Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Vésteinn Örn Pétursson skrifar 8. nóvember 2025 22:31 Þyngdarstjórnunarlyf á borð við Ozempic eru meðal þeirra eftirsóttustu á Norðurlöndunum. EPA Töluverð hætta er á því að skipulagðir glæpahópar nýti sér eftirspurn eftir megrunarlyfjum hér á landi og komi fölsuðum lyfjum í umferð, að mati sérfræðings. Dæmi eru um að fólk hafi látið lífið við neyslu lyfja sem það keypti á netinu, í því skyni að grennast. Martin Burman fer fyrir samevrópskum vinnuhópi gegn lyfjafölsun, og var meðal ræðumanna á málþingi Lyfjastofnunar í gær um fölsuð lyf. Hann segir þyngdarstjórnunarlyf vera meðal þeirra eftirsóttustu á Norðurlöndum. „Vandinn er að það fá ekki allir uppáskrift fyrir lyfjunum en vilja þau samt. Núna er mjög auðvelt að finna þau á netinu,“ segir Burman. Á ýmsum vefsíðum megi finna gylliboð um þyngdarstjórnunarlyf, sem séu jafnvel ódýrari en ef þau eru keypt með lyfseðli í apóteki. Oft sé ágóði af sölu á fölsuðum lyfjum notaður til fjármögnunar skipulagðrar glæpastarfsemi. Dæmi séu um að þyngdarstjórnarlyfin séu fölsuð í Svíþjóð og þau flutt til annarra landa. Burman segir hættuna á að fölsuð lyf komi til landsins sannarlega fyrir hendi. Vísir/Lýður Valberg „Nýlega var stórri ólöglegri framleiðslustöð í Svíþjóð lokað og þar var líklega verið að selja fyrir milljónir evra. Efnin voru keypt frá Kína og síðan voru stungulyfjaglös útbúin í yfirgefnu húsi í skóginum.“ Burman segir áhættuna af því að kaupa fölsuð lyf, sem fást almennt í apóteki eftir læknisráði, ekki léttvæga. „Við höfum dæmi um fólk sem hefur fengið hjartaáfall eftir að hafa keypt lyf við ristruflunum. Fyrir örfáum vikum varð atvik á Bretlandi þar sem kona lést af völdum megrunarlyfs sem hún keypti á naglastofu í stað apóteks. Þetta eru sterk lyf sem ætti aðeins að nota með uppáskrift læknis og það ætti aðeins að kaupa þau í apóteki. Þannig veistu að lyfin eru örugg.“ Fölsuð þyngdarstjórnunarlyf hafa ekki ratað inn á borð rannsóknastofu í lyfja- og eiturefnafræði hjá Háskóla Íslands, og Burman veit ekki til þess að slík mál hafi komið upp hér á landi. Eftirspurnin eftir lyfjunum sé þó til staðar hér eins og annars staðar. „Allir í Evrópu vilja grennast og kaupa megrunarlyf. Það er eitthvað sem glæpamenn munu nýta sér. Ég veit ekki hvenær þau berast hingað en hættan er sannarlega fyrir hendi.“ Þyngdarstjórnunarlyf Lyf Mest lesið „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Innlent Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Innlent Lífið gjörbreytt Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Innlent Elsti Íslendingurinn er látinn Innlent Halla Bergþóra sækir um en ekki Páley Innlent Hlaup hafið í Skaftá Innlent Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Innlent Fleiri fréttir Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Taldi brúðkaup í Keníu ekki telja og krefst ógildingar Slökktu eld á Stórhöfða Ráðherra bað skólameistara afsökunar sem klóra sér enn í kollinum Elsti Íslendingurinn er látinn Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Halla Bergþóra sækir um en ekki Páley Hafnarfjörður mátti ekki afturkalla ráðningu Óskars Steins „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Furðar sig á uppbyggingu við inngang þjóðgarðsins Grindvíkingar fái að velja hvar þeir kjósa „Auðvitað er forgangsröðun jarðganga vonbrigði fyrir mig“ „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Ekki búið að bera kennsl á þann sem ekið var á Uggur í læknum og samtöl við Norðurlönd nauðsynlegt Fóru ekki fram á lengra varðhald yfir lögmanninum Áhyggjufullir læknar Hlaup hafið í Skaftá Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Lífið gjörbreytt Grindvíkingar hugsa um að fara heim: Gott að vera í Grindavík en verður aldrei eins Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða Áföllin hafi mótað sig Gramir að næstu göng á lista séu ekki á Austurlandi Herflugvél snúið við í neyð Mikið áhyggjuefni ef læknar komast ekki utan í sérnám Talsverður fjöldi uppfylli ekki lágmarkskröfur um netöryggi Ákvörðunin hafi einnig verið erfið fyrir stjórnarliðana Sjá meira
Martin Burman fer fyrir samevrópskum vinnuhópi gegn lyfjafölsun, og var meðal ræðumanna á málþingi Lyfjastofnunar í gær um fölsuð lyf. Hann segir þyngdarstjórnunarlyf vera meðal þeirra eftirsóttustu á Norðurlöndum. „Vandinn er að það fá ekki allir uppáskrift fyrir lyfjunum en vilja þau samt. Núna er mjög auðvelt að finna þau á netinu,“ segir Burman. Á ýmsum vefsíðum megi finna gylliboð um þyngdarstjórnunarlyf, sem séu jafnvel ódýrari en ef þau eru keypt með lyfseðli í apóteki. Oft sé ágóði af sölu á fölsuðum lyfjum notaður til fjármögnunar skipulagðrar glæpastarfsemi. Dæmi séu um að þyngdarstjórnarlyfin séu fölsuð í Svíþjóð og þau flutt til annarra landa. Burman segir hættuna á að fölsuð lyf komi til landsins sannarlega fyrir hendi. Vísir/Lýður Valberg „Nýlega var stórri ólöglegri framleiðslustöð í Svíþjóð lokað og þar var líklega verið að selja fyrir milljónir evra. Efnin voru keypt frá Kína og síðan voru stungulyfjaglös útbúin í yfirgefnu húsi í skóginum.“ Burman segir áhættuna af því að kaupa fölsuð lyf, sem fást almennt í apóteki eftir læknisráði, ekki léttvæga. „Við höfum dæmi um fólk sem hefur fengið hjartaáfall eftir að hafa keypt lyf við ristruflunum. Fyrir örfáum vikum varð atvik á Bretlandi þar sem kona lést af völdum megrunarlyfs sem hún keypti á naglastofu í stað apóteks. Þetta eru sterk lyf sem ætti aðeins að nota með uppáskrift læknis og það ætti aðeins að kaupa þau í apóteki. Þannig veistu að lyfin eru örugg.“ Fölsuð þyngdarstjórnunarlyf hafa ekki ratað inn á borð rannsóknastofu í lyfja- og eiturefnafræði hjá Háskóla Íslands, og Burman veit ekki til þess að slík mál hafi komið upp hér á landi. Eftirspurnin eftir lyfjunum sé þó til staðar hér eins og annars staðar. „Allir í Evrópu vilja grennast og kaupa megrunarlyf. Það er eitthvað sem glæpamenn munu nýta sér. Ég veit ekki hvenær þau berast hingað en hættan er sannarlega fyrir hendi.“
Þyngdarstjórnunarlyf Lyf Mest lesið „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Innlent Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Innlent Lífið gjörbreytt Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Innlent Elsti Íslendingurinn er látinn Innlent Halla Bergþóra sækir um en ekki Páley Innlent Hlaup hafið í Skaftá Innlent Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Innlent Fleiri fréttir Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Taldi brúðkaup í Keníu ekki telja og krefst ógildingar Slökktu eld á Stórhöfða Ráðherra bað skólameistara afsökunar sem klóra sér enn í kollinum Elsti Íslendingurinn er látinn Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Halla Bergþóra sækir um en ekki Páley Hafnarfjörður mátti ekki afturkalla ráðningu Óskars Steins „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Furðar sig á uppbyggingu við inngang þjóðgarðsins Grindvíkingar fái að velja hvar þeir kjósa „Auðvitað er forgangsröðun jarðganga vonbrigði fyrir mig“ „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Ekki búið að bera kennsl á þann sem ekið var á Uggur í læknum og samtöl við Norðurlönd nauðsynlegt Fóru ekki fram á lengra varðhald yfir lögmanninum Áhyggjufullir læknar Hlaup hafið í Skaftá Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Lífið gjörbreytt Grindvíkingar hugsa um að fara heim: Gott að vera í Grindavík en verður aldrei eins Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða Áföllin hafi mótað sig Gramir að næstu göng á lista séu ekki á Austurlandi Herflugvél snúið við í neyð Mikið áhyggjuefni ef læknar komast ekki utan í sérnám Talsverður fjöldi uppfylli ekki lágmarkskröfur um netöryggi Ákvörðunin hafi einnig verið erfið fyrir stjórnarliðana Sjá meira