Markvörðurinn hlýddi konunni og kastar nú pílum í beinni Sindri Sverrisson skrifar 7. nóvember 2025 10:01 Svona líta fyrstu einvígin út á þriðja kvöldi Úrvalsdeildarinnar í pílukasti. Bein útsending er á Sýn Sport Ísland klukkan 20 á laugardagskvöld. Sýn Sport Handboltamarkvörðurinn fyrrverandi Davíð Svansson byrjaði að keppa í pílukasti fyrr á þessu ári og hefur bætt sig afar hratt og vel. Hann keppir í beinni útsendingu á Sýn Sport Ísland annað kvöld, á þriðja undankvöldi Úrvalsdeildarinnar í pílukasti. Þriðja undankvöld Úrvalsdeildarinnar í pílukasti er í beinni útsendingu á Sýn Sport Ísland annað kvöld klukkan 20. „Ég var bara pöbbaspilari en ég keypti mér píluspjald í janúar 2024, eftir að hafa verið að horfa á heimsmeistaramótið í Ally Pally. Svo var maður bara að kasta aðeins inn á milli þangað til að konan mín sendi mig á mót á Snooker og Pool,“ segir Davíð. Það var í mars á þessu ári, fyrir aðeins átta mánuðum síðan, og þá var ekki aftur snúið. Davíð Svansson var afar líflegur og öflugur markvörður í handbolta. Hann gat beitt öðrum brögðum þar en í pílukastinu til að losa spennu.vísir/anton brink „Ég bara sló til og hef eiginlega ekki sleppt pílunum síðan þá. Þetta var bara skemmtilegt og ég líki þessu við golfbakteríuna. Ég fékk pílubakteríuna og á bara erfitt með að hætta,“ segir Davíð, ánægður með hvatninguna frá sinni heittelskuðu: „Já, allan daginn. Hún sagði mér að kaupa mér pílur í afmælisgjöf í október 2024, og tíu mínútum eftir það náði ég í fyrsta sinn 180. Svo fór ég á þetta fyrsta mót og hef tekið þátt í flestum mótum sem ég get tekið þátt í síðan. Þetta er búið að taka svolítið yfir.“ Ekki lengur hægt að öskra og lemja liðsfélagana Og nú er Davíð að fara að kasta pílum í beinni sjónvarpsútsendingu í fyrsta sinn. Hann er hins vegar þaulvanur því að keppa í beinni en þá sem markvörður í handbolta. Hjálpar sú reynsla? „Pílan snýst um svo rosalega mikla nákvæmni. Í handboltanum gat maður alltaf gírað sig upp, lamið aðeins í liðsfélagana og öskrað, og losað aðeins um spennuna. Í pílunni stendur maður einn, heldur á einhverjum litlum nagla og hendir honum í pínulítið spjald. Þetta er allt öðruvísi og maður þarf að nota aðrar leiðir til að losa sig við stress. Ég hef náttúrulega ekkert verið að keppa í svona stórum mótum. En ég fékk nú þann heiður að spila með PFR í Íslandsmóti félagsliða [í sumar] og við urðum svo Íslandsmeistarar. Það var mjög góð tilraun í að spila í alvöru stressi en þetta verður forvitnilegt á laugadaginn. Maður kannast svo sem við að spila fyrir framan fólk og fer þetta bara á stemningunni.“ Þriðja undankvöld Úrvalsdeildarinnar í pílukasti er í beinni útsendingu á Sýn Sport Ísland annað kvöld klukkan 20. Pílukast Handbolti Mest lesið Óvinur Íslands heldur nú með Íslandi Handbolti Þjálfari Dana um Ísland: „Nokkrir af bestu handboltamönnum heims“ Handbolti Búnir að tímasetja leik Íslands og Danmerkur Handbolti Sjáðu Viktor skora hjá Barcelona fyrir framan landsliðsþjálfarann Fótbolti Áfall fyrir Króata Dags skömmu fyrir úrslitastundu Handbolti Danir verða mótherjar Íslands í undanúrslitunum Handbolti Daninn leggur orð í belg eftir gagnrýni Dags og Gísla Þorgeirs Handbolti ICE-fulltrúar á Vetrarólympíuleikunum: „Þetta er hersveit sem drepur“ Sport EM í dag: Einn ótrúlegasti sólarhringur í sögu íslenskra íþrótta Handbolti Ísland á þrjá af fjórum þjálfurum í undanúrslitunum á EM Handbolti Fleiri fréttir ICE-fulltrúar á Vetrarólympíuleikunum: „Þetta er hersveit sem drepur“ Óvinur Íslands heldur nú með Íslandi Þjálfari Dana um Ísland: „Nokkrir af bestu handboltamönnum heims“ Markvörður Mourinho tryggði liðið áfram og Bodö/Glimt vann í Madrid Tyson Fury snýr aftur í apríl Viktor yngstur í sögunni til að skora Evrópumark á Nývangi Búnir að tímasetja leik Íslands og Danmerkur Danir verða mótherjar Íslands í undanúrslitunum Sjáðu Viktor skora hjá Barcelona fyrir framan landsliðsþjálfarann Stolt móðir Gísla Þorgeirs: Fylgdist með syninum og felldi tár Skýrsla Vals: Af hverju ekki bara að vinna gull? Svona var lokaumferðin í Meistaradeildinni EM í dag: Einn ótrúlegasti sólarhringur í sögu íslenskra íþrótta „Við erum að vinna í að fjölga miðum“ Ísland á þrjá af fjórum þjálfurum í undanúrslitunum á EM Uppgjörið: Valur - Haukar 90-97 | Fimm í röð hjá Haukum Dagur og lærisveinar í undanúrslit og sendu Ísland niður í annað sætið Alfreð stýrði Þjóðverjum inn í undanúrslitin á EM „Að gefnu tilefni vil ég ítreka að ég er ekki í afneitun“ „Það þarf heppni og það þarf gæði“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Slóveníu: Hugaðir og hungraðir í að skrifa söguna Snorri horfir lengra: „Förum ekki í undanúrslit EM til þess að vera farþegar þar“ „Ætluðum ekki að láta þetta fara aftur úr okkar höndum“ Tölur á móti Slóvenum: Slóvenar með tólf fleiri tapaða og Ísland 13-0 í hraðaupphlaupsmörkum Ómar vill meira: „Ekki búnir að vinna neitt en erum drullusáttir“ Danmörk, Frakkland eða Þýskaland bíða í undanúrslitum Áfall fyrir Króata Dags skömmu fyrir úrslitastundu Rýr svör um stóru mistökin sem hefðu getað haft áhrif á Ísland Mættu með snjóinn með sér til Madrid Haukur klár og sami hópur og síðast Sjá meira
Þriðja undankvöld Úrvalsdeildarinnar í pílukasti er í beinni útsendingu á Sýn Sport Ísland annað kvöld klukkan 20. „Ég var bara pöbbaspilari en ég keypti mér píluspjald í janúar 2024, eftir að hafa verið að horfa á heimsmeistaramótið í Ally Pally. Svo var maður bara að kasta aðeins inn á milli þangað til að konan mín sendi mig á mót á Snooker og Pool,“ segir Davíð. Það var í mars á þessu ári, fyrir aðeins átta mánuðum síðan, og þá var ekki aftur snúið. Davíð Svansson var afar líflegur og öflugur markvörður í handbolta. Hann gat beitt öðrum brögðum þar en í pílukastinu til að losa spennu.vísir/anton brink „Ég bara sló til og hef eiginlega ekki sleppt pílunum síðan þá. Þetta var bara skemmtilegt og ég líki þessu við golfbakteríuna. Ég fékk pílubakteríuna og á bara erfitt með að hætta,“ segir Davíð, ánægður með hvatninguna frá sinni heittelskuðu: „Já, allan daginn. Hún sagði mér að kaupa mér pílur í afmælisgjöf í október 2024, og tíu mínútum eftir það náði ég í fyrsta sinn 180. Svo fór ég á þetta fyrsta mót og hef tekið þátt í flestum mótum sem ég get tekið þátt í síðan. Þetta er búið að taka svolítið yfir.“ Ekki lengur hægt að öskra og lemja liðsfélagana Og nú er Davíð að fara að kasta pílum í beinni sjónvarpsútsendingu í fyrsta sinn. Hann er hins vegar þaulvanur því að keppa í beinni en þá sem markvörður í handbolta. Hjálpar sú reynsla? „Pílan snýst um svo rosalega mikla nákvæmni. Í handboltanum gat maður alltaf gírað sig upp, lamið aðeins í liðsfélagana og öskrað, og losað aðeins um spennuna. Í pílunni stendur maður einn, heldur á einhverjum litlum nagla og hendir honum í pínulítið spjald. Þetta er allt öðruvísi og maður þarf að nota aðrar leiðir til að losa sig við stress. Ég hef náttúrulega ekkert verið að keppa í svona stórum mótum. En ég fékk nú þann heiður að spila með PFR í Íslandsmóti félagsliða [í sumar] og við urðum svo Íslandsmeistarar. Það var mjög góð tilraun í að spila í alvöru stressi en þetta verður forvitnilegt á laugadaginn. Maður kannast svo sem við að spila fyrir framan fólk og fer þetta bara á stemningunni.“ Þriðja undankvöld Úrvalsdeildarinnar í pílukasti er í beinni útsendingu á Sýn Sport Ísland annað kvöld klukkan 20.
Pílukast Handbolti Mest lesið Óvinur Íslands heldur nú með Íslandi Handbolti Þjálfari Dana um Ísland: „Nokkrir af bestu handboltamönnum heims“ Handbolti Búnir að tímasetja leik Íslands og Danmerkur Handbolti Sjáðu Viktor skora hjá Barcelona fyrir framan landsliðsþjálfarann Fótbolti Áfall fyrir Króata Dags skömmu fyrir úrslitastundu Handbolti Danir verða mótherjar Íslands í undanúrslitunum Handbolti Daninn leggur orð í belg eftir gagnrýni Dags og Gísla Þorgeirs Handbolti ICE-fulltrúar á Vetrarólympíuleikunum: „Þetta er hersveit sem drepur“ Sport EM í dag: Einn ótrúlegasti sólarhringur í sögu íslenskra íþrótta Handbolti Ísland á þrjá af fjórum þjálfurum í undanúrslitunum á EM Handbolti Fleiri fréttir ICE-fulltrúar á Vetrarólympíuleikunum: „Þetta er hersveit sem drepur“ Óvinur Íslands heldur nú með Íslandi Þjálfari Dana um Ísland: „Nokkrir af bestu handboltamönnum heims“ Markvörður Mourinho tryggði liðið áfram og Bodö/Glimt vann í Madrid Tyson Fury snýr aftur í apríl Viktor yngstur í sögunni til að skora Evrópumark á Nývangi Búnir að tímasetja leik Íslands og Danmerkur Danir verða mótherjar Íslands í undanúrslitunum Sjáðu Viktor skora hjá Barcelona fyrir framan landsliðsþjálfarann Stolt móðir Gísla Þorgeirs: Fylgdist með syninum og felldi tár Skýrsla Vals: Af hverju ekki bara að vinna gull? Svona var lokaumferðin í Meistaradeildinni EM í dag: Einn ótrúlegasti sólarhringur í sögu íslenskra íþrótta „Við erum að vinna í að fjölga miðum“ Ísland á þrjá af fjórum þjálfurum í undanúrslitunum á EM Uppgjörið: Valur - Haukar 90-97 | Fimm í röð hjá Haukum Dagur og lærisveinar í undanúrslit og sendu Ísland niður í annað sætið Alfreð stýrði Þjóðverjum inn í undanúrslitin á EM „Að gefnu tilefni vil ég ítreka að ég er ekki í afneitun“ „Það þarf heppni og það þarf gæði“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Slóveníu: Hugaðir og hungraðir í að skrifa söguna Snorri horfir lengra: „Förum ekki í undanúrslit EM til þess að vera farþegar þar“ „Ætluðum ekki að láta þetta fara aftur úr okkar höndum“ Tölur á móti Slóvenum: Slóvenar með tólf fleiri tapaða og Ísland 13-0 í hraðaupphlaupsmörkum Ómar vill meira: „Ekki búnir að vinna neitt en erum drullusáttir“ Danmörk, Frakkland eða Þýskaland bíða í undanúrslitum Áfall fyrir Króata Dags skömmu fyrir úrslitastundu Rýr svör um stóru mistökin sem hefðu getað haft áhrif á Ísland Mættu með snjóinn með sér til Madrid Haukur klár og sami hópur og síðast Sjá meira