Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 9. nóvember 2025 12:00 Jón Þór Víglundsson upplýsingafulltrúi Landsbjargar segir landsmenn hafa tekið höndum saman eftir neikvæða umræðu í síðustu viku og keypt Neyðarkall björgunarsveitanna. Vísir Sala Neyðarkalls björgunarsveitanna hefur gengið vonum framar. Landsmenn virðast margir hafa sópað til sín köllum í kjölfar frétta af niðrandi athugasemdum um húðlit Neyðarkallsins. Síðasti söludagurinn er í dag. „Okkur sýnist sem að salan hafi gengið almennt mjög vel og víða er Neyðarkallinn uppseldur, hjá fjölmörgum sveitum,“ segir Jón Þór Víglundsson upplýsingafulltrúi Landsbjargar. Fregnir bárust af því eftir að salan hófst að björgunarsveitarfólk hafi ítrekað fengið að heyra niðrandi athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins. Í ár er hann straumvatnsbjörgunarmaður í minningu Sigurðar Kristófers McQuillan Óskarssonar, sem lést við æfingu í straumvatnsbjörgun fyrir um ári síðan við Tungfljót. „Kannski mestu áhrifin hafði þessi neikvæða umræða sem kom upp í upphafi og það er okkar tilfinning að landsmenn hafi tekið höndum saman og margir jafnvel keypt fleiri en einn til að kveða niður þessar neikvæðu raddir. Fyrir það erum við afar þakklát.“ Sigurður Kristófer var formaður björgunarsveitarinnar Kyndils í Mosfellsbæ, þar sem kallinn seldist upp. „Mér skilst að í Mosfellsbænum hafi Neyðarkallinn verið uppseldur á föstudaginn þannig að þar gekk salan mjög vel,“ segir Jón Þór. Það er frekar óvenjulegt eða hvað? „Já, ég er kannski ekki með mjög sérstakt línurit yfir það hvernig salan gengur í kollinum en laugardagurinn hefur verið síðasti stóri dagurinn. Að klára á föstudegi er ekki mjög algengt.“ Björgunarsveitir Kynþáttafordómar Tengdar fréttir „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Karin Agnes McQuillan, móðir Sigurðar Kristófers McQuillan Óskarssonar, sem lést í fyrra á björgunarsveitaræfingu, segist hafa fengið áfall þegar hún las fréttir um það í gær að björgunarsveitarfólk hafi ítrekað fengið að heyra niðrandi athugasemdir um húðlit Neyðarkalls Landsbjargar. 7. nóvember 2025 11:02 Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Nítján ára björgunarsveitarkona fékk að heyra ítrekaðar niðrandi athugasemdir um húðlit Neyðarkalls Landsbjargar í ár þegar hún sinnti fjáröfluninni. Upplýsingafulltrúi Landsbjargar segir atvikið afar leiðinlegt en engar aðrar tilkynningar um slíkar athugasemdir hafi borist þeim. 6. nóvember 2025 17:55 Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Sala Neyðarkalls Landsbjargar er í ár í hlutverki straumvatnsbjörgunarmanns til að heiðra minningu Sigurðar Kristófers McQuillans Óskarssonar, formanns björgunarsveitarinnar Kyndils í Mosfellsbæ, sem lést í hörmulegu slysi á sameiginlegri straumvatnsbjörgunaræfingu á vegum Landsbjargar í nóvember í fyrra. 5. nóvember 2025 22:43 Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Innlent Málið sem Trump getur ekki losað sig við Erlent Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Innlent Færir nýársboðið fram á þrettándann Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Innlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent Fleiri fréttir Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Sjá meira
„Okkur sýnist sem að salan hafi gengið almennt mjög vel og víða er Neyðarkallinn uppseldur, hjá fjölmörgum sveitum,“ segir Jón Þór Víglundsson upplýsingafulltrúi Landsbjargar. Fregnir bárust af því eftir að salan hófst að björgunarsveitarfólk hafi ítrekað fengið að heyra niðrandi athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins. Í ár er hann straumvatnsbjörgunarmaður í minningu Sigurðar Kristófers McQuillan Óskarssonar, sem lést við æfingu í straumvatnsbjörgun fyrir um ári síðan við Tungfljót. „Kannski mestu áhrifin hafði þessi neikvæða umræða sem kom upp í upphafi og það er okkar tilfinning að landsmenn hafi tekið höndum saman og margir jafnvel keypt fleiri en einn til að kveða niður þessar neikvæðu raddir. Fyrir það erum við afar þakklát.“ Sigurður Kristófer var formaður björgunarsveitarinnar Kyndils í Mosfellsbæ, þar sem kallinn seldist upp. „Mér skilst að í Mosfellsbænum hafi Neyðarkallinn verið uppseldur á föstudaginn þannig að þar gekk salan mjög vel,“ segir Jón Þór. Það er frekar óvenjulegt eða hvað? „Já, ég er kannski ekki með mjög sérstakt línurit yfir það hvernig salan gengur í kollinum en laugardagurinn hefur verið síðasti stóri dagurinn. Að klára á föstudegi er ekki mjög algengt.“
Björgunarsveitir Kynþáttafordómar Tengdar fréttir „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Karin Agnes McQuillan, móðir Sigurðar Kristófers McQuillan Óskarssonar, sem lést í fyrra á björgunarsveitaræfingu, segist hafa fengið áfall þegar hún las fréttir um það í gær að björgunarsveitarfólk hafi ítrekað fengið að heyra niðrandi athugasemdir um húðlit Neyðarkalls Landsbjargar. 7. nóvember 2025 11:02 Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Nítján ára björgunarsveitarkona fékk að heyra ítrekaðar niðrandi athugasemdir um húðlit Neyðarkalls Landsbjargar í ár þegar hún sinnti fjáröfluninni. Upplýsingafulltrúi Landsbjargar segir atvikið afar leiðinlegt en engar aðrar tilkynningar um slíkar athugasemdir hafi borist þeim. 6. nóvember 2025 17:55 Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Sala Neyðarkalls Landsbjargar er í ár í hlutverki straumvatnsbjörgunarmanns til að heiðra minningu Sigurðar Kristófers McQuillans Óskarssonar, formanns björgunarsveitarinnar Kyndils í Mosfellsbæ, sem lést í hörmulegu slysi á sameiginlegri straumvatnsbjörgunaræfingu á vegum Landsbjargar í nóvember í fyrra. 5. nóvember 2025 22:43 Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Innlent Málið sem Trump getur ekki losað sig við Erlent Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Innlent Færir nýársboðið fram á þrettándann Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Innlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent Fleiri fréttir Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Sjá meira
„Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Karin Agnes McQuillan, móðir Sigurðar Kristófers McQuillan Óskarssonar, sem lést í fyrra á björgunarsveitaræfingu, segist hafa fengið áfall þegar hún las fréttir um það í gær að björgunarsveitarfólk hafi ítrekað fengið að heyra niðrandi athugasemdir um húðlit Neyðarkalls Landsbjargar. 7. nóvember 2025 11:02
Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Nítján ára björgunarsveitarkona fékk að heyra ítrekaðar niðrandi athugasemdir um húðlit Neyðarkalls Landsbjargar í ár þegar hún sinnti fjáröfluninni. Upplýsingafulltrúi Landsbjargar segir atvikið afar leiðinlegt en engar aðrar tilkynningar um slíkar athugasemdir hafi borist þeim. 6. nóvember 2025 17:55
Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Sala Neyðarkalls Landsbjargar er í ár í hlutverki straumvatnsbjörgunarmanns til að heiðra minningu Sigurðar Kristófers McQuillans Óskarssonar, formanns björgunarsveitarinnar Kyndils í Mosfellsbæ, sem lést í hörmulegu slysi á sameiginlegri straumvatnsbjörgunaræfingu á vegum Landsbjargar í nóvember í fyrra. 5. nóvember 2025 22:43