Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Samúel Karl Ólason skrifar 5. nóvember 2025 20:40 Þjófarnir eru sagðir leita uppi fólk sem er eitt á ferð og fylgjast með þeim greiða í verslunum, til að sjá PIN-númer þeirra. Myndin tengist fréttinni ekki beint. Getty Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu varaði í dag við því að vasaþjófar væru á ferðinni en talið er að um skipulagða glæpastarfsemi sé að ræða. Fólki er bent á að hafa varann á þegar PIN-númer eru slegin inn við notkun greiðslukorta. Heimildir fréttastofu herma að vasaþjófar hafi verið á ferðinni á að minnsta kosti fjórum stöðum á landinu á undanförnum dögum. Á Suðurlandi, en lögreglan þar handtók í dag þrjá þjófa við Þingvelli, og á þremur stöðum á höfuðborgarsvæðinu. Þjófarnir hafa tekið háar fjárhæðir út af reikningum fólks sem varð fyrir barðinu á þeim. Flest þessara mála eru talin tengjast en lögreglan telur að fólkið komi til landsins gagngert í þeim tilgangi að stela. Heimir Ríkarðsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn, segir þjófana fylgjast með fólki og reyna að finna einhverja sem eru einir á ferð og andvaralausir. Oft séu þeir í verslunum og fylgjast þjófarnir með þegar pin númer eru slegin inn. Í kjölfarið fylgja þjófarnir viðkomandi einstaklingi. „Eins og hann lýsir þessu fyrir mér, einn aðilinn sem tilkynnti þetta til mín, þá fann hann að það var ýtt aðeins við honum,“ segir Heimir. „Þá var verið að taka veskið af honum. Síðan taka þeir kortið úr veskinu og strauja það á meðan þeir geta.“ Heimir segir rannsókn yfirstandandi og það sjáist á upptökum um hverja sé að ræða. Lögreglan hafi fólki í haldi sem talið er að séu hin seku. „Þetta er skipulögð brotastarfsemi. Klárlega,“ segir Heimir. „Þeir eru að gera þetta ítrekað og á nokkrum stöðum. Það er klárt.“ Varðandi það hvernig fólk geti varið sig segir Heimir að fyrst og fremst þurfi fólk að passa að aðrir sjái ekki pin-númerið þegar greiðslukort eru notuð. Hafa þurfi varann á. Lögreglumál Fjármál heimilisins Tengdar fréttir Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Þrír vasaþjófar voru handteknir á Þingvöllum í dag. Lögreglunni á Suðurlandi barst tilkynning um þjófnað á Þingvöllum og fóru lögreglumenn strax á vettvang og höfðu hendur í hári þriggja vegna málsins. Um er að ræða erlenda ríkisborgara frá EES-löndunum. 5. nóvember 2025 17:50 Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu varar við vasaþjófum sem eru á ferðinni í umdæminu um þessar mundir. Þrjú mál hafa verið tilkynnt þar sem vasaþjófar hafa stolið greiðslukortum og náð út af þeim umtalsverðum fjárhæðum. 5. nóvember 2025 16:03 Mest lesið Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Erlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
Heimildir fréttastofu herma að vasaþjófar hafi verið á ferðinni á að minnsta kosti fjórum stöðum á landinu á undanförnum dögum. Á Suðurlandi, en lögreglan þar handtók í dag þrjá þjófa við Þingvelli, og á þremur stöðum á höfuðborgarsvæðinu. Þjófarnir hafa tekið háar fjárhæðir út af reikningum fólks sem varð fyrir barðinu á þeim. Flest þessara mála eru talin tengjast en lögreglan telur að fólkið komi til landsins gagngert í þeim tilgangi að stela. Heimir Ríkarðsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn, segir þjófana fylgjast með fólki og reyna að finna einhverja sem eru einir á ferð og andvaralausir. Oft séu þeir í verslunum og fylgjast þjófarnir með þegar pin númer eru slegin inn. Í kjölfarið fylgja þjófarnir viðkomandi einstaklingi. „Eins og hann lýsir þessu fyrir mér, einn aðilinn sem tilkynnti þetta til mín, þá fann hann að það var ýtt aðeins við honum,“ segir Heimir. „Þá var verið að taka veskið af honum. Síðan taka þeir kortið úr veskinu og strauja það á meðan þeir geta.“ Heimir segir rannsókn yfirstandandi og það sjáist á upptökum um hverja sé að ræða. Lögreglan hafi fólki í haldi sem talið er að séu hin seku. „Þetta er skipulögð brotastarfsemi. Klárlega,“ segir Heimir. „Þeir eru að gera þetta ítrekað og á nokkrum stöðum. Það er klárt.“ Varðandi það hvernig fólk geti varið sig segir Heimir að fyrst og fremst þurfi fólk að passa að aðrir sjái ekki pin-númerið þegar greiðslukort eru notuð. Hafa þurfi varann á.
Lögreglumál Fjármál heimilisins Tengdar fréttir Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Þrír vasaþjófar voru handteknir á Þingvöllum í dag. Lögreglunni á Suðurlandi barst tilkynning um þjófnað á Þingvöllum og fóru lögreglumenn strax á vettvang og höfðu hendur í hári þriggja vegna málsins. Um er að ræða erlenda ríkisborgara frá EES-löndunum. 5. nóvember 2025 17:50 Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu varar við vasaþjófum sem eru á ferðinni í umdæminu um þessar mundir. Þrjú mál hafa verið tilkynnt þar sem vasaþjófar hafa stolið greiðslukortum og náð út af þeim umtalsverðum fjárhæðum. 5. nóvember 2025 16:03 Mest lesið Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Erlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Þrír vasaþjófar voru handteknir á Þingvöllum í dag. Lögreglunni á Suðurlandi barst tilkynning um þjófnað á Þingvöllum og fóru lögreglumenn strax á vettvang og höfðu hendur í hári þriggja vegna málsins. Um er að ræða erlenda ríkisborgara frá EES-löndunum. 5. nóvember 2025 17:50
Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu varar við vasaþjófum sem eru á ferðinni í umdæminu um þessar mundir. Þrjú mál hafa verið tilkynnt þar sem vasaþjófar hafa stolið greiðslukortum og náð út af þeim umtalsverðum fjárhæðum. 5. nóvember 2025 16:03