Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Vésteinn Örn Pétursson skrifar 8. nóvember 2025 22:31 Þyngdarstjórnunarlyf á borð við Ozempic eru meðal þeirra eftirsóttustu á Norðurlöndunum. EPA Töluverð hætta er á því að skipulagðir glæpahópar nýti sér eftirspurn eftir megrunarlyfjum hér á landi og komi fölsuðum lyfjum í umferð, að mati sérfræðings. Dæmi eru um að fólk hafi látið lífið við neyslu lyfja sem það keypti á netinu, í því skyni að grennast. Martin Burman fer fyrir samevrópskum vinnuhópi gegn lyfjafölsun, og var meðal ræðumanna á málþingi Lyfjastofnunar í gær um fölsuð lyf. Hann segir þyngdarstjórnunarlyf vera meðal þeirra eftirsóttustu á Norðurlöndum. „Vandinn er að það fá ekki allir uppáskrift fyrir lyfjunum en vilja þau samt. Núna er mjög auðvelt að finna þau á netinu,“ segir Burman. Á ýmsum vefsíðum megi finna gylliboð um þyngdarstjórnunarlyf, sem séu jafnvel ódýrari en ef þau eru keypt með lyfseðli í apóteki. Oft sé ágóði af sölu á fölsuðum lyfjum notaður til fjármögnunar skipulagðrar glæpastarfsemi. Dæmi séu um að þyngdarstjórnarlyfin séu fölsuð í Svíþjóð og þau flutt til annarra landa. Burman segir hættuna á að fölsuð lyf komi til landsins sannarlega fyrir hendi. Vísir/Lýður Valberg „Nýlega var stórri ólöglegri framleiðslustöð í Svíþjóð lokað og þar var líklega verið að selja fyrir milljónir evra. Efnin voru keypt frá Kína og síðan voru stungulyfjaglös útbúin í yfirgefnu húsi í skóginum.“ Burman segir áhættuna af því að kaupa fölsuð lyf, sem fást almennt í apóteki eftir læknisráði, ekki léttvæga. „Við höfum dæmi um fólk sem hefur fengið hjartaáfall eftir að hafa keypt lyf við ristruflunum. Fyrir örfáum vikum varð atvik á Bretlandi þar sem kona lést af völdum megrunarlyfs sem hún keypti á naglastofu í stað apóteks. Þetta eru sterk lyf sem ætti aðeins að nota með uppáskrift læknis og það ætti aðeins að kaupa þau í apóteki. Þannig veistu að lyfin eru örugg.“ Fölsuð þyngdarstjórnunarlyf hafa ekki ratað inn á borð rannsóknastofu í lyfja- og eiturefnafræði hjá Háskóla Íslands, og Burman veit ekki til þess að slík mál hafi komið upp hér á landi. Eftirspurnin eftir lyfjunum sé þó til staðar hér eins og annars staðar. „Allir í Evrópu vilja grennast og kaupa megrunarlyf. Það er eitthvað sem glæpamenn munu nýta sér. Ég veit ekki hvenær þau berast hingað en hættan er sannarlega fyrir hendi.“ Þyngdarstjórnunarlyf Lyf Mest lesið Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Innlent Engin ástæða til að breyta neinu Innlent Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Innlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Innlent Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Erlent Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Innlent Fleiri fréttir Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Sjá meira
Martin Burman fer fyrir samevrópskum vinnuhópi gegn lyfjafölsun, og var meðal ræðumanna á málþingi Lyfjastofnunar í gær um fölsuð lyf. Hann segir þyngdarstjórnunarlyf vera meðal þeirra eftirsóttustu á Norðurlöndum. „Vandinn er að það fá ekki allir uppáskrift fyrir lyfjunum en vilja þau samt. Núna er mjög auðvelt að finna þau á netinu,“ segir Burman. Á ýmsum vefsíðum megi finna gylliboð um þyngdarstjórnunarlyf, sem séu jafnvel ódýrari en ef þau eru keypt með lyfseðli í apóteki. Oft sé ágóði af sölu á fölsuðum lyfjum notaður til fjármögnunar skipulagðrar glæpastarfsemi. Dæmi séu um að þyngdarstjórnarlyfin séu fölsuð í Svíþjóð og þau flutt til annarra landa. Burman segir hættuna á að fölsuð lyf komi til landsins sannarlega fyrir hendi. Vísir/Lýður Valberg „Nýlega var stórri ólöglegri framleiðslustöð í Svíþjóð lokað og þar var líklega verið að selja fyrir milljónir evra. Efnin voru keypt frá Kína og síðan voru stungulyfjaglös útbúin í yfirgefnu húsi í skóginum.“ Burman segir áhættuna af því að kaupa fölsuð lyf, sem fást almennt í apóteki eftir læknisráði, ekki léttvæga. „Við höfum dæmi um fólk sem hefur fengið hjartaáfall eftir að hafa keypt lyf við ristruflunum. Fyrir örfáum vikum varð atvik á Bretlandi þar sem kona lést af völdum megrunarlyfs sem hún keypti á naglastofu í stað apóteks. Þetta eru sterk lyf sem ætti aðeins að nota með uppáskrift læknis og það ætti aðeins að kaupa þau í apóteki. Þannig veistu að lyfin eru örugg.“ Fölsuð þyngdarstjórnunarlyf hafa ekki ratað inn á borð rannsóknastofu í lyfja- og eiturefnafræði hjá Háskóla Íslands, og Burman veit ekki til þess að slík mál hafi komið upp hér á landi. Eftirspurnin eftir lyfjunum sé þó til staðar hér eins og annars staðar. „Allir í Evrópu vilja grennast og kaupa megrunarlyf. Það er eitthvað sem glæpamenn munu nýta sér. Ég veit ekki hvenær þau berast hingað en hættan er sannarlega fyrir hendi.“
Þyngdarstjórnunarlyf Lyf Mest lesið Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Innlent Engin ástæða til að breyta neinu Innlent Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Innlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Innlent Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Erlent Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Innlent Fleiri fréttir Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Sjá meira