Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. nóvember 2025 09:31 Ólafur Jóhannesson segir að Eiður Smári Guðjohnsen sé langstærsta nafn sem hann hafi þjálfað. Getty/ Steve Welsh/Barrington Coombs Ólafur Jóhannesson talar um tíma sinn sem landsliðsþjálfari í nýrri ævisögu sinni sem kemur nú út fyrir jólin. Þar á meðal ræðir hann samskipti sín við Eið Smára Guðjohnsen, sem var fyrirliði landsliðsins og langstærsta fótboltastjarna Íslands, þegar Ólafur tók við liðinu. Út er komin ævisaga knattspyrnuþjálfarans Ólafs Jóhannessonar. Bókin: Óli Jó – fótboltasaga, er rituð af Ingva Þór Sæmundssyni íþróttafréttamanni og í henni segir Ólafur sína sögu, þar á meðal frá því að hann var landsliðsþjálfari árin 2007 til 2011. Tók fyrirliðabandið af Eiði Ólafur, sem kom víða við á sínum ferli og gerði FH meðal annars að stórveldi, segir sögu sína á fádæma skemmtilegan og beinskeyttan hátt í bókinni og hann fer einnig vel yfir árin sín sem landsliðsþjálfari þar sem margir af leikmönnum sem mynduðu gullkynslóðina stigu sín fyrstu spor. Ólafur tók fyrirliðabandið af Eiði Smára fljótlega eftir að hann tók við liðinu. „Þarna var ég búinn að ákveða að taka fyrirliðabandið af Eiði. Eftir samtalið við hann þegar ég tók við ákvað ég að gera það og mat það þannig að það myndi létta aðeins af honum. En hann var mjög ósáttur við mig og það var ekkert skrítið,“ sagði Ólafur í bókinni. Langstærsta nafnið sem hann hafði þjálfað „Eiður var langstærsta nafn sem ég hafði þjálfað, stór í heimsfótboltanum og það er enginn vafi að hann er hæfileikaríkasti leikmaður sem ég þjálfaði á ferlinum. Hann varð Evrópumeistari með Barcelona og þótt hann hafi ekki alltaf verið fastamaður í liðinu spilaði hann reglulega með því. Það var ekki erfitt að þjálfa Eið, hann var ljúfur sem lamb,“ sagði Ólafur. „Stundum vissi ég ekki alveg hvar ég hafði Eið því hann sagði ekki mikið en þegar hann gerði það hlustuðu menn á hann. Einu sinni hafði ég samband við hann og vildi hitta hann úti á Englandi til spjalla við hann. Hann sagði að það væri ekkert mál,“ sagði Ólafur en þetta varð að fýluferð til Englands. Náði aldrei á hann „Ég fór út en hitti hann aldrei. Ég náði aldrei á hann og þegar ég kom heim var ég ansi fúll út í hann, var óákveðinn hvað ég ætlaði að gera og hugsaði að nú hætti ég að velja hann. Ég hugsaði hvort hann væri búinn að missa metnaðinn fyrir landsliðinu því þegar ég talaði við hann eftir að ég tók við sagðist hann vera orðinn þreyttur á landsliðsumhverfinu,“ sagði Ólafur Fínir mátar í dag „Hann kom samt eftir það og var fínn. Þarna efaðist ég samt um að hann hefði áhuga á þessu lengur og ræddi það við menn í kringum mig sem ég treysti. En úr varð að ég valdi hann. Hann var bara það góður í fótbolta að ég var klár á því að hann myndi nýtast okkur. Alveg eins og þegar ég talaði við Janus Guðlaugsson þegar ég tók við FH á sínum tíma voru þetta stór nöfn sem ég þurfti að eiga við. Ég þurfti að tala við þessa gæja og ég er ánægður að hafa gert það. Heilt yfir gekk þetta ágætlega milli okkar Eiðs, það voru engin leiðindi og þegar ég hitti hann í dag erum við fínir mátar,“ sagði Ólafur. Hann talar samt um að hann hefði viljað að Eiður Smári hefði gefið meira af sér þann tíma sem hann þjálfaði hann í landsliðinu. Landslið karla í fótbolta Mest lesið Segir fjórðung í bók Óla ósannan Íslenski boltinn Fyrrum kappaksturshetja og fjölskylda hans létust í flugslysi Sport „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Fótbolti „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Enski boltinn Hætti við að keppa út af hundinum sínum Sport Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum Fótbolti „Er því miður kominn í jólafrí“ Handbolti Åge Hareide látinn Fótbolti „Ég finn lykt af ótta, ég sé eitthvað í augum hans“ Sport KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Íslenski boltinn Fleiri fréttir Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Karólína Lea því miður of snemma í jólafrí Alexander Isak fékk sænska gullboltann Hilmar Árni til starfa hjá KR „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Segir fjórðung í bók Óla ósannan Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Strasbourg - Breiðablik 3-1 | Hetjuleg barátta dugði skammt Napoli í úrslit í Sádi-Arabíu Åge Hareide látinn Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn „Við þurfum bara að keyra á þetta“ Segir Nóel Atla frábært dæmi um það þegar hlutirnir gangi upp Glódís gæti þurft að ryðja Man. Utd og Barcelona úr vegi að úrslitaleiknum Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Liðsfélagi landsliðsmanns missti unga frændur sína í sprengingu Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ Bíður eftir kallinu frá Arnari: „Myndi segja að ég væri klár“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Fótboltamaður skotinn til bana Sjá meira
Út er komin ævisaga knattspyrnuþjálfarans Ólafs Jóhannessonar. Bókin: Óli Jó – fótboltasaga, er rituð af Ingva Þór Sæmundssyni íþróttafréttamanni og í henni segir Ólafur sína sögu, þar á meðal frá því að hann var landsliðsþjálfari árin 2007 til 2011. Tók fyrirliðabandið af Eiði Ólafur, sem kom víða við á sínum ferli og gerði FH meðal annars að stórveldi, segir sögu sína á fádæma skemmtilegan og beinskeyttan hátt í bókinni og hann fer einnig vel yfir árin sín sem landsliðsþjálfari þar sem margir af leikmönnum sem mynduðu gullkynslóðina stigu sín fyrstu spor. Ólafur tók fyrirliðabandið af Eiði Smára fljótlega eftir að hann tók við liðinu. „Þarna var ég búinn að ákveða að taka fyrirliðabandið af Eiði. Eftir samtalið við hann þegar ég tók við ákvað ég að gera það og mat það þannig að það myndi létta aðeins af honum. En hann var mjög ósáttur við mig og það var ekkert skrítið,“ sagði Ólafur í bókinni. Langstærsta nafnið sem hann hafði þjálfað „Eiður var langstærsta nafn sem ég hafði þjálfað, stór í heimsfótboltanum og það er enginn vafi að hann er hæfileikaríkasti leikmaður sem ég þjálfaði á ferlinum. Hann varð Evrópumeistari með Barcelona og þótt hann hafi ekki alltaf verið fastamaður í liðinu spilaði hann reglulega með því. Það var ekki erfitt að þjálfa Eið, hann var ljúfur sem lamb,“ sagði Ólafur. „Stundum vissi ég ekki alveg hvar ég hafði Eið því hann sagði ekki mikið en þegar hann gerði það hlustuðu menn á hann. Einu sinni hafði ég samband við hann og vildi hitta hann úti á Englandi til spjalla við hann. Hann sagði að það væri ekkert mál,“ sagði Ólafur en þetta varð að fýluferð til Englands. Náði aldrei á hann „Ég fór út en hitti hann aldrei. Ég náði aldrei á hann og þegar ég kom heim var ég ansi fúll út í hann, var óákveðinn hvað ég ætlaði að gera og hugsaði að nú hætti ég að velja hann. Ég hugsaði hvort hann væri búinn að missa metnaðinn fyrir landsliðinu því þegar ég talaði við hann eftir að ég tók við sagðist hann vera orðinn þreyttur á landsliðsumhverfinu,“ sagði Ólafur Fínir mátar í dag „Hann kom samt eftir það og var fínn. Þarna efaðist ég samt um að hann hefði áhuga á þessu lengur og ræddi það við menn í kringum mig sem ég treysti. En úr varð að ég valdi hann. Hann var bara það góður í fótbolta að ég var klár á því að hann myndi nýtast okkur. Alveg eins og þegar ég talaði við Janus Guðlaugsson þegar ég tók við FH á sínum tíma voru þetta stór nöfn sem ég þurfti að eiga við. Ég þurfti að tala við þessa gæja og ég er ánægður að hafa gert það. Heilt yfir gekk þetta ágætlega milli okkar Eiðs, það voru engin leiðindi og þegar ég hitti hann í dag erum við fínir mátar,“ sagði Ólafur. Hann talar samt um að hann hefði viljað að Eiður Smári hefði gefið meira af sér þann tíma sem hann þjálfaði hann í landsliðinu.
Landslið karla í fótbolta Mest lesið Segir fjórðung í bók Óla ósannan Íslenski boltinn Fyrrum kappaksturshetja og fjölskylda hans létust í flugslysi Sport „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Fótbolti „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Enski boltinn Hætti við að keppa út af hundinum sínum Sport Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum Fótbolti „Er því miður kominn í jólafrí“ Handbolti Åge Hareide látinn Fótbolti „Ég finn lykt af ótta, ég sé eitthvað í augum hans“ Sport KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Íslenski boltinn Fleiri fréttir Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Karólína Lea því miður of snemma í jólafrí Alexander Isak fékk sænska gullboltann Hilmar Árni til starfa hjá KR „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Segir fjórðung í bók Óla ósannan Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Strasbourg - Breiðablik 3-1 | Hetjuleg barátta dugði skammt Napoli í úrslit í Sádi-Arabíu Åge Hareide látinn Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn „Við þurfum bara að keyra á þetta“ Segir Nóel Atla frábært dæmi um það þegar hlutirnir gangi upp Glódís gæti þurft að ryðja Man. Utd og Barcelona úr vegi að úrslitaleiknum Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Liðsfélagi landsliðsmanns missti unga frændur sína í sprengingu Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ Bíður eftir kallinu frá Arnari: „Myndi segja að ég væri klár“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Fótboltamaður skotinn til bana Sjá meira