Fótbolti

Sesko ekki með sjálfs­traust og dregur sig úr landsliðshópnum

Ágúst Orri Arnarson skrifar
Benjamin Sesko verður ekki með Slóveníu í leikjunum gegn Svíþjóð og Kósovó. 
Benjamin Sesko verður ekki með Slóveníu í leikjunum gegn Svíþjóð og Kósovó.  EPA/ADAM VAUGHAN

Benjamin Sesko er að glíma við mikinn skort á sjálfstrausti samkvæmt sérfræðingum Sunnudagsmessunnar og ekki mun það hjálpa að framherjinn hefur neyðst til að draga sig úr landsliðshópi Slóveníu, vegna meiðsla sem hann varð fyrir undir lok leiks Manchester United og Tottenham um helgina.

Sesko kom inn á völlinn sem varamaður á 58. mínútu en þurfti að víkja af velli á 88. mínútu vegna meiðsla. Þau meiðsli munu halda honum frá keppni fram yfir landsleikjahlé, að minnsta kosti, en eru ekki talin mjög alvarleg.

Slóvenski framherjinn mun því ekki geta hjálpað samlöndum sínum í leikjunum gegn Kósovó og Svíþjóð, sem Slóvenía verður að vinna til að eiga möguleika á því að komast á HM 2026.

Hann hefði líka ekki komið þeim mikið til hjálpar ef hann hefði staðið sig eins og í 2-2 jafnteflinu gegn Tottenham um helgina. Þar sýndi Sesko afleita frammistöðu, sem sérfræðingar Sunnudagsmessunnar voru lítt hrifnir af.

„Mér hefur ekki fundist mikið til hans koma. Hann hefur verið í brasi, er bara í vandræðum og tekur vitlausar ákvarðanir. Framherji hjá United, í þessu færi, á að skora mark“ sagði Bjarni Guðjónsson.

„Það öskrar á mann að hann sé með lítið sjálfstraust“ sagði Albert Ingason og nefndi nokkur dæmi, máli sínu til stuðnings.

Umræðuna má sjá í spilaranum hér fyrir neðan.

Klippa: Skortur á sjálfstrausti hjá Sesko



Fleiri fréttir

Sjá meira


×