Lánið löglega Breki Karlsson skrifar 5. nóvember 2025 16:02 Mikið hefur verið rætt og ritað um „óvissu í kjölfar dóms Hæstaréttar í Vaxtamálinu.“ Er þar ýmsu slengt saman og líkt dómurinn sé notaður sem átylla til að þrengja að lántökum. Dómur Hæstaréttar í einu Vaxtamálanna þann 14. október sl. fletti ofan af því að skilmálar óverðtryggðra fasteignalána Íslandsbanka hafi verið ólöglegir í áraraðir. Mikilvægt er að halda til haga að ekkert í dóminum hindrar banka í að lána áfram verðtryggð lán. Löngu fyrir dóm Hæstaréttar voru bankarnir farnir að þrengja að verðtryggum lánum, meðal annars með styttingu lánstíma. Samt sem áður ákváðu allir bankarnir að hætta að lána verðtryggð lán og búa þannig sjálfir til óvissu á fasteignamarkaði. Það hefur ekkert með dóminn að gera. Liðin eru fjögur ár frá því bönkunum var stefnt og eitt og hálft ár frá afgerandi dómi EFTA-dómstólsins. Það að íslenskir bankar hafi verið teknir bólinu og eina svar þeirra hafi verið að hætta að lána er hneisa. Það hefur ekkert með dóminn að gera. Dómurinn tók af öll tvímæli um að vaxtabreytingaskilmálar þurfa að vera skýrir, aðgengilegir, hlutlægir og unnt að sannreyna. Framvegis geta bankar ekki hækkað vexti nánast eftir geðþótta. Dómurinn eyddi þannig beinlínis óvissu. Bankarnir hafa takmarkað lánaframboð sitt og þannig búið til óvissu á lánamarkaði á meðan dómurinn þvert á móti eyddi óvissu. Það skýtur skökku við að lánaframboð minnki snarlega og óvissa sögð vera til staðar vegna þess að fara þurfi að lögum. Viðbrögð lánveitenda benda frekar til þess að skortur sé á samkeppni á markaðnum og núna sé jafnvel þögult samráð til að knýja stjórnvöld til að koma með útspil sem á einhvern hátt gerir lánveitendum kleift að halda uppteknum hætti, beint eða óbeint. Hin raunverulega óvissa kom til þegar bankarnir hættu að lána. Hún liggur líka í gífurlega háum vöxtum fasteignalána, langtum hærri en gengur og gerist í nágrannalöndum okkar. Þar liggur óvissan og hefur ekkert með dóminn að gera. Bankar eiga að starfa á frjálsum markaði, þar sem samkeppni ríkir. En viðbrögð bankanna eru líkt og það hafi verið samantekin ráð að gefast upp. Bankarnir hafa sjálfir talað um lán sem vörur. Þeir mega áfram bjóða verðtryggð lán. Þeir þurfa ekki að miða við stýrivexti. Þeir mega bjóða hvaða vexti sem þeir vilja. Þeir mega bara ekki brjóta lög. Íslensku bönkum gengur mjög vel eins og nýleg ársfjórðungauppgjör þeirra sýnir. Hagnaður þeirra eykst mikið frá í fyrra og vaxtamunur er tvöfalt hærri en gengur og gerist í nágrannalöndum. Þeim ætti því ekki að vera skotaskuld úr því að lána fólki til fasteignakaupa, enda fasteignalán ein tryggasta starfsemi banka. Gera verður þá kröfu að bankar ráði við þá starfsemi sem þeir eiga að stunda, með þeim skilmálum sem lög gera ráð fyrir. Höfundur er formaður Neytendasamtakanna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Breki Karlsson Vaxtamálið Lánamál Mest lesið Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir Skoðun Valkvætt minnisleysi ofbeldismanna Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson Skoðun Forsendur skólakerfis hverfast um samstarf Magnús Þór Jónsson Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir Skoðun Hvers vegna þétting byggðar? Birkir Ingibjartsson Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson skrifar Skoðun Hugleiðingar um hitaveitu Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er starfsumhverfi myndlistarmanna? Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ekki gera ekki neitt Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun 32 dagar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Áfram, hærra Logi Pedro Stefánsson skrifar Skoðun Reykjavík stígi alla leið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Valkvætt minnisleysi ofbeldismanna Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gæði í uppbyggingu frekar en bara hraða og magn Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þétting byggðar? Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Forsendur skólakerfis hverfast um samstarf Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kirkjan sem talar fallega – og spurningin sem fylgir HIlmar Kristinsson skrifar Skoðun Samstaða í ferðaþjónustu aldrei mikilvægari Halldór Óli Kjartansson skrifar Skoðun Þegar almenningsálit er lesið sem umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson skrifar Skoðun Heimsmynd byggð á öðrum fætinum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar Skoðun Erum við í djúpum skít? Jón Pétur Wilke Gunnarsson skrifar Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson skrifar Sjá meira
Mikið hefur verið rætt og ritað um „óvissu í kjölfar dóms Hæstaréttar í Vaxtamálinu.“ Er þar ýmsu slengt saman og líkt dómurinn sé notaður sem átylla til að þrengja að lántökum. Dómur Hæstaréttar í einu Vaxtamálanna þann 14. október sl. fletti ofan af því að skilmálar óverðtryggðra fasteignalána Íslandsbanka hafi verið ólöglegir í áraraðir. Mikilvægt er að halda til haga að ekkert í dóminum hindrar banka í að lána áfram verðtryggð lán. Löngu fyrir dóm Hæstaréttar voru bankarnir farnir að þrengja að verðtryggum lánum, meðal annars með styttingu lánstíma. Samt sem áður ákváðu allir bankarnir að hætta að lána verðtryggð lán og búa þannig sjálfir til óvissu á fasteignamarkaði. Það hefur ekkert með dóminn að gera. Liðin eru fjögur ár frá því bönkunum var stefnt og eitt og hálft ár frá afgerandi dómi EFTA-dómstólsins. Það að íslenskir bankar hafi verið teknir bólinu og eina svar þeirra hafi verið að hætta að lána er hneisa. Það hefur ekkert með dóminn að gera. Dómurinn tók af öll tvímæli um að vaxtabreytingaskilmálar þurfa að vera skýrir, aðgengilegir, hlutlægir og unnt að sannreyna. Framvegis geta bankar ekki hækkað vexti nánast eftir geðþótta. Dómurinn eyddi þannig beinlínis óvissu. Bankarnir hafa takmarkað lánaframboð sitt og þannig búið til óvissu á lánamarkaði á meðan dómurinn þvert á móti eyddi óvissu. Það skýtur skökku við að lánaframboð minnki snarlega og óvissa sögð vera til staðar vegna þess að fara þurfi að lögum. Viðbrögð lánveitenda benda frekar til þess að skortur sé á samkeppni á markaðnum og núna sé jafnvel þögult samráð til að knýja stjórnvöld til að koma með útspil sem á einhvern hátt gerir lánveitendum kleift að halda uppteknum hætti, beint eða óbeint. Hin raunverulega óvissa kom til þegar bankarnir hættu að lána. Hún liggur líka í gífurlega háum vöxtum fasteignalána, langtum hærri en gengur og gerist í nágrannalöndum okkar. Þar liggur óvissan og hefur ekkert með dóminn að gera. Bankar eiga að starfa á frjálsum markaði, þar sem samkeppni ríkir. En viðbrögð bankanna eru líkt og það hafi verið samantekin ráð að gefast upp. Bankarnir hafa sjálfir talað um lán sem vörur. Þeir mega áfram bjóða verðtryggð lán. Þeir þurfa ekki að miða við stýrivexti. Þeir mega bjóða hvaða vexti sem þeir vilja. Þeir mega bara ekki brjóta lög. Íslensku bönkum gengur mjög vel eins og nýleg ársfjórðungauppgjör þeirra sýnir. Hagnaður þeirra eykst mikið frá í fyrra og vaxtamunur er tvöfalt hærri en gengur og gerist í nágrannalöndum. Þeim ætti því ekki að vera skotaskuld úr því að lána fólki til fasteignakaupa, enda fasteignalán ein tryggasta starfsemi banka. Gera verður þá kröfu að bankar ráði við þá starfsemi sem þeir eiga að stunda, með þeim skilmálum sem lög gera ráð fyrir. Höfundur er formaður Neytendasamtakanna.
Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun
Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar
Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar
Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar
Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar
Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun