Húsnæðisliðurinn í vísitölu neysluverðs Þorsteinn Siglaugsson skrifar 6. nóvember 2025 07:33 Húsnæði er stærsti útgjaldaliður flestra heimila. Þess vegna skiptir máli hvernig húsnæðiskostnaður er mældur í vísitölu neysluverðs (VNV), sem margir þekkja sem „verðbólguna“. Hagstofan breytti, í júní 2024, aðferðinni við að reikna þann hluta vísitölunnar sem mælir kostnað við eigið húsnæði. Undanfarna daga hefur nokkur umræða átt sér stað um þessa breytingu og því jafnvel verið haldið fram að með eldri aðferð væri verðbólga umtalsvert lægri en hún mælist nú. Bæði Hagstofan og fleiri aðilar hafa bent á að þessu er ekki þannig háttað. En hvað breyttist, hvers vegna var breytingin gerð, og hvaða áhrif hefur hún? Eldri aðferðin – hvað kostar að eiga íbúðina? Eldri aðferðin er svokölluð notendakostnaðaraðferð. Mælingin byggir þá annars vegar á fasteignaverði og hins vegar raunvöxtum. Í raun leiddi þessi aðferð til þess að þessi liður vísitölunnar fylgdi fasteignaverði mjög náið. Þegar fasteignaverð rauk upp eða niður, hreyfðist húsnæðisliðurinn í VNV með, jafnvel miklu meira en raunverulegur húsnæðiskostnaður gerði. Þannig gat VNV hækkað eða lækkað af því að fasteignaverð sveiflaðist, en ekki endilega af því að kostnaðurinn sjálfur breyttist. Þessi aðferð byggði í raun á því að líta á húsnæðið sem fjárfestingu og sú nálgun skýtur nokkuð skökku við í mælingu á neysluútgjöldum Nýja aðferðin – hvað myndi kosta að leigja íbúðina? Eins og við þekkjum getur verðið á eigninni okkar sveiflast upp og niður án þess að það breyti í raun neinu um kostnaðinn við að eiga húsnæðið. Nýja aðferðin spyr því einfaldari spurningar: Hvað myndi það kosta að leigja íbúðina þína ef hún væri á leigumarkaði? Þetta er kallað húsaleiguígildi og þá er gengið út frá því að leigan endurspegli til lengri tíma kostnaðinn við að eiga húsnæðið og reka það. Með þessu komumst við nær því að mæla raunverulegan húsnæðiskostnað, sveiflur í vísitölunni verða minni og auðveldara er að skilja forsendurnar að baki breytingunum. Þetta er sú aðferð sem almennt er notuð í nágrannalöndum okkar og er talin gefa mun betri mynd af raunverulegum húsnæðiskostnaði. Hvers vegna var hægt að skipta um aðferð? Lengi hafði verið kallað eftir breytingu á þessari mælingu, en leigumarkaðurinn var áður lítill og góð gögn um hann skorti. Nú liggja hins vegar fyrir tugþúsundir virkra leigusamninga hjá opinberum aðilum og hægt er að nálgast raunverulegt leiguverð eftir stærð, staðsetningu og aldri húsa. Með þessum gögnum er hægt að meta eðlilegt „leiguígildi“ fyrir eigið íbúðarhúsnæði, mánuð fyrir mánuð. Áhrif til lengri tíma Þetta þýðir ekki að húsnæðisliðurinn lækki kerfisbundið eða hækki til lengri tíma. Ef leiga á markaði hækkar, þá hækkar reiknuð húsaleiga líka og öfugt ef leigan lækkar. Munurinn er sá að mælitalan er nú tengd raunverulegum húsnæðiskostnaði frekar en sveiflum á fasteignamarkaði. Þegar leiguverð hækkar, eins og það hefur gert undanfarið hækkar húsnæðisliðurinn um leið. En þegar fasteignaverð sveiflast hratt upp á við eins og oft gerist fara þær sveiflur ekki beint inn í vísitöluna eins og áður var. Með þessari nýju aðferð verður verðbólgumælingin rökréttari, gagnsærri og traustari en áður var. Höfundur er hagfræðingur og sérfræðingur hjá Hagstofu Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorsteinn Siglaugsson Mest lesið Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson Skoðun Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur grefur undan EES Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Framlög aukin til fjölmargra málaflokka Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Er komið að næsta skrefi í jafnréttisbaráttu kvenna? Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Spörum við áfram aurinn og hendum krónunni? Kristján Ra. Kristjánsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Réttlæti í almannatryggingum Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar Skoðun Er komið að næsta skrefi í jafnréttisbaráttu kvenna? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mikilvægi málumhverfis í leikskólum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Framlög aukin til fjölmargra málaflokka Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hver á nektarmynd af þér? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Spörum við áfram aurinn og hendum krónunni? Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur grefur undan EES Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir skrifar Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic skrifar Skoðun Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Samvera er heilsuefling Þröstur V. Söring skrifar Skoðun Skuldaskellir, nýr jólasveinn sveitarfélaga? Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fullveldi á okkar forsendum Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Gagnaver – reynsla frá Danmörku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Ofbeldi barna og verkferlar Kennarasambandsins Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Móðurást milli rimlanna Rósa Líf Darradóttir,Darri Gunnarsson skrifar Skoðun Sögulegur dagur Inga Lind Karlsdóttir skrifar Skoðun Fræðsla, forvarnir og lög gegn stafrænu ofbeldi Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hvaða öryggistæki á daginn í dag? Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Er RÚV, BBC okkar Íslendinga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Meira fyrir eldri borgara Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Opin Þjóðkirkja í sókn Guðrún Karls Helgudóttir skrifar Skoðun Áform sem ógna hagsmunum sveitarfélaga Kolbrún Georgsdóttir skrifar Sjá meira
Húsnæði er stærsti útgjaldaliður flestra heimila. Þess vegna skiptir máli hvernig húsnæðiskostnaður er mældur í vísitölu neysluverðs (VNV), sem margir þekkja sem „verðbólguna“. Hagstofan breytti, í júní 2024, aðferðinni við að reikna þann hluta vísitölunnar sem mælir kostnað við eigið húsnæði. Undanfarna daga hefur nokkur umræða átt sér stað um þessa breytingu og því jafnvel verið haldið fram að með eldri aðferð væri verðbólga umtalsvert lægri en hún mælist nú. Bæði Hagstofan og fleiri aðilar hafa bent á að þessu er ekki þannig háttað. En hvað breyttist, hvers vegna var breytingin gerð, og hvaða áhrif hefur hún? Eldri aðferðin – hvað kostar að eiga íbúðina? Eldri aðferðin er svokölluð notendakostnaðaraðferð. Mælingin byggir þá annars vegar á fasteignaverði og hins vegar raunvöxtum. Í raun leiddi þessi aðferð til þess að þessi liður vísitölunnar fylgdi fasteignaverði mjög náið. Þegar fasteignaverð rauk upp eða niður, hreyfðist húsnæðisliðurinn í VNV með, jafnvel miklu meira en raunverulegur húsnæðiskostnaður gerði. Þannig gat VNV hækkað eða lækkað af því að fasteignaverð sveiflaðist, en ekki endilega af því að kostnaðurinn sjálfur breyttist. Þessi aðferð byggði í raun á því að líta á húsnæðið sem fjárfestingu og sú nálgun skýtur nokkuð skökku við í mælingu á neysluútgjöldum Nýja aðferðin – hvað myndi kosta að leigja íbúðina? Eins og við þekkjum getur verðið á eigninni okkar sveiflast upp og niður án þess að það breyti í raun neinu um kostnaðinn við að eiga húsnæðið. Nýja aðferðin spyr því einfaldari spurningar: Hvað myndi það kosta að leigja íbúðina þína ef hún væri á leigumarkaði? Þetta er kallað húsaleiguígildi og þá er gengið út frá því að leigan endurspegli til lengri tíma kostnaðinn við að eiga húsnæðið og reka það. Með þessu komumst við nær því að mæla raunverulegan húsnæðiskostnað, sveiflur í vísitölunni verða minni og auðveldara er að skilja forsendurnar að baki breytingunum. Þetta er sú aðferð sem almennt er notuð í nágrannalöndum okkar og er talin gefa mun betri mynd af raunverulegum húsnæðiskostnaði. Hvers vegna var hægt að skipta um aðferð? Lengi hafði verið kallað eftir breytingu á þessari mælingu, en leigumarkaðurinn var áður lítill og góð gögn um hann skorti. Nú liggja hins vegar fyrir tugþúsundir virkra leigusamninga hjá opinberum aðilum og hægt er að nálgast raunverulegt leiguverð eftir stærð, staðsetningu og aldri húsa. Með þessum gögnum er hægt að meta eðlilegt „leiguígildi“ fyrir eigið íbúðarhúsnæði, mánuð fyrir mánuð. Áhrif til lengri tíma Þetta þýðir ekki að húsnæðisliðurinn lækki kerfisbundið eða hækki til lengri tíma. Ef leiga á markaði hækkar, þá hækkar reiknuð húsaleiga líka og öfugt ef leigan lækkar. Munurinn er sá að mælitalan er nú tengd raunverulegum húsnæðiskostnaði frekar en sveiflum á fasteignamarkaði. Þegar leiguverð hækkar, eins og það hefur gert undanfarið hækkar húsnæðisliðurinn um leið. En þegar fasteignaverð sveiflast hratt upp á við eins og oft gerist fara þær sveiflur ekki beint inn í vísitöluna eins og áður var. Með þessari nýju aðferð verður verðbólgumælingin rökréttari, gagnsærri og traustari en áður var. Höfundur er hagfræðingur og sérfræðingur hjá Hagstofu Íslands.
Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun
Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar
Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar
Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar
Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar
Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar
Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun