðaði Félag flugumferðarstjóra fimm vinnustöðvanir en aðeins kom til einnar þeirra því skriður komst á kjaraviðræðurnar og var hætt við aðgerðirnar „Þetta hefur bara gengið hægt. Við vorum í einni atlögu sem gekk ekki upp sem tók enda fyrir tæpum tveimur vikum. Í þeim fasa aflýstum við fjórum vinnustöðvunum, fórum í þá fyrstu sem við boðuðum af fimm.“ Hann segir markmiðið aldrei að fara í verkfallsaðgerðir og valda tjóni.„Heldur að búa til einhverja pressu sem getur gagnast okkur í viðræðunum.“ Arnar segir að óformlegt samtal hafi átt sér stað í síðustu viku sem hafi skilað litlu sem engu. Hann gerir ráð fyrir að boðað verði til fundar á næstu dögum. Er boðunin á grunni einhvers nýs? Hefur verið lagt fram tilboð eða eitthvað svoleiðis? „Óformleg tilboð af hálfu beggja aðila voru lögð fram í síðustu viku sem náðu ekki saman. En það er ekkert nýtt eins og staðan er í dag.“Hann segist ekki getað útilokað að félagið ráðist í aðgerðir reynist næsti sáttafundur árangurslaus.„Við vorum með fjölmennan félagsfund á þriðjudaginn í síðustu viku og við fengum þar fram ákveðinn vilja félagsmanna, sem við höfum ekki tekið formlega ákvörðun um hvernig við stöndum að en það verður ákveðið vonandi í kjölfar þessa fundar sem verður boðaður núna.“ Þannig að það er mikið undir á þeim fundi? „Já, það er bara mikið undir að fara að klára þessar viðræður, þetta er búið að vera í eitt og hálft ár, það er kominn tími til að klára þetta.“ Tengdar fréttir Aflýsa yfir þúsund flugferðum Meira en þúsund flugferðum til, frá og innan Bandaríkjanna var aflýst í dag. Ríkisstofnunum þar í landi hefur verið lokað frá upphafi októbermánaðar og er rask á flugi undanfarna daga afleiðing þess. 8. nóvember 2025 23:58 Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Ráðherra samgöngumála í Bandaríkjunum, Sean Duffy, varar við því að frá og með morgundeginum gæti komið til þess að draga þurfi úr fjölda þeirra flugferða sem farnar eru frá fjörutíu stórum flugvöllum í Bandaríkjunum svo nemur tíu prósentum. 6. nóvember 2025 07:36 Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður Fundi samninganefnda Félags íslenskra flugumferðarstjóra og Samtaka atvinnulífsins hjá ríkissáttasemjara var slitið á þriðja tímanum í gær án árangurs. Ekki hefur verið boðað til nýs fundar. 30. október 2025 10:03 Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Flugumferðarstjórar hafa aflýst fyrirhuguðum vinnustöðvunum á morgun og laugardag. Fundi þeirra með fulltrúum Samtaka atvinnulífsins var slitið um klukkan 22:20 í kvöld og nýr boðaður í fyrramálið. 23. október 2025 22:33 Mest lesið Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Erlent Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Innlent Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Innlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent Hafa uppgötvað djöflabýflugu Erlent Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Innlent Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Innlent Fleiri fréttir Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Þörf á endurskoðun meðferðarheimila fyrir börn Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Sjá meira
Um síðustu áramót losnuðu samningarnir og hafa flugumferðarstjórar því verið samningslausir í um ellefu mánuði en kjaraviðræður hafa staðið yfir mun lengur. Í síðasta mánuði boðaði Félag flugumferðarstjóra fimm vinnustöðvanir en aðeins kom til einnar þeirra því skriður komst á kjaraviðræðurnar og var hætt við aðgerðirnar „Þetta hefur bara gengið hægt. Við vorum í einni atlögu sem gekk ekki upp sem tók enda fyrir tæpum tveimur vikum. Í þeim fasa aflýstum við fjórum vinnustöðvunum, fórum í þá fyrstu sem við boðuðum af fimm.“ Hann segir markmiðið aldrei að fara í verkfallsaðgerðir og valda tjóni.„Heldur að búa til einhverja pressu sem getur gagnast okkur í viðræðunum.“ Arnar segir að óformlegt samtal hafi átt sér stað í síðustu viku sem hafi skilað litlu sem engu. Hann gerir ráð fyrir að boðað verði til fundar á næstu dögum. Er boðunin á grunni einhvers nýs? Hefur verið lagt fram tilboð eða eitthvað svoleiðis? „Óformleg tilboð af hálfu beggja aðila voru lögð fram í síðustu viku sem náðu ekki saman. En það er ekkert nýtt eins og staðan er í dag.“Hann segist ekki getað útilokað að félagið ráðist í aðgerðir reynist næsti sáttafundur árangurslaus.„Við vorum með fjölmennan félagsfund á þriðjudaginn í síðustu viku og við fengum þar fram ákveðinn vilja félagsmanna, sem við höfum ekki tekið formlega ákvörðun um hvernig við stöndum að en það verður ákveðið vonandi í kjölfar þessa fundar sem verður boðaður núna.“ Þannig að það er mikið undir á þeim fundi? „Já, það er bara mikið undir að fara að klára þessar viðræður, þetta er búið að vera í eitt og hálft ár, það er kominn tími til að klára þetta.“
Tengdar fréttir Aflýsa yfir þúsund flugferðum Meira en þúsund flugferðum til, frá og innan Bandaríkjanna var aflýst í dag. Ríkisstofnunum þar í landi hefur verið lokað frá upphafi októbermánaðar og er rask á flugi undanfarna daga afleiðing þess. 8. nóvember 2025 23:58 Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Ráðherra samgöngumála í Bandaríkjunum, Sean Duffy, varar við því að frá og með morgundeginum gæti komið til þess að draga þurfi úr fjölda þeirra flugferða sem farnar eru frá fjörutíu stórum flugvöllum í Bandaríkjunum svo nemur tíu prósentum. 6. nóvember 2025 07:36 Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður Fundi samninganefnda Félags íslenskra flugumferðarstjóra og Samtaka atvinnulífsins hjá ríkissáttasemjara var slitið á þriðja tímanum í gær án árangurs. Ekki hefur verið boðað til nýs fundar. 30. október 2025 10:03 Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Flugumferðarstjórar hafa aflýst fyrirhuguðum vinnustöðvunum á morgun og laugardag. Fundi þeirra með fulltrúum Samtaka atvinnulífsins var slitið um klukkan 22:20 í kvöld og nýr boðaður í fyrramálið. 23. október 2025 22:33 Mest lesið Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Erlent Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Innlent Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Innlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent Hafa uppgötvað djöflabýflugu Erlent Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Innlent Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Innlent Fleiri fréttir Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Þörf á endurskoðun meðferðarheimila fyrir börn Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Sjá meira
Aflýsa yfir þúsund flugferðum Meira en þúsund flugferðum til, frá og innan Bandaríkjanna var aflýst í dag. Ríkisstofnunum þar í landi hefur verið lokað frá upphafi októbermánaðar og er rask á flugi undanfarna daga afleiðing þess. 8. nóvember 2025 23:58
Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Ráðherra samgöngumála í Bandaríkjunum, Sean Duffy, varar við því að frá og með morgundeginum gæti komið til þess að draga þurfi úr fjölda þeirra flugferða sem farnar eru frá fjörutíu stórum flugvöllum í Bandaríkjunum svo nemur tíu prósentum. 6. nóvember 2025 07:36
Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður Fundi samninganefnda Félags íslenskra flugumferðarstjóra og Samtaka atvinnulífsins hjá ríkissáttasemjara var slitið á þriðja tímanum í gær án árangurs. Ekki hefur verið boðað til nýs fundar. 30. október 2025 10:03
Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Flugumferðarstjórar hafa aflýst fyrirhuguðum vinnustöðvunum á morgun og laugardag. Fundi þeirra með fulltrúum Samtaka atvinnulífsins var slitið um klukkan 22:20 í kvöld og nýr boðaður í fyrramálið. 23. október 2025 22:33