Skoðun

Íbúðalána­sjóður fjár­magnaði ekki íbúðalán bankanna!

Hallur Magnússon skrifar

Sú þjóðsaga virðist lífseig að Íbúðalánasjóður hafi á árinu 2004 lánað bönkunum fé til að lána út íbúðalán á vöxtum sem reyndust „niðurgreiddir“ af hálfu bankana og lántakendur þurftu síðan að greiða dýru verði í kjölfar bankahrunsins. Meira að segja mjög virtir hagfræðingar eins og til dæmis Vilhjálmur Bjarnason hafa haldið því fram.

Þetta er reyndar alrangt eins og oft hefur komið fram, meðal annars í umsögn allsherjarnefndar Alþingis þegar fjallað var um skýrslu Rannsóknarnefndar um Íbúðalánasjóð.

Staðreyndin er sú að Íbúðalánasjóður fjárfesti í fasteignaskuldabréfum þegar lánaðra lána banka og sparisjóða þegar sjóðurinn þurfti að fjárfesta fjármuni sína sem söfnuðust upp í kjölfar uppgreiðslna á íbúðalánum Íbúðalánasjkóðs þegar bankarnir ruddust inn á Íbúðalánamarkaðinn haustið 2004, markað sem þeir höfðu alls ekki verið á áður.

Á þremur mánuðum ÁÐUR en Alþingi veitti Íbúðalánasjóði heimild til að veita almenningi lán allt að 90% af virði hóflegrar íbúðar höfðu bankarnir lánað almenningi um 270 MILLJARÐA króna í íbúðalán með því skilyrði að lán Íbúðalánasjóðs yrðu greidd upp. Í ágústmánuði fyrir innrás bankanna á þann markað voru hrein íbúðalán bankanna samtals um 100 MILLJÓNIR króna. Mánaðarleg hækkun íbúðalána bankanna var því um 99 MILLJARÐAR króna þetta haust – meðan Íbúðalánasjóðiur lánaði ekki EITT 90% íbúðalán.

Við vitum nú að þessi lán bankanna voru ekki fjármögnuð. Við vitum líka að þau voru stór þáttur í hruninu. Við vitum líka að Íbúðalánasjóður kom á fótunum út úr hruninu. Hins vegar „gleymdu“ stjórnvöld og stjórnendur sjóðsins frá 2010 að fylgja lögbundinni áhættu- og fjárstýringarstefnu Íbúðalánasjóðs sem leiddi til hundrað milljóna króna taps loksins þegar brugðist var við.

Það voru leiðir til að koma í veg fyrir það og þær kynntar stjórnvöldum vorið 2010.

Kaup Íbúðalánasjóðs á skuldabréfum þegar lánaðra lána bankanna 2004 og 2005 voru þáttur í þeirri fjárstýringar- og áhættustýringu Íbúðalanasjóðs sem lögbundin var og er nú ein af bestu eignum ÍLS sjóðs.

Ástæða þess að þetta er rifjað upp nú eru örlög ÍL sjóðs - sem voru óþörf en í boði ríkisstjórna 2010-2020 sérstaklega – og að stjórnvöld eru nú að koma með nýja húsnæðisstefnu. Vonandi læra þau á mistökum síðustu 15 – 20 ára.

Höfundur er áhugamaður um húsnæðismál.




Skoðun

Skoðun

3003

Elliði Vignisson skrifar

Sjá meira


×