Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Kjartan Kjartansson skrifar 7. nóvember 2025 15:08 Sögusagnir eru um að gjá hafi myndast á milli Pútíns forseta (t.v.) og Lavrovs utanríkisráðherra (t.h.) eftir að ekkert varð úr fundi Pútíns og Bandaríkjaforseta í Búdapest. Vísir/EPA Talsmaður Kremlar hafnar því algerlega að Sergei Lavrov, utanríkisráðherra, hafi verið settur út í kuldann. Því hefur verið haldið fram að Lavrov hafi fallið í ónáð eftir að ekkert varð af fundi Vladímírs Pútín forseta og Bandaríkjaforseta í Ungverjalandi. Lavrov var ekki í Kreml á miðvikudag sem gaf gróusögum byr undir báða vængi. Fjölmiðillinn Moscow Times í Hollandi sagði svo frá því í gær að Pútín hefði sett utanríkisráðherrann til hliðar og að hann væri horfinn af opinberum vettvangi. Dagblaðið Politico segir að Lavrov hafi síðast komið fram opinberlega á ráðstefnu um öryggismál í Minsk í Belarús 28. október samkvæmt opinberri vefsíðu utanríkisráðuneytisins. Lavrov stýrir heldur ekki sendinefnd Rússa á G20-fundinum í ár en hann hefur leitt nefndina undanfarin ár. Í stað hans fer Maxim Oreskhin, aðstoðarskrifstofustjóri forsetaembættisins. Dmitrí Peskov, talsmaður rússnesku ríkisstjórnarinnar, þvertók fyrir það að kastast hefði í kekki á milli Pútíns og Lavrov. Sá síðarnefndi væri enn utanríkisráðherra líkt og undanfarið 21 ár. Bandaríkjastjórn aflýsti fyrirhugðum fundi Pútín og Donalds Trump um stríðið í Úkraínu sem þær ætluðu að halda í Búdapest í síðasta mánuði. Financial Times sagði að það hefði gerst vegna einstrengingslegrar afstöðu Lavrovs í símtali við Marco Rubio, bandaríska starfsbróður hans. Stuðningsmenn Pútíns fá að kenna á meðölum forsetans Vísbendingar hafa verið um að hreinsanir séu hafnar innan raða stuðningsmanna Pútín að undanförnu. Þannig hafa nýlega dyggir stuðningsmenn hans verið ýmist skilgreindir útsendrar erlendra ríkja eða jafnvel hryðjuverka- og öfgamenn. Hreinsanirnar hafa verið tengdar við valdabaráttu tveggja hópa sem styðja Pútín, annars vegar hóps gamalla pótintáta hans í kringum varnarmálaráðuneytið og hins vegar grasrótarhreyfingar þjóðernissinna og stríðsbloggara sem hafa náð töluverðri hylli í Rússlandi eftir að stríðið í Úkraínu hófst af fullum kraft fyrir að nálgast fjórum árum. Rússland Bandaríkin Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Erlent Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Innlent Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Innlent Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Erlent Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Innlent Árekstur á Álftanesvegi Innlent Fleiri fréttir Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Danskir og bandarískir erindrekar funda um Grænland í næstu viku „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Tóku einnig skuggaskip í Karíbahafinu Vill senda danska hermenn til Grænlands Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Ásælni Trumps í Grænland og skuggaskip Rússa Víða truflanir í Evrópu vegna snjókomu Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi „Stórt framfaraskref“ Óska eftir fundi með Rubio Kaffilaus fundur í gluggalausu herbergi „Ég ætla ekki að segja hættum við kosningarnar“ Nýtti sér leik sinn í Dansar við úlfa við að mynda sértrúarsöfnuð Hafa birt innan við prósent af Epstein-skjölunum Walz hættir við framboð vegna árása Trump-liða Sænskur ráðherra hlutgerður á miðli Musk Vill afhenda Trump friðarverðlaunin Svissneski skemmtistaðurinn ekki skoðaður í fimm ár Kristrún, Witkoff og Kushner á fundinum í París í dag Huldumaður hagnaðist verulega á árásinni á Venesúela Fyrrverandi fjármálaráðherra Kanada verður ráðgjafi Selenskí Var með fleiri en fimmtíu hunda á heimilinu Segir þörf á samtali um „meintan“ yfirráðarétt Dana „Ég er forseti sem hefur verið rænt; stríðsfangi!“ Fækkar ráðlögðum bóluefnum Sjá meira
Lavrov var ekki í Kreml á miðvikudag sem gaf gróusögum byr undir báða vængi. Fjölmiðillinn Moscow Times í Hollandi sagði svo frá því í gær að Pútín hefði sett utanríkisráðherrann til hliðar og að hann væri horfinn af opinberum vettvangi. Dagblaðið Politico segir að Lavrov hafi síðast komið fram opinberlega á ráðstefnu um öryggismál í Minsk í Belarús 28. október samkvæmt opinberri vefsíðu utanríkisráðuneytisins. Lavrov stýrir heldur ekki sendinefnd Rússa á G20-fundinum í ár en hann hefur leitt nefndina undanfarin ár. Í stað hans fer Maxim Oreskhin, aðstoðarskrifstofustjóri forsetaembættisins. Dmitrí Peskov, talsmaður rússnesku ríkisstjórnarinnar, þvertók fyrir það að kastast hefði í kekki á milli Pútíns og Lavrov. Sá síðarnefndi væri enn utanríkisráðherra líkt og undanfarið 21 ár. Bandaríkjastjórn aflýsti fyrirhugðum fundi Pútín og Donalds Trump um stríðið í Úkraínu sem þær ætluðu að halda í Búdapest í síðasta mánuði. Financial Times sagði að það hefði gerst vegna einstrengingslegrar afstöðu Lavrovs í símtali við Marco Rubio, bandaríska starfsbróður hans. Stuðningsmenn Pútíns fá að kenna á meðölum forsetans Vísbendingar hafa verið um að hreinsanir séu hafnar innan raða stuðningsmanna Pútín að undanförnu. Þannig hafa nýlega dyggir stuðningsmenn hans verið ýmist skilgreindir útsendrar erlendra ríkja eða jafnvel hryðjuverka- og öfgamenn. Hreinsanirnar hafa verið tengdar við valdabaráttu tveggja hópa sem styðja Pútín, annars vegar hóps gamalla pótintáta hans í kringum varnarmálaráðuneytið og hins vegar grasrótarhreyfingar þjóðernissinna og stríðsbloggara sem hafa náð töluverðri hylli í Rússlandi eftir að stríðið í Úkraínu hófst af fullum kraft fyrir að nálgast fjórum árum.
Rússland Bandaríkin Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Erlent Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Innlent Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Innlent Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Erlent Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Innlent Árekstur á Álftanesvegi Innlent Fleiri fréttir Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Danskir og bandarískir erindrekar funda um Grænland í næstu viku „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Tóku einnig skuggaskip í Karíbahafinu Vill senda danska hermenn til Grænlands Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Ásælni Trumps í Grænland og skuggaskip Rússa Víða truflanir í Evrópu vegna snjókomu Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi „Stórt framfaraskref“ Óska eftir fundi með Rubio Kaffilaus fundur í gluggalausu herbergi „Ég ætla ekki að segja hættum við kosningarnar“ Nýtti sér leik sinn í Dansar við úlfa við að mynda sértrúarsöfnuð Hafa birt innan við prósent af Epstein-skjölunum Walz hættir við framboð vegna árása Trump-liða Sænskur ráðherra hlutgerður á miðli Musk Vill afhenda Trump friðarverðlaunin Svissneski skemmtistaðurinn ekki skoðaður í fimm ár Kristrún, Witkoff og Kushner á fundinum í París í dag Huldumaður hagnaðist verulega á árásinni á Venesúela Fyrrverandi fjármálaráðherra Kanada verður ráðgjafi Selenskí Var með fleiri en fimmtíu hunda á heimilinu Segir þörf á samtali um „meintan“ yfirráðarétt Dana „Ég er forseti sem hefur verið rænt; stríðsfangi!“ Fækkar ráðlögðum bóluefnum Sjá meira