Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Samúel Karl Ólason skrifar 5. nóvember 2025 18:48 Rússneskir hermenn í Úkraínu. AP/Varnarmálaráðuneyti Rússlands Rússneskar konur plata menn sem skrá sig í herinn ítrekað til að kvænast þeim, svo þær geti fengið fúlgur fjár frá ríkinu ef og þegar þeir falla í átökum. Dómsmál hafa verið höfðuð vegna fjölda kvenna sem sakaðar eru um að gabba hermenn í hjónabönd en miklir peningar eru í húfi. Þetta ku vera orðið það útbreitt að byrjað er að kalla konurnar „svartar ekkjur“ eftir kóngulóunum sem éta maka sína. Hve umfangsmikið þetta er í rauninni er víst erfitt að segja. Blaðamenn Wall Street Journal segjast þó hafa fundið að minnsta kosti sex dómsmál þar sem því er haldið fram að hermenn hafi orðið fyrir svörtum ekkjum. Samkvæmt frétt WSJ hafa rússneskir þingmenn kallað eftir því að viðurlög við því að gabba hermenn í hjónaband verði hert eða bætur við dauða hermanna verði takmarkaðar. Giftist hermanni en bjó enn með „fyrrverandi“ Í einu tilfelli heyrði fjölskylda hermanns sem hét Sergey Khandozhko af því að hann hefði gift sig, degi eftir að hann skrifaði undir samning við herinn. Það fannst fjölskyldunni undarlegt þar sem hermaðurinn hafði aldrei nefnt konuna sem hann giftist. Hjónin höfðu þar að auki ekki skipst á hringjum í athöfn sem tók nokkrar mínútur. Engar myndir voru teknar af athöfninni og var einungis einn gestur. Það var meira sem vakti furðu fjölskyldunnar og þá sérstaklega það að ný eiginkona Sergey bjó áfram með manni sem var sagður fyrrverandi eiginmaður hennar og börnum þeirra. Þegar Sergey dó í átökum fékk nýja eiginkonan bónusgreiðslu frá ríkinu sem samsvaraði um tuttuguföldum meðalárslaunum í Rússlandi. Dómari komst að þeirri niðurstöðu fyrr á árinu að konan, Elena Sokolova, hefði gabbað Sergey. Hjónabandið var ógilt og var henni gert að greiða tiltölulega litla sekt. Hún hefur áfrýjað úrskurðinum en svaraði ekki fyrirspurnum WSJ. Vladimír Pútin, forseti Rússlands, heimsótti særða hermenn á sjúkrahús í síðasta mánuði.AP/Vyacheslav Prokofyev Fúlgur fjár í húfi Ráðamenn í Rússlandi hafa varið gífurlega miklum peningum í að laða menn í herinn og til að berjast í Úkraínu. Þeir fá umfangsmikla bónusa við skráningu í herinn og þar að auki eiga fjölskyldur þeirra að fá umfangsmiklar bætur ef og þegar þeir falla. Bætur vegna dauða hermanns eru oft meira en 23 milljónir króna, sem eru margföld árslaun í Rússlandi. Fjölmargar slíkar greiðslur hafa verið veittar til fjölskyldna í austurhluta Rússlands en þaðan koma margir af framlínuhermönnum Rússlands. Þessir peningar hafa leitt til mikilla deilna innan fjölskyldna um hvernig eigi að nota þá og þá hafa margir leitað leiða til að fá sinn hlut. Í frétt WSJ segir að feður sem hafi ekkert komið að uppeldi og lífi fallinna hermanna hafi snúið aftur og krafist peninga. Þá hafi afar og ömmur einnig krafist peninga fyrir að hafa alið upp menn og annast í gegnum árin og hafa þessar deilur margsinnis ratað á borð dómara. Það eru þó „svörtu ekkjurnar“ sem þykja hvað verstar. Þingmenn og embættismenn hafa kvartað hástöfum yfir þessum konum og meðal annars kallað þær skrímsli. Embættismenn segja að í einhverjum tilfellum komi glæpasamtök að því að plata eða þvinga hermenn í hjónaband við konur. Í héraðinu Khanty-Mansiysk hafa glæpamenn leitað uppi einhleypa menn, fengið þá til að skrá sig í herinn og látið þá giftast konum áður en þeir fara á víglínuna í Úkraínu. Glæpamennirnir eru sagðir hafa grætt tugi milljóna króna á þessu athæfi en ekki hefur verið gefið upp hve marga hermenn er um að ræða. Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Erlent „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Innlent Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Erlent „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Innlent Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Erlent Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Innlent Fleiri fréttir Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Reyna að rjúfa nettenginu endanlega Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Ítalir lögðu hald á skip frá Rússlandi Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila Bein útsending: Flytja fimm þúsund tonna eldflaug á skotpall fyrir tunglskot Sjá meira
Þetta ku vera orðið það útbreitt að byrjað er að kalla konurnar „svartar ekkjur“ eftir kóngulóunum sem éta maka sína. Hve umfangsmikið þetta er í rauninni er víst erfitt að segja. Blaðamenn Wall Street Journal segjast þó hafa fundið að minnsta kosti sex dómsmál þar sem því er haldið fram að hermenn hafi orðið fyrir svörtum ekkjum. Samkvæmt frétt WSJ hafa rússneskir þingmenn kallað eftir því að viðurlög við því að gabba hermenn í hjónaband verði hert eða bætur við dauða hermanna verði takmarkaðar. Giftist hermanni en bjó enn með „fyrrverandi“ Í einu tilfelli heyrði fjölskylda hermanns sem hét Sergey Khandozhko af því að hann hefði gift sig, degi eftir að hann skrifaði undir samning við herinn. Það fannst fjölskyldunni undarlegt þar sem hermaðurinn hafði aldrei nefnt konuna sem hann giftist. Hjónin höfðu þar að auki ekki skipst á hringjum í athöfn sem tók nokkrar mínútur. Engar myndir voru teknar af athöfninni og var einungis einn gestur. Það var meira sem vakti furðu fjölskyldunnar og þá sérstaklega það að ný eiginkona Sergey bjó áfram með manni sem var sagður fyrrverandi eiginmaður hennar og börnum þeirra. Þegar Sergey dó í átökum fékk nýja eiginkonan bónusgreiðslu frá ríkinu sem samsvaraði um tuttuguföldum meðalárslaunum í Rússlandi. Dómari komst að þeirri niðurstöðu fyrr á árinu að konan, Elena Sokolova, hefði gabbað Sergey. Hjónabandið var ógilt og var henni gert að greiða tiltölulega litla sekt. Hún hefur áfrýjað úrskurðinum en svaraði ekki fyrirspurnum WSJ. Vladimír Pútin, forseti Rússlands, heimsótti særða hermenn á sjúkrahús í síðasta mánuði.AP/Vyacheslav Prokofyev Fúlgur fjár í húfi Ráðamenn í Rússlandi hafa varið gífurlega miklum peningum í að laða menn í herinn og til að berjast í Úkraínu. Þeir fá umfangsmikla bónusa við skráningu í herinn og þar að auki eiga fjölskyldur þeirra að fá umfangsmiklar bætur ef og þegar þeir falla. Bætur vegna dauða hermanns eru oft meira en 23 milljónir króna, sem eru margföld árslaun í Rússlandi. Fjölmargar slíkar greiðslur hafa verið veittar til fjölskyldna í austurhluta Rússlands en þaðan koma margir af framlínuhermönnum Rússlands. Þessir peningar hafa leitt til mikilla deilna innan fjölskyldna um hvernig eigi að nota þá og þá hafa margir leitað leiða til að fá sinn hlut. Í frétt WSJ segir að feður sem hafi ekkert komið að uppeldi og lífi fallinna hermanna hafi snúið aftur og krafist peninga. Þá hafi afar og ömmur einnig krafist peninga fyrir að hafa alið upp menn og annast í gegnum árin og hafa þessar deilur margsinnis ratað á borð dómara. Það eru þó „svörtu ekkjurnar“ sem þykja hvað verstar. Þingmenn og embættismenn hafa kvartað hástöfum yfir þessum konum og meðal annars kallað þær skrímsli. Embættismenn segja að í einhverjum tilfellum komi glæpasamtök að því að plata eða þvinga hermenn í hjónaband við konur. Í héraðinu Khanty-Mansiysk hafa glæpamenn leitað uppi einhleypa menn, fengið þá til að skrá sig í herinn og látið þá giftast konum áður en þeir fara á víglínuna í Úkraínu. Glæpamennirnir eru sagðir hafa grætt tugi milljóna króna á þessu athæfi en ekki hefur verið gefið upp hve marga hermenn er um að ræða.
Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Erlent „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Innlent Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Erlent „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Innlent Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Erlent Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Innlent Fleiri fréttir Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Reyna að rjúfa nettenginu endanlega Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Ítalir lögðu hald á skip frá Rússlandi Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila Bein útsending: Flytja fimm þúsund tonna eldflaug á skotpall fyrir tunglskot Sjá meira
Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila