Tveir leikmenn gætu fengið 65 ára fangelsi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. nóvember 2025 06:31 Liðsfélagarnir Luis Ortiz og Emmanuel Clase hafa verið ákærðirfyrir veðmálabrask og hagræðingu úrslita. Getty/Nick Cammett Nýtt veðmálahneyksli skekur Bandaríkin og það er ekki aðeins í körfuboltanum sem menn hafa verið að svindla til að græða pening fyrir sig eða fólk tengt sér. Nú eru hafnaboltamenn einnig í vandræðum. Tveir kastarar Cleveland Guardians-liðsins, Emmanuel Clase og Luis Ortiz, voru ákærðir af lögreglu fyrir veðmálabrask. Hinn 26 ára gamli Ortiz var handtekinn í gær í Boston og kemur fyrir dómara í dag, að sögn saksóknara. Hinn 27 ára gamli Clase er ekki í haldi. Á dögunum sagði Vísir frá því að bylgja veðmálahneyksla gengi yfir Bandaríkin. Emmanuel Clase and Luis Ortiz have been indicted on charges related to a scheme to rig bets. Luis Ortiz has been arrested while Clase is not currently in custody pic.twitter.com/18GBW0j9Dj— Talkin’ Baseball (@TalkinBaseball_) November 9, 2025 Á nokkrum vikum hafa yfir þrjátíu manns úr körfuboltaheiminum, þar á meðal Miami Heat-stjarnan Terry Rozier, verið handteknir grunaðir um aðild að veðmálasvindli. Auk þess hafa sex háskólaleikmenn verið settir í bann vegna gruns um hagræðingu úrslita. Kastarar grunaðir Nú skekur nýtt hneyksli bandarísku þjóðina. Kastararnir eru grunaðir um að hafa hagrætt úrslitum leikja. Saksóknarar í austurhluta New York, sem er skrifstofa ríkissaksóknara Bandaríkjanna í Brooklyn, sögðu í ákærunni að Clase hefði gert samkomulag við veðmálaspilara strax í maí 2023 um að kasta ákveðnum köstum á ákveðinn hátt svo spilarinn gæti lagt undir í sérveðmálum og hagnast. Guardians pitchers Emmanuel Clase and Luis Ortiz have been indicted for rigging bets on pitches in MLB games.Ortiz was allegedly paid $5,000 for throwing an intentional ball June 15 and Clase paid $5,000 for facilitating it, then did it again two weeks later for $7,000 apiece. pic.twitter.com/p8bS53pSvM— Front Office Sports (@FOS) November 9, 2025 Ortiz, að sögn saksóknara, gekk til liðs við samsærið í júní 2025 og samanlagt unnu veðmálaspilarar að minnsta kosti 450 þúsund dollara með því að veðja á köst þeirra, á meðan Clase og Ortiz fengu greitt fyrir þátttöku sína. 450 þúsund Bandaríkjadalir eru meira en 57 milljónir króna. Fangelsisdómur fyrir svik og peningaþvætti „MLB hafði samband við alríkisyfirvöld í upphafi þessarar rannsóknar og hefur veitt fullan samstarfsvilja í öllu ferlinu. Við erum meðvituð um ákæruna og handtökurnar í dag og innri rannsókn okkar stendur yfir“, segir í yfirlýsingu frá MBL-deildinni. Í ákærunni kemur fram að tvíeykið eigi yfir höfði sér allt að 65 ára fangelsisdóm fyrir svik og peningaþvætti. Clase og Ortiz gætu hvor um sig átt yfir höfði sér allt að tuttugu ára fangelsi fyrir samsæri um netsvik, tuttugu ár fyrir samsæri um netsvik gegn heiðarlegri þjónustu, tuttugu ár fyrir samsæri um peningaþvætti og fimm ár fyrir samsæri um að hafa áhrif á íþróttaviðburði með mútum, að sögn saksóknara. Þær alvarlegustu fyrir íþróttina síðan 1989 Í yfirlýsingu til ESPN neitaði lögmaður Ortiz, Chris Georgalis, ásökununum og sagði að umbjóðandi hans „hefði aldrei, og myndi aldrei, hafa óeðlileg áhrif á leik, ekki fyrir neinn og ekki fyrir neitt.“ Bandarísk yfirvöld hafa tekið hart á hagræðingu úrslita undanfarið. Þótt útbreiðsla lögleiddra fjárhættuspila hafi umturnað íþróttaheiminum eru ásakanirnar á hendur Clase og Ortiz þær alvarlegustu fyrir íþróttina síðan Pete Rose samþykkti ævilangt bann fyrir að veðja á hafnabolta árið 1989. Reglur MLB gegn fjárhættuspilum í íþróttinni eru strangar og Clase og Ortiz gætu átt yfir höfði sér ævilöng bönn svipuð því sem Tucupita Marcano, innherji San Diego Padres, fékk á síðasta ári, en hann lagði undir í næstum fjögur hundruð veðmálum á hafnabolta. Hafnabolti Mest lesið Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Sport Tveir leikmenn gætu fengið 65 ára fangelsi Sport Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Fótbolti Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Fótbolti Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Enski boltinn Antonelli sló 18 ára gamalt stigamet Lewis Hamilton Formúla 1 NBA-goðsögnin Lenny Wilkens látin Körfubolti Dagskráin í dag: Rólegheit eftir langa helgi Sport Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Fótbolti Tólf Íslandsmet féllu á Íslandsmótinu í sundi Sport Fleiri fréttir Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Bjarni og Guðbjörg endurheimtu bæði Íslandsmeistaratitilinn í CrossFit Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ NBA-goðsögnin Lenny Wilkens látin Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Antonelli sló 18 ára gamalt stigamet Lewis Hamilton Tveir leikmenn gætu fengið 65 ára fangelsi Dagskráin í dag: Rólegheit eftir langa helgi Tólf Íslandsmet féllu á Íslandsmótinu í sundi Markaregn í enska boltanum í dag Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Norris með aðra höndina á titlinum Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Íslendingarnir atkvæðamiklir í kvöld Enginn varið fleiri víti en Mamardashvili Daníel Tristan skoraði sigurmark Malmö Sandra með tíu í þrettán marka sigri ÍBV Albert skoraði en Fiorentina enn án sigurs og á botninum Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Engin skoraði meira en Elín Klara Fyrsta jafntefli Real Madrid Fanney sænskur meistari í fyrstu tilraun Með 32 mörk í síðustu þremur leikjum „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Snævar setti heimsmet Sjá meira
Nú eru hafnaboltamenn einnig í vandræðum. Tveir kastarar Cleveland Guardians-liðsins, Emmanuel Clase og Luis Ortiz, voru ákærðir af lögreglu fyrir veðmálabrask. Hinn 26 ára gamli Ortiz var handtekinn í gær í Boston og kemur fyrir dómara í dag, að sögn saksóknara. Hinn 27 ára gamli Clase er ekki í haldi. Á dögunum sagði Vísir frá því að bylgja veðmálahneyksla gengi yfir Bandaríkin. Emmanuel Clase and Luis Ortiz have been indicted on charges related to a scheme to rig bets. Luis Ortiz has been arrested while Clase is not currently in custody pic.twitter.com/18GBW0j9Dj— Talkin’ Baseball (@TalkinBaseball_) November 9, 2025 Á nokkrum vikum hafa yfir þrjátíu manns úr körfuboltaheiminum, þar á meðal Miami Heat-stjarnan Terry Rozier, verið handteknir grunaðir um aðild að veðmálasvindli. Auk þess hafa sex háskólaleikmenn verið settir í bann vegna gruns um hagræðingu úrslita. Kastarar grunaðir Nú skekur nýtt hneyksli bandarísku þjóðina. Kastararnir eru grunaðir um að hafa hagrætt úrslitum leikja. Saksóknarar í austurhluta New York, sem er skrifstofa ríkissaksóknara Bandaríkjanna í Brooklyn, sögðu í ákærunni að Clase hefði gert samkomulag við veðmálaspilara strax í maí 2023 um að kasta ákveðnum köstum á ákveðinn hátt svo spilarinn gæti lagt undir í sérveðmálum og hagnast. Guardians pitchers Emmanuel Clase and Luis Ortiz have been indicted for rigging bets on pitches in MLB games.Ortiz was allegedly paid $5,000 for throwing an intentional ball June 15 and Clase paid $5,000 for facilitating it, then did it again two weeks later for $7,000 apiece. pic.twitter.com/p8bS53pSvM— Front Office Sports (@FOS) November 9, 2025 Ortiz, að sögn saksóknara, gekk til liðs við samsærið í júní 2025 og samanlagt unnu veðmálaspilarar að minnsta kosti 450 þúsund dollara með því að veðja á köst þeirra, á meðan Clase og Ortiz fengu greitt fyrir þátttöku sína. 450 þúsund Bandaríkjadalir eru meira en 57 milljónir króna. Fangelsisdómur fyrir svik og peningaþvætti „MLB hafði samband við alríkisyfirvöld í upphafi þessarar rannsóknar og hefur veitt fullan samstarfsvilja í öllu ferlinu. Við erum meðvituð um ákæruna og handtökurnar í dag og innri rannsókn okkar stendur yfir“, segir í yfirlýsingu frá MBL-deildinni. Í ákærunni kemur fram að tvíeykið eigi yfir höfði sér allt að 65 ára fangelsisdóm fyrir svik og peningaþvætti. Clase og Ortiz gætu hvor um sig átt yfir höfði sér allt að tuttugu ára fangelsi fyrir samsæri um netsvik, tuttugu ár fyrir samsæri um netsvik gegn heiðarlegri þjónustu, tuttugu ár fyrir samsæri um peningaþvætti og fimm ár fyrir samsæri um að hafa áhrif á íþróttaviðburði með mútum, að sögn saksóknara. Þær alvarlegustu fyrir íþróttina síðan 1989 Í yfirlýsingu til ESPN neitaði lögmaður Ortiz, Chris Georgalis, ásökununum og sagði að umbjóðandi hans „hefði aldrei, og myndi aldrei, hafa óeðlileg áhrif á leik, ekki fyrir neinn og ekki fyrir neitt.“ Bandarísk yfirvöld hafa tekið hart á hagræðingu úrslita undanfarið. Þótt útbreiðsla lögleiddra fjárhættuspila hafi umturnað íþróttaheiminum eru ásakanirnar á hendur Clase og Ortiz þær alvarlegustu fyrir íþróttina síðan Pete Rose samþykkti ævilangt bann fyrir að veðja á hafnabolta árið 1989. Reglur MLB gegn fjárhættuspilum í íþróttinni eru strangar og Clase og Ortiz gætu átt yfir höfði sér ævilöng bönn svipuð því sem Tucupita Marcano, innherji San Diego Padres, fékk á síðasta ári, en hann lagði undir í næstum fjögur hundruð veðmálum á hafnabolta.
Hafnabolti Mest lesið Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Sport Tveir leikmenn gætu fengið 65 ára fangelsi Sport Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Fótbolti Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Fótbolti Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Enski boltinn Antonelli sló 18 ára gamalt stigamet Lewis Hamilton Formúla 1 NBA-goðsögnin Lenny Wilkens látin Körfubolti Dagskráin í dag: Rólegheit eftir langa helgi Sport Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Fótbolti Tólf Íslandsmet féllu á Íslandsmótinu í sundi Sport Fleiri fréttir Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Bjarni og Guðbjörg endurheimtu bæði Íslandsmeistaratitilinn í CrossFit Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ NBA-goðsögnin Lenny Wilkens látin Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Antonelli sló 18 ára gamalt stigamet Lewis Hamilton Tveir leikmenn gætu fengið 65 ára fangelsi Dagskráin í dag: Rólegheit eftir langa helgi Tólf Íslandsmet féllu á Íslandsmótinu í sundi Markaregn í enska boltanum í dag Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Norris með aðra höndina á titlinum Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Íslendingarnir atkvæðamiklir í kvöld Enginn varið fleiri víti en Mamardashvili Daníel Tristan skoraði sigurmark Malmö Sandra með tíu í þrettán marka sigri ÍBV Albert skoraði en Fiorentina enn án sigurs og á botninum Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Engin skoraði meira en Elín Klara Fyrsta jafntefli Real Madrid Fanney sænskur meistari í fyrstu tilraun Með 32 mörk í síðustu þremur leikjum „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Snævar setti heimsmet Sjá meira